Betina skrifaði:
Hej Når jeg hækler sidestykket i xxl med 10 masker, bliver det helt skævt. Det er som om, der er for mange masker i bunden. Hvad gør jeg forkert ?
31.08.2023 - 10:41DROPS Design svaraði:
Hei Betina. Sidestykket hekles over 9 masker (bortsett fra 1. rad / 10 masker). Sett maskemarkører etter hvert diagram, så har du en bedre oversikt. Hekle A.3a over 1 maske (sett en maskemarkør), hekle A.3b over 4 masker (sett en maskemarkør), hekle A.3c over de 4 siste maskene, snu. Nå skal du hekle A.3a over A.3a, A.3b over A.3b og A.3c over A.3c og hele tiden over 9 masker. mvh DROPS Design
11.09.2023 - 13:20
Britt skrifaði:
Hallo, ich versuche mich gerade am ersten Seitenteil. Wenn ich A3C aber so stricke wie angegeben. Also für die 4 festen Maschen nur 1 Stäbchen dann wird das ganze schräg. Soll das so sein? Kann ich mir irgendwie nicht vorstellen.
07.07.2023 - 15:57DROPS Design svaraði:
Liebe Britt, Vor A.3C haben Sie 3 Stäbchen aus A.3B. Wenn sie geöffnet sind, füllen sie den Raum der übersprungenen Tiefpunkte aus. Auf diese Weise sollte es sich nicht neigen. Wenn es kippt, überprüfen Sie, ob die Maschenprobe korrekt ist. Viele Spass zum häkeln!
26.07.2023 - 16:48
Tuija skrifaði:
Kiva malli, mutta Muskat superärsyttävä lanka virkata, koska on niin löyhäkierteistä ja monisäikeistä. Joki toinen lanka olisi parempi vaihtoehto.
26.06.2023 - 06:07
Tuija skrifaði:
Kiva malli, mutta Muskat superärsyttävä lanka virkata, koska on niin löyhäkierteistä ja monisäikeistä. Joki toinen lanka olisi parempi vaihtoehto.
25.06.2023 - 14:47
Emanuela skrifaði:
Buongiorno ho fatto una domanda il 23 maggio ma non ho ancora ricevuto la risposta. Perché? Grazie
06.06.2023 - 10:05DROPS Design svaraði:
Buongiorno Emanuela, abbiamo risposto alla suadomanda: non ci sono correzioni per questo modello. Buon lavoro!
07.06.2023 - 08:27
Emanuela skrifaði:
Nell'ultimo giro del diagramma A.1 non ho 19 maglie + 2 catenelle per lato (come indicato nell'unione dei quadrati) ma 17 maglie + 4 catenelle: è corretto o c'è un errore nel diagramma? Secondo me nell'angolo, nell'arco delle 3 catenelle sottostanti, si dovrebbero fare 1 maglia bassa, 2 catenelle e 1 maglia bassa.
23.05.2023 - 23:53DROPS Design svaraði:
Buongiorno Emanuela, al momento non ci sono correzioni per questo modello. Se ci dovessero essere correzioni, il modello verrà aggiornato direttamente online. Buon lavoro!
07.06.2023 - 08:26
Helga skrifaði:
Wie ist die Anleitung für die Ärmel zu verstehen? Ich stehe leider auf der Leitung. Ist bei A. 3C, A. 3B und A. 3A die untere Reihe mit dem * die erste Reihe feste Maschen? Und das sind dann von unten nach oben immer diese 4 Reihen? Gruß Helga
16.05.2023 - 06:42DROPS Design svaraði:
Liebe Helga, ja genau, die Reihe mit dem Sternchen ist die 1. Reihe, die Sie schon gehäkelt haben, jetzt häkeln Sie A.3A (Anfang der Reihe), dann wiederholen Sie A.3B bis 4 Maschen übrig sind, dann enden Sie mit A.3C. Bei den Rückreihen häkeln Sie A.3C, dann wiederholen Sie A.3B (aber dann links nach rechts lesen), und enden Sie mit A.3A. Viel Spaß beim häkeln!
