Silvia Bellatio skrifaði:
Mi sembra che la parte della spiegazione dello scalvo della barchetta sia errato. grazie
27.09.2024 - 10:33DROPS Design svaraði:
Buonasera Silvia, quale parte le sembra errata? Buon lavoro!
28.10.2024 - 00:06
EK skrifaði:
Hej! Lige såvel som ryg- og forstykke starter med en pind (omg) ret, mener jeg også at ærmerne burde starte med en omgang ret , så opslagskanten bliver ens på både ærmer og ryg- og forstykke. Hvad mener I? Bedste hilsner, Else
10.08.2023 - 10:23DROPS Design svaraði:
Hej, vi har ikke gjort det, men det må du naturligvis meget gerne gøre :)
11.08.2023 - 10:19
Simply Susan skrifaði:
Kan jeg strikke bare med 1 tråd i denne oppskriften (199-29)
02.11.2022 - 11:47DROPS Design svaraði:
Hej Simply Susan, ja det kan du men da skal du strikke med et tykkere garn som DROPS Snow eller DROPS Wish - Brug vår garnkalkulator :)
02.11.2022 - 13:47
Amanda Marginson skrifaði:
Thank you so much for the free pattern which was chosen by my mum... easy to follow and 8 purchased my Drops Air wool which worked perfectly xx
28.07.2022 - 22:59
Amanda Marginson skrifaði:
Hi, I'm making this for my Mum...how many balls of Drops "air" yarn are needed to make the large size and the medium size... not sure which she is, but large should cover it. Thank you
28.05.2022 - 08:57DROPS Design svaraði:
Dear Amanda, for the L size you need 450 g = 9 balls of DROPS Air. For size M you need one ball less. Happy knitting!
28.05.2022 - 17:08
Vacelet skrifaði:
Les explications ne semblent pas correspondre au modèle pour le dos et le devant. Le schéma montre un dos et un devant avec la même largeur sur toute la hauteur, je ne comprends pas pourquoi les explications indiquent des augmentations et la fin avec des aiguilles circulaires de 7
24.08.2021 - 11:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Varcelet, les côtes sont tricotes sur les aiguilles no 7 (A.1). Je ne vois pas d’augmentations. Par contre on diminue les mailles apres le cotes parce que la bordure en côtes est plus élastique et contracte légèrement l'ouvrage en largeur par rapport au jersey par exemple. On diminue apres la bordure en côtes pour que la différence entre la bordure côtes et le reste de l'ouvrage soit moins visible. Bon tricot!
07.10.2021 - 09:30
Brit Slotboom skrifaði:
Tel patroon Drops 199-29 Simply Susan Volgens de omschrijving van dit patroon wordt gebreid in tricotsteek en gerstekorrel: dat zie je ook in de boord op de foto. De omschrijving van die boordsteek in het telpatroon klopt echter niet. Het kan zo niet worden als op de foto. Wat het moet zijn is: Na de eerste toer (na opzet) geheel recht: Tweede toer: *3 av, 1r-1av-1r* herhaal Derde toer: brei tricotsteek boven 3 av en dan 3 st gerstekorrel , dus: *3r, 1 av-1r-1av* herhaal
07.05.2020 - 14:24
Annalisa skrifaði:
Sto lavorando seguendo il modello per la taglia XXXL quindi sul davanti a 57cm ho 75 magli e devo proseguire lavorando 54 maglie a rovescio,mettere su ferma maglie 33 lavorate per lo scollo(?) ele rimanenti 21 maglie come prima. Se ne ho in tutto 75,dove sono le 33 dello scollo?
08.11.2019 - 10:59DROPS Design svaraði:
Buongiorno Annalisa. Deve mettere in attesa le 33 maglie centrali del davanti. Le rimarranno 21 maglie per ognuna delle due spalle. Per evitare di tagliare il filo, lavora in questo modo: lavora 54 maglie, mette in attesa le ultime 33 maglie di queste 54 m che sono sul ferro destro (e quindi le rimangono sul ferro 21 maglie lavorate per la spalla) e poi lavora le ultime 21 maglie che sono ancora sul ferro di sinistra. Buon lavoro!
08.11.2019 - 12:16
Annalisa skrifaði:
Sto lavorando seguendo il modello per la taglia XXXL quindi sul davanti a 57cm ho 75 magli e devo proseguire lavorando 54 maglie a rovescio,mettere su ferma maglie 33 lavorate per lo scollo(?) ele rimanenti 21 maglie come prima. Se ne ho in tutto 75,dove sono le 33 dello scollo?
08.11.2019 - 10:58
Sylvia skrifaði:
Für mich als Anfänger war er sehr einfach zu stricken und bin sehr begeistert von dem Resultat. Ein super schicker Pulli!
18.07.2019 - 00:23
Simply Susan#simplysusansweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Air. Stykkið er prjónað í sléttprjóni og perluprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-29 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 114 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 5,7. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna og saumaðar við handveg í lokin. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 114-126-138-144-162-180 lykkjur á hringprjón 7 með 2 þráðum Air. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff þannig: * 3 lykkjur slétt, A.1 (= 3 lykkjur) *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið stroff svona í 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 20-20-24-22-24-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 94-106-114-122-138-150 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir næstu 47-53-57-61-69-75 lykkjur, nú eru 47-53-57-61-69-75 lykkjur fram að byrjun á umferð. Prjónamerkin merkja hliðar, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm skiptist stykkið við prjónamerkin og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 47-53-57-61-69-75 lykkjur. Byrjið í hlið og prjónið fram og til baka í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 38-41-44-46-51-54 lykkjur eins og áður og setjið síðustu 29-29-31-31-33-33 lykkjur sem voru prjónaðar á þráð fyrir hálsmáli, prjónið þær 9-12-13-15-18-21 lykkjur sem eftir eru eins og áður. Prjónið 1 umferð frá réttu yfir fyrstu 9-12-13-15-18-21 lykkjur eins og áður, snúið, herðið á þræði og prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið frá. Setjið lykkjur á þráð. Prjónið 1 umferð frá réttu yfir síðustu 9-12-13-15-18-21 lykkjur í umferð eins og áður, snúið, herðið á þræði og prjónið 1 umferð frá röngu. Klippið frá. Setjið allar lykkjur á hringprjón 8 = 47-53-57-61-69-75 lykkjur. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 4-4-0-2-0-0 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 51-57-57-63-69-75 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið stroff þannig – frá réttu: A.1 (= 3 lykkjur), 3 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með A.1 (= 3 lykkjur). Haldið svona áfram með stroff í 7 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (fellið e.t.v. af með grófari prjónum). Stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki: ERMI: Fitjið upp 24-24-24-30-30-30 lykkjur á sokkaprjón 7 með 2 þráðum Air. Prjónið * 3 lykkjur slétt, A.1 (= 3 lykkjur) *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Prjónið stroff svona í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-2-2-0-0-0 lykkjur jafnt yfir = 24-26-26-30-30-30 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað síðar þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8. Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 9 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 6½-6½-5½-6-5-4 cm millibili alls 7-7-8-7-8-9 sinnum = 38-40-42-44-46-48 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 52-50-50-48-46-44 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur (fellið e.t.v. af með grófari prjónum). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma, skiljið eftir 26-27-28-29-30-31 cm fyrir hálsmáli. Saumið ermar í. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #simplysusansweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.