Véronique skrifaði:
Bonjour ,quelle est la technique pour faire 3 mailles tricote en une seule? Dans le schéma c'est la petite croix
18.09.2024 - 13:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Véronique, en fait c'est le symbole précédent : le rond noir (7ème symbole de la légende) qui va permettre d'obtenir 3 mailles ici: vous allez tricoter ces mailles 3 fois en tricotant cette maille une fois à l'endroit, puis en faisant 1 jeté et en tricotant la même maille encore une fois à l'endroit = vous avez ainsi 3 mailles que vous tricotez à l'endroit au tour suivant (8ème symbole) et que vous diminuez au tour d'après. (petit triangle noir, 9ème symbole). Bon tricot!
18.09.2024 - 15:38
Tove Christensen skrifaði:
Fejl i mønster på pind 8. Der skal ikke strikkes 3 masker sammen,da der også er indtagning på pind 9
15.07.2023 - 10:00
Catherine VINAY skrifaði:
Bonjour A la fin des manches il est dit de rabattre le dernier rang avec le fil en double. Même si je comprends comment le faire quelle est l'utilité de ce fil tricoté en double au bas des manches. Merci de me dire. Bien cordialement
27.03.2023 - 17:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vinay , rabattre avec le fil en double permet d'obtenir l'effet voulu en bas des manches: une plus jolie finition, un bord plus souple et un peu plus de poids au volant du bas des manches. Bon tricot!
28.03.2023 - 09:53
Theresa Hitchman skrifaði:
There must be an error in the pattern and chart? I am knitting the m size. All correct till I get to the no 1 increase, I have 28 times 8 sts for pattern chart then I am to Inc 40 sts which will give me 264 but this does not divide equally into 9 sts 28 time repeat chart there are 12 sts too many. If increase no 1 is out so will the rest of arrows to number 4. Am I going to have to rip out my work?
13.07.2022 - 16:35DROPS Design svaraði:
Hi Theresa, At arrow 1, you increase 40 stitches as you say, which leaves you with 264 stitches. Pattern A.1 continues with 8 stitch repeat (x 33 ) until arrow 2 when you increase a further 45 stitches. You now have 309 stitches. Knit 1 round then begin the 9 stitch repeat x 34 with 3 stitches left over at the end of the round which are K1 twisted, P2. Hope this helps and happy knitting!
14.07.2022 - 07:09
Gabriela skrifaði:
Ich stricke momentan diesen schönen Pullover. Mir ist aufgefallen, dass sich in dem Mustersatz A1 ein Fehler eingeschlichen hat. In der 8.Runde ist das Symbol x =3 Maschen rechts zusammenstricken ,müsste da nicht 3 Maschen rechts stricken stehen?? In der 9. Runde werden dann diese 3 rechten Maschen zusammengestrickt. Liebe Grüße Gabriela
30.03.2022 - 18:37DROPS Design svaraði:
Liebe Gabriela, stimmt! Hier sollen Sie nur 3 Maschen rechts stricken, danke für den Hinweis, es wird korrigiert. Viel Spaß beim stricken!
31.03.2022 - 09:35
Birgitta Johansson skrifaði:
White lady
08.03.2022 - 16:39
Astrid skrifaði:
Nøkkerosen
17.01.2022 - 12:38
Lou skrifaði:
Clover
16.01.2022 - 08:41
Nicole Vandenberghe skrifaði:
Very nice !!
15.01.2022 - 13:15
Mountain Frill#mountainfrilltop |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með ¾ löngum ermum úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-35 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 124 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 46) = 2,7. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca önnur hver og 3 hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað í hring frá hægri öxl að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptis fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stutta hringprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 124-130-134-140-144-150 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með DROPS Nord. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja snúið slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 46-48-52-56-60-62 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 170-178-186-196-204-212 lykkjur. Prjónið síðan berustykkið eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (hægri öxl að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 46-46-54-60-60-60 lykkjur jafnt yfir = 216-224-240-256-264-272 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan mynstur – sjá útskýringu að neðan. MYNSTUR: Prjónið A.1 alls 27-28-30-32-33-34 sinnum berustykkið hringinn. Haldið áfram með mynstrið. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA: Ör-1: Aukið út um 36-40-44-50-54-60 lykkjur = 252-264-284-306-318-332 lykkjur. Ör-2: Aukið út um 42-45-49-51-60-67 lykkjur = 294-309-333-357-378-399 lykkjur. Ör-3: Aukið út um 18-27-35-43-54-57 lykkjur jafnt yfir = 312-336-368-400-432-456 lykkjur (nú er pláss fyrir 39-42-46-50-54-57 mynstureiningar með A.1). Ör-4: Aukið út um 16-20-20-28-28-44 lykkjur jafnt yfir = 328-356-388-428-460-500 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón án útaukninga. Prjónið þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 68-74-82-90-94-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 96-104-112-124-136-152 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-98 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið 96-104-112-124-136-152 lykkjur eins og áður (bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 208-224-244-268-296-328 lykkjur. Byrjið í hlið undir annarri erminni og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 21 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-22-24-26-30-32 lykkjur jafnt yfir = 228-246-268-294-326-360 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja snúið slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMI: Setjið 68-74-82-90-94-98 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-110 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – það á að nota það þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2-1½-1½-1½-1½ cm millibili alls 4-5-8-9-9-9 sinnum = 68-72-76-82-88-92 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 22-21-19-18-16-15 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-10-12-14-16-16 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 60-62-64-68-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff (1 lykkja snúið slétt, 1 lykkja brugðið) í 2 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er tvöfaldaður með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir hverja lykkju umferðina hringinn = 120-124-128-136-144-152 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir sléttprjón (í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat). Fellið af með tvöföldum þræði. Ermin mælist ca 26-25-23-22-20-19 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mountainfrilltop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.