Sofie skrifaði:
Hvornår skal man starte på indtagninger af ryg- og forstykke?
26.08.2024 - 14:18DROPS Design svaraði:
Hej Sofie, mener du raglanindtagninger? Det gør du når du har sat alle dele sammen og strikker ifølge BÆRESTYKKET :)
28.08.2024 - 08:27
Sofie skrifaði:
Jeg vil spørge om man skal starte med at lave indtagninger så snart man starter på rib eller skal man først lave indtagninger når rib måler 8 cm?
25.08.2024 - 18:26DROPS Design svaraði:
Hei Sofie. Hvilken indtagninger tenker du på, hvor i oppskriften? Under RYG- OG FORSTYKKE eller ÆRMER? Kan ikke se at det er noen indtagninger etter 8 cm vrangbord. mvh DROPS Design
26.08.2024 - 14:15
ALICJA ŁUKASZEWSKA skrifaði:
Nie rozumiem jak mam to zrobić? Zamykać w sumie 22-26-33-33-31-39 razy z każdej strony przodu i tyłu następująco: ZAMYKANIE OCZEK-1: 7-6-0-2-7-2 razy co 2 okrążenia. ZAMYKANIE OCZEK-2: 15-20-33-31-24-37 razy w każdym okrążeniu. To jak mam zamknąć 33 oczka?
25.08.2024 - 10:38DROPS Design svaraði:
Witaj Alicjo, który rozmiar wykonujesz?
27.08.2024 - 10:14
Ann Mansell skrifaði:
How many balls of wool for extra large of the alpaca and alpaca silk? Do you have to choose one or the other or does pattern use a combination of both?
12.08.2024 - 20:26DROPS Design svaraði:
Hi Ann, yes, this pattern use combination of both of this yars, 1 strand of each held together. Material info you can find in the header of the pattern: for size XL you need 400 g (= 8 balls) of DROPS AIR and 225 g (= 9 balls) of DROPS BRUSHED ALPACA SILK. Happy knitting!
12.08.2024 - 20:42
Helen Bielsten Rosenberg skrifaði:
Hej Har kommit fram till montera in ärmarna. Hur ska jag tänka vad gäller bak o framstycke? har ju slutat så att samma antal maskor gäller hela varvet. Ska jag plocka in maskorna på ärmen innan jag börjar nästa varv eller ska jag sticka ett halvt varv först till nästa ärmhål för att det ska bli bakstycke framöver? Sorry för en någort rörig fråga men får det inte att stämma i varven om jag plockar upp första ärmen på höger sticka där jag slutade fram/backstycke.
05.08.2024 - 20:27
Anette Forsling skrifaði:
Hej, Tröjan är jättefin och jag är verkligen sugen på att sticka den. Men det är många frågor och kommentarer kring mönstret, Är det värt att försöka sticka den? Och kan någon som gjort den färdig återkoppla om det gick bra/blev bra? //Anette
24.07.2024 - 09:00
Helén Bielsten Rosenberg skrifaði:
Hej Ska man inte sticka A4, A5, A6 på ärmarna. Hur får man då mönstret att stämma. Blir rätt fram på ärmen o ena sidan av framstycket men inte bak på ämen och ena sidan av bakstycket . Stickar str M och får 3 raka under ärmen är det rätt ?
29.06.2024 - 08:39DROPS Design svaraði:
Hej Helen, du strikker ærmet uafhængig af for og bagstykke. Udtagningerne under ærmet: På nästa varv stickas omslaget vridet – så att det inte blir hål, sedan stickas de nya maskorna fortlöpande in i resåren (det är viktigt att maskorna som ökas anpassas till resåren som redan är stickad på var sida om A.1, A.2 och A.3, inte mot mitt under).
02.07.2024 - 11:46
Julie skrifaði:
Hei! Jeg strikker S og lurer på hvordan mønsteret skal se ut under ermet. Ved å strikke 10 m (5 på hver side av markøren) vil det bli en lang strek under ermet istedenfor en flette, etterhvert som jeg øker masker vil det bli flere slike streker ettersom at jeg skal øke totalt 8 ganger. Er det noe jeg overser i oppskriften? Hvordan får jeg en flette under her også? Finner ikke noe i oppskriften som beskriver hvordan man skal inkludere maskene som økes inn i mønsteret.
