Hannah skrifaði:
Gegenfrage zur Antwort vom 23.09.19: Ein Rippmuster entsteht doch aber erst dann, wenn ich (neben den HR: rechten Maschen, auf die natürlich laut Muster RR: linke Maschen folgen) die Maschen, die ich in der HR links gestrickt habe, in der RR rechts stricke, oder? Denn wenn die linken Maschen der HR in der RR wieder links gestrickt werden, erscheinen diese von vorne doch als rechte Maschen und die Rippe (vertikal) ist somit nicht rein sondern in gewisser weise kraus. Danke nochmals!
23.09.2019 - 08:40DROPS Design svaraði:
Liebe Hannah, die Maschen, die Sie links bei der Hinreihen stricken (= Kreuz im Diagram) sind bei der Rückreihen links gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
23.09.2019 - 10:05
Hannah skrifaði:
Hallo, Ich stricke den Pullover mit Melody und kann kein wirkliches Rhytmus erkennen. Ich frage mich ob das Muster ein nach außen laufendes reines Rippmuster ist, oder eines, das immer wieder durch die Rückreihen unterbrochen wird (so wie ich es dem Diagramm entnehme)? Darum: werden in der Rückreihe ALLE Maschen links gestrickt? Oder wird in der Rückreihe gestrickt wie die Maschen erscheinen? Vielen Dank im Voraus!
20.09.2019 - 21:15DROPS Design svaraði:
Liebe Hannah, die Diagramme zeigen alle Reihen, dh die Hin- sowie die Rückreihen, bei der 1. Reihe (= Hindreihe) in A.1 stricken Sie 1 M re, 1 M li und in A.2: 1 M li, 1 M re - bei der 2. Reihe (= Rückreihe) stricken Sie alle Maschen links. So bekommt mann ein Rippenmuster. Viel Spaß beim stricken!
23.09.2019 - 08:06
Elena skrifaði:
Se volessi fare questo modello ma in cotone o cotone/lino. Che filato mi consigliate? E devo usarlo a più fili? Mi potete anche dire la quantità per la XXXL? Grazie mille!
16.06.2019 - 17:00DROPS Design svaraði:
Buongiorno Elena. Alla seguente pagina trova indicazioni utili per sostituire i filati. Può usare p.es 3 capi del filato Safran, 2 capi del filato Belle, 2 capi del filato Muskat, 1 capo di Paris e 1 di Safran, 1 capo di Bomull Lin e 1 di Safran. Può rivolgersi al suo rivenditore Drops di fiducia che saprà aiutarla nella scelta e di conseguenza anche sulla quantità di filato necessaria. Buon lavoro!
16.06.2019 - 20:36
Maria skrifaði:
God dag! Jeg strikker med Melody i denne farve (anden model) og jeg synes garnet afsætter . mange fnuller/stumper. Har I et tip til at undgå det/minimere det? Det gælder både strikketøjet når man er i gang med det og det færdige resultat. Jeg strikker sammen med to tråde Fabel (en jakke).
15.05.2019 - 06:58DROPS Design svaraði:
Hej Maria, Ja du finder tips om DROPS Melody inde på farvekortet. DROPS Melody - Vaskeanvisning
15.05.2019 - 09:39
Simone Puyo skrifaði:
Boa noite. Amo as receitas de vocês e passo aqui apenas para informar um pequeno erro que há na tradução do padrão acima. A frente e as costas da peça, na tradução para o português, estão indicadas como feitas “de cima para baixo” mas como podemos verificar no padrão original e na análise do desenvolvimento da blusa, essas partes são feitas de baixo para cima. Espero ter ajudado. Abraços e obrigada pelo excelente trabalho!
