Susanne Christensen skrifaði:
På fotot av vantarna syns det att det tagits ut maskor INNAN tummen delas av från resten. Det står inte i beskrivningen. Vad är det som inte stämmer?
11.03.2024 - 15:08DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Usikker på hvor du ser de uttagningene på bildet. Om du ser på nærbildet av vottene, ser man tydelig at det er samme maskeantall hele veien (til man starter å felle av på toppen). Når votten måler ca 11 cm fra brettekanten, strikkes det en markering til tommelåpning som forklart i oppskriften (ingen økninger). mvh DROPS Design
18.03.2024 - 13:30
Gaetane skrifaði:
Bonjour j ai réalisé le bonnet et les moufles très joli ! Merci Puis-je avoir comment , pour faire le foulard 🧣 le patron ? Bel ensemble ! Merci 🙏👍
26.11.2023 - 12:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Gaetane, nous n'avons pas d'écharpe ni de tour de cou assorti à ce motif, je suis désolée. Mais vous trouverez peut-être un modèle qui vous conviendra parmi nos modèles de tours de cou ou bien d'écharpes. Bon tricot!
27.11.2023 - 09:36
Gaetane skrifaði:
Comment faire le pompon? Merci très beau modèle ! 👍👍
20.11.2023 - 23:53
Carol De Lint skrifaði:
Hello, i have completed this pattern and the mitts are lovely. I only have one concern, when i put them on my fingers get caught in the yarn 'floats' inside the mitt.....these floats occur when there are 5 stitches before a color change.... how can i eliminate these floats? Will they disappear when the mitts are washed? Thank you.... love Drops wool and all your patterns!
13.10.2023 - 17:04
Marina skrifaði:
Salve, sto per iniziare questo modello. Come mai il campione del cappello è diverso da quello delle muffole? La tensione dev'essere diversa?
30.04.2023 - 17:23DROPS Design svaraði:
Buongiorno Marina, sono due modelli che prevedono tensioni leggermente diverse: le muffole lavorate un po' più strette rispetto al cappello. Buon lavoro!
01.05.2023 - 12:04
Martine Corbeil skrifaði:
Dois- utiliser les aiguilles 3.5 pour faire l’échantillon? Puis-je le faire en jersey uniquement? Ou en jersey et jacquard? Modèle me-208)\r\n\r\nÉCHANTILLON:\r\n22 mailles en largeur et 30 rangs en hauteur, en jersey et jacquard nordique = 10 x 10 cm.\r\n\r\nMerci à l’avance!
17.01.2022 - 17:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Corbeil, tout à fait, vous devez avoir 22 mailles x 30 rangs en jersey ou en jacquard avec les aiguilles 3,5 (ou celles qui seront nécessaires pour cet échantillon). pour tricoter le bonnet. Bon tricot!
18.01.2022 - 08:44
Daria skrifaði:
W opisie jest błąd. Przy przerabianiu kciuka. Po spruciu 8 oczek inną nitką i nabraniu ich na druty, nabranych oczek jest 16, bo 8 górnych i 8 dolnych :) Dodatkowo nabiera się 4 oczka (a nie 12), po 2 z każdej strony kciuka i wtedy wychodzi łącznie faktycznie 20. W rękawiczkach dziecięcych (North Star Set) jest to lepiej opisane.
25.11.2021 - 21:00
Francesca skrifaði:
Seguo spesso i vostri modelli. Sono sempre chiari e precisi. Secondo me in questo modello manca la spiegazione di una riga (dopo la 23) del diagramma A.1. Ciao e grazie!!!
31.10.2020 - 17:42DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, il diagramma A.1 è corretto. Buon lavoro!
21.11.2020 - 21:25
Rita Kingston skrifaði:
Perfect nordic outfit.
