Maritza skrifaði:
Hola. queria saber si estaba bien la parte despues del resorte. sale 2 veces A3.en la parte A1 6-6-6-7... veces A2, A3 5-6veces , y despues vuelve a aparecer A3 ,...en el patron no sera A4 en vez de A4..?
01.04.2025 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hola Maritza, sí, se trata de una errata del patrón, tendría que ser: A.1 6-6-6-7-7-8 veces, A.2, A.3 5-6-7-8-9-10 veces, A.4, A.1 6-6-6-7-7-8 veces. La corregiremos lo antes posible.
06.04.2025 - 22:11
Sally O'Shea skrifaði:
Hi, Can you please explain the section below. I am coming up with 240 for second size and thats without the repeat? Thanks Work * A.1 6-6-6-7-7-8 times in total, A.2, A.3 5-6-7-8-9-10 times in total, A.4, A.1 6-6-6-7-7-8 times in total *, work from *-* 2 times in total.
02.09.2024 - 10:32DROPS Design svaraði:
Dear mrs O'Shea, in the 2nd size, you cast on 200 sts and work: *A.1 (=2 sts) 6 times (=over 12 sts), then work the 14 sts in A.2, then work the 8 sts in A.3 a total of 6 times (= over48 sts), then work the 14 sts A.4 and the 2 sts A.1 a total of 6 times (12 sts)* = 12+14+48+14+12=100 sts, you have worked the half part of piece, work from *to* one more time. Happy knitting!
03.09.2024 - 09:23
Luiza skrifaði:
Dzień dobry, mam pytanie odnośnie fragmentu \"Przerobić 40 oczek, zamknąć 10 następnych oczek na dekolt i przerabiać aż zostaje 6 oczek. Obrócić i przerobić rząd powrotny\" zakładając, że mam 90 oczek, przerabiam 40, zamykam 10 za dekolt i zostaje mi 40 kolejnych - przerabiam wtedy tylko 34 i odwracam robótkę? Co się dzieje z tymi pozostałymi sześcioma oczkami? Nie jest dalej wyjaśnione, co z nimi zrobić. Z góry dziękuję za odpowiedź:)
25.12.2023 - 20:48DROPS Design svaraði:
Witaj Luizo, wykonujesz skos ramienia wykorzystując technikę rzędów skróconych (nie przerabiasz całego rzędu). Jak to się robi znajdziesz TUTAJ. Pozdrawiamy!
27.12.2023 - 18:32
Mirka skrifaði:
Podľa návodu som plietla od prieramkov 20 CM chrbát a 12 CM predný diel a vychádza mi chrbát dlhší ako predný diel. Je to tak správne? Keď budem zošívať plecia, bude mi to padať dopredu. Ako to má byť správne prosím? Pulóver mám už skoro hotový a nechcem ho párať. Ďakujem za odpoveď! 😊
28.01.2023 - 07:48DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Mirko, myslím, že tu došlo k nedorozumění: na předním dílu se ve výši 12 cm začne uzavírat průkrčník - pletení průramků pokračuje dál a náramenice bychom měli tvarovat ve stejné výši, jako u zadního dílu (to už máme současně vytvarovaný průkrčník). Zkuste tedy přední díl ještě překontrolovat - vodítkem může být i nákres modelu dole pod návodem. Hodně zdaru! Hana
30.01.2023 - 14:20
Ingrid Resmark skrifaði:
Gör el tänker jag fel? Bakstycket stickas till 20 cm från delningen, sedan stickas den sneda axeln. Ok. Framstycket stickas till 12 cm från delningen, sedan 4 ggr intagning till halsen (8 varv), därefter den sneda axeln. Framstycket blir många cm kortare än bakstycket! Var är felet?
23.01.2023 - 10:22DROPS Design svaraði:
Hei Ingrid. Ja, her er det en feil. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. Forstykket må strikkes til det måler 20-21-22-23-24-25 cm fra delingen før den skrå skulder.Vi vil legge til en rettelse i oppskriften asap. mvh DROPS Design
31.01.2023 - 06:34
Pernille skrifaði:
Helt nydelig genser!
