Pauline skrifaði:
Bonjour, Est ce possible d’avoir le nombre de pelotes à utiliser pour ce modèle en S/M? Ce n’est pas indiqué dans les explications. Merci.
18.09.2023 - 18:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Pauline, vous trouverez toujours la quantité requise pour chaque taille dans l'en-tête du modèle, avec les tailles, le crochet et l'échantillon; autrement dit, pour ce modèle, il vous faudra soit 500 g en taille S soit 550 g en taille M en DROPS Cotton Merino / 50 g la pelote = 10 pelotes en taille S ou 11 pelotes en taille M. Bon crochet!
19.09.2023 - 10:12
Marielle skrifaði:
Les aiguilles 9 et 6 sont équivalentes des aiguilles métriques? Ce n’est pas un peu gros pour ce genre de laine?
09.01.2023 - 18:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Marielle, effectivement, ce sont des aiguilles 9 mm et 6 mm - (c'est le système métrique qui est utilisé dans les modèles en français). On tricote ici avec 2 laines: Alpaca bouclé + Brushed Alpaca Silk, pensez à faire votre échantillon et à adapter la taille des aiguilles si besoin. Bon tricot!
10.01.2023 - 09:09
Agathe Dezetave skrifaði:
Bonjour, j'aimerais des précisions pour le RAGLAN, l'explication augmenter 10-16 fois tous les 2 tours et 2 fois tous les 4 tours = 154-222 mailles. A quel moment on passe de l'augmentation tous les 2 tous à tous les 4 tours? merci pour vos explications.
11.03.2022 - 14:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dezetave, vous augmentez d'abord 10 ou 16 fois tous les 2 tours (cf taille), puis lorsque ces 10 -16 fois sont faites, vous augmentez ensuite tous les 4tours, 2 fois au total. Bon tricot!
14.03.2022 - 09:58
Mariann Jensen skrifaði:
Hej. Kan man strikke modellen med to tråde Brushed Alpaca Silk? Hvor meget garn skal jeg i så fald bruge? Tak!! MM
19.08.2021 - 17:13DROPS Design svaraði:
Hej Mariann. Ja det kan du göra, då bruker du dubbelt så mycket garn som det som uppges i opskriften av DROPS Brushed Alpaca Silk. Se bara till att få den strikfasthet som uppges i opskriften. Mvh DROPS Design
24.08.2021 - 13:36
Jonna skrifaði:
Jeg må her med undskylde, opskriften passer, 🙄det er mig selv der ikke læser den godt igennem så se bort fra min besked, jeg har prøvet at slette , uden held det kan i nok 🤫
20.04.2021 - 16:58
Jonna Rasmussen skrifaði:
Det er noget møj ,er startet for anden gang første gang var halsudskæring for lille ,og nu passer maskeantalet ikke ,når jeg er færdig med indtagning til ragan, får jeg m på 142 og der skal være 186 jeg har regnet på det via opskrift det stemmer ikke med opskriften, men har nu fået ødelagt garn i stedet.
17.04.2021 - 22:26
Jonna Rasmussen skrifaði:
Da jeg ikke kan forstå at der skal slås 48 m op på p 6 . Jeg kan ikke få den på da halsudskæring er for lille bruger str m Så må trævle op Hvad gør jeg Et hurtig svar da jeg er ved at trævle op hvis jeg kan med det garn ,som der høre til opskriften
12.04.2021 - 18:41DROPS Design svaraði:
Hej Jonna, Du skal slå løst op og kan eventuelt slå løst op med 3 tråde. God fornøjelse!
13.04.2021 - 11:33
Elena skrifaði:
Dear Garnstudio Team, I have got Drops Nepal n.4311. Can I use it instead of Boucle ( the seller does not have it in stock) and in case I can , what colour of Brushed Alpaca Silk will harmonize with Nepal n.4311. Thank you so much for the answer!
