Mermaid Wrap#mermaidwrap |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónað sjal í garðaprjóni með stuttum umferðum úr 1 þræði DROPS Delight og 1 þræði DROPS Kid-Silk.
DROPS 203-15 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu og sýnir hvernig fækka á lykkjum í mismunandi mynstureiningum. ÚRTAKA-1: Prjónið mynsturteikningu A.1 yfir fyrstu lykkjurnar í umferð (séð frá réttu). Endurtakið A.1 á hæðina alls 8 sinnum (= 24 lykkjur færri í mynstureiningu). Nú eru prjónaðar stuttar umferðir og garðaprjón þar til öll mynsturteikingin hefur verið prjónuð til loka. Í hvert skipti sem byrjað er á nýrri mynstureiningu með stuttum umferðum byrjar úrtaka á ný. Þ.e.a.s. fækkað er um 24 lykkjur í hverri og einni af fyrstu 3 mynstureiningum. ÚRTAKA-2: Prjónið mynsturteikingu A.2 yfir fyrstu lykkjurnar í umferð (séð frá réttu). Endurtakið A.2 á hæðina alls 4 sinnum, síðan eru fyrstu 6 umferðirnar í mynsturteikningu prjónaðar (= 13 lykkjur færri í mynstureiningu). Prjónið nú stuttar umferðir og garðaprjón þar til öll mynstureiningin hefur verið prjónuð til loka. Í hvert skipti sem byrjað er á nýrri einingu með stuttum umferðum byrjar úrtaka á ný. Þ.e.a.s. fækkað er um 13 lykkjur í hverri og einni af síðustu 2 mynstureiningum á sjalinu. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að það myndist stórt gat þegar stykkinu er snúið við í stuttu umferðunum verður að herða á þræðinum áður en prjónað er áfram. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í 5 mynstureiningum með stuttum umferðum. Prjónað er frá efst á sjali og niður að neðri kanti á sjali. SJAL: Fitjið upp 272 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Delight og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. EINING 1: Prjónið stuttar umferðir eins og útskýrt er að neðan og fækkið jafnframt lykkjum innan við 2 lykkjur garðaprjón í byrjun á umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA-1 og sjá mynsturteikningu A.1! Prjónið stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið – sjá LEIÐBEININGAR! UMFERÐ 4: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 5: Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 7 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu, snúið. UMFERÐ 6: Prjónið sléttar lykkjur til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram og prjónið þar til eftir eru 7 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu 4 sinnum til viðbótar (= alls 5 sinnum), síðan er prjónað áfram þar til eftir eru 8 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu alls 25 sinnum. Þegar allar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka hafa verið prjónaðar 64 umferðir garðaprjón og það hefur verið fækkað um 24 lykkjur í þessari einingu = 248 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka. Eining 1 er nú lokið og prjónaðar hafa verið 66 umferðir garðaprjón. EINING 2: Prjónið stuttar umferðir eins og útskýrt er að neðan og fækkið jafnframt lykkjum innan við 2 lykkjur garðaprjón í byrjun á umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA-1 og sjá mynsturteikningu A.1! Prjónið stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið – sjá LEIÐBEININGAR! UMFERÐ 4: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 5: Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 7 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu, snúið. UMFERÐ 6: Prjónið sléttar lykkjur til baka. Haldið svona áfram og prjónið þar til eftir eru 7 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu 28 sinnum til viðbótar (= alls 29 sinnum), síðan er prjónað áfram þar til eftir eru 8 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu alls 1 sinni. Þegar allar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka hafa verið prjónaðar 64 umferðir garðaprjón og það hefur verið fækkað um 24 lykkjur í þessari einingu = 224 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka. Eining 2 er nú lokið og prjónaðar hafa verið 66 umferðir garðaprjón. EINING 3: Prjónið stuttar umferðir eins og útskýrt er að neðan og fækkið jafnframt lykkjum innan við 2 lykkjur garðaprjón í byrjun á umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA-1 og sjá mynsturteikningu A.1! Prjónið stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið – sjá LEIÐBEININGAR! UMFERÐ 4: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 5: Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 6 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu, snúið. UMFERÐ 6: Prjónið sléttar lykkjur til baka. Haldið svona áfram og prjónið þar til eftir eru 6 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu 21 sinni til viðbótar (= alls 22 sinnum), síðan er prjónað áfram þar til eftir eru 7 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu alls 8 sinnum. Þegar allar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka hafa verið prjónaðar 64 umferðir garðaprjón og það hefur verið fækkað um 24 lykkjur í þessari einingu = 200 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka. Eining 3 er nú lokið og prjónaðar hafa verið 66 umferðir garðaprjón. EINING 4: Prjónið stuttar umferðir eins og útskýrt er að neðan og fækkið jafnframt lykkjum innan við 2 lykkjur garðaprjón í byrjun á umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA-2 og sjá mynsturteikningu A.2! Prjónið stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið – sjá LEIÐBEININGAR! UMFERÐ 4: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 5: Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 5 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu, snúið. UMFERÐ 6: Prjónið sléttar lykkjur til baka. Haldið svona áfram og prjónið þar til eftir eru 5 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu 3 sinnum til viðbótar (= alls 4 sinnum), síðan er prjónað áfram þar til eftir eru 6 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu alls 26 sinnum. Þegar allar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka hafa verið prjónaðar 64 umferðir garðaprjón og það hefur verið fækkað um 13 lykkjur í þessari einingu = 187 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka. Eining 4 er nú lokið og prjónaðar hafa verið 66 umferðir garðaprjón. EINING 6: Prjónið stuttar umferðir eins og útskýrt er að neðan og fækkið jafnframt lykkjum innan við 2 lykkjur garðaprjón í byrjun á umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA-1 og sjá mynsturteikningu A.2! Prjónið stuttar umferðir þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið – sjá LEIÐBEININGAR! UMFERÐ 4: Prjónið sléttar lykkjur til baka. UMFERÐ 5: Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 5 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu, snúið. UMFERÐ 6: Prjónið sléttar lykkjur til baka. Haldið svona áfram og prjónið þar til eftir eru 5 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu 16 sinnum til viðbótar (= alls 17 sinnum), síðan er prjónað áfram þar til eftir eru 6 lykkjur fleiri en frá fyrri umferð frá réttu alls 13 sinnum. Þegar allar stuttu umferðirnar hafa verið prjónaðar til loka hafa verið prjónaðar 64 umferðir garðaprjón og það hefur verið fækkað um 13 lykkjur í þessari einingu = 174 lykkjur í umferð. Prjónið sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið sléttar lykkjur til baka. Eining 5 er nú lokið og prjónaðar hafa verið 66 umferðir garðaprjón. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur, fellið af með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 5. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mermaidwrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 203-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.