Lise Engebretsen skrifaði:
Erme str 6/9 mnd. Nå måler ermet 17 cm og det stemte med stripemønsteret på ermet hele veien. Men jeg har bare 52 masker på pinnene. I oppskriften står det at det skal være 58 masker. Jeg la opp 36 masker og har økt på hver side av merket, etter hver cm , slik det står i oppskriften
13.08.2021 - 03:11DROPS Design svaraði:
Hei Lise, Du skal øke 2 masker hver 1 cm x 11 (som inkluderer første økningen). 36 + 22 = 58 masker, og da skal ermet måle 14 cm. Du strikker videre til ermet måler 15.5 cm. Håper dette hjelper og god fornøyelse!
16.08.2021 - 09:07
Danielle Goulet skrifaði:
La méthode pour effectuer les augmentations dans les manches tricotées sur 3 aiguilles Merci
24.05.2021 - 05:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Goulet, les manches se tricotent en rond (peu importe le nombre d'aiguilles), vous devez augmenter ainsi, cf AUGMENTATIONS (manches):/ Tricotez jusqu'à ce qu'il reste 1 maille avant le marqueur (= transition fin/début des tours), faites 1 jeté, tricotez 2 mailles endroit (le marqueur est entre ces 2 mailles) et faites 1 jeté = vous avez augmenté 1 m à la fin du tour + 1 m au début du tour suivant. Au tour suivant, tricotez les jetés torse pour éviter les trous. Bon tricot!
25.05.2021 - 08:09
Heidi skrifaði:
Wie bringe ich bei der Passe die in Runden gestrickten Aermel und die Rumpfmaschen auf eine Nadel? ich bringe alle zwar auf die Nadel, aber die Ärmel sind ja rund und unmöglich für mich zu stricken. ??? Alles zu eng!! Wäre dankbar um Unterstützung.
02.02.2021 - 10:49DROPS Design svaraði:
Liebe Heidi, dieses Video zeigt, wie man die Ärmel auf die gleiche Nadel strickt, die ersten Reihen sind manchmal etwas trickig aber nach einigen Reihen geht es besser und einfacher. Das Magic loop Technik kann Ihnen für diese ersten Reihen etwas mithelfen. Viel Spaß beim stricken!
02.02.2021 - 11:18
Evelin skrifaði:
Bei Passe sollte man dort in der Rück-Reihe nicht links stricken?
16.01.2021 - 18:03DROPS Design svaraði:
Liebe Evelin, die Passe wird glatt rechts gestrickt, dh Hinreihen rechts und Rückreihen links. Die Raglanabnahmen werden aber nur bei den Hinreihen gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
18.01.2021 - 08:47
Little Brother Jacket#littlebrotherjacket |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn með laskalínu og röndum úr DROPS Baby Merino. Stærð fyrirburar – 4 ára.
DROPS Baby 33-32 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við ermar): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= alls 2 lykkjur fleiri). Uppslátturinn er prjónaður slétt í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt. LASKALÍNA (á við um peysu): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum svona við hvert prjónamerki (= 2 lykkjur færri við hvert prjónamerki og alls 8 lykkjur færri í umferð). RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI, stærð (0) 0/1 - 1/3 mánaða: 4 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender Prjónið með ljós sægrænn i 3-6-8 cm 2 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI, stærð 6/9 – 12/18 mánaða (2-3/4) ára: 4 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender 4 umferðir ljós sægrænn 4 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 4 umferðir ljós lavender Prjónið með ljós sægrænn i 5-6 (8-10) cm 4 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender RENDUR ERMAR, stærð (0) 0/1 - 1/3 mánaða: 3 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 4 umferðir ljós lavender Prjónið með ljós sægrænn i 2 ½-6-7½ cm 2 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender RENDUR ERMAR, stærð 6/9 - 12/18 mánaða (2 - 3/4) ára: 5 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender 4 umferðir ljós sægrænn 4 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 4 umferðir ljós lavender Prjónið með ljós sægrænn i 6- 8½ (11-15) cm 2 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender. RENDUR BERUSTYKKI (allar stærðir): Prjónið með ljós sægrænn í (3) 3-4 4-4 (5-6) cm 2 umferðir ljós lavender 2 umferðir ljós sægrænn 2 umferðir ljós lavender Prjónið með ljós sægrænn til loka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað neðan frá og upp. Fram- og bakstykki er fyrst prjónað fram og til baka. Síðan eru ermar prjónaðar í hring á sokkaprjóna áður en fram- og bakstykki og ermar eru sett saman og prjónað er áfram fram og til baka. Kantur að framan er prjónaður og kantur í hálsmáli er prjónaður í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp (90) 102-118-126-138 (146-162) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki, þarna á að taka upp lykkjur fyrir kant að framan síðar) á hringprjóna 2,5 með litnum ljós sægrænn. Prjónið GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist (2) 2-3-3-3 (4-4) cm. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið áfram í sléttprjóni og RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan, með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist (10) 13-16-17-18 (21-23) cm fellið af lykkjur fyrir handveg í næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, (19) 22-25-27-30 (32-36) lykkjur sléttprjón (= hægra framstykki), fellið af næstu (6) 6-8-8-8 (8-8) lykkjur, prjónið (38) 44-50-54-60 (64-72) lykkjur sléttprjón (= bakstykki), fellið af næstu (6) 6-8-8-8 (8-8) lykkjur, prjónið (19) 22-25-27-30 (32-36) lykkjur sléttprjón og endið með 1 kantlykkju garðaprjón (= vinstra framstykki) = (78) 90-102-110-122 (130-146) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring. Fitjið upp (36) 36-36-36-40 (40-44) lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með litnum ljós sægrænn. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar garðaprjón mælist (2) 2-3-3-3 (4-4) cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 3, setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi) og prjónið sléttprjón og RENDUR ERMI – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með (2) 1½-1½-1-1 (1½-1½) cm millibili alls (3) 6-8-11-11 (13-14) sinnum = (42) 48-52-58-62 (66-72) lykkjur. Þegar stykkið mælist (9½) 13-15½-17-19½ (23-27) cm, fellið af fyrstu og síðustu (3) 3-4-4-4 (4-4) lykkjur (= alls (6) 6-8-8-8 (8-8) lykkjur færri) = (36) 42-44-50-54 (58-64) lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handveg = (150) 174-190-210-230 (246-274) lykkjur. Stykkið er prjónað í sléttprjóni og RENDUR BERUSTYKKI – sjá útskýringu að ofan, með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Í fyrstu umferð eru sett 4 prjónamerki í stykkið þannig, umferðin er prjónuð frá röngu: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, (22) 25-28-31-34 (36-40) lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, (30) 36-38-42-46 (50-56) lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, (44) 50-56-62-68 (72-80) lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki, (30) 36-38-42-46 (50-56) lykkjur sléttprjón, setjið 1 prjónamerki og endið með (22) 25-28-31-34 (36-40) lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja garðaprjón. Prjónið (3) 0-0-0-0 (0-0) umferðir sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir laskalínu hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá LASKALÍNA! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu (= í annarri hverri umferð) alls (8) 11-12-14-16 (18-21) sinnum = (86) 86-94-98-102 (102-106) lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um (10) 10-10-14-14 (14-14) lykkjur jafnt yfir = (76) 76-84-84-88 (88-92) lykkjur. Látið lykkjurnar hvíla á hringprjóninum, nú á að prjóna kant að framan á hvort framstykki, síðan á að prjóna kant í hálsmáli yfir þessar lykkjur. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Stykkið er prjónað fram og til baka. Prjónið upp (42) 58-68-74-78 (88-98) lykkjur frá réttu innan við 1 kantlykkju garðaprjón mitt að framan á hringprjón 2,5 með litnum ljós sægrænn. Prjónið garðaprjón. Þegar kantur að framan mælist ca 2 cm, eru allar lykkjur felldar af, passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið eins og vinstri kantur að framan, en fellið af fyrir (4) 4-5-5-6 (6-7) hnappagötum jafnt yfir þegar kantur að framan mælist ca 1 cm (það á að fella síðar af fyrir 1 hnappagati í kanti í hálsmáli þannig að fyrsta hnappagatið á kanti að framan er fellt af ca 3-4 cm niður frá hálsmáli. Gerið hnappagötin með ca 4-6 cm millibili. Setjið gjarna prjónamerki á undan hnappagati jafnt yfir kant að framan áður en þú prjónar umferðirnar með affellingu fyrir hnappagötum). 1 hnappagat = 2 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 5 lykkjur í hvorn af köntum að framan í hvorri hlið á stykki innan við 1 lykkju með litnum ljós sægrænn og setjið allar lykkjur á hringprjón 2,5 = (86) 86-94-94-98 (98-102) lykkjur. Prjónið garðaprjón. Þegar kantur í hálsi mælist 1 cm, fellið af fyrir hnappagati með því að prjóna 3. og 4. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá 1. umferð frá réttu. Fellið af þegar kantur í hálsmáli mælist 2 cm. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, fellið e.t.v. af með 1 númeri grófari prjónum. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir hvorri ermi. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlebrotherjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 33-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.