Francesca skrifaði:
Vorrei sapere se esiste il modello per la realizzazione all'uncinetto. Grazie
07.02.2020 - 10:07DROPS Design svaraði:
Buongiorno Francesca. Questo modello è disponibile solo per ferri. Nei nostri cataloghi ci sono molti modelli all’uncinetto. A questo link trova una selezione di cardigan tra cui ci auguriamo possa trovare un modello di suo gradimento. Buon lavoro!
07.02.2020 - 12:07
Els Van Ettinger skrifaði:
Kan dit patroon ook op tweevnaalden gebreid worden
05.01.2020 - 22:11DROPS Design svaraði:
Dag Els,
We hebben een instructie op de site staan waarin wordt uitgelegd hoe je een patroon aan kunt passen zodat je deze met rechte naalden kunt breien. Deze vindt je hier
08.01.2020 - 10:04
Susan Hicks skrifaði:
I love the different pattern interest and the shape is perfect for me.
13.07.2019 - 10:26
Marion skrifaði:
Sehr schönes Modell. Ich würde es gerne stricken.
11.06.2019 - 09:47
Katherine skrifaði:
I would love this for an everyday sweater. I like that it flairs at the hem, that the pattern changes halfway down the length of it including the sleeves. And if you know me by now - it's v-neck, opens down the front and the hem is long. Very Pretty.
08.06.2019 - 07:14
Giuseppina Grasso skrifaði:
Lo trovo molto elegante
05.06.2019 - 22:19
Whiteout Jacket#whiteoutjacket |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með opnu garðaprjóni, fölsku klukkuprjóni og v-hálsmáli úr DROPS Andes. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-44 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (= falskt klukkuprjón) og A.2. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MÆLING: Öll mál á lengdina eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi, annars kemur peysan til með að verða of síð miðað við mál á teikningu þegar flíkin er mátuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan þegar flíkin er mátuð. 1 hnappagat = byrjið frá réttu og prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman, sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 6, 14, 23 og 32 cm M: 6, 15, 24 og 33 cm L: 6, 16, 25 og 34 cm XL: 6, 15, 25 og 35 cm XXL: 6, 16, 26 og 36 cm XXXL: 7, 17, 27 og 37 cm ÚRTAKA (á við um hálsmál að framan): Fækkið lykkjum á hægra framstykki þannig: Prjónið 5 lykkjur garðaprjón, takið uppsláttinn og sléttu lykkjuna af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið næstu lykkju eins og útskýrt er í mynstri (þ.e.a.s. prjónið annað hvort brugðið eða «prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman», lyftið síðan uppslættinum og sléttu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð/lykkjurnar sem prjónaðar voru saman, prjónið út umferðina. ATH! Það á alltaf að vera 1 klukkuprjóns lykkja við kant að framan. Fækkið lykkjum á vinstra framstykki þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 3 næstu lykkju slétt saman, prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. ATH! Það á alltaf að vera 1 klukkuprjóns lykkja við kant að framan. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum, neðan frá og upp og saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. ATH! Þegar lykkjum fækkar/fjölgar í fölsku klukkuprjóni, er uppslátturinn alltaf talinn + lykkja sem lyft var yfir sem 1 lykkja. BAKSTYKKI: Fitjið upp 72-78-81-90-96-105 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 10 með Andes. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman *, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni = 49-53-55-61-65-71 lykkjur. Prjónið síðan frá röngu þannig (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri): Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, A.1 þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm – SJÁ MÆLING, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (haldið áfram með 1 kantlykkju í hvorri hlið). Prjónið síðan eftir A.2. Prjónið A.2 þar til stykkið mælist ca 31-31-31-34-34-34 cm (stillið af eftir heila mynstureiningu af A.2). Nú er prjónuð 1 umferð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan A.1, fyrsta umferð er prjónuð frá röngu og mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm, fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg = 43-47-49-55-59-65 lykkjur. Haldið áfram með A.1. Þegar stykkið mælist 44-46-46-48-50-50 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. Síðan er prjónað eftir A.2. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir miðju 19-19-21-21-23-23 lykkjur. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, fellið af fyrir hálsmáli þannig: Fellið af miðju 9-9-11-11-13-13 lykkjur og prjónið hvora öxl til loka fyrir sig = 17-19-19-22-23-26 eftir á hvorri öxl. Haldið áfram með 5 lykkjur garðaprjón við háls og fölsku klukkuprjóni eins og áður. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 40-43-46-49-52-58 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 10 með Andes. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðiðr saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni = 29-31-33-35-37-41 lykkjur. Prjónið síðan frá röngu þannig (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju garðaprjón/5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu. Haldið svona áfram með mynstur, þegar stykkið mælist 6-6-6-6-6-7 cm fellið af fyrir fyrsta HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.2 þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 31-31-31-34-34-34 cm (stillið af eftir heila mynstureiningu af A.2), prjónið 1 umferð þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan A.1 (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu) og mynstur byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni/5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu. Haldið áfram með þetta mynstur JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm byrjar úrtaka fyrir hálsmáli, lykkjum er fækkað innan við 5 lykkjum garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum með 3½-3½-3-3½-3-3 cm millibili alls 9-9-11-10-11-12 sinnum. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm, fellið af 3 lykkjur í byrjun á umferð frá röngu fyrir handveg. Eftir allar úrtökur fyrir hálsmáli og handveg eru 17-19-19-22-23-26 lykkjur í umferð. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm, fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 40-43-46-49-52-58 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 10 með Andes. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðnar saman *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 5 kantlykkjum í garðaprjóni = 29-31-33-35-37-41 lykkjur. Prjónið síðan frá röngu þannig (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju garðaprjón/5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu. Haldið svona áfram með mynstur og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, en gagnstætt. Ekki fella af fyrir hnappagötum. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 39-42-42-45-45-48 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 10 með Andes. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni = 27-29-29-31-31-33 lykkjur. Prjónið síðan frá röngu þannig (mynsturteikning er lesin frá vinstri til hægri): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.1 þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Þ.e.a.s. mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur (haldið áfram með 1 kantlykkju í hvorri hlið). Prjónið síðan eftir A.2. Haldið áfram með þetta mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12 cm byrja útaukninga í hlið á ermi. Aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni, aukið út með 9-8-8-7½-7½-7½ cm millibili alls 5 sinnum = 37-39-39-41-41-43 lykkjur. Lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar prjónaðar hafa verið 2 mynstureiningar af A.2, prjónið 1 umferð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið síðan A.1 (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu) og mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki, séð frá réttu (eins og áður). Þegar stykkið mælist 41-40-40-38-38-37 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. Prjónið síðan eftir A.2. Þegar stykkið mælist 49-48-48-46-45-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í og saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt í ystu lykkjubogana á garðaprjóni. Saumið tölur í. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whiteoutjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-44
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.