DROPS / 195 / 17

Daydreamer by DROPS Design

Prjónað sjal úr DROPS Lace eða BabyAlpaca Silk með garðaprjóni og gatamynstri.

Leitarorð: gatamynstur, sjal,

DROPS Design: Mynstur la-037
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

Mál:
Hæð mæld fyrir miðju ca 38 cm
Lengd mæld meðfram efri hlið ca 184 cm
Efni:
DROPS LACE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100 g litur 7120, ljós grágrænn
Eða notið:
DROPS BABY ALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250 g litur 7402, ljós sægrænn

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
23 lykkjur á breidd og 45 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

ATH: Ef þetta sjal er prjónað úr DROPS Lace á að bleyta það og strekkja í rétt mál í lokin, þannig að prjónfestan er ekki það mikilvæg. En til þess að fá einhverja hugmynd um hvort prjónað sé of laust eða of fast er hægt að prjóna prufu með garðaprjóni á prjón 3,5 til þess að athuga hvort uppgefin prjónfesta passi.

PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 80 cm.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (13)

70% Alpakka, 30% Silki
frá 1364.00 kr /50g
DROPS Lace uni colour DROPS Lace uni colour 1364.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Lace mix DROPS Lace mix 1364.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2728kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

KÚLA:
Hægt er að gera kúlur á mismunandi hátt. Aðferð 1 sýnir kúlu sem verður að prjóna saman í næstu umferð frá röngu. Aðferð 2 sýnir kúlu með heklunál og þessi kúla er tilbúin í þessari umferð. Veldu þá aðferð sem er einföldust fyrir þig, gerðu gjarna prufu þar sem það eru margar lykkjur í umferð þegar mynsturteikning er prjónuð.

KÚLA 1:
Prjónið 7 lykkjur í 1 lykkju þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 1 lykkju slétt = 7 lykkjur. Það er mikilvægt að kúlurnar verði aðeins lausar (ca 1 cm langar) annars verður erfitt að prjónað þær saman síðar. Snúið ekki stykkinu, heldur prjónuð afgang af umferð eins og útskýrt er í uppskrift/mynsturteikningu. Þegar prjónað á næstu umferð frá röngu eiga allar 7 lykkjurnar í hverri kúlu að prjónast brugðnar saman.

AÐFERÐ 2: Notið heklunál í sama grófleika og prjóninn sem þú prjónar með. Notið heklunálina eins og prjón og prjónið 7 lykkjur í 1 lykkju þannig: * 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 1 lykkju slétt = 07 lykkjur. Það er mikilvægt að kúlurnar verði aðeins lausar (ca 1 cm langar). Sláið 1 sinni uppá prjóninn sem síðan er dregið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni, herðið á bandi og setjið lykkjuna sem er á heklunálinni á hægri prjón.

AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingin verði stíf er hægt að slá uppá prjóninn jafnframt því sem fellt er af. Sláið einu sinni uppá prjóninn yfir alla uppslættina frá fyrri umferð, uppslátturinn er síðan felldur af eins og venjuleg lykkja. Passið uppá að herða ekki á þræðinum. Ef affellingin er enn stíf er hægt að nota grófari prjón til að fella af með.

FORMUN:
Ef skipt er um annað garn en Lace frá garnflokki A þá þarf ekki að strekkja sjalið í rétt mál, heldur bara að bleyta það og leggja það varlega í rétt form. Látið sjalið þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið.

------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

SJAL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður á hringprjón með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.

SJAL:
Fitjið upp 13 lykkjur á hringprjón 3,5 með Lace eða BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig:
UMFERÐ 1 (= rétta): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt saman (= 2 lykkjur fleiri).
UMFERÐ 2 (= ranga): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri).

Prjónið 1. og 2. umferð 3 sinnum til viðbótar (alls 4 sinnum) = 29 lykkjur í umferð.

Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig:
Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 8 sinnum og prjónið 3 lykkjur slétt (= 10 lykkjur fleiri) = 39 lykkjur í umferð.
Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 41 lykkja í umferð.

Prjónið umferð 1 og 2 alls 10 sinnum = 81 lykkjur í umferð.

Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig:
Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 25 sinnum og prjónið 3 lykkjur slétt (= 27 lykkjur fleiri) = 108 lykkjur í umferð.
Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 110 lykkjur í umferð.

Prjónið umferð 1 og 2 alls 15 sinnum = 170 lykkjur í umferð.

