Jeannine Bourgeois skrifaði:
Bonjour, J'aurais voulu savoir à quel endroit de l'ouvrage on tricote le motif A2. Il n'est apparemment pas mentionné dans les explications.
25.03.2025 - 18:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bourgeois, A.2 se tricote à la fin des manches, je cite: Continuer avec les aiguilles doubles pointes 3,5 et tricoter A.2 en rond . Il permet de "terminer" le motif torsadé de A.1 et de continuer en côtes. Bon tricot!
26.03.2025 - 08:05
Lesley skrifaði:
Thank you for answering my question. But I have a follow up. I have carefully followed these instructions and end up with 2 stitches left over before the last instruction, regarding the 5 stitch band. The total of stitches for the pattern is 102, but the c/o instructions is 104. What do I do with the 2 extra? Thanks.
25.02.2025 - 18:23DROPS Design svaraði:
Dear Lesley, here is an overview on how to work 1st row over 104 sts: 5 front band sts, 2 sts in stocking stitch, A.1A (= 6 sts), 6 sts in stocking stitch, (1 yarn over), A.1A, (1 yarn over), 6 sts in stocking stitch, (1 yarn over), A.1A, (1 yarn over), 30 sts in stocking stitch, (1 yarn over), A.1A, (1 yarn over), 6 sts in stocking stitch, (1 yarn over), A.1A, (1 yarn over), 6 sts in stocking stitch, A.1A, 2 sts in stocking stitch, 5 front band sts = 5+2+6+6+6+6+6+30+6+6+6+6+6+2+5=104 sts (+8 yarn overs). Hope this can help. Happy knitting!
26.02.2025 - 11:22
Lesley skrifaði:
The diagram for A1A says it covers 6 stitches, but if I p2, s1, work 2, p2 that makes 7. What does "work 2 stitches in next stitch" mean if not k2tog? I'm confused. Thanks
25.02.2025 - 01:15DROPS Design svaraði:
Hi Lesley, The blacked out squares have no stitch, so the first row in A.1A is worked across 6 stitches: P2, slip 1 stitch, knit 2 stitches in the next stitch (knit 1 in both the front and back loops), pass the slipped stitch over these 2 stitches, P2. Hope this helps and happy knitting!
25.02.2025 - 06:57
Nicole skrifaði:
Je souhaiterais savoir où s\'effectue le diagramme A2 sur le modèle ,\r\nMerci
18.05.2023 - 13:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Nicole, on tricote A.2 en bas des manches. Bon tricot!
19.05.2023 - 08:07
Caroline skrifaði:
Je me questionne sur la transition entre l’empiecement et le dos/devant. Si j’arrête après un rang comme le 1er ou le 5ème de A.1B. = rang endroit. Le rang suivant devrait être envers. Mais ensuite on dit … au rang suivant sur l’endroit…. (On met les mailles des manches en attente) Donc entre les 2 est-ce que je fais un rang envers, avec les aug. du raglan en jersey et continue A1b ?
30.04.2023 - 18:29
Marie skrifaði:
Just sent a question (had not started the pattern but was just reading the charts) and now realize my error. So please ignore my question
27.10.2022 - 18:18
Marie skrifaði:
I’m having trouble with the A2 chart. After the last row (16th) there are 8 stitches . Then when repeating the chart and starting again at row 1 the pattern is knitted over 9 stitches with 3 stitches in the centre instead of 2. Should this be “slip 1 st, knit 2 st in next st, pass slipped stitch over” instead of “slip 1 st, k 2 st, pass slipped stitch over” ?
27.10.2022 - 18:13DROPS Design svaraði:
Dear Marie, after the 6th row you work the stitches as they appears, ie you knit over knit and purl over purl (ribbing K2, P2 all the round) and continue like this to the end of diagram and longer if required, but the first 5 rows are worked only one time. Happy knitting!
28.10.2022 - 09:44
Maureen Thomas skrifaði:
Please can you help me. How can I alter the pattern to produce a slightly lower (more scooped) neckline at the front?
