Guðmundur Már Einarsson skrifaði:
Mig vantar garn í þessa peysu, hvað þarf ég mikið fyrir stærð L?
05.05.2020 - 01:06DROPS Design svaraði:
Blessaður Guðmundur Már. Fyrir stærð L þá þarftu 450 g. STÆRÐ: S - M - L - XL - XXL - XXXL EFNI: DROPS AIR frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C) 400-400-450-500-500-550 g litur 01, natur. Gangi þér vel.
05.05.2020 - 10:28
Weaving Memories#weavingmemoriessweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 208-16 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÁFERÐAMYNSTUR: Prjónaðar eru rendur með áferðamynstri. Kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið er prjónuð til loka. Prjónið þannig: RÖND 1: Prjónið A.1. RÖND 2: Prjónið A.2 í 23-24-24-25-25-25 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. RÖND 3: Prjónið A.1. RÖND 4: Prjónið A.3 í 8-8-8-8-10-10 cm - stillið af að endað sé eftir 4. eða 8. umferð í mynsturteikningu. RÖND 5: Prjónið A.1. RÖND 6: Prjónið A.2 í 7-8-8-9-9-9 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Prjónið 1 umferðir brugðið frá röngu. RÖND 7: Prjónið A.1. RÖND 8: Prjónið A.3 í 6-6-8-8-8-10 cm - stillið af að endað sé eftir 4. eða 8. umferð í mynsturteikningu. RÖND 9: Prjónið 2 umferðir sléttprjón. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur), mínus kantlykkjur í hvorri hlið (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 10,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 9. og 10. hverja lykkju og 10. og 11. hverja lykkju slétt saman og ekki er lykkjum fækkað yfir kantlykkjur í garðaprjóni. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 32 lykkjur), mínus kantlykkjur í hvorri hlið (= 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 3,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næst umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum og saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88-94-108-114-120-132 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú ÁFERÐAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 8-8-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 80-86-98-104-110-120 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 80-86-92-98-98-108 lykkjur. Í stærð S og M er lykkjum ekki fækkað, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. Þegar rönd 8 hefur verið prjónuð til loka, fellið af miðju 24-24-24-26-26-26 lykkjurnar fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 27-30-33-35-35-40 lykkjur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 88-94-108-114-120-132 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, prjónið (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú áferðamynstur alveg eins og á bakstykki, með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 8-8-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 80-86-98-104-110-120 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 80-86-92-98-98-108 lykkjur. Í stærð S og M er lykkjum ekki fækkað, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 60-62-62-64-66-66 cm eru miðju 14-14-14-16-16-16 lykkjurnar settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsi þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 1 sinni = 27-30-33-35-35-40 lykkjur fyrir öxl. Þegar allar rendurnar með áferðamynstri hafa verið prjónaðar til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 32-34-36-36-38-40 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, jafnframt eru auknar út 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – sjá ÚTAUKNING-1 = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 og 1 kantlykkja garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 9-11-11-11-11-8 cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 3-3-3-2½-2½-2½ cm millibili alls 13-14-14-16-16-17 sinnum = 66-70-72-76-78-82 lykkjur. Þegar stykkið mælist 55-54-54-53-54-53 cm fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn þannig að það verða 4 umferðir garðaprjón mitt ofan á öxl – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og saumið innan við afffellingarkant á ermum. Í stærð S og M merkir prjónamerki sem sett var í hlið hvar handvegur byrjar. Í stærð L, XL, XXL og XXXL hafa lykkjur verið felldar af fyrir handveg í hvorri hlið. Saumið saum undir ermum og síðan niður meðfram hliðarsaumi. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu með Air og stuttum hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 76-90 lykkjur í kringum háls meðtaldar lykkjur af þræði. Prjónið kant í hálsi í hring þannig: Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið nú stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn út umferðina. Þegar stroffið mælist 4 cm prjónið 1 umferð brugðið. Fellið af með brugðnum lykkjum. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #weavingmemoriessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 208-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.