16.05.2023 - 09:22
Pia skrifaði:
Om jag vill göra koftan 1 ruta längre. Hur räknar jag ut garnåtgången. Fram o baksida. Gäller Tournesol Cardigan
11.05.2023 - 20:27DROPS Design svaraði:
Hej Pia, jeg havde nok købt 1 ekstra nøgle i hver farve... kedeligt at mangle et nøgle :)
12.05.2023 - 11:34
Rosa skrifaði:
Talla M, Secciones lados dice: sobre 21 p bajos, trabajar la siguiente hilera así: A.3A en el primer punto, A.3B 4 veces, A.3C sobre los últimos 4 p. Siguiente hilera creo que A.3C es incorrecto, faltan puntos, no debería ser igual que la segunda hilera de A.4C ?? Haciendo como indica el patrón A.3C (1 sólo punto alto y saltar los sig. 3 p) sale el tejido deformado en los lados, en forma de triángulo porque faltan puntos... o yo no lo entiendo, si me lo pudieran aclarar... gracias.
28.04.2023 - 17:53DROPS Design svaraði:
Hola Rosa, no debería quedar deforme. En A.3B tienes unos abanicos, que van a cubrir los espacios dejados por A.3B y A.3C.
30.04.2023 - 22:23
Joke De Ruyter skrifaði:
Zijn er instructie video's van het patroon Tournesol Cardigan
24.04.2023 - 12:29DROPS Design svaraði:
Dag Joke,
Niet specifiek voor dit vest, maar wel voor de verschillende technieken die gebruikt worden. Je vindt de video's onderaan het patroon.
24.04.2023 - 20:25
Tournesol Cardigan#tournesolcardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með ferningum og ¾ löngum ermum úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-17 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir með stuðlum byrja á 3 loftlykkjum. Þessar 3 loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. LITIR (á við um ferninga): UPPFITJUN og UMFERÐ 1: litur sinnep UMFERÐ 2: litur muskat UMFERÐ 3: litur bleikur sandur UMFERÐ 4: litur natur UMFERÐ 5: litur ljós moldvarpa LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er síðasta keðjulykkjan í umferð hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í fyrstu loftlykkju frá byrjun á umferð, bregðið þræðinum einu sinni um heklunálina með nýja litnum og dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Festið þræðina jafnóðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. A.1 er heklað í hring. A.2 til A.4 er heklað fram og til baka. FRÁGANGUR Á FERNINGUM (framstykki): Sjá mynsturteikningu A.5 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru ferningarnir heklaðir. Ferningarnir eru heklaðir saman fyrir framstykki og bakstykki. Síðan eru hliðarstykkin hekluð og ermar fram og til baka í stykkjum. Frágangur á peysunni er útskýrður í uppskrift. Að lokum er heklaður kantur í kringum alla peysuna og 2 snúrur til að hnýta mitt að framan. HEILL FERNINGUR: Lesið LOFTLYKKJA, LITIR og LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum sinnep í DROPS Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Síðan er mynstur heklað í hring eftir mynsturteikningu A.1. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað til loka, klippið þræðina og festið. Heklið alls 36-36-38-38-60-60 heila ferninga. HÁLFUR FERNINGUR: Lesið LOFTLYKKJA, LITIR og LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum sinnep í DROPS Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Síðan er mynstur heklað fram og til baka eftir mynsturteikningu A.2. Þegar A.2 hefur verið heklað til loka, klippið þræðina og festið. Heklið alls 2 hálfa ferninga í öllum stærðum. FERNINGAR HEKLAÐIR SAMAN: Leggið ferningana á báðum framstykkjunum eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.5 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) og passið uppá að allir ferningarnir liggi með réttuna upp. Ferningarnir á hvoru framstykki eru fyrst heklaðir saman á lengdina og síðan á breiddina. Notið litinn ljós moldvarpa til að hekla saman. Leggið 2 ferninga kant í kant þannig að hægt sé að hekla þá saman. Það á að hekla 21 lykkju meðfram hvorri hlið á ferningunum, þ.e.a.s. 19 lykkjur með fram hlið á ferningi + 2 loftlykkjur frá hvorum hornboga. Byrjið í horni og heklið þannig: * Stingið heklunálinni