Else Karin Hatlevik skrifaði:
Jeg trenger hjelp til hvordan det blir hull i arbeidet på benet. Litt rart forklart.
26.06.2023 - 22:49
Maija Heikkinen skrifaði:
Miten puserossa voi ottaa kaikki silmukat samalle puikolle tehtäessä kaarroketta, kun etu-ja takakappaleet on kuitenkin neulottu suljettuna neuleena,
08.05.2021 - 15:35DROPS Design svaraði:
Hei, tämä onnistuu, koska kainaloiden kohdalta on päätetty silmukoita. Ensimmäiset kerrokset voivat kuitenkin olla hieman hankalia neuloa.
19.05.2021 - 17:31
Rebecka skrifaði:
Hej! Se min fråga 9/4 och Drops svar 26/4. Min ursprungliga fråga gäller EFTER varv 14 när man sytt ihop. Då ska natur och orange del på huvudet stickas runt - men rent tekniskt blir det ju då inget fäste i färgbytet, eftersom det sker på samma ställe varje gång? Finns alternativ att sticka natur och orange fortsatt för sig själva och sedan sy ihop med kantmaska, liksom första delen efter nosen i grått?
27.04.2021 - 09:38
Rebecka skrifaði:
Hej! När man sytt nosen och ska övergå i rundstickning resten av huvudet - hur får man gränsen mellan natur och orange att sitta ihop när man byter färg på garnet efter hälften, då blir det ju inte ihopstickat i gränsen? Finns ett rakt alternativ där man stickar vardera färg för sig och sedan syr ihop huvudet? MVH
09.04.2021 - 11:14DROPS Design svaraði:
Hei Rebecka. Man strikker dele hver for seg, bortsett fra 1. omgang /snuten i farge grå. Når du har strikket 1. omgang av snuten, deles arbeidet slik at du strikker 1 del i natur for seg selv og 1 del i orangemelert for seg selv. Så når 1.-14. pinne i natur er ferdigstrikket og 1.-14. pinne i orangemelert er ferdig skal disse delene sys sammen innenfor 1 kantmaske rille på hver del med natur. Pass på at maskene det blir sydd innenfor (dvs, de 4 kantmaskene) blir festet godt. mvh DROPS design
26.04.2021 - 10:45
Kerstin Lademann skrifaði:
Hallo, wie bekommt man den Farbwechsel beim Stricken des Kopfes in Runden hin, also wie führt man den zweiten Faden mit? Vielen Dank für die Hilfe!
11.02.2021 - 20:57DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Lademan, es wird nicht in Runden mit 2 Farben gestrickt: nach der 1. Runde stricken Sie mit natur über nur 8 Maschen (bis 14. Runde), dann stricken Sie die 6 Maschen mit orange über 14 Maschen, dann stricken Sie alle Maschen in der Runde - später nähen Sie beide Teile zusammen. Viel Spaß beim stricken!
12.02.2021 - 07:47
Sigrid skrifaði:
Er der en fejl i snoningsdiagrammet og forklaringen? Jeg kan ikke få det til at passe. Maskerne skal vel ikke på snoningspinden foran i begge sider?
19.09.2020 - 22:36DROPS Design svaraði:
Hei Sigrid. Ja, her var det en feil i den danske oversettelsen. Skal være bak på det siste ikonet. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette, vi vil ordne det med engang. mvh DROPS design
21.09.2020 - 13:40
Frances Jones skrifaði:
Please can you make a you tube video of this fox being made, to go along with the written pattern? Thanks
18.08.2020 - 22:16DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jones, we have added your wish on our todolist - a whole video for the entire fox might be way too long but we'll do our possible. Thank you!
20.08.2020 - 09:44
Beth Dacchille skrifaði:
Cast on 72 stitches with double-pointed needles size 3 mm and fog - what does fog mean the instructions? I am unfamiliar with this abbreviation. Thanks in advance. Beth
13.07.2020 - 09:29DROPS Design svaraði:
Dear Beth, "fog" is the colour DROPS Alpaca (= color Nr 9021) listed under Materials. Happy knitting!
13.07.2020 - 10:04
Barbara skrifaði:
Wie "fixiere" ich denn die krausen Randmaschen für die Schnauze? Ich verstehe nicht, wie die letzte Endmasche sich nicht auftrennen soll. Bitte bitte Hilfe!
27.06.2020 - 00:29DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, dieses Video zeigt, wie man eine unsichtbare Naht arbeitet, damit können Sie die beiden Teilen vom Kopf zusammennähen, damit die Randmaschen nicht mehr sichtbar sind. Viel Spaß beim stricken!
29.06.2020 - 07:39
Mister Fox#dropsmisterfox |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður refur í buxum, peysu og slaufu úr DROPS Alpaca.
