Vittoria Enimmi skrifaði:
Buongiorno, non capisco il calcolo della misura di questo cardigan.Lo schema dice che per la taglia S la misura finale del corpo è 44 cm ,quindi 88 cm ( davanti e dietro),la spiegazione dice che si hanno 188 maglie .\r\nLa mia domanda è:\\r\\nIl campione dice 17 maglie sono 10 cm quindi 188 Maglie saranno 110cm .Perché dunque 88 cm? Cosa sbaglio? Ho fatto un ragionamento corretto?Grazie, Vittoria
12.04.2025 - 14:34DROPS Design svaraði:
Buonasera Vittoria, come anticipato, per la lavorazione del bordo si aumentano le maglie perchè la lavorazione a coste stringe il lavoro. Buon lavoro!
12.04.2025 - 18:04
Vittoria Enimmi skrifaði:
Buongiorno, non capisco il calcolo della misura di questo cardigan.Lo schema dice che per la taglia S la misura finale del corpo è 44 cm ,quindi 88 cm ( davanti e dietro),la spiegazione dice che si hanno 188 maglie .\r\nLa mia domanda è:\\r\\nIl campione dice 17 maglie sono 10 cm quindi 188 Maglie saranno 110cm .Perché dunque 88 cm? Cosa sbaglio? Ho fatto un ragionamento corretto?Grazie, Vittoria
03.04.2025 - 14:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Vittoria, nell'ultima parte del corpo si aumentano le maglie perchè il bordo a coste tende a stringere il lavoro. Buon lavoro!
12.04.2025 - 17:47
Anne Grethe skrifaði:
Hvordan finner jeg riktig str . Med antall masker og mål
03.03.2025 - 17:51DROPS Design svaraði:
Hei Anne Grethe, Du finner en målskisse på bunnen av oppskriften, med alle mål til de forskjellige størrelsene. God fornøyelse!
04.03.2025 - 06:44
GIOTA skrifaði:
Hello! I am fond of the pattern above (Endless Possibilities Knitted jacket in DROPS Sky and DROPS Kid-Silk) but i have a difficulty to find the same yarns. I would like to ask you if it is possible to use instead of these yarns a single yarn from the group yarn - Aran Worsted with a gauge of 17 stitches and 22 rows ... Thank you in advance
16.01.2022 - 23:06DROPS Design svaraði:
Dear GIOTA, yes, as long as the gauge in the swatch matches the one in the pattern, you can substitute these yarns with one of Aran Worsted. Happy knitting!
16.01.2022 - 23:31
Marilyn skrifaði:
Could I use one strand of yarn Wish instead of one Sky and one Kid-Silk?
19.10.2021 - 00:11DROPS Design svaraði:
Dear Marylin, if you can achieve the given gauge, why not. However, the final result will be somewhat different looking. Happy Stitching!
19.10.2021 - 01:46
Emma Sundin skrifaði:
Hej! Min svärmor har lovat att sticka denna fantastiskt fina kofta till mig. Jag bor i Stockholm och skulle gärna vilja veta var jag kan kolla på garnet? Köper jag mönster i butik också eller här via nätet. Tack! Emma
22.02.2021 - 21:40DROPS Design svaraði:
Hej Emma, Mønsteret skriver du ud gratis her fra siden. Garnet kan du også bestille fra mønsteret, klik på Beställ-knappen här i mönstret eller klicka på "hitta en butik". :)
23.02.2021 - 14:40
Francine skrifaði:
Bonjour,je ne comprends pas le diagramme A.1 à la ligne 25*. Je fais quoi après et avant la bordure? après: 2 mailles endroit-3 envers..... avant: 3 envers-2 endroit? Merci
30.08.2020 - 16:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Francine, au début du rang = 1er A.1 du rang, tricotez 2 mailles endroit (= les 2 premières mailles du diagramme comme avant), et, quand il reste 2 m du 1er A.1, tricotez la torsade avec les 2 m du A.1 suivant, et continuez ainsi jusqu'à la fin du rang, terminez le dernier A.1 par 2 m endroit. Bon tricot!
31.08.2020 - 09:54
Endless Possibilities#endlesspossibilitiescardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL
DROPS 216-2 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 78 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 13. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 13. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð á berustykki. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-8-8-8½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-108-112-116 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið) á hringprjón 4 með 1 þræði Sky og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 9 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman (= 5 lykkjur fyrir kant að framan), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 78-82-86-94-98-102 lykkjur og aukið JAFNFRAMT út um 6-9-12-11-14-17 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (= 5 lykkjur fyrir kant að framan) = 94-101-108-115-122-129 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið til baka frá röngu (þær 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eru prjónaðar slétt frá röngu). Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir (= 12-13-14-15-16-17 mynstureiningar með 7 lykkjum), 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 226-244-262-280-298-316 lykkjur í umferð. Prjónið síðan með sléttprjóni og 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 16-17-18-18-18-18 cm, aukið út um 16-20-20-15-18-23 lykkjur jafnt yfir = 242-264-282-295-316-339 lykkjur. Útaukning í stærð S, M og L er nú lokið – haldið síðan áfram eins og útskýrt er að neðan. Í stærð XL, XXL og XXXL haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 22-24-26 cm. Aukið út um 15-18-23 lykkjur jafnt yfir = 310-334-362 lykkjur. Allar stærðir: Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 19-21-22-24-26-28 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón yfir næstu 33-37-39-43-48-53 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 50-53-58-64-66-70 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 66-74-78-86-96-106 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 50-53-58-64-66-70 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 33-37-39-43-48-53 lykkjur, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= vinstra framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 158-174-186-202-226-246 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 27-27-28-28-28-28 cm, aukið út um 30-34-34-42-46-50 lykkjur jafnt yfir (lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur að framan) = 188-208-220-244-272-296 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 50-53-58-64-66-70 lykkjur af þræði í annarri hliðinni á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af nýjum 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 58-51-68-74-78-82 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 4-4-5-5-6-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-5-5-5-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá AFFELLING. Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-10-13-15-16-17 sinnum = 40-41-42-44-46-48 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-37-36-34-33-31 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), aukið út um 8-7-10-8-10-8 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist alls 42-41-40-38-37-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið sroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það verði tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op á skammhlið í kanti í hálsi við miðju að framan með því að sauma smá spor í ystu lykkjubogana. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #endlesspossibilitiescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.