02.04.2019 - 00:30
Christine skrifaði:
Danke, Iwona Knitter für die Frage. Jetzt habe ich es auch verstanden :-)
07.02.2019 - 10:54
Iwona Knitter skrifaði:
Noch mal vielen, vielen Dank. Jetzt habe ich es besser verstanden. jetzt kann ich los legen. MfG Iwona
04.02.2019 - 15:38
Iwona Knitter skrifaði:
Hallo. Ichwollte mich für die Anwort sehr bedanken. Leider habe ich mich verschrieben. Es ging tatsächlich um Vorderteil. Da verstehe ich die Abnahme und Zunahme bei dem V-Ausschnitt und Ärmel. SG Iwona
02.02.2019 - 17:59DROPS Design svaraði:
Liebe Iwona, bei dem Rechten Schulter nehmen Sie zuerst Maschen für den Armausschnitt ab (=6-7-8 x je nach der Grösse), dann stricken Sie wie zuvor mit Ab- und Zunahme damit die Maschenanzahl immergleich wird. Dann stricken Sie die verkürzten Reihen damit die Schulter "gerade" sind. Viel Spaß beim stricken!
04.02.2019 - 11:44
Iwona Knitter skrifaði:
Was ich nicht verstehe sind die Abnahme und Zunahme bei Rückenteil: V-Ausschnitt und Ärmel. Kann mir das jemand einfacher erklären?
31.01.2019 - 17:18DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Knitter, beim Rückenteil gibt es keine Abnahme/Zunahme wie beim Vorderteil: Sie stricken im Muster, dann werden diei Maschen für den Halsausschnitt abgekettet und jede Schulter separat gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
01.02.2019 - 08:28
Moutchiquett skrifaði:
Bonjour Le croquis montre une ligne oblique en pointillés au niveau des épaules : que signifie-t-elle ? La couture épaule est-elle déportée vers l'arrière ? Ou reste-t-elle bien positionnée sur le dessus de l'épaule ? Je ne comprend décidément pas le montage de ce pull ...Je vous remercie de préciser.
29.01.2019 - 15:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Moutchiquett, ces lignes en pointillés correspondent aux épaules du devant, comme on augmente au milieu du devant, le bas se trouve en forme d'accent circonflexe, et on fait des rangs raccourcis sur les épaules pour qu'elles soient droites, le dos se tricote "normalement", les épaules seront ensuite droites. Quand les 2 pièces seront tricotées et assemblées, vous pourrez voir le résultat, comme sur la photo. Bon tricot!
30.01.2019 - 07:59
Mellow Monday#mellowmondaysweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað með áferð og tilfærslum á framstykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-25 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1: Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið fram að miðju lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið miðju lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið svo það myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í áferð (A.1/A.2). ÚTAUKNING-2: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í garðaprjóni. ÚRTAKA-1: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju á eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni: Prjónið 2 lykkjur slétt saman Fækkið um 1 lykkju á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚRTAKA-2: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 35 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 3) = 11,6. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 10. og 11. hverja lykkju og 11. og 12. hverja lykkju slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum og saumað saman í lokin. Framstykki og bakstykki er prjónað neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 83-87-95-99-107-115 lykkjur á hringprjón 7 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið eitt prjónamerki í miðjulykkju í umferð (= miðjulykkja), það eru 41-43-47-49-53-57 lykkjur hvoru megin við prjónamerki. Prjónamerki fylgir með út stykkið. Prjónið mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 fram að miðjulykkju, 1 lykkja slétt (= miðjulykkja og er prjónuð slétt frá réttu og brugðið frá röngu til loka), prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur fram og til baka svona, JAFNFRAMT í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við miðjulykkju – sjá ÚRTAKA-1 og ÚTAUKNING-1. Fækkið og aukið út lykkjum svona í 4. hverri umferð uppúr í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 35-36-35-36-37-37 cm meðfram hlið á framstykki er næsta umferð prjónuð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eins og áður fram að miðjulykkju og setjið þessar lykkjur á þráð (= 41-43-47-49-53-57 lykkjur fyrir vinstri öxl). Fellið af næstu lykkju (= miðjulykkja) = 41-43-47-49-53-57 lykkjur fyrir hægri öxl. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! HÆGRI ÖXL: = 41-43-47-49-53-57 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og haldið áfram með úrtöku innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg í 4. hverri umferð 6-6-7-7-7-8 sinnum = 35-37-40-42-46-49 lykkjur, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-13-14-15-16-17 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni við háls – sjá ÚTAUKNING-2 og fækkið um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni við hlið. Aukið út og fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5 sinnum (lykkjufjöldinn er sá sami). Prjónið nú stuttar umferðir – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið mynstur eins og áður þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Snúið og prjónið til baka. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið mynstur eins og áður þar til 4 lykkjur eru fleiri á prjóni en í fyrri umferð (= 10 lykkjur), herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Snúið og prjónið til baka. Endurtakið umferð 3 og 4 og snúið við þegar eftir eru 4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 4-4-4-6-6-7 sinnum til viðbótar (= alls 5-5-5-7-7-8 sinnum) og síðan þegar eftir eru 3-3-3-3-5-5 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 3-3-4-2-2-2 sinnum. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu yfir allar lykkjur í umferð þar sem fækkað er um 3-2-3-3-3-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-2 = 32-35-37-39-43-45 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. Stykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður mælt meðfram hlið. VINSTRI ÖXL: = 41-43-47-49-53-57 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og haldið áfram með úrtöku innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg í 4. hverri umferð 6-6-7-7-7-8 sinnum = 35-37-40-42-46-49 lykkjur, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-13-14-15-16-17 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni við háls – sjá ÚTAUKNIGN-2 og fækkað er um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið. Aukið út og fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5 sinnum (lykkjufjöldi er sá sami). Prjónið nú stuttar umferðir – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið mynstur eins og áður þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Snúið og prjónið til baka. UMFERÐ 3: Prjónið þar til eftir eru 4 lykkjur fleiri en á prjóni en í fyrri umferð, herðið á þræði. UMFERÐ 4: Snúið og prjónið til baka. Endurtakið umferð 3 og 4 og snúið þegar eftir eru 4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 4-4-4-6-6-7 sinnum til viðbótar (= alls 5-5-5-7-7-8 sinnum) og síðan þegar eftir eru 3-3-3-3-5-5 lykkjur fleiri en í fyrri umferð 3-3-4-2-2-2 sinnum. Prjónið 1 umferð til baka frá réttu yfir allar lykkjur í umferð þegar fækkað er um 3-2-3-3-3-4 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA-2 = 32-35-37-39-43-45 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. Stykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður meðfram hlið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 77-83-89-93-101-107 lykkjur á hringprjón 7 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 47-48-49-50-51-52 cm. Setjið nú eitt prjónamerki í hvora hlið á stykki (merkir handveg og er notað síðar fyrir frágang). Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Prjónið nú garðaprjón yfir miðju 25-25-27-27-27-29 lykkjur í umferð. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir þessar lykkjur, fellið af miðju 13-13-15-15-15-17 lykkjur fyrir hálsmáli (nú eru 6 lykkjur með garðaprjóni í hvorri hlið á hálsmáli) og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig = 32-35-37-39-43-45 lykkjur á hvorri öxl. Haldið síðan áfram með mynstur, 6 lykkjur garðaprjón við hálsmál og 1 kantlykkja í garðaprjóni við handveg þar til stykkið mælist 61-63-65-67-69-71 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum. Ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja. Prjónið hina öxlina á sama hátt. Stykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl og niður meðfram hlið. ERMI: Fitjið upp 41-43-47-49-51-55 lykkjur á hringprjón 7 með Melody. Prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið fyrstu lykkju í A.1, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur fram og til baka svona. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona í 14.-12.-10.-8.-7.-5. hverri umferð alls 5-6-7-7-8-9 sinnum = 31-31-33-35-35-37 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 43-42-41-40-38-36 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Setjið eitt prjónamerki 15-16-17-18-19-20 cm frá öxl og niður í hvorri hlið á framstykki (merkir handveg). Saumið ermar í við miðju á fram- og bakstykki á milli prjónamerkja á framstykki og bakstykki – saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki og innan við uppfitjunarkant á ermum. Saumið saum undir ermum og hliðarsaum í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Endurtakið í hinni hliðinni. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mellowmondaysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.