Christina D. Cersosimo skrifaði:
Petronella - In the Raglan decrease instructions section, there are 3 sets of instructions - what is the 3rd one for? It starts with Increase as follows... Is this used after the repeats are complete? (2 round rows complete, then 4 round rows complete)
01.03.2017 - 18:25DROPS Design svaraði:
Dear Christina, you'll find under Raglan 2 kinds of increase: how to inc every 2nd round before and after marker thread then how to inc every 4th round, first before the marker thread then after the marker thread. Happy knitting!
02.03.2017 - 08:37Christina D. Cersosimo skrifaði:
I am struggling with Row 2 with the YO's on the Chart A2 for sleeves where it is also an increase row. I am doing move marker K1, YO (per the increase instruction), then Chart A2 - K2tog, YO to one stich left and then YO, K1, move marker - but it is only increasing one stich - rather than 2 to keep the balance My counts are off, as they are an odd number of stiches, not even. Is this correct?
01.03.2017 - 18:25DROPS Design svaraði:
Dear Christina, when inc at the end of sleeve, you will have to adjust the pattern, so that when 2 sts remain before marker, K1, YO, K1, so that you keep the inc for raglan. Happy knitting!
02.03.2017 - 08:35
Linda Von Diesel skrifaði:
Ik kan niet wachten! Wat een mooi model.
23.01.2017 - 08:30
Katleen skrifaði:
Zeer mooi ; mooi mouwafwerking
27.12.2016 - 11:25
Petronella#petronellasweater |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu og gatamynstri, prjónuð ofan frá og niður með 3/4-löngum ermum úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 175-31 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið út í annarri hverri umferð þannig: Aukið svona út á undan prjónamerki: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, prjónamerki. Aukið svona út á eftir prjónamerki: Prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. Aukið út í 4. hverri umferð þannig: Aukið svona út á undan prjónamerki: UMFERÐ 1: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónamerki. UMFERÐ 2: Uppslátturinn er prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. UMFERÐ 3: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónamerki. Ekki er aukið út, en gataumferðin heldur áfram eins og áður. UMFERÐ 4: Uppslátturinn er prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: UMFERÐ 1: Prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. UMFERÐ 2: Uppslátturinn er prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. UMFERÐ 3: Prjónamerki, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Ekki er aukið út, en gataumferð heldur áfram eins og áður. UMFERÐ 4: Uppslátturinn er prjónaður slétt, það eiga að myndast göt. ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki: Prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur (prjónamerki er staðsett á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja) og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat (útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 80-84-88-92-96-100 lykkjur á hringprjóna 4 með Muskat. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í síðustu umferð í garðaprjóni er aukið út um 20 lykkjur jafnt yfir = 100-104-108-112-116-120 lykkjur. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: Fyrsta prjónamerkið eftir 19-20-21-22-23-24 lykkjur (= hálft bakstykki), annað prjónamerki eftir 12 nýjar lykkjur (= ermi), þriðja prjónamerki eftir 38-40-42-44-46-48 nýjar lykkjur (= framstykki), fjórða prjónamerki eftir 12 nýjar lykkjur (= ermi), nú eru eftir 19-20-21-22-23-24 lykkjur í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= hálft bakstykki). Byrjið með útaukningar fyrir laskalínu eins og útskýrt er að ofan, prjónið sléttprjón yfir lykkjurnar á bakstykki og framstykki og A.1 yfir allar lykkjur á ermum. Aukið er út mismunandi á framstykki/bakstykki og ermum þannig: FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Aukið út í annarri hverri umferð 12-15-17-25-30-35 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 7-7-7-4-3-2 sinnum. ERMAR: Aukið út í annarri hverri umferð 22-27-31-33-32-31 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 2-1-0-0-2-4 sinnum. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.2 á hæðina. Útauknar lykkjur á ermum eru prjónaðar jafnóðum inn í A.2. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir alla útaukningu fyrir laskalínu eru 272-304-328-360-384-408 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 38-42-45-51-56-61 lykkjur (= hálft bakstykki), prjónið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur og setjið þær síðan á þráð), prjónið næstu 76-84-90-102-112-122 lykkjur (= framstykki), prjónið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur og setjið þær síðan á þráð (= ermi), prjónið síðustu 38-42-45-51-56-61 lykkjur (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið síðan þannig: Prjónið hálfa bakstykkið, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur, prjónið framstykki, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur, prjónið hálft bakstykki. Nú eru 168-184-200-224-248-272 lykkjur á fram- og bakstykki. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin (= 4 lykjur færri), fækkið með 3 cm millibili alls 4 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA = 152-168-184-208-232-256 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-19-19-18-18-19 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri), aukið út með 2 cm millibili alls 6 sinnum – LESIÐ ÚTAUKNING = 176-192-208-232-256-280 lykkjur. Þegar stykkið mælist 32-32-32-33-33-32 cm prjónið A.3 yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum, stykkið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjón. Setjið til baka lykkjur fyrir ermi á stuttan hringprjón 4, prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með A.2 yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 4-4-4-4-4-2 cm fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. Fækkið með 2½-1½-1-1-1-1 cm millibili alls 8-10-12-12-12-12 sinnum = 52-56-60-64-68-72 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-22-21-20-19-16 cm prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #petronellasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 175-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.