Nelly Gautier skrifaði:
Bonjour Je voudrais faire ce modèle avec une laine fine pouvez vous me conseiller une laine Je suis pourtant expert mais en France nous commençons par le bas est ce possible d avoir le modèle en commençant par le bas J adore votre cite maigre la difficulté des modeles Merci Nelly
09.08.2020 - 10:56
Selam skrifaði:
Hi I am knitting size s and just finished A1 but i do not have 206 sts?
30.01.2020 - 20:57DROPS Design svaraði:
Dear Selam, you are increasing in A.1 (see 3rd symbol = yarn over worked twisted) a total of 15 sts. On the last row in A.1 there are 8+15= 23 sts. You repeat A.1 a total of 9 times in the round: 9x23=207 sts. Happy knitting!
31.01.2020 - 07:20
Delphine Lees skrifaði:
Bonjour,j'ai une interrogation sur la marche a suivre apres la fin de l'empiecement. Les instructions disent: "Continuer en jersey jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 22-24-25-27-29-31 cm depuis le rang de montage du côté le plus court." Je ne comprends pas ou est le cote le plus court puisque le modele a ete tricote en rond sans aller-retours ? Qu'est-ce que j'ai manque ? Merci par avance pour votre aide.
17.01.2020 - 14:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lee, vous devez mesurer depuis le rang de montage, dans le sens du tricot et non pas, ouvrage à plat, à partir de l'épaule, car il y aurait une différence de 3 cm (épaules). Les mesures du schéma vous parleront peut être davantage. Bon tricot!
17.01.2020 - 15:16
GUERIN skrifaði:
Bonjour, Combien de pelotes sont nécessaires pour les modèles Drops (en général) à tricoter s'il vous plait ? Est-ce indiqué sur le site quelque part ? Merci beaucoup
15.01.2020 - 09:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Guerin, la quantité nécessaire pour la réalisation de nos modèles est toujours indiqué au poids pour chaque taille dans l'en-tête, par ex pour ce modèle, je cite: DROPS NEPAL de Garnstudio (appartient au groupe de fils C) 550-600-700-750-850-900 g . Voir aussi ce point de la FAQ. Bon tricot!
15.01.2020 - 09:52
Cécile M skrifaði:
Elégante simplicité, bravo, vivement les explications !
31.07.2019 - 07:30
Irena skrifaði:
Super wzór - prosty, klasyczny. Ponadczasowy. Bardzo proszę o opis!!!
06.07.2019 - 22:06
Claire skrifaði:
Tout sobre et très beau
29.06.2019 - 09:41
AINA MITTET skrifaði:
Bra med en klassisk modell som lätt kan ändras om man vill
12.06.2019 - 20:35
Kerstin skrifaði:
Jättefin modell i kombination med ett tåligt och bra garn.
11.06.2019 - 21:42
JULIE skrifaði:
CLASSIC
09.06.2019 - 22:05
Blue November#bluenovembersweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með blöðruermum úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki. Stærð S-XXXL.
DROPS 205-31 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um berustykki): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 74 lykkjur) og deilið þeim fjölda lykkja sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 12,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftri ca 12. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA-1 (á við um ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir neðst á ermi): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 26) = 2,4. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca 1. og 2. hverja lykkju og 2. og 3. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR (á við um lengd á ermum): Lengdin á ermum er hægt að jafna til eins og útskýrt er í uppskrift, en passið uppá að lengdin á ermum á að vera aðeins lengri en venjulega til að ermin poki aðeins neðst niðri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Berustykki er prjónað í hring á hringprjón þar til stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur síðan áfram í hring á hringprjón. Ermarnar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 70-74-76-82-84-90 lykkjur á hringprjón 4,5 með Nepal. Prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-6-4-6-4-6 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 72-80-80-88-88-96 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið eftir mynsturteikningu þannig: Prjónið A.1 (= 8 lykkjur) alls 9-10-10-11-11-12 sinnum á breidd. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 207-240-250-286-286-312 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5-2-8-0-6-10 lykkjur jafnt yfir = 212-242-258-286-292-322 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 22-24-25-27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti þar sem stykkið er styst. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki í næstu umferð þannig: Setjið fyrstu 44-51-55-58-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi án þess að prjóna þær, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 62-70-74-85-88-99 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-51-55-58-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi án þess að prjóna þær og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 62-70-74-85-88-89 lkkjur sléttprjón (= bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-156-168-190-200-222. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Prjónið sléttprjón hringinn og þegar fram- og bakstykki mælist 3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2 (= alls 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 4-4½-4-4-3½-4½ cm millibili alls 7-6-7-7-8-6 sinnum = 168-180-196-218-232-246 lykkjur. Þegar stykkið mælist 33-33-34-34-34-34 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum þegar stykkið mælist 35-35-36-36-36-36 cm frá skiptingu. ERMI: Setjið 44-51-55-58-58-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum undir ermi = 52-59-65-68-70-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli de 8-8-10-10-12-12 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1! Fækkið lykkjum svona með 10-3-3-3-5-5 cm millibili alls 2-4-4-4-3-3 sinnum = 48-51-57-60-64-68 lykkjur. Þegar ermin mælist 22-21-20-19-17-16 cm frá skiptingu, aukið út um 8 lykkjur þannig: Prjónið * 6-6-7-7-8-8 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 8 sinnum og endið með 0-3-1-4-0-4 lykkjur slétt = 56-59-65-68-72-76 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt! Þegar ermin mælist 24-23-22-21-19-18 cm frá skiptingu, aukið út þannig: Prjónið * 7-7-8-8-9-9 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 8 sinnum og endið með 0-3-1-4-0-4 lykkjur slétt = 64-67-73-76-80-84 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-37-36-34-32-31 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli – sjá LEIÐBEININGAR). ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Í næstu umferð er fækkað um 26-29-33-34-36-40 lykkjur jafnt yfir sjá ÚRTAKA-2! Nú eru 38-38-40-42-44-44 lykkjur eftir á ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5 og prjónið GARÐAPRJÓN hringinn í 5 cm – sjá útskýringu að ofan. Ermin mælist 43-42-41-39-37-36 cm frá skiptingu. Fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluenovembersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.