Lorene Frischknecht skrifaði:
I really like this sweater pattern!
09.11.2024 - 19:24
Lệ Thu Nguyễn skrifaði:
Yes
10.10.2024 - 01:16
Elisabeth skrifaði:
TUSINDE TAK for hurtig svar så forstår jeg det :)
02.07.2024 - 14:02
Elisabeth Sa skrifaði:
Jeg prøver igen i svarede ikke på mit sidste spørgsmål den er lidt svær at forstå opskriften..jeg er nået til jeg skal strikke forstykker og ryg MEN der står jeg skal 57 masker ind fra hver side ( = ryg og forstykke ???? dvs. der skal være 100 masker i mellem mærketrådene !! Hvor skal jeg måle fra for der skal være 100 masker og hvor skal jeg sætte mærke tråden ??? jeg vil sætte pris på hvis i vil svare mig TAK med venlig hilsen Elisabeth
30.06.2024 - 20:10DROPS Design svaraði:
Hej Elisabeth, du har 214 masker, tæller fra midt foran og 57 masker ind til siden, sætter et mærke (midt i de 8 nye masker under ærmet), tæller 100 masker, sætter 1 mærke, nu har du 57 masker tilbage i den anden side :)
02.07.2024 - 13:37
Riikka skrifaði:
Hi! After A3 I have 174 stitches. How can I continue? Should I start the A3 again from the beginning?
10.09.2023 - 11:54DROPS Design svaraði:
Dear Riikka, work A.3 from the beginning, right on top of the previous A.3. The new stitches are worked in stocking stitch. Use the marker in the center of top of the shoulder as indicated in the chart to center the following repeats of A.3; you will start the chart 11 stitches before the marker. Happy knitting!
10.09.2023 - 20:17
San skrifaði:
How many ball of yarn, does this pattern need size S or M ?
07.09.2023 - 00:45DROPS Design svaraði:
Dear San, you will find the requested amount of yarn in each size under the header, so that you need in both S and M 300 g DROPS Sky / 50 g the ball = 6 balls DROPS Sky in both S or M. Happy knitting!
07.09.2023 - 09:20
Ritva skrifaði:
En osaa jatkaa kun piirros on neulottu. Silmukoita nyt 174. Aloitanko piirroksen alusta vai jatkanko lisäämällä välisilmukoita ja tekemällä reiät suhteessa entisiin
24.08.2023 - 10:51DROPS Design svaraði:
Hei, piirros aloitetaan alusta ja se neulotaan piirroksen A.3 edellisen mallikerran yläpuolella. Lisätyillä silmukoilla neulotaan sileää neuletta. Katso myös piirroksen merkki (olan keskikohta), laske siitä seuraavan mallikerran alku (aloita 11 silmukkaa ennen merkkiä).
21.09.2023 - 17:09
Lili skrifaði:
Bjr , concernant A1, A2 c'est à faire sur les 7 premier"A1" le 7 dernier "A2" Pour les cotes sur 2cm ? Côtés 1/1 ou je continue A1 tout le long et les 8 dernières A2 Je vous remercie Je suus débute dans le tricot, je sais faire pas mal de points
03.07.2022 - 22:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Lilli, tricotez ainsi, sur l'endroit: A.1 (= 7 mailles endroit), côtes 1 m endroit, 2 m envers jusqu'à ce qu'il reste 8 mailles, tricotez 1 m endroit et terminez par A.2 (= 7 m endroit). Sur l'envers tricotez: A.2 (= 2 m env, 2 m end, 1 m env, 2 m end), tricotez les mailles des côtes comme elles se présentent (= 1 m env/2 m end) jusqu'à ce qu'il reste 8 m, tricotez 1 m env et A.1 (= 2 m end, 1 m env, 2 m end, 2 m env). Répétez ces 2 rangs jusqu'à ce que les côtes mesurent 2 cm. Bon tricot!
