Marie Leman skrifaði:
I halsringningen i texten står det att man ökar med stolpar. När man tittar på A4 är ökningen i kanten dubbelstolpar. Så vilket ska det vara? Vanliga stolpar eller dubbelstolpar?
18.03.2025 - 08:24DROPS Design svaraði:
Hei Marie. Øk med 1 stav totalt x ganger, deretter økes det masker (som vist i A.4 / A.5 - dobbeltstav) totalt x ganger. mvh DROPS Design
24.03.2025 - 09:19
Jennifer skrifaði:
Die ersten drei Zunahmen für den Halsausschnitt der Vorderteile finden die nur in den Hinreihen statt oder in jeder Reihe?
05.01.2025 - 11:41DROPS Design svaraði:
Liebe Jennifer, diese Zunahmen werden in jeder Reihe bearbeitet. Viel Spaß beim Häkeln!
06.01.2025 - 10:08
Rita skrifaði:
Liebes Dropsteam Muss ich bei dem rechten Vorderteil Gr. S die vorletzte und letzte Masche verdoppeln? Wenden und gleich am Anfang der nächsten Reihe mit A. 4 beginnen. Und immer am Reihenende und gleich beim Reihenanfang A. 4 häkeln. Hab ich so probiert sind aber zu viele Abnahmen der Ausschnitt fällt gleich nach links rüber.
04.10.2024 - 22:50DROPS Design svaraði:
Liebe Rita, so stimmt es, Sie werden insgesamt 40 Maschen zunehmen (2 Mal 1 Stab + 19 Mal 2 Stäbchen - genauso wie bei A.4 gezeigt; so sind es 17+40 (Halsausschnitt)+3 (Armloch) -4 (Armloch) = 56 Stäbchen. Viel Spaß beim Häkeln!
07.10.2024 - 07:26
Miri skrifaði:
Sorry, 19+10+18 = 47 🤦🏽♀️
22.09.2024 - 12:32
Miri skrifaði:
Wen ich 21 Maschen aufnehme und dann in der ersten Reihe 17 Stäbchen habe, 2 Stäbchen aufnehmen (=19) am Halsausschnitt jede zweite Reihe 1 und die andere Reihe 2 Stäbchen aufnehme (= 19+10+18 = 48) und am Armausschnitt einamal 3 Stäbchen aufnehme und 4 abnehmen kommr ich in der Summe doch auf 46, nicht 56… wo ist mein Fehler?
22.09.2024 - 11:20DROPS Design svaraði:
Liebe Miri, es waren (in S) 17 Stäbchen, dann wird es für den Halsausschnitt zuerst 1 Stäbchen 2 Mal und 2 Stäbchen 19 Mal (2+38=40 zugenommen); dann für den Armausschnitt 3 M = 17+40+3=60 M dann wird man 1 Stäbchen 4 Mal für Hals abnehmen= 60-4=56 Stäbchen übrig. Viel Spaß beim Häkeln!
23.09.2024 - 08:22
Alegría skrifaði:
No entiendo por qué dice de usar 2 hilos de 6m, el cordón queda excesivamente largo y se le pueden múltiples vueltas alrededor del cuerpo, seguí las instrucciones tal cual, retorcí los hilos juntos y los doblé por la mitad pero no tiene sentido lo largos que queda, es un error?
04.08.2024 - 14:07DROPS Design svaraði:
Hola Alegría, puedes ver en las fotos que el cordón es bastante largo; el nudo es muy grande y quedan unos extremos largos. Es la intención, que quede largo y caído. Pero si prefieres puedes hacer un cordón más corto.
05.08.2024 - 23:17
Gardelle skrifaði:
La laine Belle n’est pas facile à crocheter, elle se dédouble en permanence, ?
