Loredana skrifaði:
Ciao, ma la traduzione in italiano non c'è?
27.03.2023 - 16:03DROPS Design svaraði:
Buonasera Loredana, a questo link può trovare la traduzione in italiano. Può scegliere la lingua del modello dal menù a tendina sotto la foto. Buon lavoro!
27.03.2023 - 22:04
Bente skrifaði:
Smuk sommertop
19.01.2023 - 18:08
Julie skrifaði:
Beach pearls
19.01.2023 - 01:07
Rita skrifaði:
Ein richtig schönes Sommertop, würde ich gern stricken
17.01.2023 - 19:22
Dazzling Diamonds Top#dazzlingdiamondstop |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Muskat eða DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með böndum á öxlum og gatamynstri. Stærð XS - XXXL.
DROPS 240-8 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.4, A.5 og A.6). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. Síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring að loknu máli. Bönd á öxlum eru saumuð saman á hvorri öxl. BAKSTYKKI: Fitjið upp 10 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Muskat eða DROPS Cotton merino. Prjónið fram og til baka í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 4-5-6-7-3-4 cm aðeins strekkt. Fyrra bandið á öxl er tilbúið, klippið þráðinn og geymið stykkið. Prjónið annað band á öxl á sama hátt á hringprjón 4. Í lok síðustu umferðar, fitjið upp 45-45-45-55-55-55 nýjar lykkjur á prjóninn, síðan er prjónað áfram yfir 10 lykkjur frá fyrra bandinu á öxl (passið uppá að garðaprjón passi við bæði böndin á öxlum). Það eru 65-65-65-75-75-75 lykkjur í umferð. Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til prjónaðar hafa verið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur og næsta umferð er prjónuð frá réttu. Prjónið A.1 yfir 7 lykkjur, prjónið A.2 yfir næstu 50-50-50-60-60-60 lykkjur, prjónið A.3 yfir 8 lykkjur. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Nú er prjónað mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ XS/S: = 65 lykkjur. Prjónið 3 fyrstu lykkjurnar í A.1, prjónið A.2 yfir næstu 60 lykkjur, það eru 3 lykkjur eftir í umferð og prjónið síðustu 3 lykkjur eins og síðasta lykkjan í A.3. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Prjónið A.4 yfir 7 lykkjur, prjónið A.2 yfir 50 lykkjur, prjónið A.5 yfir 8 lykkjur. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina, eru 80 lykkjur í umferð. Útaukning í stærð XS/S er lokið. Stykkið mælist ca 14 cm frá þar sem böndin á öxlum var sett saman. STÆRÐ M, L og XL: = 65-65-75 lykkjur. Prjónið A.4 yfir 12 lykkjur, prjónið A.2 yfir næstu 40-40-50 lykkjur, prjónið A.5 yfir 13 lykkjur. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 75-75-85 lykkjur í umferð. Prjónið A.4 yfir 12 lykkjur, prjónið A.2 yfir 50-50-60 lykkjur, prjónið A.6 yfir 13 lykkjur. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina, eru 90-100-110 lykkjur í umferð. Útaukning í stærð M, L og XL er lokið. Stykkið mælist ca 14-14-14 cm frá þar sem böndin á öxlum var sett saman. STÆRÐ XL/XXL og XXL/XXXL: = 75-75 lykkjur. Prjónið A.4 yfir 12 lykkjur, prjónið A.2 yfir 50-50 lykkjur, prjónið A.5 yfir 13 lykkjur. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina, eru 85-85 lykkjur í umferð. Prjónið A.4 yfir 12 lykkjur, prjónið A.2 yfir 60-60 lykkjur, prjónið A.5 yfir 13 lykkjur. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 95-95 lykkjur í umferð. Prjónið A.4 yfir 12 lykkjur, prjónið A.2 yfir 70-70 lykkjur, prjónið A.6 yfir 13 lykkjur. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina, eru 120-130 lykkjur í umferð. Útaukning í stærð XL/XXL og XXL/XXXL er lokið. Stykkið mælist ca 19-19 cm frá þar sem böndin á öxlum var sett saman. ALLAR STÆRÐIR: = 80-90-100-110-120-130 lykkjur. Setjið lykkjur á þráð eða á auka prjón. Nú er framstykkið prjónað. FRAMSTYKKI: Prjónið alveg eins og bakstykki. Þegar framstykkið hefur verið prjónað til loka, setjið lykkjur frá bakstykki inn á hringprjóninn saman með framstykkinu. Setjið lykkjurnar á prjóninn þannig að hægt sé að prjóna beint áfram frá framstykki og að bakstykki. Héðan er nú stykkið mælt. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 160-180-200-220-240-260 lykkjur. ATH! Færa verður umferðina til, mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ XS/S: Klippið þráðinn og byrjið umferð 3 lykkjum inn á framstykki! STÆRÐ M, L, XL, XL/XXL og XXL/XXXL: Prjónið 2 lykkjur slétt og byrjið umferð hér. ALLAR STÆRÐIR: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð svo það verði auðvelt að fylgjast með hvar umferðin byrjar og endar. Prjónið A.7 yfir allar lykkjur. Prjónið mynsturteikningu þar til stykkið mælist ca 26-27-28-29-30-31 cm frá þar sem stykkið var sett saman eða endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. FRÁGANGUR: Saumið saman böndin á öxlum. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dazzlingdiamondstop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.