Elisabeth Kowatsch skrifaði:
Habe eine Frage zu der einen Masche die ich stilllegen soll bei Arm Ausschnitt und V- Ausschnitt. Da soll man 6 Maschen abketten und dann 34 Maschen normal weiter stricken dann 1 Masche stilllegen, dann 34 Maschen stricken und 6 Maschen wieder abketten. Meine Frage dazu? Was mache ich mit der einen stillgelegten Masche dann?
18.03.2025 - 16:19DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Kowatsch, diese einzige Masche in der Mitte vom Vorderteil wird später für die Halsblende gestrick- siehe HALSBLENDE am Ende der schriftlichen Anleitung. Viel Spaß beim Stricken!
19.03.2025 - 15:48
GROS HOURDRY VERONIQUE skrifaði:
Quand vous dites dans l’explication : « quand l’ouvrage mesure 27 cm » vous mesurez bien en tenant compte des rangs de cotes 1/1?
27.02.2025 - 13:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gros Hourdry, tout à fait, mesurez à partir du rang de montage, au tout début de l'ouvrage. Bon tricot!
27.02.2025 - 16:57
Nathalie Maitre skrifaði:
Bonjour, Meilleurs Vœux Je suis assez novice en tricot et j'ai commencé ce pull. J'en suis aux diminutions et réalisation de l'encolure... Je n'ai jamais suivi de patron et je ne comprends pas. Que veux dire 0-0-0-0-1-1 et 1-2-3-4-4-5 et encore 4-3-3-3-4-5. Je vous remercie pour votre aide
02.01.2025 - 11:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Maître, merci pour vos voeux, recevez les nôtres en retour. Chaque chiffre s'applique à la taille dans l'ordre indiqué, lorsqu'il y a un 0, sautez simplement cette information et passez à la suivante. Bon tricot!
02.01.2025 - 16:23
Michèle Castonguay skrifaði:
Bonjour\\r\\nJ’ai souvent tricoté des gilet s de votre compagnie.Avant on pouvait traduire le patron dans la langue que l’on voulait. J’ai trouvé ce patron et je m’aperçois que l’on ne peut pas le traduire pourquoi?
23.09.2024 - 19:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Castonguay, tous nos modèles sont disponibles en français, le lien pour changer la langue a juste changé de place, vous le trouverez maintenant à côté de l'icône de l'imprimante - ou bien ici pour celui-ci. Bon tricot!
24.09.2024 - 09:01
Cecilia skrifaði:
Bonjour, le modèle est tricoté avec deux qualités de fils, mais comment assortir les couleurs . Avez-vous des suggestions
10.11.2023 - 09:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Cecilia, vous trouverez d'autres exemples de cette association sous le nuancier de DROPS Flora, votre magasin saura également vous conseiller les couleurs assorties dans les nuances que vous recherchez, n'hésitez pas à le contacter, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
10.11.2023 - 11:26
Kaja Bordenave skrifaði:
Hi. I am on the beginning of the V-neck and armholes. I have cast off 6 stitches at the marker, then knitted to A1, placed a stitch on a marker, and then I counted 27 stitches to the marker. It says to knit 34 stitches and then cast off, but I counted 24 stitches, and it turns out I've knitted 24 stitches before A1 as well. Is this a typo on the recipe?
24.08.2023 - 14:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Bordenave, when casting off for armhole, you should cast off 3 sts before the marker at the beg of the round + 3 sts after this marker, then work 34 sts, slip the middle stitch on a thread, work 34 sts, cast off the next 6 sts (3 sts on each side of the marker) and work the last 69 sts = 6+34+1+34+6+69=150 sts. Hope it can help. Happy knitting!
25.08.2023 - 08:07
Michèle Tremblay skrifaði:
Bonjour, Je suis rendue au devant gauche. Ils disent de tricoter le motif A2 au dessus des 8 mailles du milieu si je tricote comme cela je n’arrive pas à couvrir le A1 car il reste d’eux maille sur le motif A1. Merci de me répondre
12.03.2023 - 22:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tremblay, quand on divise le devant, on divise au milieu de A.1 = on a pour le devant gauche les 10 premières mailles de A.1 ( puis 1 m en attente (= la m centrale de A.1) et les 10 dernières mailles de A.1 pour le devant droit), mais on ne va plus tricoter la torsade (= les 2 premières mailles de A.1), on va donc tricoter A.2 sur les 8 premières mailles sur l'envers/dernières mailles sur l'endroit (devant gauche). Bon tricot!
13.03.2023 - 10:35
Michèle Tremblay skrifaði:
Bonjour, J’ai un problème avec la grille A1. Pour le premier rang pas de problème je suis très bien. Au deuxième rang je me trouve toujours à tricoter en endroit. Alors que faire pour le jeté. Pourriez vous m’expliquer comment le faire ce deuxième rang en tricotant en rond
03.03.2023 - 12:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tremblay, avez-vous vu la réponse précédente? Le 2ème et le 4ème rang de A.1 ont été décrits et devraient pouvoir vous aider. Bon tricot!
03.03.2023 - 13:15
Michèle Tremblay skrifaði:
Bonjour, J’aimerais savoir en tricotant en rond je me trouve toujours à tricoter toujours en endroit. Sauf quand je tricote la grille 21 les jetés sont en endroits je ne peux pas les tricoter dans dans le rang suivant car je suis toujours en endroit. Que faire? Merci de me repondre
02.03.2023 - 21:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tremblay, aux rangs impairs de A.1 tricotez ainsi: 2 m end, 3 m env, 2 m end (rang 2: le jeté du rang précédent + la diminution/ rang 4: la diminution + le jeté), 7 m env, 2 m end (rang 2: le jeté du rang précédent + la diminution/ rang 4: la diminution + le jeté), 3 m env, 2 m end. Quand vous tricoterez ensuite A.2 sur l'envers les 2 m du milieu (la diminution+ le jeté ou bien le jeté + la diminution) se tricoteront à l'envers sur l'envers. Bon tricot!