30.09.2022 - 16:08DROPS Design svaraði:
Dear Maureen, we don't make custom patterns. You could check out other jackets worked with Merino ExtraFine in our collection and see if there is a neckline which fits your idea. Happy knitting!
02.10.2022 - 23:37
Carol McMillan skrifaði:
Is the bottom ribbing done with the larger or smaller needle?
09.05.2022 - 16:23DROPS Design svaraði:
Dear Carol, the bottom ribbing is worked with the 3.5mm needle, as indicated in the pattern. Happy knitting!
09.05.2022 - 19:42
Paula skrifaði:
He hecho esta preciosa chaqueta y es una maravilla, sienta muy bien y es cómoda.
13.02.2022 - 13:01
Sweet Iris Jacket#sweetirisjacket |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með fölskum köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-51 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig (aukið er út hvoru megin við 4 miðju einingarnar af A.1, ekki er aukið út við A.1 í hvorri hlið við kanta að framan): Prjónið fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að EKKI myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Alls eru 8 lykkjur auknar út í hverri útauknings umferð. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Lykkjufjöldinn í A.1 skiptist á milli 6 og 7 lykkja, en lykkjur eru alltaf taldar sem 6 lykkjur. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-6-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8-8-8-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-104-120-120-136-136 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroffi í 4 cm, munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Endið með umferð frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4. BERUSTYKKI: Prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 kantlykkjur garðaprjón, 2 lykkjur sléttprjón, A.1A (= 6 lykkjur), 6-6-10-10-14-14 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1A, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1A, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 30-30-38-38-46-46 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1A, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1A, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 6-6-10-10-14-14 lykkjur sléttprjón, A.1A, 2 lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur garðaprjón. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, það eiga ekki að myndast göt (fyrsta útaukning fyrir laskalínu er nú lokið). Prjónið síðan sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni og 6 mynstureiningar af A.1. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til aukið hefur verið út alls 25-29-29-34-35-41 sinnum hvoru megin við 4 miðju mynstureiningar af A.1. Þegar A.1A hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.1B endurtekið. Eftir síðustu útaukningu eru 304-336-352-392-416-464 lykkjur í umferð. Prjónið áfram án útaukninga þar til stykkið mælist 22-24-25-28-31-33 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan, haldið áfram með mynstur eins og áður, endið með 1. eða 5. umferð í A.1B. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Haldið áfram í garðaprjóni yfir kantlykkjur og mynstur eins og áður yfir ystu mynstureiningu A.1B í hvorri hlið, prjónið nú sléttprjón yfir 4 miðju mynstureiningar af A.1B. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 47-51-55-60-65-71 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 62-70-70-80-82-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 86-94-102-112-122-134 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 62-70-70-80-82-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 47-51-55-60-68-71 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 192-208-228-248-272-296 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu. Haldið áfram í sléttprjóni, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og A.1 við miðju að framan (= þar sem áður var prjónað A.1 í skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma, prjónið nú sléttprjón). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp (bakstykki = 92-100-110-120-132-144 lykkjur, framstykki = 50-54-59-64-70-76 lykkjur). Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 5 cm millibili alls 6 sinnum = 216-232-252-272-296-320 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 38-38-39-38-37-37 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 44-48-52-56-60-64 lykkjur jafnt yfir = 260-280-304-328-356-384 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 5 kantlykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 2 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ERMI: Setjið 62-70-70-80-82-94 lykkjur af þræði frá annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 68-76-78-88-92-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5-5-4-2½-1½-1½ cm millibili alls 7-7-8-13-15-16 sinnum = 54-62-62-62-62-72 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 36-35-34-32-29-28 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-1-1-1-1-0 lykkjur jafnt yfir = 54-63-63-63-63-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið A.2 hringinn (= 6-7-7-7-7-8 mynstureiningar með 9 lykkjum, eftir 6. umferð í A.2 eru 48-56-56-56-56-64 lykkjur í umferð). Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með sokkaprjón 4. Ermin mælist ca 42-41-40-38-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetirisjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-51
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.