Cecilia Muller skrifaði:
If I look at the diagrams for A. 3A to A 3C, I am confused. In the bottom dc row, there are 41 stitches, but all the rows above that have only 38 stitches which causes the side panel to look wrong. Can you please explain whether there is maybe a mistake?
22.04.2025 - 08:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Muller, there is no mistake, over 41 stitches work: A.3A (over 1 stitch), then repeat the A.3B over the next 4 stitches (a total of 9 times), and finish with A.3C over the last 4 sts. That's the way the sides will be worked. Happy crochetging!
22.04.2025 - 17:07
Gunn skrifaði:
Det er for lite med ett nøste i farge 85 i str xxl. Måtte kjøpe et nøste til med da fikk jeg selvfølgelig annen innfarging.
26.03.2025 - 14:02
Tina skrifaði:
Hvordan skal diagrammet på sidestykker forståes? Har alt for mange masker og det snor sig. Jeg kan ikke gennemskue hvordan jeg skal lave det sidestykke. Det er allerede fra række 2..
13.03.2025 - 07:15DROPS Design svaraði:
Hej Tina, du hækler sidestykkerne ifølge A.3, du starter med A (som er luftmasker, så B til du har 4 fm tilbage som hækles ifølge C. Nu vender du arbejdet og starter med næste række fra venstre mod højre, her starter du også med luftmasker, for at komme op på næste række, (luftmaskerne er tegnet ind i diagrammet) :)
14.03.2025 - 14:02
Susanne Rasmussen skrifaði:
A3c har jeg ikke 4 masker, men kun 1, derfor bliver det skævt
18.10.2024 - 14:51
Susanne Rasmussen skrifaði:
I har skrevet til Hanne, men ikke svaret på mit spørgsmål?
17.10.2024 - 14:13DROPS Design svaraði:
Hej Susanne, det burde blive udlignet i og med du har altid 4 masker i hver rapport....
18.10.2024 - 07:41
Hanne Falberg skrifaði:
Jeg er også startet på sidestykket, str M, men det bliver skævt. Er mønsteret forkert ??
15.10.2024 - 22:37DROPS Design svaraði:
Hej Hanne hvilket af diagrammerne er det du ikke kan få til at stemme? Du har 4 masker på alle rækker i både A.3B og A.4B
16.10.2024 - 14:43
Susanne Rasmussen skrifaði:
Jeg er ved at hækle sidestykker str L Ligesom andre har skrevet bliver det skævt. Jeg hækler 3a først, 3b 6 gange på alle rækker - og 3c 1 gang - altså 1. række springer 3 fm over og hækler en stangmaske, men det ser skævt ud, når jeg hækler de efterfølgende rækker. Kan i forklare det bedre?
15.10.2024 - 20:19DROPS Design svaraði:
Hej Susanne, se svaret ovenfor
18.10.2024 - 07:42
Anne-Marie Van Der Linden skrifaði:
Bij het zijstuk,A.3C staan er 4 vaste in de eerste rij de tweede regel 1 stokje en de derde regel 3 losse enz. Waar zijn dan de 3 steken gebleven van de vaste die je hebt overgeslagen? haak je met 3 steken minder verder?
20.07.2024 - 11:07DROPS Design svaraði:
Dag Anne-Marie,
Ja, klopt; je haakt met 3 steken minder.
22.07.2024 - 21:19
Anna skrifaði:
Buongiorno. Seguendo lo schema per la sezione laterale, già dal secondo giro il lavoro risulta storto dai lati. Forse non è corretto lo schema? Aiutatemi per favore. Grazie
25.06.2024 - 18:40DROPS Design svaraði:
Buongiorno Anna, al momento non ci sono errori riportati nei diagrammi. Buon lavoro!
26.06.2024 - 08:13
Lise-Lott skrifaði:
Svar på fråga från Drops: Det gäller sidostycket stl XL. Jag ser att fler har ställt samma fråga som jag och de svar jag kan läsa besvarar tyvärr inte problemet. Därför har jag en vänlig undran, har ni provat att virka mönster A3?
