BROUX skrifaði:
Bonjour je tricote ce modèle.Quand l'ouvrage mesure 16cm on commence le talon. On prend les 15 premières et les 15 dernières mailles Comment tricoter A1 en aller retour alors que le début du rang est au milieu de ces 30 mailles?
15.01.2018 - 14:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Broux, vous pouvez couper le fil et continuer le rang suivant soit sur l'endroit soit sur l'envers (ajustez en fonction de A.1 pour que les torsades soient sur l'endroit). Bon tricot!
15.01.2018 - 15:50
Angelika Weißenbach skrifaði:
Hallo, ich habe den Mustersatz A.5 jetzt einmal gestrickt aber wie geht es weiter? Ich kann nicht einfach unten anfangen, da sonst der Zopf an der Seite nicht stimmt.
28.11.2017 - 16:56DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Weißenbach, nach 20. Reihen in A.5 ist das mittlere Muster fertig, von Reihe 1 wiederholen, bei den 2 Zöpfen sollen Sie noch 4 Reihen stricken, dann von Reihe 1 wiederholen. Viel Spaß beim stricken!
29.11.2017 - 08:23
Miriam skrifaði:
Wo finde ich die Diagramme A1 bis A4 und A6 ?
09.10.2017 - 21:24DROPS Design svaraði:
Liebe Miriam, Diagramme sind jetzt online, danke für Ihre Rückmeldung. Viel Spaß beim stricken!
13.10.2017 - 15:06
Silver Steps#silverstepssocks |
|||||||||||||||||||||||||
|
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir sokkar fyrir herra með köðlum úr DROPS Fabel. Stærð 35-46.
DROPS 185-20 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7-8-8-10 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7-8-8-10 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6-7-7-9 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem prjónuð var slétt, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6-7-7-9 lykkjur eru eftir, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðna, 1 lykkja brugðin, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að það fækki um 1 lykkju áður en 1 lykkju er steypt yfir þar til 14-16-16-20 lykkjur eru eftir á prjóni. ÚRTAKA (á við um tá): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKAR: Fitjið upp 68-76-76-84 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með Fabel. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = miðja að aftan. Prjónið A.1 hringinn (= 17-19-19-21 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar stykkið mælist 4 cm er næsta umferð prjónuð þannig: Haldið áfram með A.1 yfir fyrstu 12-16-16-20 lykkjur (= 3-4-4-5 mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.2 (= 3 lykkjur), A.3 (= 38 lykkjur sem fækkað er til 34 lykkjur), A.4 (= 3 lykkjur) og A.1 yfir síðustu 12-16-16-20 lykkjur (= 3-4-4-5 mynstureiningar með 4 lykkjum) = 64-72-72-80 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þannig: Haldið áfram með A.1 yfir fyrstu 12-16-16-20 lykkjur, A.2 (= 3 lykkjur), prjónið A.5 (= 34 lykkjur), haldið áfram með A.4 (= 3 lykkjur) og haldið áfram með A.1 yfir síðustu 12-16-16-20 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12-14-16-18 cm haldið eftir fyrstu 13-15-15-19 lykkjum og síðustu 13-15-15-19 lykkjum á prjóni fyrir hæl, miðju 38-42-42-42 lykkjur eru settar á þráð (= mitt ofan á fæti). Haldið áfram með A.1 fram og til baka yfir hællykkjur og fitjið jafnframt upp 1 kantlykkju hvoru megin í fyrstu umferð = 28-32-32-40 lykkjur. Þegar hællinn mælist 5-5½-6-6½ cm fellið af 1 kantlykkju í hvorri hlið = 26-30-30-38 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á prjóninn. Prjónið nú HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13-14-16-17 lykkjur hvoru megin við hæl (prjónið upp lykkjur innan við 1 kantlykkju hvoru megin á hæl) og 38-42-42-42 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 78-86-90-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við miðju 38 lykkjur ofan á fæti (í öllum stærðum). Haldið áfram hringinn með A.5 eins og áður yfir miðju 34 lykkjur ofan á fæti og A.6 (= 2 lykkjur) hvoru megin við A.5, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki ofan á fæti slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir seinna prjónamerki ofan á fæti snúnar slétt saman. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 8-10-10-11 sinnum = 62-66-70-74 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 18-19-21-23 cm frá prjónamerki á hæl (= 4-5-6-7 cm eftir að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10 lykkjur jafnt yfir A.5 og A.6 = 52-56-60-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 26-28-30-32 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4-7-9-11 sinnum og síðan í hverri umferð alls 6-3-2-0 sinnum = 12-16-16-20 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 6-8-8-10 lykkjur. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #silverstepssocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.