Gerd Pedersen skrifaði:
Tak.... Så lykkedes det.
27.09.2025 - 18:17
Gerd Pedersen skrifaði:
Man kommer så til at bryde garnet for hver eneste række ?? Eller gør jeg det forkert?
23.09.2025 - 15:38DROPS Design svaraði:
Hei Gerd. Skal ikke bytte garn ved hver rekke. Ta en titt på hjelpevidoen: Hvordan strikke en flette i tofarget helpatent. Du finner den til høyre /under bildet. mvh DROPS Design
23.09.2025 - 20:30
Clean Cables#cleancableswashcloth |
|
|
|
|
Prjónaðir þvottaklútar með tveggja lita klukkuprjóni og köðlum. Stykkin eru prjónuð úr DROPS Cotton Light.
DROPS 189-14 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN: Bláklukka er notuð í tusku með tveggja lita klukkuprjóni og köðlum. Ísblár er notað í tusku einungis með tveggja lita klukkuprjóni. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið með litnum bláklukka/ísblár. Prjónið 3 lykkjur með garðaprjóni með litnum bláklukka/ísblár, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið og prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni með litnum bláklukka/ísblár. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið með litnum natur. Takið 3 fyrstu lykkjur með litnum bláklukka/ísblár óprjónaðar eins og prjóna eigi brugðið, notið litinn natur og prjónið þannig: * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, takið 3 síðustu lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi brugðið. Færið lykkjurnar til í hinn endann á hringprjóninum þannig að prjónað sé frá sömu hlið einu sinni til viðbótar. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið með litnum bláklukka/ísblár. Prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið og prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni. Snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið með litnum natur. Takið 3 fyrstu lykkjur með litnum bláklukka/natur óprjónaðar eins og prjóna eigi brugðið, notið litinn natur og prjónið þannig: * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjurn brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, * prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, takið 3 síðustu lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi brugðið. Færið lykkjur til í hinn endann á hringprjóninum þannig að prjónað er frá sömu hlið einu sinni til viðbótar. UMFERÐ 5 (= ranga): Prjónið með litnum bláklukka/ísblár. Prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið og prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni. Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 2-5. KAÐALL: Takið 3 fyrstu lykkjur í litnum bláklukka óprjónaðar eins og prjóna eigi brugðið, notið litinn natur og prjónið þannig: * Prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, * prjónið frá *-* alls 7 sinnum (= 7 klukkuprjónslykkjur með litnum natur). Setjið næstu 6 lykkjur + 3 uppslættir sem eiga við (= 3 klukkuprjónslykkjur með litnum natur) á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið frá *-* alls 3 sinnum (= 6 lykkjur + 3 uppslættir sem eiga við (= 3 klukkuprjónslykkjur með litnum natur) prjónið frá *-* yfir lykkjur af kaðlaprjóni og síðan fram þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, takið síðustu 3 lykkjur óprjónaðar eins og prjóna eigi þær brugðið. Færið lykkjur til í hinn endann á hringprjóninum þannig að prjónað er frá sömu hlið einu sinni til viðbótar. Prjónið áfram frá UMFERÐ 5. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- ÞVOTTAKLÚTAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón, þetta er gert þar sem fleiri umferðir eru prjónaðar frá sömu hlið án þess að snúa stykkinu við. ÞVOTTAKLÚTUR MEÐ KAÐLI OG TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓNI: Fitjið upp 45 lykkjur með litnum bláklukka DROPS Cotton Light með hringprjón 3,5. Prjónið 2 umferðir slétt fram og til baka. Prjónið síðan TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið umferð 2-5 þar til stykkið mælist ca 6 cm, stillið af þannig að næsta umferð sé frá 4. umferð (með litnum natur). Nú er prjónaður 1 KAÐALL – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan áfram í klukkuprjóni eins og áður þar til stykkið mælist ca 16 cm, stillið af að næsta umferð sé eftir 4. umferð (með litnum natur). Prjónið 1 KAÐALL. Prjónið síðan í klukkuprjóni eins og áður þar til stykkið mælist ca 21 cm, stillið af að næsta umferð sé 3. eða 5. umferð (með litnum bláklukka) og prjónið þannig: Prjónið lykkjur með tilheyrandi uppslætti slétt saman, aðrar lykkjur eru prjónaðar slétt. Prjónið 2 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og festið enda. ÞVOTTAKLÚTUR MEÐ TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓNI: Fitjið upp 45 lykkjur með litnum ísblár DROPS Cotton Light með hringprjón 3,5. Prjónið 2 umferðir slétt fram og til baka. Prjónið síðan TVEGGJA LITA KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist ca 21 cm (stillið af þannig að næsta umferð sé með litnum ísblár) prjónið næstu umferð með litnum ísblár þannig: Prjónið lykkjur með tilheyrandi uppslætti slétt saman, aðrar lykkjur eru prjónaðar slétt. Prjónið 2 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cleancableswashcloth eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 189-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.