04.08.2024 - 12:49
Annette skrifaði:
Hallo Liebes Dropsteam, Vorderteil: Ich habe 17 Stäbchen und nehme 2 Stäbchen nach ZUNAHMETIPP auf =19. In A.4 häkle ich in das letzte Stäbchen ein Stäbchen und 2 Doppelstäbchen (+2), dann wende ich und häkle zum Anfang 4 luftmaschen und anschließend 2 Doppelstäbchen in den Luftmaschenring und 2 Stäbchen in das nächste Doppelstäbchen (+3)? Verstehe ich das richtig? Wenn ich A.4 2 mal häkle, habe ich am Ende 19+20=39 Stäbchen. Laut Anleitung sollen es 40 sein. Wo fehlt eine? LG
13.07.2024 - 11:17DROPS Design svaraði:
Liebe Annette, Sie nehmen zuerst 2 Stäbchen zu, dann nehmen Sie in A.4 jeweils 2 Stäbchen/Doppelstäbchen zu - d.h. aus den 2 Doppelstäbchen (ggf. + Luftmasche) werden 4 Maschen. Am Anfang der Reihe ersetzen Sie das Doppelstäbchen durch 4 Luftmaschen, aber häkeln dann nicht noch 2 Doppelstäbchen + 2 Stäbchen, sondern: 4 Luftmaschen, 1 Doppelstäbchen, 2 Stäbchen. Wenn Sie insgesamt 19 x 2 Maschen zunehmen, sind das 38 zugenommene Maschen, mit den 2 Maschen vom Anfang kommen Sie auf 40 Maschen, die Sie zugenommen haben. Gutes Gelingen weiterhin!
22.07.2024 - 08:57
Betina Busk Jensen skrifaði:
Fin top til min datter
20.05.2024 - 20:14
Kerstin skrifaði:
Ich habe dieses Top genau nach Anleitung gehäkelt und festgestellt, es ist definitiv zu kurz und lässt sich nucht so schließen, wie auf dem Foto. Also noch einmal neu angefangen und deutlich länger und was soll ich sagen, es ist immer noch zu kurz. Ich bin nicht sicher, ob Größe S eigentlich für ein Kind gedacht war. Meiner Tochter passt das Oberteil nur mit massiven Veränderungen.
20.05.2024 - 02:46
Beach Ballet#beachballetwrap |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður vafningstoppur úr DROPS Belle. Stykkið er heklað ofan frá og niður með stuðlum og sólfjöðrum. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-47 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsti stuðull í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sama stuðul. Aukið út um 2 lykkjur með því að hekla eins og útskýrt er í A.4 á hægra framstykki/A.5 á vinstra framstykki – ATH: Fyrsti tvíbrugðni stuðull í byrjun á hverri umferð er skipt út fyrir 4 loftlykkjur. ÚRTAKA (á við um hliðar): Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 stuðull færri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7 (A.6 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar). ÚTAUKNING / ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 68 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga / úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 17. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að hekla 16. og 17. hverja lykkju saman. Ef auka á út eru heklaðir 2 stuðlar í 17. hvern stuðul. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er heklað fram og til baka í stykkjum, ofan frá og niður. Stykkin eru saumuð saman, síðan er heklaður sólfjaðrakantur í neðri kanti. Ermar eru heklaðar fram og til baka ofan frá og niður að handveg, síðan er heklað í hring. Lítill skrautkantur er heklaður meðfram framstykkjum og bakstykki / hálsmáli. Toppurinn er hnýttur eins og vafningstoppur með því að hægra framstykkið liggur yfir vinstra framstykkið og er hnýttur saman í mitti. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið 21-22-22-25-24-25 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Belle. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5-6-6-3-2-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 17-18-18-20-19-20 stuðlar. Heklið alls 6-7-8-6-7-6 umferðir með 1 stuðul – sjá HEKLLEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Aukið síðan út fyrir hálsmáli og handveg, aukið er út samtímis, þ.e.a.s. aukið út þannig: HÁLSMÁL: Í næstu umferð (= frá réttu) byrjar útaukning fyrir hálsmáli í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 1 stuðul alls 2-3-3-0-1-1 sinnum, síðan er aukið út (eins og útskýrt er í A.4) alls 19-19-20-26-26-29 sinnum (= alls 40-41-43-52-53-59 fleiri stuðlar fyrir hálsmáli). HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 16-16-16-17-16-14 cm byrjar útaukning fyrir handveg – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið út um 1 stuðul 0-1-1-1-0-1 sinni, síðan er aukið út um 2 lykkjur 0-1-2-3-5-7 sinnum. Í lok fyrstu umferðar frá röngu eru heklaðar 5-5-6-7-8-8 lausar loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) fyrir handveg (= alls 3-6-9-12-16-21 stuðlar fleiri fyrir handveg meðtaldar fyrstu útaukningar). Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 1-1-2-3-4-4 loftlykkjum og heklið síðan út umferð eins og áður. Í næstu umferð er fækkað um 1 stuðul í hlið (þ.e.a.s. að handveg) – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4 sinnum (= alls 4 stuðlar færri), útaukning við háls heldur áfram eins og áður. Þegar öll úrtaka (að hlið) og útaukning (fyrir hálsmáli og handveg) hefur verið gerð, eru 56-61-66-80-84-96 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 30-32-34-36-38-40 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. VINSTRA FRAMSTYKKI: Heklið 21-22-22-25-24-25 loftlykkjur með heklunál 4 með Belle. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5-6-6-3-2-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 17-18-18-20-19-20 stuðlar. Heklið alls 6-7-8-6-7-6 umferðir með 1 stuðul í hvern stuðul – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR. Aukið síðan út fyrir hálsmáli og handveg, aukið út samtímis, þ.e.a.s. aukið út þannig: HÁLSMÁL: Í næstu umferð (= frá réttu) byrjar útaukning fyrir hálsmáli í byrjun umferðar – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út með 1 stuðul alls 2-3-3-0-1-1 sinnum, síðan er aukið út um 2 lykkjur (eins og útskýrt er í A.5) alls 19-19-20-26-26-29 sinnum (= alls 40-41-43-52-53-59 fleiri stuðlar fyrir hálsmáli). HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 16-16-16-17-16-14 cm byrjar útaukning fyrir handveg – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið út um 1 stuðul 0-1-1-1-0-1 sinni, síðan er aukið út um 2 lykkjur 0-1-2-3-5-7 sinnum. Í lok fyrstu umferðar frá réttu eru heklaðar 5-5-6-7-8-8 lausar loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) fyrir handveg (= alls 3-6-9-12-16-21 stuðlar fleiri fyrir handveg meðtaldar fyrstu útaukningar). Stykkið mælist ca 19-20-21-22-23-24 cm. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 1-1-2-3-4-4 loftlykkjum og heklið síðan út umferð eins og áður. Í næstu umferð er fækkað um 1 stuðul í hlið (þ.e.a.s. að handveg) – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4 sinnum (= alls 4 stuðlar færri), útaukning við háls heldur áfram eins og áður. Þegar öll úrtaka (að hlið) og útaukning (fyrir hálsmáli og handveg) hefur verið gerð, eru 56-61-66-80-84-96 stuðlar í síðustu umferð. Stykkið mælist ca 30-32-34-36-38-40 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. BAKSTYKKI: HÆGRI ÖXL: Heklið 21-22-22-25-24-25 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Belle. Snúið stykkinu, fyrsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5-6-6-3-2-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 17-18-18-20-19-20 stuðlar. Klippið þráðinn og leggið stykkið til hliðar. VINSTRI ÖXL: Heklið 21-22-22-25-24-25 loftlykkjur með heklunál 4 með DROPS Belle. Snúið stykkinu, fyrsta umferð er hekluð frá röngu þannig: Heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5-6-6-3-2-3 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 17-18-18-20-19-20 stuðlar. Næsta umferð (frá réttu) heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 2 stuðla í síðasta stuðul (= við hálsmál) = 18-19-19-21-20-21 stuðlar á vinstri övl. Eftir það eru heklaðar laust 30-30-32-32-34-34 loftlykkjur fyrir hálsmáli. Takið fram hægri öxl, byrjið frá réttu og heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, eftir það er heklaður 1 stuðull í hvern af næstu 16-17-17-19-18-19 stuðlum (= 18-19-19-21-20-21 stuðlar á hægri öxl). FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið á vinstri öxl (frá röngu) og heklið 1 stuðul í hvern af 18-19-19-21-20-21 stuðlum, heklið 1 stuðul í hverja af 30-30-32-32-34-34 