The Bunny Bunch#thebunnybunch |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð leikfanga kanína fyrir börn úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað fram og til baka í garðaprjóni. Þema: Leikfang
DROPS Baby 46-18 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A og B. Mynsturteikning sýnir útskýringu á útsaum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KANÍNA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Allt stykkið er prjónað í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fyrst er hvort eyra prjónað hvort fyrir sig, síðan eru eyrun sett saman og prjónað er áfram niður yfir höfuð, búk, hendur og fætur. FYRRA EYRA: Fitjið upp 5 lykkjur á prjón 3,5 með 1 þræði í DROPS Alpaca og 1 þræði DROPS Kid-Silk (haldið saman) eða notið 1 þráð DROPS Brushed Alpaca Silk og prjónið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. Það eru 9 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. UMFERÐ 4: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 1 lykkja slétt. Það eru 13 lykkjur í umferð. UMFERÐ 5-22: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat (stykkið mælist ca 5 cm). Klippið þráðinn, látið lykkjurnar sitja innst á prjóni á meðan hitt eyrað er prjónað. SEINNA EYRA: Fitjið upp jafnmargar lykkjur og fyrra eyra og prjónið alveg eins og fyrra eyra. Passið uppá að prjónaðar séu jafnmargar umferðir í garðaprjóni á báðum eyrum, ekki klippa þráðinn frá. Fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! HÖFUÐ: Snúið stykkinu, prjónið lykkjur frá öðru eyranu, fitjið upp 2 nýjar lykkjur, prjónið lykkjur frá fyrra eyra, fitjið upp 1 nýja lykkju í lok umferðar. Það eru 30 lykkjur í umferð. Prjónið 8 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. NEF: Nú er aukið út fyrir nef þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 13 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 13 lykkjur slétt. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Prjónið 13 lykkjur slétt, prjónið uppsláttinn snúinn slétt (svo ekki myndist gat), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið uppsláttinn snúinn slétt (svo ekki myndist gat) og prjónið 13 lykkjur slétt. Það eru 34 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3-5: Prjónið slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gart. Nú er lykkjum fækkað neðanverðu á nefi þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 13 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 13 lykkjur slétt. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Prjónið 12 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 12 lykkjur slétt. Það eru 30 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Prjónið 11 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 11 lykkjur slétt. Það eru 28 lykkjur í umferð. UMFERÐ 4: Prjónið 10 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 10 lykkjur slétt. Það eru 26 lykkjur í umferð. UMFERÐ 5: Prjónið 9 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 9 lykkjur slétt. Það eru 24 lykkjur í umferð. UMFERÐ 6-10: Prjónið slétt. HENDUR: Í næstu umferð eru hendur prjónaðar inn þannig: Prjónið 9 lykkjur slétt (búkur), fitjið upp 4 nýjar lykkjur fyrir fyrri hendi, snúið stykkinu og prjónið garðaprjón fram og til baka yfir ystu 8 lykkjur á prjóni í ca 7 cm. Fellið síðan af þessar 8 lykkjur með sléttum lykkjum frá réttu, klippið þráðinn og skiljið eftir ca 25 cm langan enda (notað fyrir frágang). Nú er fyrri höndin tilbúin. Prjónið áfram á búk þar sem stykkið skiptist fyrir hendur þannig: Prjónið næstu 10 lykkjur slétt (búkur), fitjið upp 4 nýjar lykkjur fyrir seinni hendi, snúið stykkinu og prjónið garðaprjón fram og til baka yfir ystu 8 lykkjur á prjóni í ca 7 cm. Fellið síðan af þessar 8 lykkjur með sléttum lykkjum frá réttu, klippið þráðinn og skiljið eftir ca 25 cm langan enda (fyrir frágang). Nú er seinni höndin tilbúin. Prjónið áfram á búk frá þar sem stykkið skiptist fyrir hendur þannig: Prjónið síðustu 5 lykkjur slétt (búkur). Snúið stykkinu. BÚKUR: UMFERÐ 1 (frá röngu): Prjónið 5 lykkjur slétt (búkur), brjótið höndina saman tvöfalda þannig að hægt sé að prjóna upp 1 lykkju í hverja og eina af lykkjum sem fitjaðar voru upp fyrir hendi, hoppið yfir síðustu 4 lykkjur á hendi, prjónið 6 lykkjur slétt (búkur, á milli handa), brjótið næstu hönd þannig að hægt sé að prjóna upp 1 lykkju í hverja og eina af 4 lykkjum sem fitjaðar voru upp fyrir hendi, hoppið yfir síðustu 4 lykkjur á hendi, prjónið síðustu 5 lykkjur slétt (búkur). Það eru 24 lykkjur í umferð. Nú er aukið út fyrir maga þannig: UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir í umferð – aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3-7: Prjónið slétt. UMFERÐ 8: Prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð – aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. Það eru 38 lykkjur í umferð. UMFERÐ 9-14: Prjónið slétt. UMFERÐ 15: Prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð – aukið út með uppslætti sem er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. Það eru 44 lykkjur í umferð. UMFERÐ 16: Prjónið slétt. Prjónið garðaprjón þar til búkurinn mælist ca 7 cm (ca 30-32 umferðir garðaprjón), stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Nú er lykkjum fækkað undir maga þannig: UMFERÐ 1: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 4 lykkjur slétt. Það eru 38 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2-4: Prjónið slétt. UMFERÐ 5: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 3 lykkjur slétt. Það eru 32 lykkjur í umferð. UMFERÐ 6-8: Prjónið slétt. UMFERÐ 9: Prjónið 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 6 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman og 3 lykkjur slétt. Það eru 28 lykkjur í umferð. FÆTUR: Héðan er nú stykkið mælt! Prjónið garðaprjón í 4 cm (ca 16-18 umferðir garðaprjón) og fellið laust af. ÚTSAUMUR: Notið afgang af litnum grár, brúnn eða svartur. Saumið 1 franskan hnút fyrir hvort auga ofan við nef – sjá mynsturteikningu A. Saumið nef út með 2 sporum flatsaum (ca 2 cm langt) þversum yfir nefsvæðið – sjá mynsturteikningu B, staðsetjið sporin þannig að þau fari í kross yfir hvort annað. Saumið 1 lítið spor flatsaum (ca ½ cm) sem krossar yfir miðju á 2 löngu sporunum með flatsaumi. FRÁGANGUR: Saumið saman hvort eyra – saumið í ystu lykkjubogana og fyllið með vatti jafnóðum. Saumið saman op á toppi á höfði, haldið áfram að sauma kanínuna saman mitt aftan á baki – saumið í ystu lykkjubogana og fyllið með vatti jafnóðum. Saumið saman affellingarkantinn neðst, saumið frá hlið að hlið og passið uppá að saumurinn mitt að aftan mætist fyrir miðju neðst. Saumið saum til að merkja fætur, byrjið neðst fyrir miðju á affellingarkanti og saumið upp í ca 4 cm í gegnum bæði lögin og vatt. Saumið saman hvora hendi í hlið – saumið í ystu lykkjubogana og fyllið með vatti jafnóðum. Þræðið þráði í gegnum lykkjurnar neðst á hendi, herðið á þræði og festið vel. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #thebunnybunch eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 46-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.