Emilee Holden skrifaði:
In reading the pattern I noted in finishing the right fron panel that it states "work 1 double crochet in each of the next 16 treble crochets (= A.4a)" but at no point prior to this did I see anywhere that there were supposed to be treble crochets in the pattern. Is this a typo, or am I missing something earlier in the pattern? Thank you!
30.03.2025 - 16:16DROPS Design svaraði:
Dear Emilee, yes, it's a typo in the US version of the pattern. It's Treble crochet (UK) which is the same as Double crochet (US). So you work A.4a over the next 16 double crochets. Happy crochetting!
30.03.2025 - 19:41
Inger skrifaði:
Kan ikke få masker til at passe. Str. L: HÆKL A.2a over de næste 24 masker. Diagrammet viser 20 masker! Hækl A.3a over de næste 108 lm, diagrammet viser 30 x 3 =90. Hvori ligger fejlen?
09.12.2024 - 13:51DROPS Design svaraði:
Hei Inger. Om du ser nederst på diagrammene så er det tegnet inn et ikon som forteller at det er 2 luftmasker = 2 luftmasker - på næste række hoppes der over de første af disse 2 luftmasker og der hækles 1 stangmaske i den sidste af de 2 luftmasker. Så i A.2 er det 4 slike ikoner = 4 masker som det hoppes over. Og i diagram A.3 er det 6 slike ikoner x 3 rapporter = 18 masker. mvh DROPS Design
10.12.2024 - 14:59
Inger skrifaði:
Der står ikke mål på opskriften i forhold til, hvilken størrelse man skal vælge. Har i yderligere data til dette. Er i tvivl om jeg skal lave s/m eller L?
08.12.2024 - 18:51DROPS Design svaraði:
Hei Inger, Du finner en målskisse på bunnen av oppskriften, med alle mål til de forskjellige størrelsene. God fornøyelse!
09.12.2024 - 06:59
NETTIE BREYTENBACH skrifaði:
WOULD LOVE TO RECEIVE THIS PATTERN FOR AUTUMN CARDIGAN
20.09.2024 - 09:01DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Breytenbach, you can get the free pattern in English by clicking on the scroll down menu next to the printer icon, choose either UK or US crochet terminology. Happy crocheting!
20.09.2024 - 16:26
Manuela skrifaði:
Oh sorry,ich hab es endlich verstanden 🤭. Schöne Pfingsten für sie...
19.05.2024 - 20:38
Manuela skrifaði:
Hallo,ich verstehe leider den Abschnitt (Rechte Seite,Armausschnitt und Vorderteil) nicht. Da steht: Die vorletzte Reihe (=Hin-Reihe) der Diagramme häkeln....welche Vorletzte Reihe ist damit gemeint?
19.05.2024 - 14:50DROPS Design svaraði:
Liebe Manuela, am Anfang von der rechten Seite häkelt man die 2 Reihen A.1, dh die 1. Reihe ist eine Rückreihe und die 2. Reihe ist die Hin-Reihe, die Korrektur erfolgt, danke für den Hinweis. Viel Spaß beim Häkeln!
21.05.2024 - 12:53
Jayne skrifaði:
I know that this pattern is a drops one but who designed it and is there a urine tutorial for how to make it I know written pattern is here but I like a tutorial to follow please help
13.04.2024 - 02:27
Jette Svensson skrifaði:
Hej Jeg er virkelig lun på dette mønster, men der er et par ting jeg ikke forstår og tør derfor ikke gå i gang. Første gang man hækler A1 er det så vrangsiden eller retsiden? er luftmaskerne retsiden? Tak
03.04.2024 - 12:26DROPS Design svaraði:
Hei Jette. Når man hekler 1. rad av A.1 er dette retten. Altså, du starter fra retten med staver, start fra høyre og hekle mot venstre, (luftmaskerekken er bare oppleggsrekken). mvh DROPS Design
08.04.2024 - 13:12
Lena skrifaði:
Sizing help please. Is the chest measured all the way around the fullest part of the bust? If so, XXXL size (chest 89cm) seems to correlate to a UK size 10. Is this correct? If so, it's very small. Most professional models are size 8-10 and the rest of us haven't got a hope! Thanks.
10.10.2023 - 11:05DROPS Design svaraði:
Dear Lena, in this chart, you can check the total width on back piece (not around the bust), ie from armhole to armhole, back piece will measure 37-41-41-45 cm. Compare to a similar garment you have and like the shape to make sure you choose the correct size. Happy crocheting!
10.10.2023 - 16:22
Emma skrifaði:
Hello again, I just finished the back piece and im confused as to what im supposed to do next. The pattern says to make 32-32-36-36 repeats of A.6, A.1. but that leaves it with no armholes, am I supposed to make an armhole first and THEN 32 repeats? The order of the pattern seems wrong.
18.08.2023 - 17:44DROPS Design svaraði:
Dear Emma, you first work the 32 repeats of A.6 (as under RIGHT SIDE, ARMHOLE AND FRONT PIECE:, then work next row from RS, repeat these 2 rows in size L (4 rows), then work the armhole (starting from WS) as explained under All sizes: below. Happy crocheting!
