Gabriela skrifaði:
Hola, Por favor pueden resolver mi pregunta sobre si se debe cambiar a agujas de 6mm en la parte final del delantero (cuando se hacen las carreras de dos derechos, 2 revés)? Tengo el tejido parado y muchas ganas de terminarlo!! Gracias!!!
06.12.2025 - 11:31
Gabriela skrifaði:
Hola, lograste consultar con el departamento de proyectos?
03.12.2025 - 13:59
Gabriela skrifaði:
Hola, otra pregunta, en la última parte del delantero, cuando hay que hacer dos derechos y 2 revés, no se cambia de agujas a las de 6mm? Gracias
30.11.2025 - 23:10DROPS Design svaraði:
Hola Gabriela, pienso que si, pero voy a preguntar en el departamento de proyectos. Saludos!
01.12.2025 - 10:18
Gabriela skrifaði:
Y una segunda pregunta, como levantó los puntos entre los puntos del hombro y el escote? Hay algún vídeo que pueda seguir de referencia? Gracias
30.11.2025 - 17:00DROPS Design svaraði:
Hola Gabriela, se levantan los puntos como de normal; se levanta el hilo en horizontal entre 2 puntos y trabajándolo como punto retorcido de derecho (o de revés) para evitar que se formen agujeros. Puedes también usar la técnica explicada en este video .
14.12.2025 - 23:54
Gabriela skrifaði:
Hola, En una talla M, en la parte del delantero, cuando empezamos el escote hay 70 puntos. Luego tejemos dos filas para cada hombro y tejemos dos puntos juntos de revés a cada lado de los puntos separados en la aguja auxiliar para el cuello. Eso sería disminuir dos puntos es decir que quedarían 68 puntos. Luego indican levantar 2 puntos, 1 a cada lado de los puntos del cuello hacia el hombro, es decir que vuelven a haber 70 puntos en total. Por qué dice que tenemos ahora 72 puntos?
28.11.2025 - 23:43DROPS Design svaraði:
Hola Gabriela, se disminuyeron 2 pts en total, 1 en cada lado. Pero después se recogen 2 pts en cada lado (= 4 en total), el doble que los puntos disminuidos. Por eso pasamos a 72 puntos.
14.12.2025 - 23:51
Sharon skrifaði:
Pick up 2 stitches in each side (between stitches for neck and stitches for shoulder) towards the neck ………I don’t understand how to do this. Where do I knit into to make these 2 stitches?
03.05.2024 - 10:27DROPS Design svaraði:
Dear Sharon, you worked 2 rows over each shoulder, pick up 2 stitches there, ie 1 stitch in each of the both rows worked on each shoulder, seen from RS after the right shoulder before stitches slipped aside for neck and after these stitches before the left shoulder. Happy knitting!
03.05.2024 - 13:10
Kim skrifaði:
Stickar storlek M. Står sticka upp 2 m i varje sida om halsen , blir då totalt 74 m, inte 72 m. Måste vara något fel i mönstret?
21.05.2023 - 08:57DROPS Design svaraði:
Hej Kim, har du strikket maskerne i hver side vrang sammen? Uanset hvor det går galt, kan du justere maskeantallet på den pind hvor der tages ud til 78 masker
23.05.2023 - 10:51
Bernadett skrifaði:
Kedves Drops, A mintaleirás úgy kezdődik, szedjük fel 144 szemet, ..... majd szaporitsunk 12 szemet. Így lesz 132 szemünk. A továbbiakban a 132 szemhez igazodik a leírás. Ezek szerint a pulóvert 120 szemmel kellene kezdeni? (S méret) Köszönöm, Bernadett
12.02.2023 - 00:03
Mia skrifaði:
Vad menas det när det står att man ska sticka upp maskor? "sticka upp 2 maskor i varje sida (mellan maskorna till halsen och maskorna till axeln)"
07.03.2021 - 17:05DROPS Design svaraði:
Hei Mia. Det er et "mellomrom" mellom maskene til halsen og maskene til skuldrene. I dette "mellomrommet" skal det plukkes opp masker og strikkes, slik at det blir en pen overgangen mellom hals og skuldre. mvh DROPS design
10.03.2021 - 14:34
Natalie skrifaði:
Moet de boord van de hals ook niet met naald 6 gebreid?