loftlykkjum í hálsmáli, heklið 1 stuðul í hvern af 18-19-19-21-20-21 stuðlum á hægri öxl = 66-68-70-72-74-76 stuðlar. Heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 16-16-16-17-16-14 cm. Nú byrjar útaukning fyrir handveg í hvorri hlið á stykki. Aukið út um 1 stuðul 0-1-1-1-0-1 sinnum, síðan er aukið út um 2 stuðla 0-1-2-3-5-7 sinnum = 66-74-80-86-94-106 stuðlar. Klippið frá. Heklið næstu umferð þannig: Heklið 3-3-4-5-6-6 lausar loftlykkjur fyrir handveg, heklið 1 stuðul í hvern stuðul og endið með 5-5-6-7-8-8 lausar loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) fyrir handveg = 72-80-88-96-106-118 lykkjur. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 1-1-2-3-4-4 loftlykkjum, heklið 1 stuðul í hvern stuðul og heklið 1 stuðul í hverja af 3-3-4-5-6-6 síðustu loftlykkjum = 72-80-88-96-106-118 stuðlar. Í næstu umferð er fækkað um 1 stuðul hvoru megin á stykki – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4 sinnum = 64-72-80-88-98-110 stuðlar. Heklið áfram þar til heklaðar hafa verið jafn margar umferðir og á framstykki, þ.e.a.s. stykkið mælist ca 30-32-34-36-38-40 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma og saumið hliðarsauma – saumið í ystu lykkjubogana þannig að saumurinn verði flatur. SÓLFJAÐRAKANTUR (neðri kantur): = 176-194-212-248-266-302 stuðlar í síðustu umferð (alls framstykki og bakstykki). Byrjið á hægra framstykki frá röngu og heklið þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 4 stuðlana, heklið A.2 þar til 1 stuðull er eftir (= 19-21-23-27-29-33 mynstureiningar yfir 9 stuðla), endið með A.3 yfir síðasta stuðul. Þegar A.1 til A.3 hefur verið heklað til loka, klippið frá og festið enda. SKRAUTKANTUR (meðfram framstykki og bakstykki/hálsmáli): Byrjið neðst niðri í horni á hægra framstykki frá réttu og festið enda með 1 keðjulykkju í fyrstu lykkju. Heklið 1 fastalykkju um fyrstu umferð, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu umferð *, heklið frá *-* meðfram öllu framstykkinu, meðfram hálsmáli að aftan og niður meðfram vinstra framstykki, endið í horni. Klippið frá og festið enda. ERMI: Ermin er hekluð ofan frá og niður. Byrjað er með ermakúpu. Heklið 42-48-44-45-42-46 loftlykkjur (meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4 með DROPS Belle. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (= 2 stuðlar), heklið 1 stuðul í hverja af næstu 2-1-4-5-2-6 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 5 loftlykkjum *, heklið frá *-* út umferðina = 34-39-36-37-34-38 stuðlar. Í næstu umferð er aukið út um 2 stuðla í hvorri hlið á stykki (hér er aukið út um 2 stuðla með því að hekla 3 stuðla í sama stuðul). Aukið svona út alls 7-7-8-8-9-9 sinnum í hvorri hlið = 62-67-68-69-70-74 stuðlar. Klippið frá. Heklið 3-3-4-5-6-6 lausar loftlykkjur fyrir handveg, heklið 1 stuðul í hvern af 62-67-68-69-70-74 stuðlum og endið með 3-3-4-5-6-6 lausar loftlykkjur fyrir handveg, tengið stykkið saman með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju = 68-73-76-79-82-86 lykkjur. Heklið nú í hring þannig: Heklið A.6 (sýnir hvernig umferðin byrjar og endar), endurtakið A.7 umferðina hringinn (= 7-8-8-9-9-10 mynstureiningar yfir 9 stuðla) – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út með því að auka/fækka til 64-73-73-82-82-91 stuðla – sjá ÚTAUKNING / ÚRTAKA. Haldið svona áfram þar til A.6 og A.7 hefur verið heklað til loka. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermar í – saumið í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur. TVINNUÐ SNÚRA: Klippið 2 þræði ca 6 metra með DROPS Belle. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið þá saman tvöfalda og þá koma þeir til með að tvinnast aftur saman. Hnýtið hnút í hvorn enda. Hnýtið niður í annan endann á horninu á hægra framstykki. Gerið aðra snúru til viðbótar á sama hátt og festið í hornið á vinstra framstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #beachballetwrap eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-47
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.