Castel Sophie skrifaði:
Bonjour, Est-ce qu'on peut utiliser une aiguille circulaire à la place des aiguilles doubles pointes ?
30.06.2020 - 18:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Castel, tout à fait, mais il vous faudra utiliser la technique du magic loop - et donc une aiguille de 80 cm. Bon tricot!
30.06.2020 - 18:40
Jayne skrifaði:
Hi. Only charts for A5 and A8 are now showing all the others have disappeared! Please would you restore them
29.07.2018 - 08:45DROPS Design svaraði:
Dear Jane, you should be able to see all diagrams, shouldn't you, try to clean your cache and try again. Shouldn't it still work, please let us know wich browser/system you are using. Thank you!
31.07.2018 - 10:29
Ruth F Matthews skrifaði:
Your note says "This pattern is written in American English. All measurements in charts are in cm." Can't be both American and cm--so is cm a typo that should read inches?
06.07.2018 - 16:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Matthews, the US-English patterns are written with American English wording, but when there is a chart with all measurements in each size (this doesn't apply here for the socks) the measurements in the chart are taken in cm, not in inches. Happy knitting!
09.07.2018 - 09:29Åsa skrifaði:
Hur får man tag i mönsterdelarna A5 och A8? Jag kommer inte vidare....
10.05.2018 - 10:31DROPS Design svaraði:
Diagram A.5 och A.8 hittas längst ner under de övriga diagrammen.
01.06.2018 - 15:45
Åsa skrifaði:
A5 o A8??? Sitter just nu och saknar ovanstående info...
10.05.2018 - 01:23DROPS Design svaraði:
Hej Åsa, både A5 og A8 ligger nu nederst under de andre diagrammet. God fornøjelse!
15.05.2018 - 16:02
Haldis Presttun skrifaði:
Diagram A5 + A8 ?
09.05.2018 - 20:09DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Presttun, Diagrams A.5 and A.8 are now online, thank you. Happy knitting!
11.05.2018 - 09:13
LillyS skrifaði:
Puuduvad skeemid A.5 ja A.8 tulevad.
08.05.2018 - 23:56
Yvonne skrifaði:
Prachtig zomers motief. Lijkt me leuk om te breien!
31.12.2017 - 19:31
Lisa skrifaði:
Very sweet motifs and colors. I would love to knit this on a wintery day, looking forward to spring.
19.12.2017 - 21:53
Sylvie skrifaði:
Motifs originaux que nous ne voulons peut-être pas garder dans notre jardin secret
13.12.2017 - 12:30
Enchanted Socks#enchantedsocks |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar með marglitu mynstri úr DROPS Nord. Stærð 35-43.
DROPS 189-23 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman. Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 12. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 11. og 12. hver lykkja saman. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 14-14-16 lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp 72-72-80 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með litnum bleikfjólublár. Prjónið 1 umferð slétt. Haldið áfram með stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 6-6-8 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 66-66-72 lykkjur. Prjónið síðan eftir mynsturteikningu A.1 (= 6 lykkjur) alls 11-11-12 sinum í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið A.2 (= 3 lykkjur) yfir fyrstu 3-3-0 lykkjur, endurtakið A.3 (= 18 lykkjur) yfir næstu 54-54-72 lykkjur (= 3-3-4 sinnum) JAFNFRAMT er fækkað um 6-6-0 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð og endið með A.4 (= 3 lykkjur) yfir síðustu 3-3-0 lykkjur = 60-60-72 lykkjur. Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 16 cm. Prjónið A.5 (= 6 lykkjur) alls 9-10-11 sinnum hringinn JAFNFRAMT er fækkað um 6-0-6 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 54-60-66 lykkjur. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er stykkið prjónað áfram með litnum ljós beige. Þegar stykkið mælist 24 cm (= stroff), er fækkað um 0-2-4 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 54-58-62 lykkjur. Haldið nú eftir fyrstu og síðustu 13-14-15 lykkjum á prjóni fyrir hæl og setjið þær lykkjur sem eftir eru á þráð (= ofan á fæti) = 28-30-32 lykkjur ofan á fæti og 26-28-30 lykkjur fyrir hæl. Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjur í 1 cm. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 4-5-6 lykkjur eins og A.6, A.7 (= 17 lykkjur) 1 sinni og 5-6-7 lykkjur eins og A.6. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.6 og A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er hællinn prjónaður til loka með litnum sítrónugras. Þegar hællinn mælist 5-5½-6 cm, setjið 1 prjónamerki í síðustu umferð. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku er prjónað í hring í sléttprjóni með litnum ljós beige. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið lykkjur frá hæl, prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram hlið á hæl, prjónið lykkjur af þræði og prjónið upp 13-14-16 lykkjur meðfram annarri hlið á hæl = 68-72-80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 28-30-32 lykkjur ofan á fæti. Fækkið síðan lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir seinna prjónamerki ofan á fæti slétt saman (= 2 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 8-8-10 sinnum = 52-56-60 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 12-13-15 cm frá prjónamerki á hæl (= 10-11-12 cm eftir á sokk). Prjónið A.8 (= 6 lykkjur) alls 8-9-10 sinnum hringinn, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 4-2-0 lykkjur jafnt yfir = 48-54-60 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina mælist stykkið ca 18-19-21 cm frá prjónamerki á hæl (= 4-5-6 cm eftir á sokk). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 24-27-30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni með litnum bleikfjólublár og fækkið lykkjum fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Á undan prjónamerki: 2 lykkjur slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 lykkjur snúnar slétt saman: (= 4 lykkjur færri í hverri úrtöku). Fækkið lykkjum svona í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4-7-9 sinnum og síðan í hverri umferð 5-3-2 sinnum = 12-14-16 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 6-7-8 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #enchantedsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 189-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.