28.02.2021 - 13:30DROPS Design svaraði:
Dag Natalie,
Ja, de boord wordt inderdaad ook met naald nr 6 gebreid.
02.03.2021 - 10:19
Summer Sailing#summersailingsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð einföld peysa í sléttprjóni, röndum og stroffprjóni úr DROPS MELODY. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-8 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR – fram- og bakstykki: Rendur eru prjónaðar í sléttprjóni. Fitjið upp með litnum beige og prjónið rendur, hver rönd er prjónuð í 13,5-14-14,5-15-15,5-16 cm, eftir litinn beige er skipt yfir í litinn dökk gallabuxnablár, síðan í litinn natur og síðan er prjónað til loka með litnum þoka. RENDUR – ermar: Rendur eru prjónaðar í sléttprjóni. Fitjið upp með litnum þoka og prjónið 2 cm . Skiptið yfir í litinn natur og prjónið rendur – hver rönd er prjónuð í 13,5-14-14,5-15-15,5-16 cm, eftir litnum natur er skipt yfir í litinn dökk gallabuxnablár, síðan er prjónað til loka með litnum beige. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður svo að léttara sé að jafna lengdina á röndum. Peysan er prjónuð í röndum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 144-152-164-176-192-208 lykkjur á hringprjón 6 – sjá liti í RENDUR í útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Prjónið stroff í 7 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 12-12-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 132-140-152-164-180-196 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón. Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm prjónið einungis yfir fyrstu 66-70-76-82-90-98 lykkjur í umferð, síðustu 66-70-76-82-90-98 lykkjur eru settar á þráð. FRAMSTYKKI: = 66-70-76-82-90-98 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og röndum. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm setjið miðju 32-32-34-34-36-36 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu yfir fyrstu 17-19-21-24-27-31 lykkjur (fram að þræði), snúið, prjónið 2 fyrstu lykkjur brugðið saman og prjónið brugðnar lykkjur út umferðina. Setjið lykkjur á þráð. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu yfir síðustu 17-19-21-24-27-31 lykkjur í umferð, snúið og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, í lok umferðar eru síðustu 2 lykkjur prjónaðar brugðið saman. Setjið til baka allar lykkjur á prjóninn og prjónið 1 umferð slétt frá réttu og prjónið upp 2 lykkjur í hvorri hlið (á milli lykkja fyrir hálsmáli og lykkja fyrir öxl) að hálsi = 68-72-78-84-92-100 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 6-6-4-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 74-78-82-90-98-106 lykkjur. Prjónið þannig – frá réttu: 2 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* út umferðina. Prjónið stroff í 7 cm, stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm, fellið síðan laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. BAKSTYKKI: Prjónið á sama hátt og framstykki. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna og ermar eru prjónaðar ofan frá og niður svo að auðveldara sé að jafna lengd á ermum. Fitjið laust upp 44-46-48-50-52-54 lykkjur á sokkaprjón 7 – með lit sjá RENDUR í útskýringu að ofan. Eftir 2 cm er byrjað að fækka lykkjum mitt undir ermi með því að prjóna 3 lykkjur slétt saman mitt undir ermi – endurtakið þessa úrtöku alls 8-9-9-10-10-10 sinnum með 5½-4½-4½-4-4-4 cm millibili = 28-28-30-30-32-34 lykkjur. Þegar stykkið mælist 41-40-39-38-36-34 cm þá er prjónuð 1 umferð þar sem aukið er út um 4-4-6-6-8-6 lykkjur jafnt yfir = 32-32-36-36-40-40 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 6 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm = ca 48-47-46-45-43-41 cm. ATH! Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla. Fellið af með prjónum nr 7 svo að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma, skiljið eftir ca 26-27-28-29-30-31 cm fyrir hálsmáli. Saumið ermar í. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summersailingsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.