04.07.2022 - 08:25
Ewa skrifaði:
Hej! När A3 är stickad 1 gång på höjden har jag 174m. Hur får jag in de extra m i mönstret då jag ska upprepa A3? Stickas alla nya räta eller ska jag själv lägga in nya hål? /Ewa
13.02.2022 - 12:22DROPS Design svaraði:
Hej Ewa, du strikker kun det mønster og huller som allerede er i diagrammet, alle de nye udtagninger strikkes i glatstrik. God fornøjelse!
16.02.2022 - 15:30
Isabel skrifaði:
Bonjour, pourriez-vous m'indiquer comment enchainer le A3 svp? je viens de le tricoter les 12 rangs que comporte le schéma A3. Dois-je recommencer ce même schéma à partir de la ligne 1 -(sur 32mailles) ou uniquement les 2 dernières (? je ne comprends pas comment avancer dans les augmentations si je reprends la totalité des rangs. MERCI BEAUCOUP POUR VOTRE AIDE
24.01.2022 - 18:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabel, vous devez répéter entièrement A.3, autrement dit les 12 rangs de A.3, sur 32 mailles; la maille avec votre marqueur au milieu de votre dernier A.3 doit être celle au milieu du A.3 suivant. Bon tricot!
25.01.2022 - 08:38
Sapphire Trails Cardigan#sapphiretrailscardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og ¾-löngum blöðruermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-23 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 111 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 14 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 15) = 6,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 6. og 7. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 6 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjurnar í umferð eins og áður. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9-9½-8½-8½-9 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. eða 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út í gatamynstri á öxlum. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 111-114-120-126-129-135 lykkjur (meðtaldar 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: A.1 yfir fyrstu 7 lykkjurnar, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og endið með A.2 yfir síðustu 7 lykkjurnar. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 15-16-14-28-29-27 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 126-130-134-154-158-162 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið). Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 7 lykkjurnar, sléttprjón yfir næstu 12-13-14-19-20-21 lykkjurnar, A.3 yfir næstu 32 lykkjur, sléttar lykkjur yfir næstu 24-26-28-38-40-42 lykkjur, A.3 yfir næstu 32 lykkjur, sléttar lykkjur yfir síðustu 12-13-14-19-20-21 lykkjur og endið með A.2 yfir síðustu 7 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.3 hefur verið prjónað 5½-6-6½-6½-7-7½ sinnum á hæðina hafa verið auknar út 264-288-312-312-336-360 lykkjur = 390-418-446-466-494-522 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón án útaukninga og með 7 kantlykkjum að framan í hvorri hlið eins og áður þar til stykkið mælist 24-26-28-30-32-34 cm frá prjónamerki við kant í hálsi. Í næstu umferð frá röngu skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 7 kantlykkjurnar að framan eins og áður, sléttprjón yfir næstu 42-46-51-55-60-65 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 104-110-114-116-120-124 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-8-10-12-14 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 84-92-102-110-120-130 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 104-110-114-116-120-124 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-8-10-12-14 lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið sléttprjón yfir næstu 42-46-51-55-60-65 lykkjur, prjónið síðustu 7 kantlykkjur að framan eins og áður (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 198-214-234-254-278-302 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 53-57-62-67-73-79 lykkjur inn frá hvorri hlið (= hliðar á fram- og bakstykki). Nú eru 92-100-110-120-132-144 lykkjur á milli prjónamerkja að bakstykki. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og kantlykkjum að framan eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 4 cm millibili alls 4 sinnum = 214-230-250-270-294-318 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21 cm frá skiptingu – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Nú eru eftir ca 4 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Í næstu umferð eru auknar út 23-25-29-33-36-39 lykkjur jafnt yfir = 237-255-279-303-330-357 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið stroff þannig: A.1, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, A.2. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 104-110-114-116-120-124 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-8-10-12-14 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 112-118-122-126-132-138 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 28-26-25-23-22-20 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Í næstu umferð er prjónað þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð (= 54-57-59-61-64-67 lykkjur færri), prjónið síðustu 2 lykkjurnar slétt = 58-61-63-65-68-71 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 57-60-63-66-69-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 31-29-28-26-25-23 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sapphiretrailscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.