Solveig skrifaði:
Denne vil jeg strikke! ❤
12.01.2019 - 10:44
Susanne Randrup skrifaði:
Wow. Kan også se godt ud med et langt eller trekvart langt ærme. Rigtig smart.
11.01.2019 - 15:06
Gabriele Varga skrifaði:
Dieses Model gefällt mir sehr gut.Freue mich schon auf die Anleitung
30.12.2018 - 21:06
Hege skrifaði:
Kjempefin! Gleder meg til å strikke denne!
22.12.2018 - 00:19
Beti skrifaði:
Dieses Modell ist traumhaft, würde es gern nacharbeiten.
20.12.2018 - 13:25
Gry Elise skrifaði:
Klassisk. Denne har jeg lyst å strikke
14.12.2018 - 01:31
Alexandra skrifaði:
Darauf freue ich mich. Das wäre ein Projekt für mich.
12.12.2018 - 11:16
Evening Out#eveningoutdress |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Kjóll með röndum, laskalínu og klauf í hliðum, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Paris.
DROPS 200-24 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 88 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 7,3. Í þessu dæmi er aukið út á eftir ca 7. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR (á við um laskalínu): Sjá mynsturteikningu A.1. RENDUR: Allt fram- og bakstykki er prjónað í sléttprjóni og í 6 röndum, hver rönd er prjónuð á hæðina í 13-13,5-14-14,5-15-15,5 cm í þessari röð: ísblár, natur, sinnep, bleikfjólublár, ljós blár, natur. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. ÚRTAKA (á við um hliðar í kjól): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar í kjól): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni upp á prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður að byrjun á klauf neðst niðri. Síðan er fram- og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig til loka. Kantar á ermum eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-88-96-96-102-102 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum ísblár. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-12-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 100-100-108-108-116-116 lykkjur. Setjið 4 prjónamerki í laskalínu þannig, án þess að prjóna lykkjurnar: Fyrsta prjónamerkið er sett á eftir fyrstu 15-15-17-17-19-19 lykkjur (= ½ bakstykki), annað prjónamerki er sett á eftir næstu 20 lykkjur (= ermi), þriðja prjónamerki er sett á eftir næstu 30-30-34-34-38-38 lykkjur (= framstykki) og fjórða prjónamerki er sett á eftir næstu 20 lykkjur (= ermi), nú eru 15-15-17-17-19-19 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki. Síðan er berustykkið prjónað eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið lit á kjól eins og útskýrt er í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið úr fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 4 prjónamerkin (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-17-18-22-23-26 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu eru 212-236-252-284-300-324 lykkjur í umferð. Haldið áfram með rendur án þess að auka út fyrir laskalínu, en til að gataumferðirnar meðfram hverri laskalínu haldi áfram þegar ekki er lengur aukið út, prjónið A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og ermakanta (ör í A.1 merkir prjónamerki í laskalínu). Þegar stykkið mælist 16-18-20-22-24-26 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Prjónið þannig: Prjónið fyrstu 31-34-37-41-45-49 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 44-50-52-60-60-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 lykkur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 62-68-74-82-90-98 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44-50-52-60-60-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 31-34-37-41-45-49 lykkjur sem eftir eru (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermakantar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-148-164-180-200-220 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið = 68-74-82-90-100-110 lykkjur á milli prjónamerkja. Byrjið umferð við prjónamerki í hægri hlið á stykki (þegar stykkið er mátað). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 2 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 124-136-152-168-188-208 lykkjur. Þegar stykkið mælist 16 cm frá skiptingu er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 1½ cm millibili alls 28 sinnum í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 43-44-43-44-43-43 cm skiptist stykkið við klauf við bæði prjónamerkin og fram- og bakstykki er síðan prjónað hvort fyrir sig. Látið lykkjur á bakstykki hvíla á prjóni eða setjið þær á þráð. Haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka en 3 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – en ATH: Þegar stykkið skiptist við klauf í hvorri hlið þá verður áfram eftir útaukning í hvorri hlið, en nú er aukið út innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Eftir síðustu útaukningu eru 118-124-132-140-150-160 lykkjur í umferð. Á eftir síðustu rönd mælist stykkið við miðju framan á framstykki 78-81-84-87-90-93 cm, (loka lengd/sídd á kjól verður 6 cm lengri vegna axla) – ef óskað er eftir að hafa kjólinn aðeins lengri/síðari þá eru cm bætt við hér. Skiptið síðan yfir á prjón 4 og prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið bakstykki á sama hátt. KANTUR Á ERMI: Setjið 44-50-52-60-60-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-56-60-68-70-76 lykkjur. Prjónið 4 umferðir garðaprjón í kringum ermi með sama lit og er í lykkjum á þræði, fellið síðan af með sléttum lykkjum. Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #eveningoutdress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.