Afaf skrifaði:
Please help, almost done but did not know what is wrong with the collar. Tried to find video but nothing. It does not lay flat like picture but more like ruffled. I followed instructions and measurements for the xxl size but something is not right. I would appreciate it if there is a video to help. Thank you.
29.11.2024 - 15:07DROPS Design svaraði:
Dear Afaf, it seems to be an issue with the gauge; could it be that you worked the edge too loosely? Sometimes when working in moss stitch the purl stitch is accidentally worked too loosely and, since you have too few stitches in the band, the effect is more noticeable than in larger moss stitch sections. Happy knitting!
07.12.2024 - 20:23
Donatina skrifaði:
Ė possibile avere una foto del retro della maglia? Che tipo di lana è stata usata? Quanti gomitoli per una taglia M?
19.11.2024 - 18:37DROPS Design svaraði:
Buongiorno Donatina, le foto disponibili pr questo modello sono quelle caricate. Può trovare le informazioni sul filato utilizzato e sulla quantità necessaria a destra della foto se sta navigando da PC o sotto le foto in caso di dispositivi mobili. Buon lavoro!
20.11.2024 - 07:48
Hilde Tysland skrifaði:
Må være noe feil med str S. Når man skal felle til armhull, så skal man på str S felle 2 m på hver arm. Høres veldig feil ut mot for eks str M, der skal man felle 10 m for hver arm. Får iallefall ikke det å felle 2 m for hver erme til å ikke stemme.
07.08.2024 - 16:53
Robazza Martine skrifaði:
Bonjour, Je fais une taille 50-52. Quelle taille dois je choisir xl, xxl ou xxxl ? Bien cordialement
27.03.2024 - 11:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Robazza, pour trouver votre taille, mesurez un vêtement similaire que vous avez et dont vous aimez la forme et comparez ces mesures à celles du schéma; retrouvez plus d'infos ici. Bon tricot!
02.04.2024 - 11:33
Ingeborg skrifaði:
Goedemorgen Drops, Een klant van ons heeft twee foutjes ontdekt in dit patroon, zou dit aangepast kunnen worden? Alvast bedankt! Het gaat om de volgende dingen: bij het opzetten van steken voor de mouwen, is er een maat vergeten. Daarnaast komt de berekening niet uit bij het afkanten voor de schouders, waar je (voor maat XL) uit moet komen op 17 steken, kom je uit op 29 steken.
22.03.2024 - 11:32DROPS Design svaraði:
Dag Ingeborg,
Het aantal steken voor het opzetten is inmiddels aangepast; het andere zal ik even door geven aan de ontwerpafdeling, want dat lijkt inderdaad niet te kloppen.
24.03.2024 - 19:40
Yan skrifaði:
I have the same question as below. For the front piece, how come it has 17 stitches left after casting off 8 stitches for 3 times (52-8*3 =28 but 17?) Thanks!
14.03.2024 - 05:08DROPS Design svaraði:
Dear Yan, there seems to be a mistake in the pattern. We will send the correction to the design department. After casting off 24 stitches for the diagonal shoulders, cast off the 11 remaining stitches in the next row from the armhole, all in the same row. Now you should have 17 stitches for the neck. Happy knitting!
17.03.2024 - 21:16
Kjersti skrifaði:
Skal gjøre ferdig venstre forstykke. Skjønner ikke hvordan 52 minus 24 (8*3) blir 17
10.03.2024 - 13:07DROPS Design svaraði:
Hei Kjersti. Oppskriften er oversendt Design avd. slik at de kan ta en dobbeltsjekk evnt. komme med en rettelse. mvh DROPS Design
19.03.2024 - 09:31
Maryam skrifaði:
I like the details along side the band. Beautiful design.
