Astrid Hansen skrifaði:
Tak for manglende svar.
27.09.2024 - 12:05
Astrid Hansen skrifaði:
Jeg har skrevet til jer den 25.09.2024,og har ikke fået svar fra jer på mit spørgsmål.
26.09.2024 - 15:19DROPS Design svaraði:
Hei Astrid. Vi får mange hundre spørsmål hver dag og jobber fortløpende med å svare. mvh DROPS Design
30.09.2024 - 14:19
Astrid Hansen skrifaði:
Hej jeg ville gerne strikke denne model. Jeg ville gerne strikke bærestykket i en farve og resten i en anden farve. Jeg ville strikke det i cotton merino. Mit spørgsmål er hvor mange ngl jeg skal bruge til bærestykket og hvor mange jeg skal bruge til resten. Jeg skal strikke en str L og har regnet ud jeg skal bruge 13 ngl i alt har jeg regnet ud. Venlig hilsen Astrid Hansen
25.09.2024 - 12:27DROPS Design svaraði:
Hei Astrid. Vi har heller ikke strikket den slik du beskriver (med 2 farger), så det har vi ikke noen 100% oversikt over. mvh DROPS Design
30.09.2024 - 13:39
Bodil Johansen skrifaði:
For nogle år siden strikkede jeg denne opskrift (str. L)og kan nu ikke huske om der skal strikkes en omgang ret og en omgang vrang efter A1, A2 +de 2,½ cm. og igen efter A3, A4 + de 5,½ og igen efter A5-A6+ de 5½ cm. +udtagning til 348
12.09.2024 - 11:18DROPS Design svaraði:
Hei Bodil. Du følger bare oppskriften og diagrammene og i diagrammene strikkes det omganger med rett masker og vrangmasker som skapes den strukturen du skriver om ( en omgang ret og en omgang vrang). mvh DROPS Design
16.09.2024 - 10:35
Tiziana skrifaði:
Buongiorno. Grazie per i vostri modelli, che seguo molto spesso. Vorrei capire se, dopo ciascuno dei due diagrammi, si deve fare un giro tutto rovescio, come appare nelle foto, per dividere un gruppo di aumenti dall'altro. Grazie.
03.04.2024 - 15:04DROPS Design svaraði:
Buonasera Tiziana, alla fine dei diagrammi si lavora un giro a coste, come indicato nel modello alla fine di ogni sezione. Buon lavoro!
03.04.2024 - 20:18
Bodil Johansen skrifaði:
Hej. Strikker nr. 213-11 str. XL. Har strikket 1. og 2. gruppe, en gang i højden. maske 262. Er det derefter jeg skal strikke 6, cm med 3 ret 3 vrang så hele arbejdet måler 10. 5 cm. Eller skal jeg strikke 3 ret og 3 vrang til helearbejdet måler 6, cm
25.07.2023 - 13:26DROPS Design svaraði:
Hei Bodil. Håper du mener 162 masker, og ikke 262 masker :) Etter at du har lagt opp og strikket 4 riller (8 omganger) og strikket A.1 + A.2 1 gang i høyden skal du strikke 3 rett og 3 vrang i 6 cm. Altså 3 rett / 3 vrang strikkes i 6 cm, disse 6 cm kommer i tillegg til det du allerede har strikket. mvh DROPS Design
27.07.2023 - 14:48
Elena skrifaði:
Le spiegazioni dello sprone sono errate e anche gli schemi a3, a4, a5, a6 Cosi come sono messe viene fuori diverso. Io me ne accorgo e so correggere. A partire da dopo il 2 giro d aumenti bisogna fare un ferro tutto a rovescio Questo anche dopo il terzo giro d aumenti. Bisogna correggere anche gli schemi. Grazie
28.05.2023 - 19:56DROPS Design svaraði:
Buonasera Elena, ci può spiegare meglio a quale punto dello sprone sta facendo riferimento? Buon lavoro!
28.05.2023 - 21:01
Undine skrifaði:
Gibt es auch ein Top oder einen Kurzarmpulli in so einem Muster?
26.04.2022 - 17:48DROPS Design svaraði:
Liebe Undine, vielleicht könnte Ihnen dieses Modell gefallen? Oder hier finden Sie alle unsere gestrickte Tops mit einer Rundpasse. Viel Spaß beim stricken!
27.04.2022 - 08:15
Inger D skrifaði:
Er de 4,5 cm i bærestykket inklusiv eller eksklusiv a1 og a2 ?
25.01.2022 - 20:01DROPS Design svaraði:
Hej Inger, ja det er incl A.1 og A.2. God fornøjelse!
27.01.2022 - 10:25
Pirjo skrifaði:
Neulon kokoa M ja silmukoita on 92. A1 ja A2 ohjeen mukaan silmukoita pitäisi tulla 46 lisää. Millä laskukaavalla? Mitä tarkoittaa tekstissä A1 (=2 silmukkaa)? Piirros antaa kuitenkin ymmärtää langankiertoja joka toinen silmukka. Näin silmukoita tulee paljon enemmän. Tuskastuttaa!
27.07.2021 - 07:51DROPS Design svaraði:
Hej, työhön lisätään yhteensä 46 silmukkaa. Langankierrot tehdään aina 2 silmukan välein (piirrosten mukaisesti).
06.10.2021 - 17:06
Mayan Sun#mayansunsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í stroffprjóni á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 213-11 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 88-92-100-108-116-124 lykkjur á hringprjón 4 með Sky. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan þannig: * A.1 (= 2 lykkjur), A.2 (= 2 lykkjur) *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 132-138-150-162-174-186 lykkjur í umferð. Prjónið frá réttu þannig: * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Prjónið svona í 4½-5-5½-6-7-7½ cm. Nú er prjónað þannig: * A.3 (= 3 lykkjur), A.4 (= 3 lykkjur) *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Þegar A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 220-230-250-270-290-310 lykkjur í umferð. Prjónið þannig: * 5 lykkjur slétt, 5 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Prjónið svona í 4½-5-5½-6-7-7½ cm. Nú er prjónað þannig: * A.5 (= 5 lykkjur), A.6 (= 5 lykkjur) *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Þegar A.5 og A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 308-322-350-378-406-434 lykkjur í umferð. Prjónið þannig: * 7 lykkjur slétt, 7 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur. Prjónið svona í 4½-5-5½-6-7-7½ cm. Prjónið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 21-22-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 304-320-348-384-408-432 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 44-47-51-56-61-66 lykkjur slétt (= hálft bakstykki), setjið næstu 64-66-72-80-82-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 88-94-102-112-122-132 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 64-66-72-80-82-84 á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 44-47-51-56-61-66 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-200-220-240-264-288 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er aukin út 1 lykkja hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING = 4 lykkjur fleiri. Aukið svona út með 8 cm millibili alls 4 sinnum = 204-216-236-256-280-304 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-34-34-34-34-34 cm frá skiptingu, prjónið 8 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan af. Peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-66-72-80-82-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum. Byrjið við prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-2½-2-1½-1½ cm millibili alls 11-11-14-17-18-19 sinnum = 48-50-52-54-56-58 lykkjur. Þegar ermin mælist 41-40-39-37-36-34 cm prjónið 8 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan af. Ermin mælist ca 43-42-41-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mayansunsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.