Riet skrifaði:
Dat dacht ik al. Ik heb het nl uitgehaald en op die manier geprobeerd met een proeflapje. Bedankt voor de tip. Ik kan dit nergens in het patroon vinden; misschien handig om dit te vermelden.
09.02.2019 - 17:00
Riet H. skrifaði:
Hoe komt het dat bij de stokjes in de rondte het werkje helemaal scheeftrekt? Voor de aanhechting aan het eind van de toer is dat zichtbaar en heel lelijk. Wat is de oplossing?
04.02.2019 - 11:26DROPS Design svaraði:
Dag Riet,
Aan het eind van de toer sluit je de toer (met 1 halve vaste in de 3e losse van het begin van de toer) en dan keer je het werk en haak je weer terug. Je haakt dus niet steeds door in de rondte, maar je keert steeds het werk. Op deze manier gaan de stokjes niet scheef staan.
08.02.2019 - 17:45Sonia skrifaði:
Hello! Thank you so much for clarifying my doubts I think I got it now, I had to unravel I'm starting again from row 5. This is the 1st big crochet project, I had taught myself how to crochet, I had only done doilies for Mom. This dress is for Mom since she will be 87 years old on 03/DEC/2018 I had to repeat a pattern to give some length to the dress because she likes them longer. Thank you so much again.
08.08.2018 - 21:23Sonia skrifaði:
Is there a video on how to do Diagram A.3 for this dress? Please respond as soon as possible I don't understand certain symbols like in row 7 there is 2 dc at the beginning of row next symbol is 7 chains or just 1 chain? then in row 8 again I see 1 dc then that symbol and in row 9 after the Treble dc the 2 dc together where is that done in the 4 chains from the previous row? Thanks again.
07.08.2018 - 21:32DROPS Design svaraði:
Dear Sonia, on the row 7, 8 and 9 you will crochet 2 chains and not 7 chains - the symbol to the 7 chains is used in A.4 (= in the middle of A.4B). On row 9, the 2 dc tog are worked in the 4 ch-space from row 8. Happy crocheting!
08.08.2018 - 10:10Sonia skrifaði:
Hi! Sorry disregard previous question I made a Mistake what I need is to know how to work row 9 of Diagram A.3 am on row 8 now. Thank you,
06.08.2018 - 15:51Sonia skrifaði:
I'm stacked on Diagram A.3 I done up to row 7 on the diagram, but the way the stitches are illustrated can't understand how to do this row 8 do I stitch over the 4 dc from the previous row or do I skip them? please help. Thanks
05.08.2018 - 23:44DROPS Design svaraði:
Dear Sonia, on row 8 work: *1 dc, 1 ch, 4 dc around the 4-ch-space (= skip the 4 dc from previous round as before), then 4 ch, 1 sc around same ch-space, 4 ch, 1 sc around next ch-space, 3 ch, 1 sc around next ch-space, 4 ch, 1 sc around next ch-space, 4 ch, 4 dc around same ch-space, 1 ch*, repeat from *-*. Happy crocheting!
06.08.2018 - 09:54
Line skrifaði:
Lurer litt på str deres. I denne oppskriften går det fra S-XXXL. Str XL måles til 53cm over brystet. I oppskriften Cretan Summer som går fra XS-XXL måles str L 52cm over brystet. I normale klær bruker jeg S/M, men i denne oppskriften må jeg ha XL og i Cretan Summer må jeg ha L fordi M var alt for trang under ermet. Har dere noen form for logikk på str deres, eller er det litt hips som hap?
16.07.2018 - 08:53DROPS Design svaraði:
Hei Line. Størrelsenes mål avhenger av for eksempel plaggets form og bruksområde: en genser/jakke skal gjerne brukes utenpå andre plagg, mens dette er sjeldent for en kjole – det kan forklare hvorfor Cretan summer er større i størrelsen enn Queensland. Noen plagg skal også være løse og ledige, mens andre skal være tettsittende. Det er derfor viktig at du sjekker målskissen før du bestemmer hvilke størrelse som blir best. Du kan selvfølgelig også tilpasse ved å strikke en størrelse kortere/lengere slik at den passer deg bedre (vær da obs på at garnmengden blir påvirket). God fornøyelse
25.07.2018 - 14:50
Deanna skrifaði:
What does it mean to "Increase to raglan" I'm just starting the Yoke part, and have never heard that term before.
