Salma Asad Ali skrifaði:
Can I replace the yarn with Alaska or Nepal since I don’t want to spend more on yarn?
05.12.2024 - 10:17DROPS Design svaraði:
Hi Salma Asad Ali, of course you can. Happy knitting!
05.12.2024 - 11:35
Ca skrifaði:
Muss ich bei den Ärmeln nach dem Anschlagen der Maschen auch eine Rückreise links stricken wie bei dem Vorder- und Rückseite? Oder direkt mit dem rippenmuster anfangen?
29.11.2024 - 13:51DROPS Design svaraði:
Liebe Ca, bei den Ärmeln strickt man direkt mit dem Rippenmuster, keine Runde mit linken Maschen da die Ärmel in der Runge gestrickt sind. Viel Spaß beim Stricken!
29.11.2024 - 16:28
Ca skrifaði:
Ich verstehe die gleichzeitige Abnahme für den Halsausschnitt und die Schulterschrägzng nicht. Ich habe jetzt 4 mal jeweils 2 Maschen abgenommen für den Halsausschnitt und mein Vorderteil ist nun 54cm also soll ich mit der Schulterschrägung anfangen (M). Heißt das ich soll die 6 Maschen ungestrickt lassen, umdrehen und dann nochmal eine Masche für den Halsausschnitt abnehmen? Denn für den Halsausschnitt sollen ja 6 mal Maschen abgenommen werden in Größe M. Vielen Dank!
29.11.2024 - 11:02DROPS Design svaraði:
Liebe Ca, also ja genau, jetzt beginnen die verkürzten Reihen für die Schulter, dh die letzten 6 Maschen am Ende der Reihe gegen Armausschnitt still und noch mal die letzten Maschen am Anfang einer Reihe vom Halsausschnitt abketten, dann weiter die verkürzten Reihen stricken. Wenn alle Maschen für Schulter stillgelet sind, schlagen Sie 2 Maschen am Ende der Reihe (gegen Halsausschnitt), dann die Maschen mit I-cord abketten. Viel Spaß beim STricken!
29.11.2024 - 16:22
Ca skrifaði:
Hallo, Ich bin gerade bei den Abnahmen für den Halsausschnitt am Vorderteil. Im Abnahmetipp steht man soll am Anfang der Reihe einmal so abnehmen und am Ende der Reihe anders. Ist mit dem Ende der Reihe die Seite am Halsausschnitt oder die andere gemeint?\r\nVielen Dank
29.11.2024 - 00:44DROPS Design svaraði:
Liebe Ca, ja genau, so beim rechten Vorderteil nehmen Sie am Ende der Reihe ab und beim linken Vorderteil nehmen Sie am Anfang der Reihe ab. Viel Spaß beim Stricken!
29.11.2024 - 08:41
Maria skrifaði:
Thank you very much for the help.
08.09.2024 - 12:56
Maria skrifaði:
I am making this sweater and i cannot understand the instructions on how to cast off with an edge over the shoulder. I would like to help me if you can. Thank you in advance.
19.07.2024 - 11:43DROPS Design svaraði:
Dear Maria, you can check the following video to see how to work this kind of cast off edge: https://www.garnstudio.com/video.php?id=1721&lang=en. Happy knitting!
21.07.2024 - 19:41
Emily skrifaði:
Hi! Could I please get a more thorough explanation on the neck/shoulder shaping? This is my first sweater, and I don't fully get how this certain part should be done. TIA!
26.10.2023 - 07:24
Rue skrifaði:
Hi! should the last row of ribbing before starting the back piece end on the wrong side?
21.10.2023 - 10:34DROPS Design svaraði:
Dear Rue, yes, the last row of ribbing is from the wrong side; you start the A.1 pattern on a row from the right side. Happy knitting!
23.10.2023 - 00:14
Ian skrifaði:
Hi, is this meant to be worked in the round?
17.10.2023 - 12:03DROPS Design svaraði:
Dear Ian, front and back pieces are worked back and forth on circular needle, Sleeves are worked in the round on double pointed needles. Neck edge is worked in the round at the end. Happy knitting!
17.10.2023 - 15:59
Cat skrifaði:
Hi! If I wanted to use this pattern, but without Kid-Silk yarn, should I rather use two strands of Drops Nord or one strand of Drops Air? What will give a better effect, or will it be exactly the same? I would prefer the braids be not to be too chunky.
16.10.2023 - 21:17DROPS Design svaraði:
Hi Cat, both options are correct as long as your swatch is the same i.e. like in the pattern (remember that needle size is only a suggestion, change needles number if necessary). Sweather made out of DROPS Air will be fluffier and lighter. 2 strands of DROPS Nord give better shape stability and less fluffiness. Happy knitting!
17.10.2023 - 09:01
Bluebell Twist Sweater#bluebelltwistsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð stór / oversized peysa úr DROPS Nord og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, tvöfaldum kanti í hálsmáli, skáhallandi öxl og klauf í hliðum. Stærð XS - XXL.
