Naette skrifaði:
Hallo, im Diagramm (Beschreibung) sollte das Kreuz gegen eine 0 ausgetauscht werden zum besseren Verständnis. Grüße
16.08.2024 - 17:02
Diane T Fujimoto skrifaði:
Hi- yes! I think I've got it now- thanks very much for your help.
11.05.2024 - 00:22
Diane T Fujimoto skrifaði:
Hello again, Still working on Orange Zest- got to the point of separating for front and back but am confused about whether I continue working on the wrong side or right side- it says to work one edge stitch in garter from wrong side? I don't know what that means- but at that point I am working on the wrong side- then after that 1 edge stitch, do I turn it around to continue working on right side? Appreciate all the explanation you can offer me. Thank you
10.05.2024 - 00:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fujimoto, after you have cast off for armholes, cut the yarn and work front piece starting from wrong side, work 1 edge stitch in garter stitch (= knit this stitch from both wrong side and right side), work in stocking stitch until 1 stitch remains (purl from wrong side, knit from right side) and finish with 1 edge in garter stitch (to be knitted from both right side and wrong side). At the same time, from next row (first row from RS) start decreasing for armholes. Happy knitting!
10.05.2024 - 09:05
Diane T Fujimoto skrifaði:
In the Orange Zest pattern, after the first round of LACE pattern, it says to do this 4 times- are there any rounds in between? In the photo , it looks like there are about 4 rounds in between LACE pattern in both increase and decrease section. Also a question on sizing, I am a 34" bust, which is which size in the pattern- Large? I wear a Small in everything- this just seems strange to me.
25.04.2024 - 18:20DROPS Design svaraði:
Dear Diane, the A.1 pattern has one row/round with increases and decreases and then 5 row/round with stocking stitch. You will have to repeat this 6 rows/rounds 4 times, then knit stocking stitch until your piece is the given length (for your size), then knit the A.2 pattern that has one row/round with yarnovers and six rows/rounds with stocking stitch. For sizing please see the measurements given on the schematic drawing at the bottom of the pattern and compare to a piece that fits the intended wearer. I hope this helps. Happy Knitting!
25.04.2024 - 23:21
Diane T Fujimoto skrifaði:
How does one get help with a pattern when we are not in your country? I am in the US- have a question about the Orange Zest pattern.
25.04.2024 - 03:14DROPS Design svaraði:
Dear Diana, you can write your quetsion here, and our experts will do their best to answer in the language you post the question (as long as it is a language our patterns are available in). Or, you can always ask for help about a pattern (either in person or over the phone), in the store where you bought your DROPS yarm from. Happy Crafting!
25.04.2024 - 04:02
Diane T Fujimoto skrifaði:
I don't understand the pattern. I am at the point where I have put in all the marker threads to designate where to start the LACE work. But I don't know how to follow the pattern sections- or where to start them I guess. I really need a live person to talk me through this i think. Is that possible?
24.04.2024 - 18:38DROPS Design svaraði:
Dear Diana, you can always ask for help with DROPS patterns, either in person, or over the phone in the store where you bought your DROPS yarn from. Happy Knitting!
24.04.2024 - 23:04
Stella skrifaði:
Buongiorno volevo sapere come devo regolarmi se voglio il top più lungo? Grazie Cordialmente
02.07.2023 - 18:27DROPS Design svaraði:
Buonasera Stella, se non deve apportare variazioni di larghezza iniziali può seguire le istruzioni e continuare a lavorare fino alla lunghezza desiderata prima della divisione per gli scalfi. In caso contrario, va riprogettata tutta la lavorazione, ma in questa sede non ci è possibile farlo. Buon lavoro!
06.07.2023 - 16:47
Necla skrifaði:
Hallo, ich verstehe nicht, wie ich auf die 48 cm komme, die in der strickschrift abgegeben sind. In der Anleitung steht, dass man nach 30 cm für die Ärmel abketten soll. Können sie mir weiterhelfen? Danke
22.06.2022 - 17:50DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Necla, die 30 cm sind für den Rumpfteil, dann stricken Sie noch 18 cm für den Armausschnitt so bekommen Sie die 48 cm = die gesamte Höhe. Viel Spaß beim stricken!
23.06.2022 - 08:30
Vu skrifaði:
Comment connaître l’année du modèle ?
23.06.2021 - 14:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Vu, ce modèle fait partie de la collection printemps été de cette année = 2021. Bon tricot!
23.06.2021 - 16:07
Jenny Iles skrifaði:
Im trying to print this pattern
24.05.2021 - 12:45DROPS Design svaraði:
Dear Jenny, for printing use the little print icon just below the list of materials needed. Happy Knitting!
