Jennifer Carvalho skrifaði:
After A4 and A5 have been completed do I measure from mid front or from the shoulder to separate the body for sleeves?
09.06.2023 - 14:26DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Carvalho, measure from cast on edge towards mid front/front band stitches. Happy knitting!
12.06.2023 - 08:07
EW skrifaði:
Guten Tag, ich stricke Grösse L und habe nach der 1. Zunahme 163 M auf der Nadel. Wenn ich A.2 weiter stricke habe ich zuviele Maschen übrig. Wie geht es beim Diagramm genau weiter?
13.05.2023 - 07:55DROPS Design svaraði:
Liebe Ew, so stricken Sie die 163 Maschen: 5 Blenden-Maschen krausrechts, A.1 (= 8 Maschen), A.2 (= 6 Maschen) insgesamt 23 Mal, A.3 (7 Maschen) und 5 Blenden-Maschen krausrechts. Viel Spaß beim stricken!
15.05.2023 - 08:00
Stina Byrval skrifaði:
Jeg kan kun finde denne opskrift med korte ærmer i damestørrelse. Har tidligere strikket børnestørrelse med korte ærmer og er blevet bedt om at strikke den igen i en større børnestørrelse, men kan kun finde opskriften til børn med lande ærmer i drops
23.10.2022 - 13:48DROPS Design svaraði:
Hej Stina, vi har den kun med lange ærmer til børn: DROPS Children 34-9 men da den er strikket oppefra og ned, så stopper du bare når du ikke vil have ærmerne længere :)
25.10.2022 - 13:42
MARIE ARMELLE AGNES AQUILINA skrifaði:
Je pense qu'il y a une erreur au 1er rang de A4 et A5 dans le dernier A5 ne faudrait-il pas faire l'augmentation après le motif dans les 3 mailles jersey de manière à avoir la symétrie des 2 côtés 5 mailles au début et à la fin car si on suit la grille on se retrouve avec 5 mailles au début du rang et 4 mailles à la fin ?
29.05.2022 - 19:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Aquilina, les diagrammes sont justes ainsi, les augmentations faites alternativement au début/à la fin du diagramme permettent d'ajuster le nombre de mailles pour que le motif ajouré soit centré - vous tricotez 1 x A.4, répétez A.5 et terminez par 1 m jersey (entre les mailles de bordure des devants). Bon tricot!
30.05.2022 - 08:24
Edith skrifaði:
Hvor kan jeg læse brystmål mm så jeg kan afgøre om jeg skal strikke en størrelse M eller L?
15.07.2021 - 20:55DROPS Design svaraði:
Hej Edith. Du finner alla mål i cm längst ner på opskriften på måleskitsen. Mvh DROPS Design
16.07.2021 - 09:47
Tiina skrifaði:
Jag undrar om det finns ett fel i förhöjningen. Om jag följer beskrivningen hamnar jag efter alla 7 vändningar tillbaka till varvets början och inte till varvets slut. Det måste fattas något i beskrivningen eller annars är det en vändning för mycket i beskrivningen.
08.05.2021 - 21:34
Strickliesel skrifaði:
Anleitung 197-4. Nach 3. Zunahme 181 Maschen, habe ich jetzt auch auf der Nadel. Dann geht's weiter mitA4/A5, da sind es aber nur 156M + je 5 Blendenmaschen +je 1 Kraus rechts. Stricke ich die Reihe,so wie angegeben, bleiben Maschen übrig......oder lese ich es falsch? Habe die Reihe schon 3×aufgetrennt. Danke schonmal im Vorraus.
18.05.2019 - 14:48DROPS Design svaraði:
Liebe Strickliesel, so stricken Sie die 181 Maschen: 5 Blenden-Maschen, 1 Masche glatt rechts, A.4 (= 13 Maschen), A.5 (= 12 Maschen) x 13 Mal (= über die nächsten 156 Maschen), 1 Masche glatt rechts und enden mit 5 Blenden-Maschen = 5 + 1 + 13 + 12x13 + 1 + 5= 181 Maschen. Diagram lesen Sie von unten nach oben (hier lesen Sie mehr über Diagramme). Viel Spaß beim stricken!
20.05.2019 - 10:16Morag skrifaði:
The Norwegian comment on July 12 translates as Named after my lovely daughter. Is this the designer? It is turning out to be a lovely design too.