03.03.2023 - 09:10
Michèle Tremblay skrifaði:
Bonjour. Ce gilet se tricote sur des aiguilles circulaires. Alors je suis toujours sur l’endroit comment faire l’allee Retour pour le diagramme parce que je suis toujours à l’endroit. Merci de m’en repondre
29.12.2022 - 18:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tremblay, on tricote le pull en rond sur circulaire jusqu'aux emmanchures, puis on tricote chaque partie séparément en allers et retours, ainsi, en rond, on tricote toujours sur l'endroit en lisant le diagramme de droite à gauche, puis on lira les rangs sur l'envers de gauche à droite après la division de l'ouvrage. Bon tricot!
02.01.2023 - 12:54
Cooler Days Ahead#coolerdaysaheadvest |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónað vesti / slipover með v-hálsmáli úr DROPS Flora og DROPS Kid-Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-35 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 170 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 28) = 6,1. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN A.2 ÞANNIG: Byrjið 2 lykkjur á undan A.2 og prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR A.2 ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að byrjun á v-hálsmáli. Síðan stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna upp að handvegi. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka. Að lokum er stroff kantur prjónaður hringinn í v-hálsmáli og í kringum báða handvegi. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 170-184-204-224-248-272 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Flora og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 28-30-34-38-42-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 142-154-170-186-206-226 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 71-77-85-93-103-113 lykkjur (= í hliðum á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið 25-28-32-36-41-46 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 (= 21 lykkjur mitt að framan) og prjónið sléttprjón út umferðina. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9-9-10-10-11-11 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Endurtakið útaukningu þegar stykkið mælist 18-18-20-20-22-22 cm = 150-162-178-194-214-234 lykkjur. Þegar stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm, byrjar úrtaka fyrir handveg og v-hálsmáli. Stillið af að næsta umferð sé 1. eða 3. umferð í A.1 og prjónið næstu umferð þannig: Byrjið 3 lykkjur á undan prjónamerki í byrjun á umferð, fellið af 6 lykkjur, prjónið 34-37-41-45-50-55 lykkjur eins og áður, setjið næstu lykkju á þráð eða lykkjuhaldara (= mitt að framan og mitt í A.1), prjónið 34-37-41-45-50-55 lykkjur eins og áður, fellið af 6 lykkjur fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) og prjónið þær 69-75-83-91-101-111 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= bakstykki). Bakstykki og framstykki er nú prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 69-75-83-91-101-111 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón fram og til baka eins og áður. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-0-1-1 sinnum, 2 lykkjur 1-2-3-4-4-5 sinnum og 1 lykkja 4-3-3-3-4-5 sinnum í hvorri hlið = 57-61-65-69-71-75 lykkjur eftir. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 19-19-21-21-23-23 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið síðan sléttprjón og fellið af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli = 17-19-20-22-22-24 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Fellið aðeins laust af. Prjónið síðan hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Byrjið frá röngu mitt að framan, prjónið A.2 yfir fyrstu 8 lykkjurnar (A.2 er lesið frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu) og prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram með mynstur – A.2 á nú að passa fallega yfir A.1. JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg og lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. HANDVEGUR: Fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð frá handveg þannig: Fellið af 3 lykkjur 0-0-0-0-1-1 sinnum, 2 lykkjur 1-2-3-4-4-5 sinnum og 1 lykkja 4-3-3-3-4-5 sinnum. V-HÁLSMÁL: JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu, fækkið um 1 lykkju fyrir v-hálsmáli á undan A.2 mitt að framan (séð frá réttu) – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5 sinnum í öllum stærðum og síðan í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 6-6-7-7-8-8 sinnum. Eftir allar affellingar fyrir handveg og úrtöku fyrir v-hálsmáli eru 17-19-20-22-22-24 lykkjur á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm. Fellið aðeins laust af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Byrjið frá röngu í hlið við handveg og prjónið sléttprjón eins og áður þar til 8 lykkjur eru eftir við miðju að framan, prjónið A.2 yfir síðustu 8 lykkjurnar. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli og fellt er af fyrir handveg alveg eins og á vinstra framstykki, en í gagnstæðri hlið. Þ.e.a.s. nú er lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli eins og útskýrt er að ofan, eftir A.2 mitt að framan (séð frá réttu) og fellið af fyrir handvegi í byrjun á hverri umferð frá handveg eins og útskýrt er að ofan. FRÁGANGUR: Saumið saman axlasaumana innan við affellingarkantinn. KANTUR Í HANDVEGI: Byrjið frá réttu neðst í handvegi og prjónið upp ca 92 til 114 lykkjur innan við 1 kantlykkju í kringum handveg á stuttan hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Prjónið hinn kantinn í handvegi á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við annan axlarsauminn og prjónið upp ca 114 til 140 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2). Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið), en passið uppá að það verði 1 lykkja slétt nákvæmlega mitt að framan yfir lykkju á þræði. JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt að framan þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan sléttu lykkjunni mitt að framan, lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Með þessu þá kemur v-hálsmálið til með að liggja fallega í hálsmáli og sléttar lykkjur koma til með að fylgja sem slétt lína mitt að framan. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þegar kantur í hálsmáli mælist ca 3 cm – munið eftir AFFELLING! |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #coolerdaysaheadvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.