24.05.2021 - 17:47
Orange Zest#orangezesttop |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónaður toppur í DROPS Safran. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með köntum í stroffprjóni og aðsniði með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-33 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. AÐSNIÐ: Fækkið lykkjum og aukið út fyrir aðsnið við prjónamerkin á framstykki og bakstykki eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA (á við um handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum innan við ystu 7-7-9-9-11-11 lykkjur í hvorri hlið við handveg. Þessar 7-7-9-9-11-11 lykkjur eru prjónaðar frá kanti þannig (séð frá réttu): 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* alls 3-3-4-4-5-5 sinnum. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 7-7-9-9-11-11 LYKKJUM ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 7-7-9-9-11-11 LYKKJUM ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan ystu 7-7-9-9-11-11 lykkjum, prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið síðustu 7-7-9-9-11-11 lykkjur eins og áður. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna, hvort fyrir sig til loka máls. Hlýrar eru saumaðir niður á bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-240-260-288-316 lykkjur á hringprjón 3 með Safran. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 2 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 3 og prjónið fyrstu umferð þannig: 10-10-14-14-16-16 lykkjur stroffprjón (byrjið á 1 lykkju slétt), 79-89-93-103-111-125 lykkjur sléttprjón, 21-21-27-27-33-33 lykkjur stroffprjón (byrjið á 1 lykkju brugðið), 79-89-93-103-111-125 lykkjur sléttprjón, 11-11-13-13-17-17 lykkjur stroffprjón (byrjið á 1 lykkju brugðið). Prjónið áfram í sléttprjóni og stroffprjóni í hliðum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm í öllum stærðum, setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan. Þessi prjónamerki eru notuð þegar fækka á lykkjum og auka út fyrir aðsnið. Teljið 10-10-14-14-16-16 lykkjur stroffprjón, 17-21-21-25-28-34 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, teljið 45-47-51-53-55-57 lykkjur sléttprjón (= mitt að framan), setjið 1 prjónamerki, teljið 17-21-21-25-28-34 lykkjur sléttprjón, 21-21-27-27-33-33 lykkjur stroffprjón, 17-21-21-25-28-34 lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, teljið 45-47-51-53-55-57 lykkjur sléttprjón (= mitt að aftan) og setjið 1 prjónamerki. Það eru 17-21-21-25-28-34 lykkjur sléttprjón og 11-11-13-13-17-17 lykkjur stroffprjón eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og stroffprjóni eins og áður – að auki er lykkjum fækkað fyrir AÐSNIÐ – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum með því að prjóna A.1 yfir hvert prjónamerki (prjónamerkin sitja mitt í A.1) = 8 lykkjur færri í umferð. Endurtakið A.1 alls 4 sinnum á hæðina = 168-188-208-228-256-284 lykkjur. Prjónið áfram eins og áður án úrtöku þar til stykkið mælist 14-14-14-16-16-16 cm. Aukið nú út fyrir AÐSNIÐ – sjá útskýringu að ofan. Aukið út með því að prjóna A.2 yfir hvert prjónamerki (prjónamerkin sitja mitt í A.2) = 8 lykkjur fleiri í umferð. Endurtakið A.2 alls 4 sinnum á hæðina = 200-220-240-260-288-316 lykkjur. Prjónið áfram eins og áður án útaukninga þar til stykkið mælist 30-31-32-33-33-34 cm. Fellið af fyrir handveg og stykkið skiptist fyrir framstykki og bakstykki þannig: Fellið af 3-3-5-5-5-5 lykkjur fyrir handveg, prjónið 7-7-9-9-11-11 lykkjur stroffprjón eins og áður, 79-89-93-103-111-125 lykkjur sléttprjón, 7-7-9-9-11-11 lykkjur stroffprjón, fellið af 7-7-9-9-11-11 lykkjur fyrir handveg, prjónið 7-7-9-9-11-11 lykkjur stroffprjón, 79-89-93-103-111-125 lykkjur sléttprjón, 7-7-9-9-11-11 lykkjur stroffprjón og fellið af síðustu 4-4-4-4-6-6 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn frá. Framstykkið og bakstykkið er prjónað til loka hvort fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 93-103-111-121-133-147 lykkjur. Byrjið við handveg frá röngu, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, stroffprjón eins og áður yfir næstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur, prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-7-9-9-11-11 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg – sjá ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 10-14-14-19-23-27 sinnum = 73-75-83-83-87-93 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 6-6-8-8-10-10 lykkjur stroffprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið eins og áður þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm. Prjónið nú stroffprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið í 2 cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið stroffprjón eins og áður yfir fyrstu 11-11-15-15-17-19 lykkjur, setjið síðan þessar lykkjur á þráð, fellið af næstu 51-53-53-53-53-55 lykkjur með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og prjónið stroffprjón eins og áður yfir síðustu 11-11-15-15-17-19 lykkjur. Prjónið síðan hlýra á öxl yfir 11-11-15-15-17-19 lykkjur í hvorri hlið eins og útskýrt er að neðan. HLÝRI Á ÖXL: Haldið áfram með stroffprjón fram og til baka eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til allt framstykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm (sjálfur hlýrinn mælist ca 7 cm í öllum stærðum). Fellið af. ATH: Allt framstykkið, meðtalinn hlýrinn á öxl er ca 3 cm lengri en loka mál á teikningu. Þetta er svona þar sem sauma á hlýrann niður á bakstykki. Setjið til baka lykkjur af þræði í annarri hlið á hringprjón 3 og prjónið hinn hlýrann á sama hátt. BAKSTYKKI: = 93-103-111-121-133-147 lykkjur. Byrjið við handveg frá röngu, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, stroffprjón eins og áður yfir næstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur, prjónið brugðið lykkjur þar til 7-7-9-9-11-11 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir handveg – sjá ÚRTAKA. Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 10-14-14-19-23-27 sinnum = 73-75-83-83-87-93 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 6-6-8-8-10-10 lykkjur stroffprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið eins og áður þar til stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm. Prjónið nú stroffprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið í 2 cm. Fellið síðan af allar lykkjur með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Bakstykkið mælist ca 3 cm minna en uppgefið mál á teikningu FRÁGANGUR: Saumið niður hlýrana í hvora hlið á bakstykki þannig að lykkjurnar passi yfir hverja aðra. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #orangezesttop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.