11.11.2022 - 10:51
Marja skrifaði:
Helmikuu Tulee helmikuun hanget mieleen
08.08.2022 - 11:18
Birgit skrifaði:
Traum
08.08.2022 - 09:21
Petra skrifaði:
Snowfall
08.08.2022 - 06:02
Sofia Sobreiro skrifaði:
Name design- White sky
07.08.2022 - 08:59
Sweet Honeycomb Jumper#sweethoneycombjumper |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með háum kanti í hálsmáli, býkúpumynstri, tvöföldu perluprjóni og köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 237-11 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. SLÉTTPRJÓN: Þegar prjónað er frá röngu er prjónað brugðið og þegar prjónað er frá réttu er prjónað slétt. PRJÓNAÐ SAMAN: Frá réttu: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt. Frá röngu: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi. Fram- og bakstykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig, fram og til baka. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant í hálsmáli í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 184-200-216-240-256-280 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Alaska. Prjónið stroff * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Þegar stroffið mælist 6 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið þannig: Prjónið * A.1 alls 6-6-6-7-7-8 sinnum, A.2, A.3 alls 5-6-7-8-9-10 sinnum, A.4, A.1 alls 6-6-6-7-7-8 sinnum *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, þannig að umferðin færist ekki til. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm, fellið af lykkjur fyrir handveg þannig: Stillið af að næsta umferð sé með snúning á köðlum. Prjónið 91-98-104-115-123-134 lykkjur eins og áður, fellið af næstu 2-4-8-10-10-12 lykkjur, 90-96-100-110-118-128 lykkjur eins og áður og fellið af næstu 2-4-8-10-10-12 lykkjur (þ.e.a.s. 1-2-4-5-5-6 síðustu lykkjur í umferð og 1-2-4-5-5-6 fyrstu lykkjur í næstu umferð). Framstykki og bakstykkið er nú prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 90-96-100-110-118-128 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá skiptingu, prjónið skáhallandi öxl og fellið af fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu þannig: Haldið áfram með mynstur þar sem mynstrið gengur jafnt upp, aðrar lykkjur eru prjónaðar sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Prjónið 40-43-44-49-52-57 lykkjur, fellið af næstu 10-10-12-12-14-14 lykkjur fyrir hálsmáli, prjónið þar til 6-6-7-8-8-9 lykkjur eru eftir í umferð. Snúið og prjónið til baka. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið yfir 6-6-7-8-8-9 lykkjur færri í lok hverrar umferðar frá hálsi alls 4 sinnum og fækkið JAFNFRAMT lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 5 lykkjur 1 sinni og 2 lykkjur 2 sinnum. Í næstu umferð frá hálsi er prjónað yfir allar lykkjur frá öxl og fitjaðar upp 2 lykkjur í lok umferðar = 33-36-37-42-45-50 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með i-cord kanti yfir axlalykkjur þannig: Þær 2 lykkjur sem fitjaðar voru upp prjónast saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju SLÉTTPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið næstu lykkju saman með fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem komu frá þræði frá röngu á stykki *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 lykkjunum = 2 lykkjur eftir. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 90-96-100-110-118-128 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 12-13-13-14-14-15 cm frá skiptingu, fellið af miðju 20 lykkjur fyrir hálsmáli (35-38-40-45-49-54 lykkjur eftir á hvorri öxl) og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Haldið áfram fram og til baka í mynstri og fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsi alls 4-4-5-5-6-6 sinnum = 31-34-35-40-43-48 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm. Nú er prjónuð skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: Prjónið þar til 6-6-7-7-8-9 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka. Haldið svona áfram og prjónið yfir 6-6-7-7-8-9 lykkjur færri í hvert skipti sem snúið er á öxl alls 4 sinnum. Í næstu umferð frá hálsi er prjónað yfir allar lykkjur og fitjaðar upp 2 lykkjur í lok umferðar = 33-36-37-42-45-50 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með i-cord kanti yfir axlalykkjur þannig: Þær 2 lykkjur sem fitjaðar voru upp prjónast saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, prjónið næstu lykkju saman með fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem komu frá þræði frá röngu á stykki *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 lykkjunum = 2 lykkjur eftir. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við 1 lykkju. HÁR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 88 til 108 lykkjur í kringum kant í hálsmáli á stuttan hringprjón 4,5 með DROPS Alaska. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ERMI: Fitjið upp 46-50-50-54-54-58 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Alaska. Prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 6 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 4-6-6-8-6-8 lykkjur jafnt yfir = 42-44-44-46-48-50 lykkjur. Prjónið mynstur með byrjun frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 12-12-12-12-13-12-14 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki. Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í A.1. Aukið svona út með 3-3-2½-2-2-1½ cm millibili alls 11-12-13-14-14-15 sinnum = 64-68-70-74-76-80 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-46-45-43-42-39 cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið – prjónamerkin merkja hvar botninn á handvegi byrjar. Prjónið áfram og fellið af þegar stykkið mælist 47-47-47-46-45-43 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman ermar upp að prjónamerki. Saumið ermar í. Saumið síðustu cm frá prjónamerki á ermum niður að lykkjum sem felldar voru af fyrir handveg á framstykki og bakstykki – sjá teikningu. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweethoneycombjumper eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.