-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
ÚRTAKA (á við um húfu):
Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og steypið síðan lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Fækkið lykkjum svona við hvert prjónamerki = 6 lykkjur færri í hverri umferð.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp, skipt er yfir á sokkaprjóna eftir þörf.
HÚFA:
Fitjið upp 108-116 lykkjur á hringprjón 3 með 1 þræði DROPS Lima og 1 þræði DROPS Kid-Silk (2 þræðir).
Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið stroff þar til stykkið mælist ca 11 cm frá uppfitjunarkanti. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið síðan sléttprjón, í fyrstu umferð er fækkað um 18-20 lykkjur jafnt yfir = 90-96 lykkjur.
Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist ca 22-23 cm (það eru eftir ca 10-10 cm að loka máli). Setjið 3 prjónamerki í stykkið, setjið þau þannig að það séu 30-32 lykkjur á milli prjónamerkja. Nú byrjar úrtaka fyrir topp á húfu – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 12-13 sinnum = 18-18 lykkjur. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman umferðina hringinn = 9-9 lykkjur.
Klippið þræðina frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Herðið að og festið vel. Húfan mælist 32-34 cm frá uppfitjunarkanti.
FRÁGANGUR:
Brjótið upp á kantinn að réttu (uppábrotið mælist ca 7 cm), það hafa verið prjónaðir 11 cm með stroffi en einungis er brotið uppá 7 cm. Húfan mælist ca 25-27 cm þegar búið er að brjóta uppá húfuna.
-------------------------------------------------------
HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka frá neðst á framstykki. Stykkið byrjar neðst á framstykki. Fellt er af fyrir hálsmáli og hvor öxl er síðan prjónuð til loka hvor fyrir sig yfir axlastykki. Síðan eru lykkjur auknar út við hálsmál áður en axlalykkjurnar eru settar saman og bakstykkið er síðan prjónað ofan frá og niður. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og stoff er prjónað.
FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 55-59-63 lykkjur á hringprjón 3,5 með 1 þræði DROPS Lima og 1 þræði DROPS Kid-Silk (2 þræðir).
Prjónið 1 umferð brugðið og næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig:
Prjónið 3 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, prjónið stroffprjón (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 3 kantlykkjur í garðaprjóni.
Prjónið áfram með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist ca 4 cm og næsta umferð er frá réttu.
Skiptið yfir á hringprjón 4,5.
Prjónið eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjurnar, prjónið sléttprjón yfir næstu 37-41-45 lykkjur og fækkið um 10 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið eins og áður yfir síðustu 9 lykkjurnar = 45-49-53 lykkjur. Þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út í hvorri hlið frá réttu þannig:
Prjóni eins og áður yfir fyrstu 10 lykkjurnar, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður þar til 10 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið eins og áður út umferðina.
Í næstu umferð er prjónað eins og áður, en uppslátturinn er prjónaður snúið brugðið.
Endurtakið útaukningu með ca 2½ cm millibili þar til aukið hefur verið út alls 4-4-5 sinnum í hvorri hlið = 53-57-63 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist = 19-20-21 cm, nú á að setja lykkjur á þráð fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu þannig:
Prjónið yfir fyrstu 21-22-24 lykkjur eins og áður og setjið þær síðan á þráð fyrir vinstri öxl, fellið af næstu 11-13-15 lykkjur fyrir hálsmáli og prjónið út umferðina. Axlirnar eru núna prjónaðar til loka hvor fyrir sig.
HÆGRI ÖXL:
= 21-22-24 lykkjur. Byrjið frá röngu og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá réttu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 15-16-18 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið eitt prjónamerki í síðustu prjónuðu umferðina til að mæla frá (mitt ofan á öxl).
Prjónið þar til stykkið mælist 3-4-5 cm frá prjónamerki á öxl og næsta umferð er frá röngu, nú eru lykkjur fitjaðar upp við hálsmál í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum og 2 lykkjur 2 sinnum = 21-22-24 lykkjur. Stykkið mælist 7-8-9 cm frá prjónamerki á öxl. Klippið þráðinn og setjið lykkjurnar á nýjan þráð / hjálparprjón, nú er vinstri öxl prjónuð.
VINSTRI ÖXL:
Setjið til baka fyrstu 21-22-24 lykkjur af þræði á prjóninn. Í byrjun frá réttu og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 15-16-18 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið eitt prjónamerki í stykkið til að mæla frá (mitt ofan á öxl).
Prjónið þar til stykkið mælist 3-4-5 cm frá prjónamerki á öxl og næsta umferð er frá réttu, nú eru lykkjur fitjaðar upp við hálsmál í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: Fitjið upp 1 lykkju 2 sinnum og 2 lykkjur 2 sinnum og fitjið upp 11-13-15 lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 32-35-39 lykkjur. Stykkið mælist ca 7-8-9 cm frá prjónamerki á öxl.
Nú á að setja saman vinstri öxl og hægri öxl og bakstykkið er síðan prjónað áfram héðan. Setjið til baka lykkjur frá hægri öxl á prjón 4,5 og prjónið yfir þessar lykkjur frá réttu = 53-57-63 lykkjur.
BAKSTYKKI:
Haldið áfram í sléttprjóni og mynstri eins og áður, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12½-14-14 cm frá prjónamerki á öxl er lykkjum fækkað innan við ystu 10 lykkjur í hvorri hlið frá réttu þannig:
Prjónið mynstur eins og áður yfir ystu 10 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið síðan lyftu lykkjunni yfir, prjónið eins og áður yfir síðustu 10 lykkjurnar.
Endurtakið úrtöku innan við 10 ystu lykkjurnar í hvorri hlið með ca 2½ cm millibili þar til fækkað hefur verið 4-4-5 sinnum í hvorri hlið = 45-49-53 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 22-24-26 cm frá prjónamerki á öxl – stillið af að bakstykkið verði eins langt og framstykkið (án stroffs). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 10 lykkjur jafnt yfir á milli lykkja í stroffi í hvorri hlið = 55-59-63 lykkjur.
Prjónið næstu umferð frá réttu þannig:
Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið stroffprjón (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt) þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 3 kantlykkjur í garðaprjóni.
Prjónið áfram með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stroffið mælist ca 4 cm og næsta umferð er frá réttu.
Stykkið mælist ca 26-28-30 cm frá prjónamerki á öxl. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Notið hringprjón 3,5 og 1 þráð í hvorri tegund (2 þræðir). Byrjið frá réttu við prjónamerki á öxl og prjónið upp ca 96-102-106 lykkjur, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Prjónið þar til stroffið mælist ca 24 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Hej! Mycket bra mönster, men stickangivelsen vid resåren verkar ha blivit fel. Står byt till st. 4, medan all annan resår stickas med nr 3.5 :)
18.11.2023 - 11:33Kann mir jemand sagen, wieviel Gramm Lima genau benötigt wird. Ich habe noch einen Rest und hoffe, er reicht. Vielen Dank für die Antwort.
14.11.2023 - 19:08DROPS Design answered:
Liebe Frau Arend, leider haben wird den Set nicht mehr, so können wir nicht wagen, am besten benutzen Sie die Garnmenge von der Anleitung. Viel Spaß beim stricken!
15.11.2023 - 08:04Very nice
03.08.2023 - 18:14