17.06.2024 - 08:57DROPS Design svaraði:
HeimLise-Lott. I str. XL har du 41 fastmasker. Så hekler du A.3A i første maske (=1 maske), deretter hekles A.3B 9 ganger (A.3B går over 4 masker x 9 ganger = 36 masker) og tilslutt hekles A.3C over 4 masker = 1+36+4=41 masker (og ja, diagrammet er test heklet). mvh DROPS Design
24.06.2024 - 14:03
Tournesol Cardigan#tournesolcardigan |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa með ferningum og ¾ löngum ermum úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-17 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir með stuðlum byrja á 3 loftlykkjum. Þessar 3 loftlykkjur koma í stað fyrsta stuðuls. Umferðin endar með 1 stuðli í 3. loftlykkju í byrjun á fyrri umferð. LITIR (á við um ferninga): UPPFITJUN og UMFERÐ 1: litur sinnep UMFERÐ 2: litur muskat UMFERÐ 3: litur bleikur sandur UMFERÐ 4: litur natur UMFERÐ 5: litur ljós moldvarpa LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit er síðasta keðjulykkjan í umferð hekluð með nýja litnum þannig: Stingið heklunálinni í fyrstu loftlykkju frá byrjun á umferð, bregðið þræðinum einu sinni um heklunálina með nýja litnum og dragið uppsláttinn í gegnum lykkjuna á heklunálinni. Festið þræðina jafnóðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. A.1 er heklað í hring. A.2 til A.4 er heklað fram og til baka. FRÁGANGUR Á FERNINGUM (framstykki): Sjá mynsturteikningu A.5 – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru ferningarnir heklaðir. Ferningarnir eru heklaðir saman fyrir framstykki og bakstykki. Síðan eru hliðarstykkin hekluð og ermar fram og til baka í stykkjum. Frágangur á peysunni er útskýrður í uppskrift. Að lokum er heklaður kantur í kringum alla peysuna og 2 snúrur til að hnýta mitt að framan. HEILL FERNINGUR: Lesið LOFTLYKKJA, LITIR og LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum sinnep í DROPS Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Síðan er mynstur heklað í hring eftir mynsturteikningu A.1. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið heklað til loka, klippið þræðina og festið. Heklið alls 36-36-38-38-60-60 heila ferninga. HÁLFUR FERNINGUR: Lesið LOFTLYKKJA, LITIR og LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum sinnep í DROPS Muskat og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Síðan er mynstur heklað fram og til baka eftir mynsturteikningu A.2. Þegar A.2 hefur verið heklað til loka, klippið þræðina og festið. Heklið alls 2 hálfa ferninga í öllum stærðum. FERNINGAR HEKLAÐIR SAMAN: Leggið ferningana á báðum framstykkjunum eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.5 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð) og passið uppá að allir ferningarnir liggi með réttuna upp. Ferningarnir á hvoru framstykki eru fyrst heklaðir saman á lengdina og síðan á breiddina. Notið litinn ljós moldvarpa til að hekla saman. Leggið 2 ferninga kant í kant þannig að hægt sé að hekla þá saman. Það á að hekla 21 lykkju meðfram hvorri hlið á ferningunum, þ.e.a.s. 19 lykkjur með fram hlið á ferningi + 2 loftlykkjur frá hvorum hornboga. Byrjið í horni og heklið þannig: * Stingið heklunálinni frá réttu í gegnum aftari lykkjubogann á öðrum ferningnum, síðan er heklunálinni stungið frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á hinum ferningnum, sækið þráðinn og dragið í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* þar til þessir 2 ferningar hafa verið heklaðir saman meðfram allri annarri hliðinni á ferningunum, heklið 1 loftlykkju, síðan er heklað frá *-* meðfram 2 næstu ferningum alveg eins. Heklið svona þar til allir ferningarnir í þessari