Helly skrifaði:
Good evening. Could you please tell me in which row I should start the decreases for the roof: in the 1st (off white) or the 4th (chocolate)? Also, should the decreases be worked in the knit stitches on the right side or in the knit stitches on the wrong side? Ty:)
04.12.2024 - 19:00DROPS Design svaraði:
Dear Helly, the first decrease is at the 1st round, which is a knit round in off white. Then repeat every 4th round, so at the 5th round, the 9th round....This piece is worked in the round, so every round is from the right side (you don't work on the wrong side). Happy knitting!
08.12.2024 - 14:04
Heather Kerr skrifaði:
Casting on 8 stitches and increasing either side of the marker stitch you only seem to increase by 4 stitches on the first round and not by 8 ending up with 68 stitches and not 72. How do I get 72 stitches?
14.02.2024 - 17:54DROPS Design svaraði:
Hi Heather, You have inserted a marker in the last stitch on each needle (after dividing the stitches so you have 2 on each needle). You increase on both sides of each marker-stitch = 2 x 4 = 8 increased stitches. Happy knitting!
15.02.2024 - 06:50
Ivana skrifaði:
Hi, could you please explain when to change yarn color to chocolate in roof? Thank you!
23.12.2023 - 02:10DROPS Design svaraði:
Dear Ivana, check the STRIPES section, right under EXPLANATIONS FOR THE PATTERN. You will be working ridges in garter stitch, which equals 2 rows in garter stitch. So, you should work: * 1 ridge in colour off white, 3 ridges in colour chocolate *, work from *-* a total of 3 times, but in the last repeat only work 2 ridges in chocolate. So, you should work: 2 rows in off white, 6 rows in chocolate, 2 rows in off white, 6 rows in chocolate, 2 rows in off white, 4 rows in chocolate. Happy knitting!
28.12.2023 - 19:21
Winter's Tale#dropswinterstale |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónað jólahús / jólaskraut úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1608 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. RENDUR: * 2 umferðir garðaprjón í litnum natur, 6 umferðir garðaprjón í litnum súkkulaði *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, en í síðasta skipti er endað eftir 4 umferðir garðaprjón í litnum súkkulaði. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í þannig: Prjónið 1 lykkju slétt framan í og aftan í lykkju á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, prjónið 1 lykkju slétt framan í og aftan í næstu lykkju (2 lykkjur fleiri). Aukið svona út við hvert prjónamerki. ÚRTAKA-1: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið lykkju með prjónamerki brugðið, 2 lykkjur snúið brugðið saman (2 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona við hvert prjónamerki. ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum í sléttri umferð eins og útskýrt er að neðan. Á EFTIR 1. OG 3. PRJÓNAMERKI Í UMFERÐ: Prjónið 2 lykkjur snúið slétt saman. Á UNDAN 2. OG 4. PRJÓNAMERKI Í UMFERÐ: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- JÓLAHÚS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Fyrst er gólfið prjóna, síðan veggir og í lokin þakið. Gluggar og hurð er saumað út með flatsaumi og heklaður er picot kantur á þakið sem skraut. Í lokin er húsið fyllt með vatti áður en þakið er saumað saman í toppi og silkiborði festur mitt á þakið til upphengingar. GÓLF: Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum salvíugrænn í DROPS Merino Extra Fine. Skiptið lykkjunum þannig að það séu 2 lykkjur á hverjum prjóni. Prjónið 1 umferð brugðið. Setjið 1 prjónamerki í ystu lykkju í hverri umferð (4 prjónamerki). Prjónið GARÐAPRJÓN prjónað í hring – lesið útskýringu að ofan. Jafnframt í hverri sléttri umferð, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki – lesið ÚTAUKNING (8 lykkjur fleiri). Aukið svona út alls 8 sinnum = 72 lykkjur (byrjun á umferð er mitt í annarri hlið á gólfi). Á eftir síðustu umferð með útaukning er prjónuð 1 umferð brugðið – JAFNFRAMT í þessari umferð er fækkað um 8 lykkjur með því að fækka um 1 lykkju hvoru megin við allar lykkjur með prjónamerki í – lesið ÚRTAKA-1 = 64 lykkjur. Það eru 15 lykkjur á milli hverra lykkja með prjónamerki í. Gólfið mælist ca 4 cm frá miðju og út. Síðan eru veggirnir prjónaðir eins og útskýrt er að neðan. VEGGIR: Haldið prjónamerkjum í stykkinu – lykkjur með prjónamerki í eru nú í hornum í húsinu. Skiptið yfir í litinn súkkulaði og prjónið A.1 hringinn (lykkjur með prjónamerki í eiga núna að passa við sléttu lykkjuna í mynstri). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir með litnum súkkulaði, skiptið yfir í litinn dökk bleikur. Prjónið 10 umferðir A.1 í litnum dökk bleikur. Veggirnir mælast ca 4 cm á hæð. Nú er þakið prjónað eins og útskýrt er að neðan. ÞAK: Skiptið yfir í litinn natur. Prjónið garðaprjón hringinn í RENDUR – lesið útskýringu að ofan. Að auki er lykkjum fækkað í húsgafli með því að fækka lykkjum Á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og Á UNDAN 2. og 4. prjónamerki í umferð – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5 sinnum og síðan í annarri hverri umferð 1 sinni = 40 lykkjur. Í næstu sléttu umferð er lykkjum fækkað í þeim 3 lykkjum sem eftir eru í hverjum húsgafli þannig: Byrjið á eftir lykkju með prjónamerki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman, endurtakið við hina húsgaflana (4 lykkjur færri) = 36 lykkjur. Fellið af með brugðnum lykkjum. Haldið prjónamerkjunum í stykkinu þar til frágangi er lokið. FRÁGANGUR: Heklið eina umferð með picot í efstu og neðstu umferðina í garðaprjóni í litnum natur á þaki (einungis er heklað meðfram langhliðum á þaki, ekki meðfram göflum í hliðum): Haldið húsinu þannig að þakið snúi að þér (þ.e.a.s. upp og niður). Notið heklunál 3 og litinn natur, heklið 1 fastalykkju í lykkju með prjónamerki, * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir ca 1-1½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* fram að næstu lykkju með prjónamerki. Klippið þráðinn og festið. Við höfum heklað 5 picot efst á þaki og 6 picot neðst á þaki. Notið litinn súkkulaði og saumið út hurð með flatsaumi mitt á vegginn í annarri hliðinni á stykkinu – sjá mynd. Notið litinn natur og saumið út 2 glugga með flatsaumi á annan vegginn sem er með langhlið – sjá mynd. Klippið þráðinn og festið. Fyllið húsið með vatti. Notið litinn súkkulaði og saumið þakið saman í toppi á húsinu með smáu spori. UPPHENGING: Þræðið silkiborða í gegn þar sem saumað var saman mitt á þaki og hnýtið hnút í enda. Þræðið silkiborða, þannig að hnúturinn komi niður að þakinu. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropswinterstale eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1608
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.