DROPS / 189 / 13

Fresh Wave by DROPS Design

Prjónaðar tuskur með öldumynstri og röndum. Stykkin eru prjónuð úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-705
Garnflokkur C
-----------------------------------------------------------
Mál: ca 22 x 22 cm.
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
100 g litur 100, ljós þveginn
50 g litur 101, ljós blár
50 g litur 16, hvítur

Ein tuska er ca 59 g.

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS PRJÓNAR NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 19 lykkjur og 25 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð. Eða ca 23 lykkjur með öldumynstri verði 10 cm á breidd.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1232kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

TUSKUR:
Tuskurnar eru prjónaðar fram og til baka. Prjónaðar eru 3 mismunandi lita afbrigði.

TUSKA 1:
Fitjið upp 51 lykkjur á prjón 4 með ljós þveginn. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið mynsturteikningu A.1 yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist ca 21 cm, mælt meðfram hlið og stillið af eftir heilli mynstureiningu á hæðina. Prjónið 2 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og festið enda.

TUSKA 2:
Tuskan er prjónuð eins og tuska 1, en það eru gerðar rendur með hvítum í annarri hverri mynstureiningu á hæðina. Prjónið þannig:
Fitjið upp 51 lykkjur á prjón 4 með ljós þveginn. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið mynsturteikningu A.1 yfir allar lykkjur, en umferð merkt með ör er prjónuð með hvítum í annarri hverri einingu (það verður að klippa frá hvíta þráðinn eftir þessa umferð, á meðan ljós þvegni þráðurinn fylgir upp meðfram hlið). Prjónið þar til stykkið mælist ca 21 cm, mælt meðfram hlið og stillið af eftir heilli mynstureiningu á hæðina. Prjónið 2 umferðir slétt með ljós þveginn og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og festið enda.

TUSKA 3:
Tuskan er prjónuð eins og tuska 1, en rendur eru gerðar með hvítum í hverri mynstureiningu á hæðina. Prjónið þannig:
Fitjið upp 51 lykkjur á prjón 4 með ljós bláum. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið mynsturteikningu A.1 yfir allar lykkjur, en umferð merkt með ör er prjónuð með hvítum (þræðirnir eru ekki klipptir frá, þeir fylgja með upp meðfram hlið). Prjónið þar til stykkið mælist ca 21 cm, mælt meðfram hlið og stillið af eftir heilli mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir í ljós blátt og prjónið 2 umferðir með sléttum lykkjum og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð.
Klippið frá og festið enda.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= slétt frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat
= prjónið 2 lykkjur slétt saman

Antal Ibolya 18.04.2018 - 06:50:

Lovely pattern: easy to knit, quick to memorize! I'm just knitting it using 100% cotton yarn (50 gr 125 m) and needle size 3 mm, and it looks gorgeous! Thank you for the pattern.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 189-13

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.