04.06.2020 - 18:39
Winter's Night Enchantment Set#wintersnightenchantmentset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð húfa og vettlingar með norrænu mynstri úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 214-50 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR-1: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef mynstrið herpist aðeins saman. LEIÐBEININGAR-2 (á við um vettling): Ef þú vilt hafa vettlingana með stærra ummáli þá er hægt að prjóna vettlingana með hálfu eða heilu númeri grófari prjónum þá kemur ummálið til með að vera um 2 cm breiðara. LEIÐBEININGAR-3: Lengdin áður en op fyrir þumal byrjar er hægt að stilla af með því að prjóna fleiri eða færri umferðir áður en prjónuð er merkin fyrir opi fyrir þumal. ÚRTAKA-1 (á við um efst á húfu, efst á vinstri vettlingi og efst þumli á vinstri vettlingi): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á hægri vettlingi og efst á þumli á hægri vettlingi): Prjónið að prjónamerki, prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir prjónamerki snúnar slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 108-112 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum dökk grár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-2 lykkjur jafnt yfir = 108-114 lykkjur. Sjá LEIÐBEININGAR-1 og prjónið A.1 hringinn (= 18-19 mynstureiningar með 6 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.2 hringinn alveg eins. A.2 er endurtekið eins langt og hægt er á hæðina að loka máil, en þegar úrtakan byrjar efst á húfunni verða færri lykkjur með litnum dökk grár á milli hverra «doppa» og þegar ekki er lengur pláss fyrir «doppur», endar A.2 og prjónað er sléttprjón með litnum dökk grár yfir allar lykkjur að loka máli. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað eins og útskýrt er að neðan. Prjónið þar til stykkið mælist ca 20 cm frá uppfitjunarkanti í báðum stærðum. Setjið 6 prjónamerki í stykkið með 18-19 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA = 6 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-6 sinnum og síðan í hverri umferð alls 5-4 sinnum = 54-54 lykkjur eftir. Prjónið 3 umferðir sléttprjón með litnum dökk grár og prjónið jafnframt allar lykkjur slétt saman 2 og 2 í öllum þremur umferðum = 7 lykkjur eftir í báðum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 25-26 cm ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Gerið einn dúsk með litnum dökk grár og litnum natur ca 6 cm að þvermáli og festið efst á húfuna. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Vettlingarnir hafa sama ummál í báðum stærðum, en mismunandi lengd. Ummálinu er hægt breyta – sjá LEIÐBEININGAR-2! VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-48 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum dökk grár. Prjónið 8 umferðir sléttprjón að faldi. Lestu allan kaflann um vettlinginn áður en þú prjónar áfram! Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). Stykkið er nú mælt frá uppábroti! Prjónið 4 umferðir sléttprjón með litnum dökk grár. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Sjá LEIÐBEININGAR-1 og prjónið A.1 hringinn (= 8 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, endurtakið A.2 á hæðina eins langt og hægt er áður en úrtakan byrjar efst á vettlingi. Prjónið síðan sléttprjón með litnum dökk grár yfir allar lykkjur að loka máli. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 11 cm frá uppábroti – sjá LEIÐBEININGAR-3, prjónið merkingu fyrir opi fyrir þumal eins og útskýrt er að neðan. Prjónið 14 lykkjur sléttprjón með litnum dökk grár, prjónið 8 lykkjur sléttprjón fyrir op fyrir þumal með þræði í öðrum lit sem skilur sig frá afgang af stykki, prjónið síðan 26 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni með litnum dökk grár. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir allar lykkjur, þar til vettlingurinn mælist ca 21-23 cm frá uppábroti. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd. Setjið 6 prjónamerki í stykkið með 8 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum dökk grár. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1 (= 6 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5 sinnum í báðum stærðum = 18 lykkjur eftir. Prjónið síðan 2 umferðir sléttprjón þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum umferðum = 5 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 24-26 cm ofan frá og niður að uppábroti. ÞUMALL: Dragið þráðinn út sem prjónaður var yfir 8 lykkjur fyrir opi fyrir þumal og setjið lykkjur á sokkaprjón 3. Prjónið að auki upp 12 lykkjur í kringum op fyrir þumal = 20 lykkjur á prjónum. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum dökk grár. JAFNFRAMT í byrjun á 2. umferð er fækkað um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman. Prjónið 2 umferðir án úrtöku. Endurtakið úrtöku í lok næstu umferðar = 18 lykkjur eftir. Prjónið áfram þar til þumallinn mælist ca 5-5½ cm. Nú er eftir ca 1 cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið þumalinn að óskaðri lengd. Nú eru sett 3 prjónamerki í þumalinn með 6 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1 (= 3 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð alls 3 sinnum = 9 lykkjur eftir. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjurnar eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 5 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Þumallinn mælist ca 6-6½ cm ofan frá og niður. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-48 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum dökk grár. Prjónið 8 umferðir sléttprjón að faldi. Lestu allan kaflann um vettlinginn áður en þú prjónar áfram! Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). Stykkið er nú mælt frá uppábroti! Prjónið 4 umferðir sléttprjón með litnum dökk grár. Sjá LEIÐBEININGAR-1 og prjónið A.1 hringinn (= 8 mynstureiningar með 6 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, endurtakið A.2 á hæðina eins langt og hægt er áður en úrtakan byrjar efst á vettlingi. Prjónið síðan sléttprjón með litnum dökk grár yfir allar lykkjur til að loka máli. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 11 cm frá uppábroti (stillið lengdina eftir vinstri vettlingi), prjónið merkingu fyrir opi fyrir þumal eins og útskýrt er að neðan. Prjónið 26 lykkjur sléttprjón með litnum dökk grár, prjónið 8 lykkjur sléttprjón fyrir op fyrir þumal með þræði í öðrum lit sem skilur sig frá afgang af stykki, prjónið síðan 14 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni með litnum dökk grár. Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir allar lykkjur, þar til vettlingurinn mælist ca 21-23 cm frá uppábroti (stillið af eftir vinstri vettlingi). Setjið 6 prjónamerki í stykkið með 8 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Prjónið sléttprjón hringinn með litnum dökk grár. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1 (= 6 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5 sinnum í báðum stærðum = 18 lykkjur eftir. Prjónið síðan 2 umferðir sléttprjón þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum umferðum = 5 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Vettlingurinn mælist ca 24-26 cm ofan frá og niður að uppábroti. ÞUMALL: Prjónið þumal á sama hátt og vinstri þumall, en með ÚRTAKA-2. Brjótið inn faldinn að röngu og saumið með smáu fallegu spori. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintersnightenchantmentset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-50
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.