18.03.2021 - 13:39DROPS Design svaraði:
Dear Elena,you can use DROPS Nepal instead of Alpaca Bouclé since they are both same groups, the texture will be just different as yarn are different - remember you can ask your DROPS store if they can order for your the yarn/colour you'd like - Please contact your DROPS store - even per mail or telephone - for any assistance choosing the colours. Happy knitting!
18.03.2021 - 14:54
Marieke Akerboom skrifaði:
I have a question on this sentence: Increase like this every other round 10-11-13-14-15-16 times and every 4th round 2 times = 154-166-182-194-210-222 stitches. Does this mean that every 4th round you do the increase round 2 times consequently?
12.03.2021 - 10:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Akerboom, you first increase 8 sts for the raglan a total of 10 to 16 times (see size) = (work 1 round with decreases, work 1 round without decrease and repeat these 2 rounds the number of times stated for your size) - then increase 8 sts on every 4th round 2 times (= work 3 rounds without increase after the last inc round, increase on next round and repeat these 2 rounds a total of 2 times). Happy knitting!
12.03.2021 - 11:54
Heike skrifaði:
Hallo! Die Maschenanzahl von 52 M ,Größe XL,für den Beginn am Halsausschnitt erscheint mir zu wenig... das ist sehr sehr eng, und bei dem Modell auf den Bildern liegt der Hals ausschnitt auch nicht so eng an. Ist das evtl. Ein Fehler? Herzliche Grüße Heike
27.02.2021 - 16:37DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, beachten Sie, daß Ihre Maschenprobe stimmt, und dann auch daß die Anschlagskante nicht zu eng wird, eventuell können Sie mit einem 2. Faden Alpaca Bouclé oder Brushed Alpaca Silk anschlagen (und dann mit nur je 1 Faden beides Garn weiterstricken), oder mit einer grösseren Nadeln anschlagen, oder auch mit 2 Nadeln anschlagen. Hoffentlich kann es Ihnen weiterhelfen. Viel Spaß beim stricken!
01.03.2021 - 08:26
Country Dew#countrydewsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 220-2 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 8 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 11) = 4,9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju og ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð) þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-5-5-6 næstu hnappagötum með ca 9½-9½-10-10-10-10 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt að fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 54-58-58-62-66-66 lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 6 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 11-11-11-11-15-19 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 65-69-69-73-81-85 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt til baka frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 9. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið fyrsta prjónamerki eftir 14-15-15-16-18-19 lykkjur (= framstykki), hoppið yfir næstu 8 lykkjur (= ermi), setjið eitt prjónamerki hér, hoppið yfir næstu 21-23-23-25-29-31 lykkjur (= bakstykki), setjið eitt prjónamerki hér, hoppið yfir næstu 8 lykkjur (= ermi), setjið eitt prjónamerki hér, nú eru 14-15-15-16-18-19 lykkjur eftir á prjóni eftir síðasta prjónamerki (= framstykki). Prjónið sléttprjón með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 10-11-13-14-15-16 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 2 sinnum = 161-173-189-201-217-229 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 23-25-27-29-31-33 cm frá prjónamerki. Næsta umferð frá röngu er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 26-28-30-32-36-38 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 32-34-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 45-49-53-57-65-69 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 32-34-38-40-40-42 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 26-28-30-32-36-38 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 109-117-125-137-153-161 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 29 cm frá skiptingu, aukið út um 17-21-21-21-25-25 lykkjur jafnt yfir = 126-138-146-158-178-186 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt, 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 32-34-38-40-40-42 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 9 og prjónið að aukið upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 38-40-44-48-48-50 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 3-3-3-4-4-4 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4½-3½-3-2-2-2 cm millibili alls 3-4-5-7-7-7 sinnum = 32-32-34-34-34-36 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-36-35-33-31-30 cm, aukið út um 4-4-6-6-6-8 lykkjur jafnt yfir = 36-36-40-40-40-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Klippið þræðina frá og festið. Ermin mælist ca 42-40-39-37-35-34 cm frá skiptingum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #countrydewsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 220-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.