Prjónið nú næstu umferð frá réttu þannig:
Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 55 sinnum og prjónið 3 lykkjur slétt (= 57 lykkjur fleiri) = 227 lykkjur í umferð.
Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 2 lykkjur fleiri) = 229 lykkjur í umferð.

Prjónið umferð 1 og 2 alls 5 sinnum = 249 lykkjur í umferð.

ATH: Nú breytist útaukningin í hliðum, prjónið næstu umferð þannig:
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 1 lykkja fleiri).
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 1 lykkja fleiri).

Prjónið 3 umferð og 4 umferð alls 17 sinnum = 283 lykkjur í umferð.

Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig:
Prjónið 2 lykkjur slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 93 sinnum og prjónið 2 lykkjur slétt (= 93 lykkjur fleiri) = 376 lykkjur í umferð.
Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið afgang af lykkjum slétt (= 1 lykkja fleiri) = 377 lykkjur í umferð.

Prjónið umferð 3 og 4 alls 15 sinnum = 407 lykkjur í umferð.

Nú á að prjóna eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 – LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Það eru margar lykkjur í umferð og við mælum með að þú notið prjónamerki eða merkiþráð til þess að sjá betur hvar hver mynsturteikning byrjar og endar. Settu þar af leiðandi merkiþráð/prjónamerki á eftir 14. hverri lykkju og látið prjónamerkin fylgja með upp á meðan prjónað er.

Næsta umferð er frá réttu og er prjónuð þannig:
Prjónið A.1 alls 29 sinnum á breidd, prjónið A.2 yfir síðustu lykkju. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka er fellt laust af í næstu umferð frá réttu – sjá AFFELLING í útskýringu að ofan.

STREKKING:
Leggið sjalið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið vatnið varlega úr sjalinu – ekki vinda, rúllið síðan sjalinu inn í handklæði og pressið til að fá vatnið úr – sjalið á nú að vera aðeins rakt. Ef notað er annað garn en Lace frá garnflokki A – lesið FORMUN í útskýringu að ofan. Leggið sjalið á mottu eða dýnu – dragið það varlega út í rétt form og notið nálar til að festa það með. Látið sjalið þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið.

Mynstur

= slétt frá réttu, slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður slétt í næstu umferð (það eiga að myndast göt)
= prjónið 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjurnar
= KÚLA – sjá útskýringu í uppskrift

Athugasemdir (13)

Skrifa athugasemd!

Maria Virtuani 02.01.2019 - 22:35:

Bello scialle. Semplice e raffinato.

Bina 19.11.2018 - 10:51:

Jeg kan ikke se diagrammet mere, hvor blev det af?

DROPS Design 19.11.2018 kl. 11:28:

Hei Bina. Diagrammet ligger fortsatt nederst på siden, under selve oppskriften. Vi har sjekket den danske oppskriften, og det er synlig her også. Gjelder det uansett hvaslags enhet du bruker (Pc/mobil/nettbrett)? kan du se diagrammet på et av de andre språkene, feks i den norske oppskriften?

Wenche 06.11.2018 - 20:17:

Daydreamer: Is it correct knitting «Make 1 yarn over, knit 1, 1 yarn over» in the beginning of the rows? The edge of the shalw gets so big yarnloops and they seem so fragile... It does not look like that on the picture.

DROPS Design 07.11.2018 kl. 08:21:

Dear Mrs Wenche, that's right, you start some rows with 1 yarn over - make sure that they aren't neither too loose, nor too tight. The shawl has been blocked and this is not visible anymore. Happy knitting!

Dea 28.08.2018 - 20:33:

C'è un refuso dove dice l'occorrente "Or use: DROPS BABYALPACA SILK di Garnstudio ..." :)

DROPS Design 29.08.2018 kl. 09:23:

Buongiorno Dea. Abbiamo corretto il testo. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!

Giuseppina 06.07.2018 - 15:03:

Elegante

Carmen 03.07.2018 - 21:16:

Sehr sehr nah am Original eines anderen Designers !

Margarita Covián Mon 01.07.2018 - 22:29:

Es precioso!!!!

Michela 24.06.2018 - 14:46:

Molto elegante e raffinato. Bello.

Sue 19.06.2018 - 12:17:

Need to make this now! So beautiful

Micheline 17.06.2018 - 18:35:

Chic et délicat et je serais bien fiere de le porter . Très beau châle pour toute occasion! À quand le patron?

Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.