21.08.2023 - 09:44
Blossoming Beauty#blossomingbeautyjacket |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð ferningspeysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er heklað með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 200-16 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.11. (A.5 á við um stærð XL/XXL og XXXL). HEKLLEIÐBEININGAR: Í hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðli skipti út fyrir 3 loftlykkjur. Þessar 3 loftlykkjur teljast sem einn af stuðlum í lykkjufjölda. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í einn stuðul. ÚRTAKA-1: Fækkið um 1 stuðul þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= stuðull færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 48 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 3) = 16. Í þessu dæmi þá eru heklaðir ca 15. og 16. hver stuðull saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERNINGSPEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. Fyrst er bakstykkið heklað, síðan er hekluð hægri hlið, handvegur og framstykki. Síðan er vinstri hlið hekluð, handvegur og framstykki. Ermar eru heklaðar í hring ofan frá og niður. BAKSTYKKI: Heklið 163-163-183-183 loftlykkjur með heklunál 3,5 með Cotton Merino. Snúið og heklið mynstur fram og til baka í mismunandi stærðum þannig: Stærð S/M og L: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 loftlykkjurnar – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, A.2a yfir næstu 24 loftlykkjur, A.3a yfir næstu 108 loftlykkjur (= 3 mynstureiningar), A.4a yfir næstu 19 loftlykkjur, A.1 yfir þær 6 loftlykkjur sem eftir eru í umferð = 138-138 lykkjur. Stærð XL/XXL og XXXL: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR, A.2a yfir næstu 24 loftlykkjur, A.3a yfir næstu 108 loftlykkjur (= 3 mynstureiningar), A.4a yfir næstu 19 loftlykkjur, A.5 yfir næstu 20 lykkjur, A.1 yfir þær 6 loftlykkjur sem eftir eru í umferð = 155-155 lykkjur. Allar stærðir: ATH: A.1 er heklað í hvora hlið þar til stykkið hefur verið heklað til loka. Fyrsta umferðir sem er hekluð, er hekluð frá réttu, setjið prjónamerki til að merkja hvað sé réttan í stykkinu. Haldið síðan áfram með A.2b, A.3b, A.4b og A.5b (á við um stærð XL/XXL og XXXL) á hæðina alls 3 sinnum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið nú 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 2 stuðla um hvern loftlykkjuboga (A.1 er heklað eins og áður í hvorri hlið), jafnframt er aukið út um 1-1-0-0 stuðla í umferð – sjá ÚTAUKNINGU = 139-139-155-155. Stykkið mælist ca 32 cm í öllum stærðum. Klippið frá. Setjið eitt prjónamerki í síðustu umferð sem var hekluð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! HÆGRI HLIÐ, HANDVEGUR OG FRAMSTYKKI: Heklið nú áfram frá röngu, þ.e.a.s. það verða 2 umferðir frá röngu á eftir hverri annarri: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 lykkjur, A.6 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan/loftlykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið) = 32-32-36-36 mynstureiningar A.6, A.1. Heklið næstu umferð í mynsturteikningu til baka frá réttu. Nú er stærð S/M lokið. Í stærð L, XL/XXL og XXXL eru þessar 2 lykkjur endurteknar þar til heklaðar hafa verið 4-4-6 umferðir í mynstri. ALLAR STÆRÐIR: Heklið nú handveg þannig (frá röngu): A.1, heklið 8 mynstureiningar A.6, heklið 36-40-40-44 loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 9-10-10-11 mynstureiningar A.6, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju og haldið síðan áfram með A.6 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan/loftlykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að stykkið verði samhverft innan við A.1 í hvorri hlið), A.1. Haldið síðan áfram fram og til baka með A.6 og A.1 í hvorri hlið á stykki, yfir lausar 36-40-40-44 loftlykkjur sem voru heklaðar fyrir handveg eru heklaðar 9-10-10-11 mynstureiningar A.6 = alls 32-32-36-36 mynstureiningar A.6 innan við A.1 í hvorri hlið. Endurtakið síðustu 2 umferðir í A.6 þar til stykkið mælist ca 6-8-8-10 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferðin sem er hekluð er hekluð eins og síðasta umferð í mynsturteikningu. Heklið nú 1 umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju (A.1 er heklað í hvora hlið á stykki eins og áður), jafnframt er aukið út um 1-1-0-0 stuðul = 140-140-155-155 lykkjur. Heklið síðan mynstur þannig: A.1, A.7 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.7 er heklað hoppar síðasti stuðullinn í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), endið með A.1. Þegar A.7 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 2 síðustu umferðir endurteknar í A.7 þar til stykkið mælist 26-28-32-34 cm frá prjónamerki, stillið af að síðasta umferðin sem er hekluð sé frá röngu. Heklið nú 1 umferð með 1 stuðli í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju (A.1 er heklað í hvorri hlið eins og áður). Heklið nú mynstur þannig: A.1, A.8 fram að næstu mynstureiningu A.1, en í síðasta skipti sem A.8 er heklað hoppar síðasti stuðullinn í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), endið með A.1. Í síðustu umferð í A.8 er fækkað um 2-2-0-0 stuðla jafnt yfir = 138-138-155-155 stuðlar. Heklið nú mynstur í mismunandi stærðum þannig: Stærð S/M og L: Heklið A.1, heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 20 stuðlum (= A.2a), * heklið 1 stuðul í hvern af næstu 12 stuðlum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.3a) *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.4a), endið með A.1. Heklið nú A.2b-A.4b eins og áður innan við A.1 í hvorri hlið. Þegar A.2b-A.4b hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið síðustu umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju innan við A.1 í hvorri hlið á stykki. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 42-44 cm frá prjónamerki (40-40 cm frá handveg): Stærð XL/XXL og XXXL: Heklið A.1, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 20 stuðlum (= A.2a), * heklið 1 stuðul í hvern af næstu 12 stuðlum, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 stuðla, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.3a) *, heklið frá *-* alls 3 sinnum, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 16 stuðlum (= A.4a), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 17 stuðlum (= A.5), endið með A.1. heklið nú A.2b-A.5b eins og áður innan við A.1 í hvorri hlið. Þegar A.2b-A.5b hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið síðustu umferð með 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju innan við A.1 í hvorri hlið á stykki. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 48-50 cm frá prjónamerki (44-44 cm frá handveg). VINSTRI HLIÐ, HANDVEGUR OG FRAMSTYKKI: Heklið út yfir hina hliðina frá loftlykkjuumferð sem var hekluð í byrjun á stykki með byrjun frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 loftlykkjur, heklið 2-2-1-1 stuðla í næstu loftlykkju, haldið síðan áfram með 1 stuðul í hverja loftlykkju, þar til 6 lykkjur eru eftir, en hoppið yfir sömu loftlykkjur sem hoppað var yfir í fyrstu umferð á fyrra hlutanum sem var heklaður, heklið A.1 yfir næstu 6 loftlykkjur = 139-139-155-155 stuðlar. Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Heklið nú áfram frá röngu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 6 lykkjur, A.6 fram að næsta A.1, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), A.1. Heklið næstu umferð í mynsturteikningu til baka frá réttu. Nú er stærð S/M lokið. Í stærð L, XL/XXL og XXXL er mynstrið endurtekið á hæðina þar til heklaðar hafa verið alls 4-4-6 umferðir í mynstri. Allar stærðir: Heklið nú handveg þannig (frá röngu): A.1, heklið 15-14-18-17 mynstureiningar A.6, heklið 36-40-40-44 lausar loftlykkjur fyrir handveg, hoppið yfir næstu 9-10-10-11 mynstureiningar A.6, heklið 1 fastalykkju um næstu loftlykkju, heklið síðan 8 mynstureiningar A.6, en í síðasta skipti sem A.6 er heklað hoppar síðasta fastalykkjan í mynsturteikningu yfir (þannig að mynstrið verði samhverft í hvorri hlið), endið með A.1 = 32-32-36-36 mynstureiningar A.6 innan við A.1 í hvorri hlið. Haldið síðan áfram fram og til baka með A.6 og A.1 í hvorri hlið á stykki, yfir lausar 36-40-40-44 loftlykkjur sem voru heklaðar fyrir handveg eru heklaðar 9-10-10-11 mynstureiningar A.6 = alls 32-32-36-36 mynstureiningar A.6 innan við A.1 í hvorri hlið. Haldið síðan áfram með mynstur alveg eins og á hægra framstykki. ERMI: Ermar eru heklaðar í hring frá handveg og niður. Byrjið mitt undir handveg með A.9 (= byrjun á umferð), heklið A.6 (= umferð með loftlykkjubogum + 1 fastalykkju) upp að topp á handveg (= 9-10-10-11 mynstureiningar), heklið 9-10-10-11 mynstureiningar A.6 um loftlykkjuumferð sem var hekluð fyrir handveg = alls 18-20-20-22 mynstureiningar A.6 fyrir ermi. Haldið áfram hringinn svona. Þegar stykkið mælist 4 cm er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Heklið A.9, A.10, heklið A.6 þar til 2 mynstureiningar eru eftir í A.6 í umferð, heklið A.11. Þegar A.10 og A.11 hefur verið heklað til loka á hæðina hefur fækkað um 2 mynstureiningar A.6 í umferð og nú er pláss fyrir 16-18-18-20 mynstureiningar A.6 í umferð. Haldið áfram hringinn með mynstur og endurtakið úrtöku þegar ermin mælist 12 cm og 20 cm = 12-14-14-16 mynstureiningar. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 52 cm – stillið af að endað sé eftir umferð sem er eins og síðasta umferð í A.6. Heklið nú 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju, jafnframt er fækkað um 3-5-5-4 stuðla jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 45-51-51-60 stuðlar eftir í umferð. Heklið A.8 hringinn í umferð. Ermin mælist ca 56 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blossomingbeautyjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 200-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.