Rita skrifaði:
Ho eseguito il modello in taglia M per regalarlo, perciò non ho fatto prove, ma le misure erano corrette. Indossato però il traforo risulta all’altezza dell’inguine e vorrei allungare la parte unita, aggiungendo giri a punto alto. È possibile tagliare il lavoro prima dell’inizio del traforo? Credo si possano aggiungere giri , ma non so che cosa fare per fermare i punti della parte bassa senza rischiare di rovinare il pizzo. Come ricongiungere le due parti? Grazie
20.07.2025 - 18:09DROPS Design svaraði:
Buonasera Rita, per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
21.07.2025 - 23:02
Regina skrifaði:
Hallo zusammen, ich habe mir dieses wundervolle Kleid aus Baumwolle 8/4 gehäkelt. Die Anleitung ist sehr gut verständlich. Lediglich die Abschlußkante habe ich anders gestaltet, da mir die "Knötchen" zu aufwendig sind. Vielen Dank für diese Anleitung und allen viel Spaß beim Häkeln.
13.03.2025 - 18:00
Ingrid skrifaði:
Skal bolen hekles i spiral eller omganger?
15.08.2024 - 20:26DROPS Design svaraði:
Hei Ingrid. Hekles i omganger. Husk å lese HEKLEINFO øverst i oppskriften under INFORMASJON TIL OPPSKRIFT. mvh DROPS Design
19.08.2024 - 11:56
Line Alsén skrifaði:
Hei Jeg hekler Queensland kjole og står fast i diagram A3 . Hvordan hekles rad 9? Fårstår at en rapport i rad 8 er som følger: stav, 7 lufthavner,4 staver om luftmaskwbuen,4 lufthavner,fastmaske om buen, 4 lufthavner,fastmaske om buen, 3 lufthavner,fastmaske om buen,4 lm,FM om buen,4 lm, 4 staver om buen, avslutter med 7 lm. Rad 9: får jeg ikke til å stemme, arbeidet ser ikke ut som på bildet🤔
27.07.2024 - 16:30DROPS Design svaraði:
Hej Line, Rad 9: 1 trippelst, 2st sm i samme m, 3lm, 1fm, 3lm, 1fm, 2lm, 1st, 3lm,1st, 2lm,1fm,3lm,1fm,3lm,2 st sm i samme m osv :)
02.08.2024 - 09:06
Madelene skrifaði:
Jag tycker det är ett super fint mönster men jag fastnar i beskrivningen där det står ”… = 13-13-14-14-15-15 rapporter à 11 maskor). ” Det jag inte riktigt förstår är ”à 11maskor” det är ett begrepp som återkommer längre ner i beskrivningen och jag undrar om det är att jag ska följa diagrammet men med 11 maskor i stället för det som är angivet i diagrammet? Tack för svar. Mvh Madelene
24.05.2024 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hei Madelene. Om du ser på diagram A.1, så innholder den 11 masker og når det skal hekle A.1 skal man f.eks i str. S hekle A.1 13 ganger / rapporter, som består av 11 masker. Hekler man str. XXXL skal man hekle A.1 15 ganger/rapporter av A.1 (som fremdeles består av 11 masker). I str. S har man 143 masker og når det hekles 13 ganger av A.1 (som består av 11 masker), blir det 13 x 11 = 143 masker og i str. XXXL har man 165 masker = 15 ganger x 11 masker = 165 masker. mvh DROPS Design
27.05.2024 - 10:22
Jacqueline skrifaði:
Bonjour, est-ce que le diagramme 4A se crochète en allers et retours en rond? Merci!
23.03.2024 - 20:14
Barbara skrifaði:
Hello, I don't understand the A4 pattern. Example in the 2nd row, at the end of 4C, there is a double crochet and at the beginning of row 3 (4A), there is also a double crochet. Should we knit the 2 double crochets? It the same in each row. It finishes one row with a symbol and starts with the same symbol the next row. Please answer me, because I'm stuck.
23.03.2024 - 18:59DROPS Design svaraði:
Dear Barbara, work all stitches as shown in the pattern. Remember the CROCHET INFO: On beginning of each round with double crochets (US)/treble crochet (UK) replace first double/treble crochet with 3 chain stitches. The round finishes with 1 slip stitch in the 3rd chain stitch at the beginning of the round. This is also applied to treble (US)/ double treble(UK) crochet, which are replaced with 4 chain stitches and then you end the round with a slip stitch in the 4th chain stitch. Happy crochetting!