DROPS 239-24 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hálsmál á framstykki): FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman og 1 lykkju í garðaprjóni. PRJÓNAÐ SAMAN: FRÁ RÉTTU: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt. FRÁ RÖNGU: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. SLÉTTPRJÓN: Þegar prjónað er frá röngu eru prjónaðar brugðnar lykkjur og þegar prjónað er frá réttu eru prjónaðar sléttar lykkjur. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið A.2 eins og áður, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 1 lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað neðan frá og upp. Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp, hringinn á sokkaprjóna. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 98-110-110-122-134-134 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er prjónað mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 alls 16-18-18-20-22-22 sinnum og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 34-35-36 cm í stærð L-XL-XXL, fellið lykkjur af fyrir handvegi í stærð L-XL-XXL þannig: STÆRÐ L-XL-XXL: Í byrjun á 2 næstu umferðum, fellið af 6 lykkjur fyrir handvegi = 110-122-122 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ALLAR STÆRÐIR: = 98-110-110-110-122-122 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, þ.e.a.s. kaðlar hafa núna verið prjónaðir til loka. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 20-22-22-24-24-26 lykkjur fyrir hálsmáli (39-44-44-43-49-48 lykkjur eftir á hvorri öxl) og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er prjónað þannig: Fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli, prjónið þar til 6-6-6-6-8-8 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka. Prjónið yfir 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli og fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli alls 4 sinnum. Í síðustu umferð við hálsmál eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-42-42-41-47-46 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur þannig: Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Snúið stykkinu. Prjónið * 1 lykkju SLÉTTPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, næsta lykkja er prjónuð saman með fyrstu/næstu lykkju frá öxl, lyftið til baka 2 lykkjum á vinstri prjóni með þráðinn frá röngu á stykki (þ.e.a.s. þegar lykkjur eru felldar af frá röngu er þræðinum haldið að þér þegar lykkjurnar eru færðar til baka), passið uppá að þráðurinn sé ekki of stífur *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 lykkjum sem fitjaðar voru upp = 2 lykkjur eftir. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykkið þar til stykkið mælist 46-48-48-50-50-52 cm = 98-110-110-110-122-122 lykkjur. Nú eru felldar af miðju 18 lykkjur fyrir hálsmáli (40-46-46-46-52-52 lykkjur eftir á hvorri öxl) og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Nú er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli og samtímis er prjónuð er skáhallandi öxl, lestu því báða kaflana að neðan áður en þú prjónar áfram. ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI: Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli – munið eftir ÚRTAKA, í hverri umferð frá réttu alls 5-6-6-7-7-8 sinnum = 35-40-40-39-45-44 lykkjur. Lykkjurnar sem ekki ganga jafnt upp í heilum kaðli eru prjónaðar með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. SKÁHALLANDI ÖXL: Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, þ.e.a.s. kaðlarnir hafa nú verið prjónaðir til loka. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, prjónið skáhallandi öxl í næstu umferð frá hálsmáli þannig: Prjónið þar til 6-6-6-6-8-8 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka. Prjónið yfir 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Prjónið og snúið stykkinu svona í hverri umferð frá hálsmáli alls 4 sinnum. Í síðustu umferð við hálsmál eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-42-42-41-47-46 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur þannig: Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Snúið stykkinu. Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman með fyrstu/næstu lykkju frá öxl, lyftið til baka 2 lykkjum á vinstri prjóni með þráðinn frá röngu á stykki (þ.e.a.s. þegar lykkjur eru felldar af frá röngu er þræðinum haldið að þér þegar lykkjurnar eru færðar til baka), passið uppá að þráðurinn sé ekki of stífur *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 lykkjum sem fitjaðar voru upp = 2 lykkjur eftir. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 57-60-60-63-63-66 lykkjur á sokkaprjóna 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið stroff (1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt) í 8 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 5 og prjónið mynstur þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 8 lykkjur, prjónið sléttprjón og fækkið um 4-5-5-6-6-7 lykkjur jafnt yfir þær lykkjur sem eftir eru = 53-55-55-57-57-59 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur! Þegar stykkið mælist 12 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 – sjá ÚTAUKNING! Aukið svona út með 5-4-3½-3-2-2 cm millibili alls 6-7-8-9-11-11 sinnum = 65-69-71-75-79-81 lykkjur. STÆRÐ XS-S-M: Fellið af þegar ermin mælist 42-40-41 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. STÆRÐ L-XL-XXL: Þegar ermin mælist 38-36-37 cm, prjónið ermakúpuna fram og til baka á hringprjóna að loknu máli, þ.e.a.s. skiptið erminni upp mitt í A.2 og prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 42-40-41 cm, þ.e.a.s. það er klauf 4 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við 1 lykkju. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju niður þar til ca 8 cm eru eftir (klauf). STÆRÐ XS-S-M: Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. STÆRÐ L-XL-XXL: Saumið ermakúpuna við handveg. Síðan er klaufin saumuð efst á ermi við botninn á handvegi. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 66 til 90 lykkjur í kringum hálsmál á stuttan hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 3. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist ca 12 cm. Brjótið stroffið niður efst í hálsi að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfalt uppábrot í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluebelltwistsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.