26.05.2024 - 16:01DROPS Design svaraði:
Hei Julie. Det er ingen flette under ermet. Det er som du skriver , "streker". Først vil det være 2 rettmaske-streker med 1 vrangmaske-strek i midten. Denne vrangmaske-streken med 2 vrangmasker vil øke til 4 vrangmasker, så 6 vrangmasker og når det er nok masker vil det bli 2 "tynne" rettmaske-streker med kun 1 rettmaske til du har økt nok masker til å få 2 rettmaske-streker med 2 rett masker, og slik fortsettes det oppover. Du kan så vidt skimte et par av strekene på bildet der modellen holder høyre armen opp mot øret. mvh DROPS Design
27.05.2024 - 11:28
Line Kristin Hansen skrifaði:
Hei! Jeg får heller ikke mønsteret til å bli riktig. A4-A6 blir bølger som vanlig flettestrikk ikke random som A1-A3 gjør. Jeg trodde det var for at jeg ikke hadde fått med korrigeringen fra 26.02.24, men etter å ha rekt opp og forsøkt igjen blir det fortsatt feil.
24.05.2024 - 09:19DROPS Design svaraði:
Hej Line, symbolerne i A.4 A.5 og A.6 strikkes i rib på nøjagtig samme måde som A.1, A.2 og A.3, den eneste forskel er at du sætter de 4 masker på hjælpepind foran arbejdet på 4,5,6 og bagved på 1,2,3. Strik en lille prøve med de 2 symboler på hver side af 2 vrangmasker, så kan du let se hvordan det skal se ud :)
24.05.2024 - 11:39
Helén Bielsten Rosenberg skrifaði:
Hej Ex. A4,A5,A6. Dert ser det ut som att det är 6 räta på rad. Då stickar man två räta på två a viga . I diagrammet står det : sätt 4 maskor på flätsticka framför arbetet, sticka 2 räta, sätt de 2 aviga maskorna från flätstickan tillbaka på vänster sticka och sticka dessa 2 maskor aviga och sticka 2 räta från flätstickan
15.05.2024 - 18:08DROPS Design svaraði:
Hej Helén, hele mønsteret strikkes 2 räta, 2 aviga, så det stemmer med at det er de 2 aviga du sætter tilbage på vänster sticka :)
17.05.2024 - 13:24
Sand Trails#sandtrailssweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-3 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan er of stíf á hæðina, þá verður handvegur of lítill – hægt er að jafna þetta út með því að prjóna nokkrar umferðir fleiri á milli úrtöku. LASKALÍNA: Aukið út lykkum á undan og á eftir merkiþræði. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKIÞRÆÐI ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt / brugðið eins og áður (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar jafnóðum inn í stroffprjón (mikilvægt er að lykkjur sem auknar er út passi við stroff sem þegar hefur verið prjónað hvoru megin við A.1, A.2 og A.3, ekki við miðju að neðan/undir). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handveg. Ermar eru prjónaðar í hring upp að handvegi. Fram- og bakstykki og ermar er sett saman og berustykkið er prjónað í hring á meðan lykkjum er fækkað fyrir laskalínu. Í lokin er kantur í hálsmáli prjónaður sem brotinn er inn og saumaður niður að röngu. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 160-176-208-208-224-256 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroff þannig: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 lykkju brugðið. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 80-88-104-104-112-128 lykkjur, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja brugðið. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 8-8-8-9-9-9 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið lykkjur frá framstykki þannig: * Prjónið 1 lykkju brugðið, stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur, A.1, A.2 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.3, 2 lykkjur brugðið (= mitt framan á stykki), A.4, A.5 yfir næstu 24-24-32-32-32-40 lykkjur, A.6, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) yfir næstu 0-4-4-4-8-8 lykkjur og prjónið 1 lykkju brugðið *, merkiþráðurinn situr hér, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar yfir lykkjur á bakstykki. Haldið áfram með þetta mynstur upp úr. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist ca 36-36-37-38-38-38 cm, athugið vel í hvaða umferð í mynstri sem var síðasta prjónaða umferðin. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki, prjónið umferðina þannig: Fellið af fyrstu 4-4-5-5-7-7 lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 8-8-10-10-14-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 72-80-94-94-98-114 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 4-4-5-5-7-7 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn og leggið fram- og bakstykki til hliðar á meðan ermar eru prjónaðar. ERMAR: Fitjið upp 48-48-52-52-56-56 lykkjur á sokkaprjóna 6 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroffprjóni (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) í 8-8-8-9-9-9 cm. Setjið 1 merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja brugðið í stærð S, M, XXL og XXXL, setjið merkiþráð á milli 2 fyrstu lykkja slétt í stærð L og XL – Nú byrjar umferðin hér. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, það á að nota hann þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8, prjónið mynstur þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir næstu 5-5-7-7-9-9 lykkja, A.1, prjónið A.2 yfir næstu 24 lykkjur, A.3, prjónið stroff eins og áður yfir síðustu 5-5-7-7-9-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 10-10-11-12-12-12 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í ca hverjum 4-2½-3-2-2-1½ cm alls 8-12-10-14-12-16 sinnum = 64-72-72-80-80-88 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist ca 45-44-44-44-41-40 cm – stillið af að endað sé í sömu umferð í mynstri eins og á fram- og bakstykki. Fellið af miðju 8-8-10-10-10-10 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-5-5 lykkjur hvoru megin við merkiþráðinn) = 56-64-62-70-70-78 lykkjur í umferð. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Haldið áfram með mynstur. Prjónið 1 umferð jafnframt því sem ermar eru settar inn á sama hringprjón og framstykki og bakstykki, ermar eru settar á prjóninn þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handvegi = 256-288-312-328-336-384 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 merkiþræðir, merkiþræðirnir eru settir á milli 2 lykkja). Byrjið umferð við merkiþráð á undan bakstykki. Þegar stykkið mælist 1 cm frá skiptingu byrjar úrtaka við laskalínu við merkiþræðina – lykkjum er fækkað mismunandi við framstykki/bakstykki og ermum – lestu því ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI og ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR í kaflanum að neðan, áður en byrjað er á úrtöku fyrir laskalínu. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU FRAMSTYKKI / BAKSTYKKI: Lestu útskýringu LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-33-33-31-39 sinnum hvoru megin við framstykki/bakstykki jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-0-2-7-2 sinnum. ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-33-31-24-37 sinnum. ÚRTAKA FYRIR LASKALÍNU ERMAR: Lestu útskýringu á LASKALÍNA og LEIÐBEININGAR að ofan. Fækkað er alls 22-26-25-29-29-33 sinnum hvoru megin við ermar jafnt yfir þannig: ÚRTAKA 1: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 7-6-8-6-9-8 sinnum. ÚRTAKA 2: Fækkið lykkjum í hverri umferð alls 15-20-17-23-20-25 sinnum. Á EFTIR SÍÐUSTU ÚRTÖKU: Á eftir síðustu úrtöku eru 80-80-80-80-96-96 lykkjur í umferð. Berustykkið mælist ca 20-22-23-24-26-28 cm frá skiptingunni, peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá uppfitjunarkanti fyrir öxl. Það eru 28-28-28-28-36-36 lykkjur á milli merkiþráða á framstykki/bakstykki og 12 lykkjur á milli merkiþráða á hvorri ermi. KANTUR Í HÁLSMÁLI: = 80-80-80-80-96-96 lykkjur. Prjónið síðan með hringprjón 6, frá merkiþræði á undan bakstykki og prjónið umferð 1 þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) – stroffið á að passa yfir mynstur frá bakstykki/framstykki, endið með 1 lykkju slétt á undan næsta merkiþræði, yfir 12 lykkjur á ermi er prjónað frá merkiþræði þannig: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið saman 2 sinnum og 1 lykkja slétt (= 4 lykkjur færri, það eru 8 lykkjur á milli merkiþráða á ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Það eru 72-72-72-72-88-88 lykkjur í umferð og stroffið gengur upp í stroff 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið alla leiðina hringinn. Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist 13-13-13-15-15-15 cm. Fellið af aðeins laust og brjótið kant í hálsmáli tvöfaldan að röngu og saumið niður – til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði ekki of stífur er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm uppábrotin. FRÁGANGUR: Saumið 8-8-10-10-10-10 lykkjur sem felldar voru af fyrir miðju undir ermi við 8-8-10-10-14-14 lykkjur sem felldar voru af á fram- og bakstykki. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sandtrailssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.