25.09.2018 - 19:03Morag skrifaði:
Thank you
25.09.2018 - 18:50Morag skrifaði:
I am making size large. After the words “remember the knitting tension”I should have 163 stitches (153+10) I am then to work a pattern of 6 stitches. 153 does not divide evenly into 6. What am I to do with the extra stitches?
22.09.2018 - 06:22DROPS Design svaraði:
Dear Morag, after you have increased 24 sts you will now repeat A.2 a total of 4 more times like this: K5, A.1, repeat A.2 over the next 138 sts, A.3, K5 = 5+8+138+7+5= 163 sts. On next increase, you will increase 24 sts again = you will repeat A.2 a total of 4 more times and so on. Happy knitting!
24.09.2018 - 08:07
Agnes Cardi#agnescardi |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónað vesti með hringlaga berustykki úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 197-14 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. UPPHÆKKUN (á við um aftan í hnakka): Upphækkunin er prjónuð í garðaprjóni. Setjið 1 merkiþráð eftir 63-66-69-72-75-78 lykkjur (= ca miðja að aftan). Byrjið frá réttu og prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 7-8-8-9-9-10 lykkjur framhjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 14-16-16-18-18-20 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 21-24-24-27-27-30 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-32-32-36-36-40 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 35-40-40-45-45-50 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 42-48-48-54-54-60 lykkjur slétt til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið 49-56-56-63-63-70 lykkjur slétt til baka, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferðina. ÚTAUKNING-1 (á við um jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 102 lykkjur), mínus kanta að framan (= alls 10 lykkjur = 92 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 3,68. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu. Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja) sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar stykkið er mátað). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkjuna slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist ca 1½-2 cm. Fellið af fyrir öðru hnappagatinu þegar stykkið mælist 7 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-6-6 næstu með ca 8½-8½-7½-7½-7-7 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður á hringprjón að handveg, síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað til loka hvort fyrir sig. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka. Kantar á ermum eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 102-106-110-118-122-128 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 25-27-29-27-29-29 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 127-133-139-145-151-157 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4. Til að flíkin passi betur er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá UPPHÆKKUN. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 8 lykkjur), A.2 (= 6 lykkjur) yfir næstu 102-108-114-120-126-132 lykkjur (= 17-18-19-20-21-22 sinnum á breidd), A.3 (= 7 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Í hverri umferð með stjörnu (= útauknings umferð ) er aukið út þannig: ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ÚTAUKNING 1: Aukið út um 24-24-24-24-30-30 lykkjur jafnt yfir = 151-157-163-169-181-187 lykkjur. A.2 er þá endurtekið 21-22-23-24-26-27 sinnum á breidd. ÚTAUKNING 2: Aukið út um 18-18-24-24-24-30 lykkjur jafnt yfir = 169-175-187-193-205-217 lykkjur. A.2 er þá endurtekið 24-25-27-28-30-32 sinnum á breidd. ÚTAUKNING 3: Aukið út um 12-18-18-24-24-24 lykkjur jafnt yfir = 181-193-205-217-229-241 lykkjur. A.2 er þá endurtekið 26-28-30-32-34-36 sinnum á breidd. Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 8 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að ofan í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.4 (= 13 lykkjur), prjónið A.5 (= 12 lykkjur) yfir næstu 156-168-180-192-204-216 lykkjur (= 13-14-15-16-17-18 sinnum á breidd), 1 lykkja sléttprjón og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 307-343-365-404-427-450 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-22-22-24-24-24 cm. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-29 cm. Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki er prjónað þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, sléttprjón yfir næstu 42-47-50-57-62-66 lykkjur, setjið næstu 64-72-78-82-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið sléttprjón yfir næstu 85-95-99-116-125-132 lykkjur, setjið næstu 64-72-78-82-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 42-47-50-57-62-66 lykkjur sléttprjón og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 195-215-229-260-283-298 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir hvorri ermi. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 3½-4½-4-6-5-3½ cm millibili alls 6-5-6-4-5-7 sinnum = 219-235-253-276-303-326 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 30-30-31-31-31-32 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið garðaprjón þar til stykkið mælist 32-32-33-33-33-34 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum. Fellið af með sléttum lykkjum. Stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. KANTUR Á ERMUM: Setjið 64-72-78-82-84-88 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum undir ermi = 72-80-88-92-96-100 lykkjur. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan. Fellið síðan af með sléttum lykkjum. Kantur á ermum mælist ca 2 cm. Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #agnescardi eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 197-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.