Agnieszka skrifaði:
Dzień dobry, mam dwa pytania. Czy oczka nad narzutami przerabiamy jako przekręcone? Ze wzoru wynika, że prawe jako przekręcone (nie powstaną dziury), a lewe normalne (czyli powstaną dziury). Po drugie - komin mi się bardzo skręca- wzór jest przechylony w lewą stronę. Zapewne jest to wina prawych oczek przekręconych, ale czy można temu zapobiec?
11.09.2018 - 10:04DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko! Pierwszy narzut jest przerabiany jak oczko prawe przekręcone (nie powstaną dziury), a kolejny narzut jak oczko lewe (czyli powstaną dziury). I tak na przemian. Wzór ma skręt w swojej naturze, nie uda się temu niestety zapobiec. Powodzenia i koniecznie proszę umieścić zdjęcie na DROPS Workshop na naszym facebooku. Pozdrawiamy!
11.09.2018 - 15:52
Ute skrifaði:
Plastisch und formvollendet. Mit Merino extra fine kommt das Muster super zur Geltung!
14.06.2018 - 19:30
Winter Twist#wintertwistset |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð húfa, hálsskjól og handstúkur úr DROPS Merino Extra Fine með áferðamynstri.
DROPS 192-14 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.4 til A.6. Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.7 til A.9. Mynstrið er prjónað í hring og er prjónað í hverri umferð. ÚRTAKA (á við um húfu): Fækkið um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skipt er yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 8-8 mynstureiningar með 15-16 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 120-128 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4 og prjónið A.2 hringinn (8-8 mynstureiningar með 15-16 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið A.2 þar til stykkið mælist ca 20-22 cm – endið eftir 1 heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 8-8 mynstureiningar með 15-16 lykkjur). Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 48-48 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 24-24 lykkjur eftir. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar aftur slétt saman 2 og 2 = 12 lykkjur eftir í báðum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 23-25 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 128-160 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.4 hringinn (= 8-10 mynstureiningar með 16 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 120-150 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.5 hringinn (8-10 mynstureiningar með 15 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið A.5 þar til stykkið mælist ca 20-22 cm – endið eftir 1 heila mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið A.6 hringinn (= 8-10 mynstureiningar með 15 lykkjum). Eftir fyrstu umferð í A.6 eru 128-160 lykkjur í umferð. Haldið svona áfram þar til A.6 hefur verið prjónað til loka. Fellið laust af með snúnum sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Hálsskjólið mælist ca 23-25 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. HANDSTÚKA: Fitjið upp 44-48 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja snúin slétt *, prjónið frá *-* alls 6-7 sinnum, prjónið A.7 (= 19 lykkjur), 1 lykkja snúin slétt, prjónið síðan *-* alls 6-7 sinnum. Haldið svona áfram með stroff. Þegar A.7 hefur verið prjónað til loka eru 43-47 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Næsta umferð er prjónuð þannig: 12-14 lykkjur sléttprjón, A.8 (= 18 lykkjur), 13-15 lykkjur með sléttprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 17-19 cm – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja snúin slétt *, prjónið frá *-* alls 6-7 sinnum, prjónið A.9 (= 18 lykkjur), 1 lykkja snúin slétt, prjónið síðan *-* alls 6-7 sinnum. Eftir fyrstu umferð í A.6 eru 44-48 lykkjur í umferð. Haldið áfram með stroff þar til A.9 hefur verið prjónað til loka. Fellið laust af með snúnum sléttum lykkjum yfir snúnar sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Handstúkan mælist ca 19-21 cm ofan frá og niður. Prjónið hina handstúkuna á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintertwistset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 192-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.