Loekie Berk skrifaði:
Beste team Drops, Bij de boord van de voorpand worden de steken van de voorpand op naald 5,5 gezet. Bij de achterpand op naald 7. Klopt dat? Alvast bedankt voor het beantwoorden vraag, met vriendelijke groet Loekie
25.10.2024 - 13:19DROPS Design svaraði:
Dag Loekie,
Bij het achterpand moet je eerst nog een stukje in tricotsteek breien, daarna brei je het achterpand zoals beschreven bij het voorpand, waarbij je dus ook naar naald 5,5 wisselt voor de boordsteek.
27.11.2024 - 10:33
Loekie skrifaði:
Beste Drops team, in het patroon ben ik bij het voorpand enachterpand samen voegen om verder te gaan met het lijf. Mijn achterpand is echter korter dan het voorpand. Klopt dat, hoe lang moet het achterpand zijn bij het samenvoegen. Ik zie wel de lengte van het voorpand , 27 cm maar niet van achterpand
18.10.2024 - 17:03DROPS Design svaraði:
Dag Loekie,
Dat klopt, het achterpand is korter omdat de schoudernaad een stukje verschoven is op het achterpand. Als je het werk straks plat neer legt zit de schoudernaad dus op het achterpand en het daadwerkelijke schouderpunt zit op het voorpand.
19.10.2024 - 10:44
Nicola skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team, ich würde so gernes dieses Modell stricken bin mir aber nicht sicher, wie schwierig es zu stricken ist. Wie würdet ihr den Schwierigkeitsgrad einschätzen? Ich habe bisher noch kein Modell mit europäischer Schulter und I-Cord gestrickt. Vielen Dank für eine kurze Nachricht. Nicola
30.08.2024 - 08:54DROPS Design svaraði:
Liebe Nicola, schauen Sie mal unter Tab "Videos" und "Lektionen" oben beim Kopfteil, dort finden Sie Videos/Lektion für diese Technikk. Gerne könne Sie dann immer noch mal hier Ihre Frage stellen. Viel Spaß beim Stricken!
30.08.2024 - 14:48
Lindy skrifaði:
Is there a video for the Back Neck Edge please? What does it mean "pick up inside 1 stitch to the other shoulder line"?
26.08.2024 - 23:04DROPS Design svaraði:
Hi Lindy, Here is a link to picking up stitches for diagonal/European shoulders. https://www.garnstudio.com/video.php?id=1787&lang=en The shoulder-line is where the shoulder seam would have been if the shoulders were sewn together (along the top of the shoulder). Happy knitting!
27.08.2024 - 06:32
Claire skrifaði:
Also if this is the case for my second question in the previous comment, after increasing 12 times from the right side, this would equate to 24 rows total?
28.06.2024 - 05:26DROPS Design svaraði:
Hi Claire, Yes, 12 increase-rows (always from the right side) equate to 24 worked rows. Have a great summer!
28.06.2024 - 06:39
Claire skrifaði:
Hi, for the front piece (beginning w/ right shoulder 1. When the pattern says to work A1 for the last 4 stitches, am I literally doing k1, p1, k3 for the end of the row? 2. When the pattern says, "Increase towards the right at the end of every row from right side, increase before A.1 .Increase 1 stitch on every other row (every row from right side) 12-12-13-14-14-15 times in total " is it telling me to inc 2 times every time on the right side (once at the end, once before a2?)
28.06.2024 - 05:22DROPS Design svaraði:
Hi Claire, Fom the right side, A.1 is K1, P1, K2 at end of row. From the wrong side you begin with P2, K1, P1 (reading the diagram from left to right). When increasing, you increase before working A.1 at the end of the row from the right side, working according to Increase tip-1 (increasing 1 stitch towards the right). You do not increase at the beginning of the row or after A.1. Happy knitting!
28.06.2024 - 06:47
Lindy skrifaði:
Spring Iris Sweater. The sleeves are in the round and I need help casting on 3 stitches on the cuff of the sleeve to cast off in I-cord. How do I cast on the 3 stitches on the right needle and then pass them to the left so the yarn is on the left of the cast on stitches? Sorry I don't know how else to explain my problem.
08.06.2024 - 23:37DROPS Design svaraði:
Dear Lindy, you can see something similar here: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1351&lang=en. Happy knitting!
09.06.2024 - 23:02
Rose skrifaði:
Bonjour, serait il possible de mettre un symbole sur le dessin du patron pour indiquer le repère pour le marqueur des manches ( 5 à 6 cm en descendant le long du devant) merci
24.05.2024 - 11:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Rose, posez simplement le pull à plat, les côtes du bas du dos/devant bien en face les unes des autres, la ligne des épaules va se former automatiquement, le rang des épaules va se trouver automatiquement côté dos - vous pourrez voir comment placer ce marqueur dans cette vidéo et / ou dans cette leçon. Bon tricot!
24.05.2024 - 13:31
Laura skrifaði:
Minkä paksuisilla puikoilla testikappale neulotaan?
10.05.2024 - 08:33DROPS Design svaraði:
Mallitilkku neulotaan puikoilla nro 7. Vaihda tarvittaessa ohuempiin/paksumpiin puikkoihin.
10.05.2024 - 12:04
Else Merete Thyness skrifaði:
Fin
04.03.2024 - 09:28
Spring Iris#springirissweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, V-hálsmáli og I-cord. Stærð XS - XXL.