frá réttu í gegnum aftari lykkjubogann á öðrum ferningnum, síðan er heklunálinni stungið frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á hinum ferningnum, sækið þráðinn og dragið í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* þar til þessir 2 ferningar hafa verið heklaðir saman meðfram allri annarri hliðinni á ferningunum, heklið 1 loftlykkju, síðan er heklað frá *-* meðfram 2 næstu ferningum alveg eins. Heklið svona þar til allir ferningarnir í þessari röð hafa verið heklaðir saman. Þegar allar raðirnar með ferningum hafa verið heklaðar saman á lengdina, heklið allar raðirnar með ferningum saman á breiddina alveg eins. ATH: Í stærð L, XL, XXL og XXXL kemur hálfi ferningurinn efst á öxl til með að tilheyra framstykkjum og hálfi ferningurinn tilheyrir bakstykki. Ferningarnir á bakstykki eru heklaðir saman alveg eins með 4-4-4-4-6-6 ferninga á breiddina og 5-5-5-5-5 ferningar á hæðina. Heklið axlirnar saman alveg eins – ATH: Í stærð S og M er heklað saman mitt á öxl, í stærð L, XL, XXL og XXXL er heklað saman á bakstykki. HLIÐARSTYKKI: Heklið 14-22-30-42-10-22 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum ljós moldvarpa í DROPS Muskat. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja loftlykkju = 13-21-29-41-9-21 fastalykkja. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3A í fyrstu lykkju, heklið A.3B alls 2-4-6-9-1-4 sinnum, heklið A.3C yfir síðustu 4 lykkjurnar. Haldið svona áfram með A.3 fram og til baka þar til hliðarstykkið mælist 32-31-35-34-33-32 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið þráðinn og festið. Heklið annað hliðarstykki alveg eins. ERMI: Heklið 62-66-70-74-78-82 loftlykkjur með heklunál 3,5 og litnum ljós moldvarpa í DROPS Muskat. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja loftlykkju = 61-65-69-73-77-81 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3A í fyrstu lykkju, heklið A.3B alls 14-15-16-17-18-19 sinnum, heklið A.3C yfir síðustu 4 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist ca 10 cm, aukið út um 1 stuðlahóp í byrjun á umferð og 1 stuðlahóp í lok umferðar eins og útskýrt er í A.4. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist ca 24-24-22-20-18-18 cm = 77-81-85-89-93-97 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 36-35-34-32-30-28 cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Heklið þar til ermin mælist ca 39-40-41-42-32-33 cm. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Setjið 1 prjónamerki 21-22-23-24-25-26 cm frá miðju á öxl og niður á framstykki/bakstykki. Prjónamerkin merkja dýptina á handvegi. Saumið hliðarstykkin niður við framstykkin/bakstykki. Uppfitjunarkanturinn á hliðarstykkjum á að vísa niður. Byrjið neðst og saumið stykkin saman kant í kant upp að prjónamerkjum. Saumið ermasauma – byrjið neðst og saumið kant í kant upp að prjónamerkjum. Saumið ermakúpuna við handveg – strekkið aðeins á ermakúpunni þegar þessi saumur er saumaður svo að ermakúpan passi við handveg. Saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR: Notið litinn ljós moldvarpa, byrjið við annað hliðarstykkið meðfram neðri kanti á peysu, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur hoppið yfir ca 1½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* meðfram neðri kanti, upp meðfram framstykki, í kringum hálsmál, niður meðfram framstykki og síðan meðfram neðri kanti að byrjun á umferð, endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Klippið þráðinn og festið. SNÚRA TIL AÐ HNÝTA SAMAN: Notið litinn ljós moldvarpa og heklið eina loftlykkjuröð ca 80-80-90-90-100-100 cm. Hnýtið hnút í hvorn enda. Leggið snúruna saman tvöfalda. Þræðið lykkjuna á snúrunni í gegnum einn loftlykkjuboga neðst í v-hálsmáli á öðru framstykkinu, þræðið endana í gegnum lykkjuna og herðið að. Gerið aðra snúru alveg eins og festið snúruna neðst í v-hálsmáli á hinu framstykkinu. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tournesolcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.