Shirley Jolie skrifaði:
Love the pattern
10.09.2024 - 13:54
Sidsel skrifaði:
Kan jeg kjøpe oppskrift på papir ? Jeg har ikke skriver …….
15.11.2023 - 10:10DROPS Design svaraði:
Hej Sidsel, spørg hos din DROPS forhandler, eller så ved vi at man kan få biblioteket til at skrive ud, hvis du ikke vil læse opskriften direkte på din mobil eller dator :)
16.11.2023 - 14:21
Wilmo skrifaði:
Bonjour chère équipe de DROPS, lorsque je fais les boutonnières, dois-je tricoter les 2 mailles ensemble et faire un jeté sur un rang envers? ou sur un rang endroit? merci.
05.06.2021 - 20:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Wilmo, ouvrez les boutonnières sur l'endroit, et tricotez la 3ème et la 4ème maille à partir du bord = de A.4 (= 1 m end + 1 m env) ensemble à l'endroit et faites 1 jeté. Bon tricot!
07.06.2021 - 07:18
Ulla Heyn skrifaði:
Hej ! Skulle vilja sticka denna kofta i ett något tunnare garn. ex. Drops puna ,brun. Kan man göra det ?? ex. genom att sticka en storlek större ??
07.02.2021 - 16:18DROPS Design svaraði:
Hei Ulla. Ved å bruke et tynnere garn vil ikke strikkefastheten eller målene stemme, så det anbefales ikke. Men om du føler deg komfortabel med å regne om strikkefastheten, målene osv, kan du jo prøve. mvh DROPS design
08.02.2021 - 14:00
Marie-Laure skrifaði:
Bonjour, Je cherche un modèle simple de cardigan tricot col plutôt rond et taille légèrement cintrée. Laine Air ou autre. Je peine à trouver. Pourriez-vous svp me suggérer 1-2 modèles ou me dire comment je peux réaliser les diminutions et augmentations (nombres et à quelle hauteur) pour un effet légèrement cintré sur d'autres modèles (taille M/L) ? Avec mes remerciements et cordiales salutations Marie-Laure
06.02.2021 - 13:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Laure, vous trouverez ici tous nos modèles de gilets avec taille ajustée/cintré - tricotés dans une laine du groupe C - Bon tricot!
08.02.2021 - 08:24
Jo Kramer skrifaði:
Hi this is the second drops pattern that i am attempting to knit and i am a bit confused why i am using a circular needle, and after casting on it says purl 1 row from the wrong side, and i have no idea how to do this as after casting on you are then about to commencing on the right side so how do you starting knitting on wrong side, can this jumper be knitted on normal needles not a circular as i dont undertand the circular sense thanks heaps jo.
21.07.2020 - 14:16DROPS Design svaraði:
Hi Jo, We recommend use of circular needle as there are so many stitches that they can fall off a straight needle. You can work back and forth with circular needle by turning at the end of the row and working back from the wrong side. Happy knitting!
22.07.2020 - 07:20
Charlotte skrifaði:
Bonjour, J'aimerais faire ce modèle en coton, mais le convertisseur m'indique 800g de Drops Paris. Mon gilet ne va-t-il pas être trop lourd ? Pensez-vous que c'est possible de le faire avec ce type de fil ? Merci !
21.05.2020 - 19:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Charlotte, il est tout à fait normal que la quantité soit différente car le métrage de Paris est plus court que celui de Air - vous trouverez ici d'autres modèles de gilets et de vestes tricotés en Paris pour vous donner une idée. Bon tricot!
22.05.2020 - 09:50
Daniela skrifaði:
Hello at Garn Studio andthank you for all your lovely free patterns. My question about the weaving memory jacket is this: For the back piece there is no mention of stripe 9 even if it is a part of the textured pattern. So my first question is do I include stripe 9 or not for the back piece? What about the front pieces ? Here the directions talk about "all stripes" - is stripe 9 inlcuded here? Thank you ahead of time!
28.03.2020 - 09:53DROPS Design svaraði:
Dear Daniela, yes sure, when stripe-8 has been worked, continue with stripe-9 as explained = 2 rows with stocking stitch, ie on back piece, work 1 row casting off the middle stitches for neck, and 1 row back, then knit 1 ridge over all stitches. Happy knitting!