DROPS 250-39 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (frá réttu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (frá röngu): Aukið út um 1 lykkju til vinstri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út um 1 lykkju til hægri: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. I-CORD AFFELLING: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. UMFERÐ 2 (rétta): Lyftið til baka 3 lykkjum frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 næstu lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið UMFERÐ 2 þar til 3 lykkjur eru eftir á hægri prjóni. Lyftið til baka 3 lykkjum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón. Fellið af. Saumið lítið spor sem bindur saman byrjun og lok á I-cord við stykkið. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við, jafnframt því sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Bakstykkið er látið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er prjónað fyrst í 2 hlutum. Byrjað er að prjóna upp lykkjur meðfram hægri öxl, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á vinstri öxl. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett inn á sama prjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna, áður en stykkið skiptist fyrir klauf. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveginn. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 24-24-26-28-28-30 lykkjur á hringprjón 7 með DROPS Melody. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Lesið ÚTAUKNING-1 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt. Lesið ÚTAUKNING-2 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 3 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 18-20-20-22-24-26 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 60-64-66-72-76-82 lykkjur í umferð. Setjið 1 merki yst í hlið. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 11-12-12-13-12-13 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 64-68-72-78-84-90 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm, mælt frá merki yst meðfram handvegi. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með hægri öxl (séð þegar flíkin er mátuð): Prjónið upp 18-20-20-22-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá E í teikningu með máli). Öll mál á lengdina eru gerð héðan! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið A.1. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út til hægri í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan A.1 – munið eftir hálsmáli. Aukið út til hægri í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á undan A.1 – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 12-12-13-14-14-15 sinnum = 30-32-33-36-38-41 lykkjur. Endið með umferð frá réttu, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 18-20-20-22-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, sjá D í teikningu með máli). Öll mál á lengdina eru gerð héðan! Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað frá réttu þannig: A.2, sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út til vinstri í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir A.2 – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið út 1 lykkju í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 12-12-13-14-14-15 sinnum = 30-32-33-36-38-41 lykkjur. Endið með umferð frá réttu. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið sléttprjón yfir 30-32-33-36-38-41 lykkjur frá vinstri öxl, setjið lykkjur frá hægri öxl á vinstri prjón og prjónið þær síðan í sléttprjóni = 60-64-66-72-76-82 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið 28-30-31-34-36-39 lykkjur slétt, setjið 2 næstu lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið lykkjur af kaðlaprjóni slétt, prjónið síðustu 28-30-31-34-36-39 lykkjur í umferð. Haldið áfram í sléttprjóni. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 22-23-22-23-24-25 cm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri, 3 lykkjur slétt – munið eftir ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 2-2-3-3-4-4 sinnum = 64-68-72-78-84-90 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón yfir 64-68-72-78-84-90 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir 64-68-72-78-84-90 lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 nýjar lykkjur í lok umferðar (í hlið undir ermi) = 136-144-156-168-184-200 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Setjið 68-72-78-84-92-100 lykkjur frá framstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið síðan einungis yfir lykkjur frá framstykki. FRAMSTYKKI: Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út um 20-20-22-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 88-92-100-108-116-128 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 7 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá efsta punkti á öxl. BAKSTYKKI: Setjið lykkjur á hringprjón 7. Prjónið á sama hátt og á framstykki. ERMAR: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 5-6 cm niður á framstykki = mitt ofan á öxl). Öll mál á lengdina eru gerð héðan! Notið hringprjón 7, byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 54-56-60-64-68-72 lykkjur í kringum handveg – passið uppá að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur meðfram handvegi hvoru megin við merki. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpu, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Byrjið mitt undir ermi. Umferð 1 (rétta): Prjónið slétt 7-7-7-8-8-9 lykkjur fram hjá merki, snúið stykki. Umferð 2 (ranga): Prjónið brugðið 7-7-7-8-8-9 lykkjur fram hjá merki, snúið. Umferð 3 (rétta): Prjónið slétt 6-6-4-5-4-4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Umferð 4 (ranga): Prjónið brugðið 6-6-4-5-4-4 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið. Endurtakið 3. og 4. umferð þar til prjónaðar hafa verið 25-25-23-28-28-29 lykkjur fram hjá merki mitt ofan á ermi (nú hefur verið snúið við 4-4-5-5-6-6 sinnum í hvorri hlið). Prjónið frá réttu að byrjun á umferð (mitt undir ermi). Setjið 1 merkiþráð hér, það á að nota merkiþráðinn þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Þegar ermin mælist 7-7-8-8-10-10 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 2-2-3-3-4-4 sinnum, síðan er lykkjum fækkað í hverjum 5-5-4-3½-3-3 cm 5-5-5-6-6-6 sinnum, fækkið alls 7-7-8-9-10-10 sinnum = 40-42-44-46-48-52 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 51-50-50-49-49-47 cm. Í lok umferðar og eftir að síðasta lykkja í umferð hefur verið prjónuð: Fitjið upp 3 nýjar lykkjur á hægri prjón frá réttu. Lyftið 3 nýju lykkjunum af hægri prjóni yfir á vinstri prjón þannig að þráðurinn sem prjóna á með sitjið 3 lykkjum inn á vinstri prjóni (þegar prjónað er þá herðir þráðurinn á stykkinu, þannig að það myndist lítill hólkur). Fellið af með I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Ermin mælist ca 52-51-51-50-50-48 cm. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Notið hringprjón 7 og fitjið upp 2 lykkjur á prjóninn, prjónið síðan upp lykkjur meðfram kanti í hálsmáli að aftan, byrjið við aðra axlalínuna frá réttu og prjónið upp innan við 1 lykkju að hinni axlalínunni. Prjónið upp ca 22-22-24-26-26-28 lykkjur. Klippið þráðinn. Byrjið í hinni hliðinni þar sem lykkjur voru fitjaðar upp og fellt var af með I-CORD – lesið útskýringu að ofan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springirissweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 250-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.