DROPS Baby 36-11 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GALDRAHRINGUR: Til að koma í veg fyrir að það myndist gat í miðju, byrjaðu því með þessari aðferð: Haltu í þráðar endann með vinstri hönd og gerðu lykkju í kringum vinstri vísifingur (frá vinstri til hægri). Haltu í lykkjuna með vinstri þumli og vísifingri. Stinga þarf prjóninum í gegnum lykkjuna, sækja þráðinn frá dokkunni (þ.e.a.s. leggðu þráðinn 1 sinni yfir prjóninn frá þér), dragðu þráðinn til baka í gegnum lykkjuna, sláðu 1 sinni uppá prjóninn (þráðurinn liggur nú fyrir aftan og að þér) og dragðu uppsláttinn í gegnum lykkjuna á prjóninum, * stinga þarf prjóninum í gegnum lykkjuna, sláðu 1 sinni uppá prjóninn (þráðurinn liggur nú aftan við og að þér), dragðu uppsláttinn í gegnum lykkjuna, sláðu 1 nýjum uppslætti á prjóninn (aftan við og að þér) og dragðu uppsláttinn í gegnum ystu lykkjuna á hægri prjóni (þ.e.a.s. í síðustu lykkjuna sem var gerð) *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru í umferð. Prjónið síðan eins og útskýrt er í uppskrift – JAFNFRAMT er dregið í endann á þræðinum þannig að lykkjan dregst saman og gatið hverfur. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónamerkið situr hér, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Þegar ekki eru nægilega margar lykkjur til að prjóna kaðal, prjónið sléttar lykkjur yfir lykkjurnar í kaðli þar fækkað hefur verið um allar lykkjur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- REFUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað á sokkaprjóna. Fyrst er höfuðið prjónað fram og til baka frá nefi í tveimur stykkjum með útaukningum, stykkin eru síðan saumuð saman og prjónaður er afgangur af höfði að aftan í hring. Eyrun eru prjónuð í hring og saumuð við höfuðið. Búkurinn er prjónaður í hring, ofan frá og niður. Síðan eru hendurnar prjónaðar, fætur og skott fram og til baka, áður en saumað er saman og saumað við búkinn. Að lokum er peysan prjónuð – fram- og bakstykki er prjónað í hring og ermar og berustykki er prjónað fram og til baka. Slaufan er prjónuð fram og til baka. HÖFUÐ: Gerið GALDRAHRINGUR með litnum dökk grár Alpaca – sjá útskýringu að ofan = 7 lykkjur í umferð. Skiptið lykkjunum á 3 st sokkaprjóna 3 (prjónið með fjórða prjóninum) og prjónið í hring þannig: UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 14 lykkjur. Skiptið stykkinu í tvennt og setjið 6 lykkjur á prjón fyrir hlutann í litnum appelsína og 8 lykkjur á prjón fyrir hlutann í litnum natur. Nú er prjónað fram og til baka yfir 8 lykkjurr með litnum natur þannig: ATH: Uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. UMFERÐ 1 (rétta): 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan , * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón = 13 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 3-4: Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 5: 3 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* út umferðina = 18 lykkjur. UMFERÐ 6: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 7: 3 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* út umferðina = 23 lykkjur. UMFERÐ 8: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 9: 3 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* út umferðina = 28 lykkjur. UMFERÐ 10: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 11: 1 kantlykkja garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 5 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 kantlykkja garðaprjón = 35 lykkjur. UMFERÐ 12: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 13: 1 kantlykkja garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 kantlykkja garðaprjón = 42 lykkjur. UMFERÐ 14: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Setjið lykkjurnar á þráð. Nú er prjónað yfir 6 lykkjur í hluta í litnum appelsína þannig: ATH: Uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. UMFERÐ 1: 1 kantlykkja garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 kantlykkja garðaprjón = 8 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. UMFERÐ 3-6: Prjónið eins og umferð 1-2 = 12 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til prjónaðar hafa verið 14 umferðir í litnum appelsína. Saumið saman hlutann í litnum natur og appelsína innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvoru stykki með litnum natur. Passið uppá að lykkjur sem eru saumaðar innan við (þ.e.a.s. þessar 4 kantlykkjur) festist vel. Þær eru ekki lengur með í lykkjufjöldanum. Nú er prjónað áfram með litnum appelsína þannig: Prjónið yfir 10 lykkjur með litnum appelsína, síðan eru 40 lykkjurnar prjónaðar með litnum natur inn á prjóninn = 50 lykkjur. UMFERÐ 1: * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 4 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt = 63 lykkjur. UMFERÐ 2-4: Prjónið slétt (uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat). UMFERÐ 5: * Prjónið 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= 9 lykkjur færri) = 54 lykkjur. UMFERÐ 6: Prjónið slétt. UMFERÐ 7: * Prjónið 4 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= 9 lykkjur færri) = 45 lykkjur. UMFERÐ 8: Prjónið slétt. Haldið svona áfram með úrtöku í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð með úrtöku er prjónuð 1 lykkja færri áður en 2 lykkjur eru prjónaðar saman = 9 lykkjur færri í hverri umferð) þar til 9 lykkjur eru eftir í umferð. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru á prjóni (án þess að draga þær saman). Saumið út augu, munn og nef með litnum dökk grár, fyllið höfuðið með vatti, herðið lykkjurnar að og festið enda (= mitt aftan á höfði). EYRA: Fitjið upp 16 lykkjur með litnum appelsína og skiptið lykkjunum á 2 st sokkaprjóna (prjónið með þriðja prjóninum). UMFERÐ 1-2: Prjónið slétt. UMFERÐ 3: * Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð = 12 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið slétt. UMFERÐ 5: * Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð = 8 lykkjur. UMFERÐ 6: Prjónið slétt. UMFERÐ 7: * Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð = 4 lykkjur. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman = 2 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Samið saman neðst með nokkrum sporum og saumið eyrað niður á höfuðið. Prjónið annað eyra á sama hátt og saumið á. BÚKUR: Fitjið upp 16 lykkjur með litnum appelsína – skiptið lykkjunum á 4 st sokkaprjóna (prjónið með fimmta prjóninum). UMFERÐ 1-2: Prjónið slétt. UMFERÐ 3: * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 24 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið slétt (uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat). UMFERÐ 5: * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 36 lykkjur. UMFERÐ 6: Prjónið slétt. UMFERÐ 7: * 3 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 48 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 5½ cm. Skiptið yfir í litinn turkos/grár og prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Síðan eru prjónaðar 8 umferðir sléttprjón. Fækkið síðan lykkjum þannig: UMFERÐ 1: * 6 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 42 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið slétt. UMFERÐ 3: * 5 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 36 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið slétt. Haldið áfram með úrtöku í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð með úrtöku er prjónuð 1 lykkja færri áður en 2 lykkjur eru prjónaðar saman = 6 lykkjur færri í hverri umferð með úrtöku) þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar á prjóninum (án þess að draga saman). Fyllið búkinn með vatti, herðið lykkjurnar að og festið vel. Saumið höfuðið við búkinn – hlutinn í litnum turkos/grár á að snúa niður (= buxur). FÓTUR: Fitjið upp 18 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum appelsína. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið fram og til baka í 3 cm. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): 1 kantlykkja í garðaprjóni, 5 lykkjur slétt, prjónið 6 næstu lykkjur slétt saman 2 og 2, 5 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón = 15 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): 1 kantlykkja garðaprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 3 lykkjur, 5 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja garðaprjón = 6 lykkjur eftir í hvorri hlið. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 6 fyrstu lykkjur í umferð og síðan 6 næstu lykkjur í umferð (þessar 3 lykkjur færri mynda nú gat mitt í stykki). Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið yfir 12 lykkjur, þar til fóturinn mælist ca 8 cm. Skiptið yfir í litinn turkos/grár, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið síðan þannig: UMFERÐ1 (= rétta): * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 lykkju slétt = 23 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið (uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat). UMFERÐ 3: * 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 lykkju slétt = 34 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til fóturinn mælist ca 11 cm, fellið af. Saumið saman opið mitt á fæti. Saumið fótinn saman mitt undir og haldið áfram upp meðfram miðju að aftan – saumið innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Fyllið fótinn með vatti. Þræðið þráð upp og niður í gegnum affellingarkantinn efst á fæti. Herðið síðan að þannig að fóturinn verði aðeins bústinn. Prjónið hinn fótinn á sama hátt. Saumið báða fæturna á búkinn. SKOTT: Fitjið upp 10 lykkjur með litnum appeslína á sokkaprjón 3. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar prjónaðar hafa verið 6 umferðir, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: UMFERÐ 7: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón = 14 lykkjur. UMFERÐ 8: Prjónið brugðið til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið (uppslátturinn er alltaf prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat). UMFERÐ 9: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja garðaprjón = 18 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka þar til skottið mælist 4½ cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu: Prjónið nú mynstur fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 yfir næstu 16 lykkjurnar, 1 kantlykkja garðaprjón. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið með litnum natur þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, 4 lykkjur slétt, * 2 lykkjur slétt saman, setjið eitt prjónamerki hér, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, 1 kantlykkja garðaprjón. Nú eru 3 prjónamerki í stykkinu og það hafa verið auknar út 3 lykkjur og fækkað um 3 lykkjur í umferð = 18 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, JAFNFRAMT í hverri umferð frá réttu eru prjónaðar 2 síðustu lykkjurnar á undan hvoru prjónamerki slétt saman (= 1 lykkja færri) alls 3 sinnum = 9 lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Prjónið síðustu umferðina þannig: Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 1 lykkja er eftir, 1 lykkja slétt = 5 lykkjur. Klippið frá, en skiljið eftir smá enda til að saum saman það sem er með litnum natur lit á skotti. Þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að, saumið síðan skottið innan við 1 kantlykkju garðaprjón upp að skiptingunni með litnum appelsína, fyllið skottið með vatti og saumið síðan með litnum appelsína þar til allt skottið hefur verið saumað saman. Festið skottið ca mitt í svæðið með litnum þoka/grár aftan á refnum. HENDI: Fitjið upp 10 lykkjur með litnum appelsína á sokkaprjóna 3. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til ermin mælist 11½ cm. Klippið frá (haldið eftir smá enda sem dugar til að sauma ermina saman með), þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar á prjóninum (= neðst á hönd), herðið að og saumið síðan innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Fyllið höndina með vatti og saumið niður efst á búk, innan við háls (undir höfði). Prjónið hina hendina á sama hátt og saumið í gagnstæða hlið. PEYSA: Fyrst er prjónað fram- og bakstykki í hring á sokkaprjóna upp að handveg. Síðan eru ermar prjónaðar fram og til baka á sokkaprjóna upp að handveg. Síðan eru ermar settar inn á sama prjón og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg. Síðan er berustykkið prjónað fram og til baka frá miðju að aftan, þannig að það myndist smá op aftan á peysu. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 72 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum þoka. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir með stroffi, prjónið 1 lykkju slétt, setjið eitt prjónamerki hér (mitt á milli 2 lykkjur slétt = í hlið á fram- og bakstykki og þetta er núna byrjun á umferð). Prjónið mynstur þannig: * 3 lykkjur slétt, A.2 (= 30 lykkjur), 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Haldið áfram hringinn svona þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að endað sé eftir 1. umferð í A.2. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 2 lykkjur, prjónið næstu 32 lykkjur eins og áður (= framstykki), fellið af næstu 4 lykkjur, prjónið næstu 32 lykkjur eins og áður (= bakstykki), fellið af síðustu 2 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 22 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum þoka og skiljið eftir smá enda ca 15 cm til að sauma saum undir ermum með (þetta er gert í lokin). Prjónið stroff þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 20 lykkjur, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka svona þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir. Prjónið nú sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar ermin mælist 5 cm, fellið lykkjur af þannig: Fellið af fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 16 lykkjur, fellið af síðustu 3 lykkjur. Klippið frá og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama prjón og fram- og bakstykki, þar sem fellt var af fyrir handveg = 96 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykki og erma. Byrjið umferð mitt að aftan, þ.e.a.s. mitt á milli miðju 2 lykkja brugðið í A.2. Prjónið síðan fram og til baka þannig: Prjónið mynstur á bakstykki og framstykki eins og áður (en prjónið 1 kantlykkju garðaprjón í stað brugðnar lykkjur yfir fyrstu og síðustu lykkjuna í umferð = að miðju að aftan), prjónið sléttprjón á ermum, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð 4 sinnum = 64 lykkjur. Prjónið nú þannig: UMFERÐ 1 (rétta): * Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri), prjónamerkið situr hér, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónamerkið situr hér, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar = 52 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið 1 umferð til baka í mynstri. UMFERÐ 3: Prjónið alveg eins og 1. umferð (= 12 lykkjur færri) = 40 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið 1 umferð slétt, í lok umferðar eru fitjaðar upp 15 lykkjur. UMFERÐ 5: Fellið af fyrstu 15 lykkjurnar með brugðnum lykkjum (frá réttu), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 40 lykkjur, fitjið upp 15 nýjar lykkjur í lok umferðar. UMFERÐ 6: Fellið af fyrstu 15 lykkjur með sléttum lykkjum (frá röngu), fellið síðan af þær 40 lykkjur sem eftir eru með sléttum lykkjum (frá röngu). Klippið frá. Saumið saum undir ermum og festið alla enda. SLAUFA: Fitjið upp 5 lykkjur á sokkaprjóna 3 með litnum turkos/grár. Prjónið garðaprjón fram og til baka í 8 cm, fellið af. Saumið skammhliðarnar saman í ystu lykkjubogana þannig að stykkið myndi hring. Klippið þráðinn og festið enda. Takið nýjan þráð, vefjið honum utan um nokkrum sinnum í kringum miðju á slaufu. Saumið slaufuna í hálsmálið á peysunni. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropsmisterfox eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 36-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.