30.03.2020 - 09:24
Monica Robert skrifaði:
A1. Stickar man en rad räta, en rad aviga och en rad räta först. ( för att få tre rader räta) Sedan en rad aviga. Sedan en rad räta och en rad aviga (för att få två rader räta) och sedan en rad aviga osv
14.01.2020 - 00:43DROPS Design svaraði:
Hej A.1 stickas så här: första varvet räta, andra varvet aviga, tredje varvet räta, fjärde varet räta, femte varvet räta, sjätte varet aviga, sjunde varvet aviga osv Lycka till!
29.01.2020 - 11:14
Monica Robert skrifaði:
A1. doit in faire un rang droit, un rang envers et un rang droit pour avoir 3 rangs droit. Et ensuite un rang envers. Et ensuite?
14.01.2020 - 00:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Robert, tricotez comme indiqué dans la légende, 1er rang de A.1 = sur l'endroit, donc R1 = à l'end, R2 = à l'env, R3 = à l'end, R4= à l'end, R5 = à l'end, etc.. Un carré blanc se tricote à l'endroit sur l'endroit et à l'enver sur l'envers (= jersey endroit) et un tiret se tricote en jersey envers = à l'envers sur l'endroit et à l'endroit sur l'envers. Bon tricot!
14.01.2020 - 08:22
Weaving Memories Jacket#weavingmemoriesjacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-36 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÁFERÐAMYNSTUR: Það eru prjónaðar rendur með áferðamynstri. Á bakstykki er kantlykkjan prjónuð í garðaprjóni í hvorri hlið til loka. Á framstykki er kantlykkjan í hlið prjónuð í garðaprjóni og 8 kantlykkjur að framan við miðju að framan eru prjónaðar í A.4/A.5 til loka. Prjónið þannig: RÖND 1: Prjónið A.1. RÖND 2: Prjónið A.2 í 7-8-8-9-9-9 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. RÖND 3: Prjónið A.1. RÖND 4: Prjónið A.3 í 8-8-8-8-10-10 cm – stillið af að endað sé eftir 4. eða 8. umferð í mynsturteikningu. RÖND 5: Prjónið A.1. RÖND 6: Prjónið A.2 í 7-8-8-9-9-9 cm – stillið af að endað sé eftir 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. RÖND 7: Prjónið A.1. RÖND 8: Prjónið A.3 í 6-6-8-8-8-10 cm – stillið af að endað sé eftir 4. eða 8. umferð í mynstri. RÖND 9: Prjónið 2 umferðir sléttprjón. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 95 lykkjur), mínus 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið (= 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjufjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 15) = 6,2. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman og ekki er lykkjum fækkað yfir kantlykkjur í garðaprjóni. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 32 lykkjur) mínus kantlykkjur í hvorri hlið (= 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 3,8. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt = gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: ATH: Fellið af fyrir síðasta hnappagatinu í kanti í hálsmáli. S: 4, 11, 18, 25, 32, 39 og 46 cm M: 3, 11, 18, 26, 33, 41 og 48 cm L: 3, 11, 18, 26, 33, 41 og 48 cm XL: 2, 10, 18, 26, 34, 42 og 50 cm XXL: 4, 12, 20, 28, 36, 44 og 52 cm XXXL: 4, 12, 20, 28, 36, 44 og 52 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum og saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 95-103-117-123-131-143 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú ÁFERÐAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 15-17-19-19-21-23 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 80-86-98-104-110-120 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 80-86-92-98-98-108 lykkjur. Í stærð S og M eru lykkjur ekki felldar af, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. Þegar 8. röndin hefur verið prjónuð til loka mælist stykkið ca 48-50-52-54-56-58 cm. Fellið af miðju 24-24-24-26-26-26 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 27-30-33-35-35-40 lykkjur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 55-59-67-71-75-81 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (1. Umferð = rétta): Prjónið A.4 yfir fyrstu 8 lykkjur (= kantur að framan), prjónið (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT á kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú áferðamynstur á sama hátt og á bakstykki, en prjónið A.4 yfir fyrstu 8 kantlykkjur að framan í byrjun á umferð og prjónið 1 kantlykkju garðaprjón að hlið, þ.e.a.s. í lok umferðar séð frá réttu. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 7-8-10-11-12-12 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir 8 kantlykkjur að framan og kantlykkju í garðaprjóni) = 48-51-57-60-63-69 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur. Í byrjun á næstu umferð frá röngu (þ.e.a.s. frá hlið á stykki) = 48-51-54-57-57-63 lykkjur. Í stærð S og M eru ekki lykkjur felldar af, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 44-46-46-48-50-50 cm, prjónið áfram frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 15-15-15-16-16-17 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli og prjónið áferðamynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur, 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 27-30-33-35-35-40 lykkjur fyrir öxl. Þegar allar rendur með áferðamynstri hafa verið prjónaðar til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 55-59-67-71-75-81 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig (1. umferð = rétta): 1 kantlykkja garðaprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, A.5 yfir síðustu 8 lykkjur 8 (= kantur að framan). Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið nú áferðamynstur á sama hátt og á bakstykki og hægra framstykki, en prjónið 1 kantlykkju garðaprjón í byrjun á umferð (séð frá réttu) og prjónið A.5 yfir síðustu 8 kantlykkjur að framan í lok umferðar (séð frá réttu (en ekki yfir 8 kantlykkjur að framan og kantlykkju í garðaprjóni) = 48-51-57-60-63-69 lykkjur. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fellið af 0-0-3-3-6-6 lykkjur í byrjun á næstu umferð frá réttu (þ.e.a.s. frá hlið á stykki) = 48-51-54-57-57-63 lykkjur. Í stærð S og M eru ekki lykkjur felldar af, en til að merkja handveg er sett eitt prjónamerki í hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 44-46-46-48-50-50 cm, prjónið áfram frá röngu þannig: Prjónið fyrstu 15-15-15-16-16-17 lykkjur áður en þær eru settar á þráð fyrir hálsmáli og prjónið áferðamynstur eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur, 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 27-30-33-35-35-40 lykkjur fyrir öxl. Þegar allar rendur með áferðamynstri hafa verið prjónaðar til loka á hæðina, prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. Stykkið mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 32-34-36-36-38-40 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff fram og til baka þannig: 1 kantlykkja garðaprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 4 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið A.1 með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, jafnframt er aukið út um 8 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – sjá ÚTAUKNING-1 = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið með A.2 og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 9-11-11-11-11-7 cm aukið út 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með ca 3-2½-2½-2-2-2 cm millibili alls 13-14-14-16-16-17 sinnum = 66-70-72-76-78-82 lykkjur. Þegar stykkið mælist 50-49-48-47-48-46 cm fellið af. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn þannig að það verða 4 umferðir garðaprjón mitt uppi á öxl – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og saumið innan við affellingarkantinn á ermum. Í stærð S og M merkja prjónamerki sem sett voru í hvora hlið hvar handvegurinn byrjar. Í stærð L, XL, XXL og XXXL eru lykkjur felldar af fyrir handveg í hvorri hlið. Saumið saum undir ermum og síðan niður meðfram hliðarsaum. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu með Air og stuttum hringprjón 4,5 og prjónið upp ca 91-105 lykkjur í kringum hálsmál meðtaldar lykkjur af þræði. ATH: Það verður að prjóna upp lykkjufjölda með oddatölu til að stroffið gangi jafnt upp alla leiðina. UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið A.5 yfir fyrstu 8 lykkjur í umferð, prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið A.4 yfir síðustu 8 lykkjur. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið A.4 yfir fyrstu 8 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 yfir síðustu 8 lykkjur. Prjónið nú stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með A.4 og A.5 í hvorri hlið. Stillið af að stroffið gangi jafnt upp alla leiðina (með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir kanta að framan). Munið að fella af fyrir síðasta hnappagatinu á hægri kanti að framan. Þegar stroffið mælist 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu, prjónið nú 1 umferð slétt yfir þessar lykkjur. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #weavingmemoriesjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.