Alice skrifaði:
Bonjour, je débute au tricot et souhaite essayer de réaliser cette jupe en longueur 65 cm pour voir ce que cela donne (un peu au-dessous des genoux), en taille M, pouvez-vous me dire combien de grammes je dois utiliser en plus? Merci d'avance pour votre réponse! Et merci pour votre site, ses jolis modèles et tutoriels qui les accompagnent. Bien cordialement, Alice
30.08.2018 - 06:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Alice et merci. Nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir ajuster chacun de nos modèles à chaque demande individuelle. N'hésitez pas à contacter votre magasin DROPS, même par mail ou téléphone, on pourra fort probablement vous aider. Bon tricot!
04.09.2018 - 12:32
Stigne Nilsson skrifaði:
Der er vist sneget sig en lille fejl ind i diagrammet... Tegnet for omslag og ret sammen er forskeligt i forklaring og diagrammet
27.08.2018 - 06:08
S R skrifaði:
Skitsnygg
14.08.2018 - 12:50
Anja Heimdal skrifaði:
Skal bare på pindende
09.06.2018 - 10:15
Krysztasz skrifaði:
Végre szoknya mintát látok, nagyon szép!
05.06.2018 - 20:59
Chantal skrifaði:
Petite jupe de danseuse très sympa tout comme le coloris ! elle donne envie de la tricoter !
05.06.2018 - 15:22
Marie-christine skrifaði:
La jupe est moderne, seyante, très féminine et le coloris est vif pour un joyeux hiver : mes yeux ont "tilté" !
05.06.2018 - 14:37
Rosy skrifaði:
Jolie jupe très originale
05.06.2018 - 13:25
See You In Dublin#seeyouindublinskirt |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónað pils úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í klukkuprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-37 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PRJÓNFESTA: Áferðin á stykkinu kemur til með að teygjast í mitti þegar stykkið er mátað, þess vegna eru gefnar upp 2 prjónfestur. Prjónfesta 1 á við þegar stykkið er prjónað og liggur flatt. Það er þessi prjónfesta sem stykkið á að hafa á meðan það er prjónað. Prjónfesta 2 er prjónfesta á pilsi í mitti þegar stykkið er mátað. Prjónfestan á hæðina er gefin upp eftir sléttri lykkju, sem er prjónuð yfir 1 umferð færri en brugðna lykkjan, þar sem sléttu lykkjunni er steypt yfir á hægri prjón í annarri hverri umferð. Þ.e.a.s. 24 umferðir á hæðina mælt í sléttri lykkju á 10 cm jafngildir 48 umferðum mælt í brugðnu lykkjunni á 10 cm á hæðina. Málin á teikningu eru gefin upp í cm þegar stykkið er mátað. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 172 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 26) = 6,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 6. og 7. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2: Öll útaukning er gerð í umferð þar sem uppslátturinn og slétta lykkjan er prjónað slétt saman. Prjónið 5 lykkjur í sléttu lykkjuna og uppslátt þannig: Prjónið uppsláttinn og sléttu lykkjuna slétt saman, en bíðið með að steypa yfir uppsláttinn og sléttu lykkjuna sem var prjónað af prjóni, * sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið sléttu lykkjuna og uppsláttinn slétt saman *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum = 5 lykkjur (= 4 lykkjur fleiri). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður faldur sem teygja er dregin í gegn í lokin. Síðan er prjónað áfram í stroffprjóni og klukkuprjóni. Áferðin á stykkinu er gefin upp öðru vísi þegar stykkið er máta – sjá PRJÓNFESTA! FALDUR: Fitjið upp 172-188-202-228-250-292 lykkjur á hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan 4 umferðir sléttprjón. Prjónið 1 umferð og aukið út um 26-28-32-36-38-44 lykkjur jafnt yfir (= uppábrot) – sjá ÚTAUKNING-1 = 198-216-234-264-288-336 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! PILS: Prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) í 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið A.1 yfir allar lykkjurnar (= 66-72-78-88-96-112 sinnum hringinn). Þegar fyrsta umferð í A.1 hefur verið prjónuð eru 132-144-156-176-192-224 lykkjur í umferð. Uppslátturinn er ekki talinn með sem lykkja. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1a til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10 cm frá prjónamerki, setjið 1 prjónamerki í 11.-12.-13.-11.-12.-14. hverja lykkju slétt (= 6-6-6-8-8-8 prjónamerki). Aukið síðan út um 4 lykkjur í hverja lykkju með prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2 (= 24-24-24-32-32-32 lykkjur fleiri). Haldið áfram hringinn með mynstri, útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur. Aukið svona út með 4-4-4-4½-4½-4½ cm millibili þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá prjónamerki. Nú eru ca 348-384-396-464-512-544 lykkjur í umferð. Stillið af að síðasta umferð sé umferð með uppslætti. Fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, EN uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja með sléttum lykkjum, þetta er gert til að affellingarkanturinn verði ekki of stífur. FRÁGANGUR: Brjótið uppá faldinn að röngu og saumið fallega niður, en skiljið eftir smá op til að þræða teygju í gegn. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seeyouindublinskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.