26.02.2024 - 19:52
Mint to Be Cardigan#minttobecardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri, , perluprjóni, skáhallandi öxl, sjalkraga og ísaumuðum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 249-17 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur og sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Endurtakið umferð 2. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman, sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 9, 19 og 29 cm. M: 10, 20 og 30 cm. L: 11, 21 og 31 cm. XL: 9, 18, 27 og 36 cm. XXL: 10, 19, 28 og 37 cm. XXXL: 11, 20, 29 og 38 cm. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (á við um ermar): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat (= 2 lykkjur fleiri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp og prjónað er í hring fram að handvegi, síðan er ermin prjónuð til loka fram og til baka. Stykkin eru saumuð saman. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 236-260-278-296-320-350 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Air. Prjónið stroff frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í PERLUPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, A.1, A.2, prjónið A.3 þar til 19 lykkjur eru eftir, A.2, A.1 og 7 kantlykkjur að framan í perluprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina (stroffið á nú að vera ca 6 cm). Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 7 kantlykkjur í perluprjóni, A.1, A.2, prjónið A.4 yfir næstu 198-222-240-258-282-312 lykkjur jafnframt því sem í fyrstu umferð er fækkað um 38-46-48-50-58-64 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (það eru eftir 19 lykkjur í umferð), A.2, A.1 og 7 kantlykkjur að framan í perluprjóni = 198-214-230-246-262-286 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur, fækkið lykkjum fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 33-34-35-36-37-38 cm skiptist stykkið fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í perluprjóni, A.1, A.2, A.4 yfir næstu 32-32-36-36-40-44 lykkjum og prjónið 1 lykkju sléttprjón (hægra framstykki), fellið af næstu 2-10-10-18-18-22 lykkjur fyrir handveg, prjónið 1 lykkju sléttprjón, A.4 yfir næstu 88-88-96-96-104-112 lykkjur og prjónið 1 lykkju sléttprjón (bakstykki), fellið af næstu 2-10-10-18-18-22 lykkjur fyrir handveg, prjónið 1 lykkju sléttprjón, A.4 yfir næstu 32-32-36-36-40-44 lykkjur, A.2, A.1 og prjónið 7 kantlykkjur að framan í perluprjóni (vinstra framstykki). Hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 52-52-56-56-60-64 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 lykkju í sléttprjóni við handveg. Þegar A.4 hefur verið prjónað alls 4 sinnum á hæðina er prjónað sléttprjón yfir lykkjur í A.4 að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá skiptingu, fellið af fyrir skáhallandi öxl. Fellið af 8-8-9-9-10-11 lykkjur í hverri umferð frá handvegi alls 3 sinnum og 11-11-11-11-10-11 lykkjur 1 sinni, á eftir síðustu affellingu eru 17-17-18-18-20-20 lykkjur á prjóni við hálsmál. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm mælt frá innst við hálsmál og niður. Prjónið kant að framan og mynstur A.1 og A.2 eins og áður yfir þessar lykkjur, jafnframt því sem prjónaðar eru stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið yfir fyrstu 7 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið yfir 7 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 9-9-10-10-11-11 cm þar sem stykkið er styst. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – lesið útskýringu að ofan. Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 52-52-56-56-60-64 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu, haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 lykkju sléttprjón við handveg. Þegar A.4 hefur verið prjónað alls 4 sinnum á hæðina, prjónið sléttprjón yfir lykkjur í A.4 að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá skiptingunni, fellið af fyrir skáhallandi öxl. Fellið af 8-8-9-9-10-11 lykkjur í hverri umferð frá handvegi alls 3 sinnum og 11-11-11-11-10-11 lykkjur 1 sinni, eftir síðustu affellingu eru 17-17-18-18-20-20 lykkjur á prjóni við hálsmál. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm mælt innst við hálsmál og niður. Prjónið kant að framan og mynstur A.1 og A.2 eins og áður yfir þessar lykkjur, jafnframt því sem prjónaðar eru stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið yfir fyrstu 7 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið yfir 7 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 9-9-10-10-11-11 cm þar sem stykkið er styst. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. BAKSTYKKI: = 90-90-98-98-106-114 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið mynstur eins og áður með 1 lykkju sléttprjón í hvorri hlið. Lestu allan kaflann áður en prjónað er áfram! Þegar A.4 hefur verið prjónað alls 4 sinnum á hæðina, prjónið sléttprjón yfir allar lykkjur í A.4 að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá skiptingu, fellið af miðju 18-18-20-20-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli (36-36-39-39-41-45 lykkjur á hvorri öxl) og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli í næstu umferð frá hálsmáli = 35-35-38-38-40-44 lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá skiptingunni, fellið af fyrir skáhallandi öxl í hvorri hlið þannig: Fellið af 8-8-9-9-10-11 lykkjur í hvorri hlið alls 3 sinnum og fellið síðan af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm mælt frá innst við hálsmál og niður. Endurtakið á hinni öxlinni. ERMAR: Fitjið 66-66-72-78-78 lykkjur á hringprjón 3,5. Prjónið A.3 hringinn. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið mynstur þar til stykkið mælist ca 8-8-9-9-10-10 cm (endið eftir 1 umferð sléttprjón í mynstri). Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar og látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, merkiþráðurinn er notaður þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið síðan í sléttprjóni, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 18-16-20-18-22-20 lykkjur jafnt yfir = 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Þegar stykkið mælist 12 cm, aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverjum 4½-4-3-2½-2½-2 cm alls 8-9-10-11-12-12 sinnum = 64-68-72-76-80-82 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 46-45-44-43-42-39 cm. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka frá merkiþræði mitt undir ermi, þar til ermin mælist 47-48-47-48-47-46 cm, þ.e.a.s. það er klauf 1-3-3-5-5-7 cm efst á erminni. Fellið af. FÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið sjalkraga mitt að aftan og saumið við hálsmál aftan í hnakka. Saumið ermar við fram- og bakstykki efst, klauf efst á ermi er saumuð við neðsta hluta í handvegi – sjá teikningu. Saumið saman kanta að framan meðfram affellingarkanti og saumið síðan hlið á kanti að framan við hálsmál. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #minttobecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.