22.06.2018 - 02:18DROPS Design svaraði:
Dear Deanna, you will find here a video showing an example of increase for a raglan to shape a yoke worked top down. Happy crocheting!
22.06.2018 - 08:18
Deanna skrifaði:
Just a question or two. 1. What part is the "Yolk" it's a term I've never heard before, and I'm rather new to crocheting anything other than squares or rectangles. 2. Am I supposed to crochet two parts for the body and attach them or is it all one part?
20.06.2018 - 08:36DROPS Design svaraði:
Dear Deanna, see here what a yoke is. The dress is worked in the round from top down starting at neck, you will then work yoke (= increase for shoulder width), then divide piece for body and sleeves, work body (= bottom of dress from armhole to bottom edge) and then work sleeves separately. Happy crocheting!
20.06.2018 - 08:44Sonia skrifaði:
Hola! Hay que dividir el vestido en 4 partes 34-30-68-30-34 esto da 196 dc, pero después de terminar la ultima carrera del motivo A1 con los aumentos dice 200 dc esto no concuerda con el total de puntos altos? Termine la 6a corrida con 182 dc (pa) y ahora cuantos aumentos debo hacer en la 7a corrida de A1?
13.06.2018 - 19:39DROPS Design svaraði:
Hola Sonia. En tus cálculos has olvidado sumar los 4 puntos con marcapuntos que dividen la labor en 4 partes ( 196 + 4 = 200 puntos) En cuanto a la 2ª parte de la pregunta: Todos los aumentos y las disminuciones están explicados en el patrón y en los diagramas. No tienes que hacer ningun aumento más fuera del patrón.
23.06.2018 - 20:49
Queensland#queenslanddress |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kjóll með laskalínu, gatamynstri og stuttum ermum, heklaður ofan frá og niður úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á öllum umferðum með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 29) = 3,9. Í þessu dæmi er aukið út í ca 4. hverri lykkju – lesið ÚTAUKNING. Ef fækka á lykkjum þá eru heklaðar ca 3. og 4. hver lykkja saman – lesið ÚRTAKA. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 næstu stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið næsta stuðul, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið 114-118-124-128-132-136 aðeins lausar loftlykkjur með heklunál 3,5 með Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur (jafngildir 1 hálfum stuðli), síðan er heklaður 1 hálfur stuðull í hverja loftlykkju umferðina hringinn, endið umferðina með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 114-118-124-128-132-136 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1 hálfum stuðli + 1 loftlykkju), hoppið yfir 1 hálfan stuðul, * heklið 1 hálfan stuðul í næsta hálfa stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 hálfan stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 114-118-124-128-132-136 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), heklið síðan 1 stuðul í hvern hálfan stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju – JAFNFRAMT er aukið út um 29-25-30-26-33-29 stuðla jafnt yfir í umferð – lesið ÚRTAKA/AFFELLING og ÚTAUKNING = 143-143-154-154-165-165 stuðlar. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.1 hringinn (= 13-13-14-14-15-15 mynstureiningar með 11 lykkjur). Í síðustu umferð í A.1 er heklað í upphafspunkt 15 stuðla í hverja mynstureiningu, en í 5-5-6-10-7-11 mynstureiningu jafnt yfir í umferð er aukið út til 16 stuðla þannig að það verða 200-200-216-220-232-236 stuðlar í umferð. Stykkið mælist nú ca 7 cm frá uppfitjunarkanti. Síðan er berustykki heklað eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! BERUSTYKKI: Heklið 1 stuðul með 1 stuðul í hvern stuðul. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið þannig (án þess að hekla lykkjurnar): Teljið 34-34-38-39-42-43 stuðla (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 30 stuðla (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 68-68-76-78-84-86 stuðla (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 30 stuðla (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul. Nú eru 34-34-38-39-42-43 stuðlar eftir í umferð á eftir síðasta stuðli með prjónamerki í. Heklið síðan stuðla hringinn með 1 stuðul í hvern stuðul – JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu við hvert prjónamerki þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul + 2 loftlykkjur + 1 stuðul í hvern stuðul með prjónamerki í (= 4 stuðlar fleiri í umferð) = 204-204-220-224-236-240 stuðlar í umferð. UMFERÐ 2: Um hvern loftlykkjuboga með 2 loftlykkjum er heklaður 1 stuðull + 2 loftlykkjur + 1 stuðull (= 8 stuðlar fleiri í umferð) = 212-212-228-232-244-248 stuðlar í umferð. Endurtakið umferð 2 þar til heklaðar hafa verið alls 9-13-15-18-20-23 umferð með útaukningu (meðtalin útaukning í 1. umferð) = 268-300-332-360-388-416 stuðlar í umferð. Í næstu umferð er heklaður 1 stuðull í hvern stuðul, en um hvern loftlykkjuboga með 2 loftlykkjum eru heklaðir 2 stuðlar (= 8 stuðlar fleiri í umferð) = 276-308-340-368-396-424 stuðlar í umferð. Heklið síðan stuðla án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið 40-44-48-53-59-65 stuðla (meðtaldar 3 loftlykkjur í byrjun á umferð = ½ bakstykki), heklið 8-8-10-10-12-14 aðeins lausar loftlykkjur, hoppið yfir 58-66-74-78-80-82 stuðla (= ermi), heklið 80-88-96-106-118-130 stuðla (= framstykki), heklið 8-8-10-10-12-14 aðeins lausar loftlykkjur, hoppið yfir 58-66-74-78-80-82 stuðla (= ermi) og heklið síðustu 40-44-48-53-59-65 stuðla í umferð (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er heklað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 loftlykkjur undir ermi á annarri hlið á stykki og byrjið umferð hér. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju og 1 stuðull í hvern stuðul umferðina hringinn = 176-192-212-232-260-288 stuðlar. Haldið áfram hringinn með stuðlum. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 8-8-8-10-10-10 stuðla jafnt yfir = 168-184-204-222-250-278 stuðlar – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu = 160-176-196-212-240-268 stuðlar. Þegar stykkið mælist 12 cm frá skiptingu er aukið út um 12-12-12-14-14-14 stuðla jafnt yfir = 172-188-208-226-254-282 stuðlar. Þegar stykkið mælist 18 cm frá skiptingu er aukið út um 12-12-12-14-14-14 stuðla jafnt yfir = 184-200-220-240-268-296 stuðlar. Þegar stykkið mælist 26 cm frá skiptingu er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 198-214-234-254-282-310 stuðlar. Þegar stykkið mælist 34 cm frá skiptingu er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 212-228-248-268-296-324 stuðlar. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm frá skiptingu (stykkið mælist nú ca 62-65-68-71-74-77 cm frá öxl) aukið út um 40-48-40-44-40-48 stuðla jafnt yfir = 252-276-288-312-336-372 stuðlar. Heklið A.2 hringinn (= 21-23-24-26-28-31 mynstureiningar með 12 lykkjum). JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.2 er aukið út um 52-60-64-72-64-60 stuðla jafnt yfir = 304-336-352-384-400-432 stuðlar. Heklið A.3 hringinn (= 19-21-22-24-25-27 mynstureiningar með 16 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið heklað til loka eru 475-525-550-600-625-675 stuðlar í umferð. Nú er A.X heklið eins og útskýrt er í A.2 (= 2 umferðir). JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 30-28-39-25-36-34 stuðla jafnt yfir = 505-553-589-625-661-709 stuðlar. Næsta umferð er hekluð þannig: A.4A (= 6 lykkjur), heklið A.4B yfir næstu 492-540-576-612-648-696 stuðlana (= 41-45-48-51-54-58 mynstureiningar með 12 lykkjum), endið með A.4C (= 7 lykkjur). Þegar A.4 hefur verið heklað til loka er klippt frá og endi festur. Kjólinn mælist ca 92-95-98-101-104-107 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 loftlykkjur undir ermi á annarri hlið á stykki og byrjið umferð hér. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju og 1 stuðull í hvern stuðul umferðina hringinn = 66-74-84-88-92-96 stuðlar. Heklið 1 umferð með stuðlum þar sem fækkað er um 6-2-12-4-8-0 stuðla jafnt yfir = 60-72-72-84-84-96 stuðlar. Heklið A.5 hringinn (= 5-6-6-7-7-8 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar eftir eru 3 umferðir í A.5 er skipt yfir á heklunál 3. Heklið A.5 til loka, klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 8 cm frá skiptingu. Heklið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #queenslanddress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.