Carol Winegar skrifaði:
What is the finished chest measurement of a size M sweater. Drops 197-16. Pattern no. DK-018
09.04.2025 - 19:12
Claudette Lachapelle skrifaði:
Pourquoi je ne peux voir les photos des modèles de tricots Drops ni les diagrammes que je choisis de lire. Merci.
27.02.2025 - 20:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lachapelle, vous devriez pouvoir voir aussi bien les photos que les diagrammes; essayez de nettoyer le cache/les cookies de votre navigateur, et/ou essayez avec un autre navigateur / un autre appareil. Bon tricot!
28.02.2025 - 09:34
Heather Roach skrifaði:
I think the instructions for the back elevation are wrong. The last two has you coming back to the centre back on the wrong side of the work and the elevation is lop-sided. It needs a further row to be even and finish on the right side at the centre back.
16.02.2025 - 18:53
Alix skrifaði:
Bonjour. Au sujet du modèle Agnes sweater " Diagramme A.2 taille Xl. Rang 11 (a la fin) et rang 17 (au début), faut-il tricoter les 2 jetés a la suite ou faire une maille endroit entre les 2 ? C'est mon premier pull avec dentelle ! Merci.
14.02.2025 - 22:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Alix, au 11ème rang, vous terminez chaque A.2 par 1 jeté (autrement dit, vous terminez par 2 m ens à l'end, 1 jeté, 1 m end, 1 jeté) et au début du 17ème rang, vous commencez par 1 jeté, autrement dit par 1 jeté, 1 m end, 1 jeté, 1 diminution etc... Bon tricot!
17.02.2025 - 07:46
Patrizia skrifaði:
Bello!!
18.12.2024 - 11:49
Maria Letizia skrifaði:
Ho realizzato il modello in versione bambina. L ‘ho realizzato in cotone blu , vorrei condividere o mettere le foto nella galleria, come devo fare?
25.04.2024 - 08:37DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria Letizia, a questo link link text può trovare le istruzioni per inviare i suoi lavori alla DROPS Gallery. Buon lavoro!
01.05.2024 - 21:49
Laura skrifaði:
Molto bello e elegante
16.04.2024 - 14:21
Dorte skrifaði:
Jeg har et spørgsmål angående mønstret ,jeg kan ikke finde ud af læser man mønstret fra højre side eller er det fra venstre side ?
24.02.2024 - 14:28
Lucie skrifaði:
Bonjour, je tricote la taille S. Je vais séparer le devant/dos et les manches. Je veux savoir dans "Tricoter en jersey au-dessus des 42 premières mailles, glisser les 64 mailles suivantes en attente ...". Ces 42 mailles sont elles le nombre de maille pour le moitié du dos ou le moitié du devant ? Comme j'ai fait la réhausse pour l'encolure, je dois savoir si le nombre de mailles pour le devant et pour le dos est il différent ? Merci
18.01.2024 - 00:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucie, les tours de l'empiècement commencent et se terminent au milieu dos, ainsi, les 42 premières mailles lors de la division sont pour le dos (on termine par les 41 dernières mailles pour avoir ainsi 83 mailles pour le dos, comme pour le devant). Bon tricot!
18.01.2024 - 09:04
Jack skrifaði:
You can really do beautiful things, my wife, unfortunately, is not why it looks at wool & cashmere
06.11.2023 - 13:56
Agnes Sweater#agnessweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-16 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. UPPHÆKKUN (á við um aftan í hnakka): Upphækkunin er prjónuð í garðaprjóni. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= ca við miðju að aftan. Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 7-8-8-9-9-10 lykkjur framhjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 14-16-16-18-18-20 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 21-24-24-27-27-30 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-32-32-36-36-40 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 35-40-40-45-45-50 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 42-48-48-54-54-60 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 49-56-56-63-63-70 lykkjur slétt til baka, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina. ÚTAUKNING-1 (á við um jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 22) = 4,18. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja) sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA-1 (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt saman (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður á hringprjón að handveg, síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað til loka hvort fyrir sig. Fram- og bakstykki heldur áfram í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 92-96-100-108-112-118 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 22-24-26-24-26-26 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 114-120-126-132-138-144 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 4. Til að flíkin passi betur er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá UPPHÆKKUN. Prjónið A.1 (= 6 lykkjur yfir allar lykkjur (= alls 19-20-21-22-23-24 sinnum á breidd). Í hverri umferð með stjörnu (= útauknings umferð) er aukið út þannig: ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ÚTAUKNING 1: Aukið út um 24-24-24-24-30-30 lykkjur jafnt yfir = 138-144-150-156-168-174 lykkjur. A.1 er þá endurtekið 23-24-25-26-28-29 sinnum á breidd. ÚTAUKNING 2: Aukið út um 18-18-24-24-24-30 lykkjur jafnt yfir = 156-162-174-180-192-204 lykkjur. A.1 er þá endurtekið 26-27-29-30-32-34 sinnum á breidd. ÚTAUKNING 3: Aukið út um 12-18-18-24-24-24 lykkjur jafnt yfir = 168-180-192-204-216-228 lykkjur. A.1 er þá endurtekið 28-30-32-34-36-38 sinnum á breidd. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 8 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið A.2 (= 12 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 14-15-16-17-18-19 sinnum á breidd). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 294-330-352-391-414-437 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-22-22-24-24-24 cm. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-29 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 42-47-49-57-62-66 lykkjur, setjið næstu 64-72-78-82-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið sléttprjón yfir næstu 83-93-98-114-123-130 lykkjur, setjið næstu 64-72-78-82-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 41-46-49-56-61-65 lykkjur sléttprjón = 182-202-216-247-270-285 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir hvorri ermi. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 2-2-2-3-3-2 cm millibili alls 11-11-11-9-9-12 sinnum = 226-246-260-283-306-333 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 30-30-31-31-31-32 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-34 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. Fellið af með sléttum lykkjum. Stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 64-72-78-82-84-88 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum undir ermi = 72-80-88-92-96-100 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1½-1½ cm millibili alls 13-16-19-19-20-21 sinnum = 46-48-50-54-56-58 lykkjur. Þegar ermin mælist 42-41-40-39-37-36 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki, skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Ermin mælist alls ca 65-66-66-67-67-67 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #agnessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.