röð hafa verið heklaðir saman. Þegar allar raðirnar með ferningum hafa verið heklaðar saman á lengdina, heklið allar raðirnar með ferningum saman á breiddina alveg eins. ATH: Í stærð L, XL, XXL og XXXL kemur hálfi ferningurinn efst á öxl til með að tilheyra framstykkjum og hálfi ferningurinn tilheyrir bakstykki. Ferningarnir á bakstykki eru heklaðir saman alveg eins með 4-4-4-4-6-6 ferninga á breiddina og 5-5-5-5-5 ferningar á hæðina. Heklið axlirnar saman alveg eins – ATH: Í stærð S og M er heklað saman mitt á öxl, í stærð L, XL, XXL og XXXL er heklað saman á bakstykki. HLIÐARSTYKKI: Heklið 14-22-30-42-10-22 loftlykkjur með heklunál 3,5 með litnum ljós moldvarpa í DROPS Muskat. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja loftlykkju = 13-21-29-41-9-21 fastalykkja. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3A í fyrstu lykkju, heklið A.3B alls 2-4-6-9-1-4 sinnum, heklið A.3C yfir síðustu 4 lykkjurnar. Haldið svona áfram með A.3 fram og til baka þar til hliðarstykkið mælist 32-31-35-34-33-32 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið þráðinn og festið. Heklið annað hliðarstykki alveg eins. ERMI: Heklið 62-66-70-74-78-82 loftlykkjur með heklunál 3,5 og litnum ljós moldvarpa í DROPS Muskat. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, síðan er hekluð 1 fastalykkja í hverja loftlykkju = 61-65-69-73-77-81 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3A í fyrstu lykkju, heklið A.3B alls 14-15-16-17-18-19 sinnum, heklið A.3C yfir síðustu 4 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist ca 10 cm, aukið út um 1 stuðlahóp í byrjun á umferð og 1 stuðlahóp í lok umferðar eins og útskýrt er í A.4. Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist ca 24-24-22-20-18-18 cm = 77-81-85-89-93-97 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 36-35-34-32-30-28 cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Heklið þar til ermin mælist ca 39-40-41-42-32-33 cm. Klippið þráðinn og festið. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Setjið 1 prjónamerki 21-22-23-24-25-26 cm frá miðju á öxl og niður á framstykki/bakstykki. Prjónamerkin merkja dýptina á handvegi. Saumið hliðarstykkin niður við framstykkin/bakstykki. Uppfitjunarkanturinn á hliðarstykkjum á að vísa niður. Byrjið neðst og saumið stykkin saman kant í kant upp að prjónamerkjum. Saumið ermasauma – byrjið neðst og saumið kant í kant upp að prjónamerkjum. Saumið ermakúpuna við handveg – strekkið aðeins á ermakúpunni þegar þessi saumur er saumaður svo að ermakúpan passi við handveg. Saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR: Notið litinn ljós moldvarpa, byrjið við annað hliðarstykkið meðfram neðri kanti á peysu, heklið 1 fastalykkju í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur hoppið yfir ca 1½ cm, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, heklið frá *-* meðfram neðri kanti, upp meðfram framstykki, í kringum hálsmál, niður meðfram framstykki og síðan meðfram neðri kanti að byrjun á umferð, endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. Klippið þráðinn og festið. SNÚRA TIL AÐ HNÝTA SAMAN: Notið litinn ljós moldvarpa og heklið eina loftlykkjuröð ca 80-80-90-90-100-100 cm. Hnýtið hnút í hvorn enda. Leggið snúruna saman tvöfalda. Þræðið lykkjuna á snúrunni í gegnum einn loftlykkjuboga neðst í v-hálsmáli á öðru framstykkinu, þræðið endana í gegnum lykkjuna og herðið að. Gerið aðra snúru alveg eins og festið snúruna neðst í v-hálsmáli á hinu framstykkinu. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tournesolcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.