25.03.2024 - 01:01
Jacqueline skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas le patron A4. Je sais qu'il ne faut crocheter 4A et répéter 4B jusqu'à arriver a 4C qu'on crochète une seule fois. C'est le patron que je ne comprends pas. Exemple dans la 2e rangée, a la fin du 4C, il y a une double bride et au début de la rangée 3 (4A), il y a une double bride. Faut-il faire les 2 doubles brides? Merci de me répondre, car je suis bloquée.
23.03.2024 - 15:52
Jacqueline skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas le motif A3 a 16 mailles. Pouvez-vous S.V.P. me l'expliquer? En faisant les brides autour des mailles en l'air , j'obtiens un autre dessin. Merci!
19.03.2024 - 02:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Jacqueline, suivez attentivement chaque rang en le surlignant par exemple pour vous aider, et crochetez bien les mailles comme indiqué, entrainez-vous avec un autre fil avec moins de mailles, ce sera ainsi plus facile de le refaire pour la robe sur plus de mailles. Bon crochet!
19.03.2024 - 11:21
Johanna Karlsson Jaredsson skrifaði:
Queensland by DROPS Design Jag är på A2 och har kommit till varvet där det står AX utanför. Förstår inte hur jag ska virka dem, Nedanför sen står det att på sista varvet på A2 skall det ökas 64 stolpar till 400. Sen står det att när A3 är färdigvirkat så är det 625 stolpar på varvet. Och då ska AX virkas som visat i A2. Tacksam för svar. Hanna
07.08.2023 - 19:19DROPS Design svaraði:
Hej Johanna, førsta varvet i A.X är 1 stolpe, 1 luftmaska, 1 stolpe, 1 luftmaska osv. Andra varvet är 1 stolpa i varje maska :)
16.08.2023 - 10:12
Queensland#queenslanddress |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kjóll með laskalínu, gatamynstri og stuttum ermum, heklaður ofan frá og niður úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á öllum umferðum með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 29) = 3,9. Í þessu dæmi er aukið út í ca 4. hverri lykkju – lesið ÚTAUKNING. Ef fækka á lykkjum þá eru heklaðar ca 3. og 4. hver lykkja saman – lesið ÚRTAKA. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla í sömu lykkju. ÚRTAKA: Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 næstu stuðla saman þannig: Heklið 1 stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið næsta stuðul, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið 114-118-124-128-132-136 aðeins lausar loftlykkjur með heklunál 3,5 með Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. UMFERÐ 1: Heklið 2 loftlykkjur (jafngildir 1 hálfum stuðli), síðan er heklaður 1 hálfur stuðull í hverja loftlykkju umferðina hringinn, endið umferðina með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 114-118-124-128-132-136 hálfir stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1 hálfum stuðli + 1 loftlykkju), hoppið yfir 1 hálfan stuðul, * heklið 1 hálfan stuðul í næsta hálfa stuðul, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 hálfan stuðul *, heklið frá *-* umferðina hringinn og endið með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð = 114-118-124-128-132-136 lykkjur í umferð. UMFERÐ 3: Heklið 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), heklið síðan 1 stuðul í hvern hálfan stuðul og 1 stuðul um hverja loftlykkju – JAFNFRAMT er aukið út um 29-25-30-26-33-29 stuðla jafnt yfir í umferð – lesið ÚRTAKA/AFFELLING og ÚTAUKNING = 143-143-154-154-165-165 stuðlar. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið A.1 hringinn (= 13-13-14-14-15-15 mynstureiningar með 11 lykkjur). Í síðustu umferð í A.1 er heklað í upphafspunkt 15 stuðla í hverja mynstureiningu, en í 5-5-6-10-7-11 mynstureiningu jafnt yfir í umferð er aukið út til 16 stuðla þannig að það verða 200-200-216-220-232-236 stuðlar í umferð. Stykkið mælist nú ca 7 cm frá uppfitjunarkanti. Síðan er berustykki heklað eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! BERUSTYKKI: Heklið 1 stuðul með 1 stuðul í hvern stuðul. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið þannig (án þess að hekla lykkjurnar): Teljið 34-34-38-39-42-43 stuðla (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 30 stuðla (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 68-68-76-78-84-86 stuðla (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul, teljið 30 stuðla (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næsta stuðul. Nú eru 34-34-38-39-42-43 stuðlar eftir í umferð á eftir síðasta stuðli með prjónamerki í. Heklið síðan stuðla hringinn með 1 stuðul í hvern stuðul – JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu við hvert prjónamerki þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul + 2 loftlykkjur + 1 stuðul í hvern stuðul með prjónamerki í (= 4 stuðlar fleiri í umferð) = 204-204-220-224-236-240 stuðlar í umferð. UMFERÐ 2: Um hvern loftlykkjuboga með 2 loftlykkjum er heklaður 1 stuðull + 2 loftlykkjur + 1 stuðull (= 8 stuðlar fleiri í umferð) = 212-212-228-232-244-248 stuðlar í umferð. Endurtakið umferð 2 þar til heklaðar hafa verið alls 9-13-15-18-20-23 umferð með útaukningu (meðtalin útaukning í 1. umferð) = 268-300-332-360-388-416 stuðlar í umferð. Í næstu umferð er heklaður 1 stuðull í hvern stuðul, en um hvern loftlykkjuboga með 2 loftlykkjum eru heklaðir 2 stuðlar (= 8 stuðlar fleiri í umferð) = 276-308-340-368-396-424 stuðlar í umferð. Heklið síðan stuðla án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið 40-44-48-53-59-65 stuðla (meðtaldar 3 loftlykkjur í byrjun á umferð = ½ bakstykki), heklið 8-8-10-10-12-14 aðeins lausar loftlykkjur, hoppið yfir 58-66-74-78-80-82 stuðla (= ermi), heklið 80-88-96-106-118-130 stuðla (= framstykki), heklið 8-8-10-10-12-14 aðeins lausar loftlykkjur, hoppið yfir 58-66-74-78-80-82 stuðla (= ermi) og heklið síðustu 40-44-48-53-59-65 stuðla í umferð (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er heklað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 loftlykkjur undir ermi á annarri hlið á stykki og byrjið umferð hér. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju og 1 stuðull í hvern stuðul umferðina hringinn = 176-192-212-232-260-288 stuðlar. Haldið áfram hringinn með stuðlum. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 8-8-8-10-10-10 stuðla jafnt yfir = 168-184-204-222-250-278 stuðlar – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu = 160-176-196-212-240-268 stuðlar. Þegar stykkið mælist 12 cm frá skiptingu er aukið út um 12-12-12-14-14-14 stuðla jafnt yfir = 172-188-208-226-254-282 stuðlar. Þegar stykkið mælist 18 cm frá skiptingu er aukið út um 12-12-12-14-14-14 stuðla jafnt yfir = 184-200-220-240-268-296 stuðlar. Þegar stykkið mælist 26 cm frá skiptingu er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 198-214-234-254-282-310 stuðlar. Þegar stykkið mælist 34 cm frá skiptingu er aukið út um 14 stuðla jafnt yfir í öllum stærðum = 212-228-248-268-296-324 stuðlar. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm frá skiptingu (stykkið mælist nú ca 62-65-68-71-74-77 cm frá öxl) aukið út um 40-48-40-44-40-48 stuðla jafnt yfir = 252-276-288-312-336-372 stuðlar. Heklið A.2 hringinn (= 21-23-24-26-28-31 mynstureiningar með 12 lykkjum). JAFNFRAMT í síðustu umferð í A.2 er aukið út um 52-60-64-72-64-60 stuðla jafnt yfir = 304-336-352-384-400-432 stuðlar. Heklið A.3 hringinn (= 19-21-22-24-25-27 mynstureiningar með 16 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið heklað til loka eru 475-525-550-600-625-675 stuðlar í umferð. Nú er A.X heklið eins og útskýrt er í A.2 (= 2 umferðir). JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 30-28-39-25-36-34 stuðla jafnt yfir = 505-553-589-625-661-709 stuðlar. Næsta umferð er hekluð þannig: A.4A (= 6 lykkjur), heklið A.4B yfir næstu 492-540-576-612-648-696 stuðlana (= 41-45-48-51-54-58 mynstureiningar með 12 lykkjum), endið með A.4C (= 7 lykkjur). Þegar A.4 hefur verið heklað til loka er klippt frá og endi festur. Kjólinn mælist ca 92-95-98-101-104-107 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 loftlykkjur undir ermi á annarri hlið á stykki og byrjið umferð hér. Heklið 1 fastalykkju í fyrstu loftlykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), síðan er heklaður 1 stuðull í hverja loftlykkju og 1 stuðull í hvern stuðul umferðina hringinn = 66-74-84-88-92-96 stuðlar. Heklið 1 umferð með stuðlum þar sem fækkað er um 6-2-12-4-8-0 stuðla jafnt yfir = 60-72-72-84-84-96 stuðlar. Heklið A.5 hringinn (= 5-6-6-7-7-8 mynstureiningar með 12 lykkjum). Þegar eftir eru 3 umferðir í A.5 er skipt yfir á heklunál 3. Heklið A.5 til loka, klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 8 cm frá skiptingu. Heklið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #queenslanddress eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.