Aleksandra skrifaði:
Dzień dobry! Czy w pierwszym akapicie w poleceniu: „ Dalej przerabiać schematy A.2a - A.2b w tę i z powrotem.” faktycznie robimy od schematu A.2a do A.2b czy jednak wszystkie schematy po kolei? Pozdrawiam ( :
30.06.2022 - 13:31DROPS Design svaraði:
Witaj Aleksandro, robimy schematy po kolei, na początku rzędu schemat A.2a jak wcześniej, następnie powtarzamy A.2b na jednym boku szala, na środku (czubek szala) A.2c, dalej powtarzamy A.2 b na drugim boku szala i na końcu rzędu przerabiamy A.2 d. Pozdrawiamy!
30.06.2022 - 18:11
Richard Howell skrifaði:
I just finished the last row in diagram A.2a with the 5 double crochets. I’m lost on how to begin the next 2 rows before making the arrow looking motif. These are shown in your diagram A.2b.Yep
03.04.2022 - 03:52DROPS Design svaraði:
Dear Mr Howell, after you have worked A.2a to A.2b and you have 75 dc on each side of the middle chain-space, work as described in the written pattern from ROW 1 to ROW 4 a total of 8 times (with A.3 in the middle as described). Then you will follow diagrams again with A.2a, A.2b and A.2c. Happy crocheting!
04.04.2022 - 09:42
Richard Howell skrifaði:
I just finished the last row in diagram A.2a with the 5 double crochets. I’m lost on how to begin the next 2 rows before making the arrow looking motif. These are shown in your diagram A.2b.
22.03.2022 - 17:28
Richard Howell skrifaði:
Is there a way I can send you a picture of where I am at with my work
21.03.2022 - 16:51DROPS Design svaraði:
Dear Mr Howell, feel free to bring your work to your store or send them a picture per Mail - so that they can help you with an overview of your work. You can also join our DROPS Workshop where other crocheters will be able to help you. Happy crocheting!
22.03.2022 - 09:47
Richard Howell skrifaði:
Hello and thanks for the quick response. I’m hoping I can send attachments for you to see where I am at.
21.03.2022 - 16:47DROPS Design svaraði:
Dear Mr Howell, you cannot send any attachment, just write here; but please write your question here giving more all details on what you are working on and which row/which place on the row you are stuck.
22.03.2022 - 09:45
Richard skrifaði:
I just finished the first set of 5 double crochets and am starting the next row I can not figure out how to do the looping for the next row which is the base row for the next arrow shaped pattern. Can you please help me with this. I am really confused. Thank You, Richard
20.03.2022 - 20:55DROPS Design svaraði:
Dear Richard, cen you please give us more details? Which row you have problems with? And where? At the turning? or at some other plece?
21.03.2022 - 00:33
Virginia skrifaði:
Muchas gracias. Me pondré a ello.😘
10.01.2022 - 19:30
Virginia skrifaði:
No entiendo cómo empezar la vuelta del gráfico A. 2b. Es imposible entenderlo. Está muy mal explicado. Me quedo con el trabajo a medias. 🤦🏼♀️
06.01.2022 - 00:22DROPS Design svaraði:
Hola Virginia, A.2a muestra cómo comienza la fila. A.2b son repeticiones a lo largo de un lado. En la primera fila, se trabajan 5 p.a en cada uno de los 9 arcos de p.de cad de A.1. A.2C muestra cómo se trabaja el centro del chal. Luego se vuelven a trabajar las repeticiones de A.2b en el otro lado del chal y la fila termina con A.2d.
10.01.2022 - 19:22
Anica Jensen Lantz skrifaði:
Jag har verkligen använt för tunt garn och för liten virknål så sjalen blir inte så stor. Är på sista varvet nu innan avslut. Kan jag bara fortsätta efter jag är färdig med a2d är eller blir det helt fel?
20.05.2021 - 12:33DROPS Design svaraði:
Hej Anica, ja men der kan ikke ske noget ved at prøve, du kan også prøve at bruge en tykkere hæklenål når du fortsætter :)
20.05.2021 - 15:02
Amanda skrifaði:
In the Crochet Information Section of this pattern, describing how to work A2a,b,c,d, etc... It states "Continue back and forth with A.2a to A.2b. When diagrams have been worked vertically, there are 75 double crochets on each side of the middle chain space". Does this mean including A.2c and A.2.d? Or just A.2a and A.2b? Thanks in advance!
26.04.2021 - 22:07DROPS Design svaraði:
Dear Amanda, when diagrams have been worked in height, you should have = A.2a (= 15 dc), A.2b (= 5 x9=45 dc) A.2c (= 15 dc, 1 ch sp, 15 dc), A.2b (= 5x8 dc), A.2d (= 15 dc)= 75 dc on each side of the ch-space in the middle of A.2c. Happy crocheting!
27.04.2021 - 07:29
See You Soon#seeyousoonshawl |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Sjal með gatamynstri, heklað ofan frá og niður í DROPS Cotton Merino.
DROPS 175-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. SJAL: Byrjið með Cotton Merino og heklunál 4 og heklið mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1. Loftlykkjuhringurinn og fjórar fyrstu umferðirnar eru heklaðar í hring og síðan er afgangurinn af sjalinu heklaður fram og til baka! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar allt A.1 hefur verið heklað til loka er haldið áfram frá fyrstu umferð í mynsturteikningu þannig: Heklið A.2a (3 loftlykkjur = 1 stuðull og 3 loftlykkjur), heklið A.2b alls 3 mynstureiningar á breidd (þ.e.a.s. 5 stuðlar um hvern af fyrstu 9 loftlykkjubogum), heklið A.2c (= 3 loftlykkjur), síðan eru heklaðir 5 fyrstu stuðlarnir í A.2b um sama loftlykkjuboga (þ.e.a.s. miðju loftlykkjuboginn), haldið síðan áfram með A.2b þar til heklaðar hafa verið alls 3 mynstureiningar á breidd (þ.e.a.s. 5 stuðlar um hvern af næstu 8 loftlykkjubogum), heklið A.2d um síðasta loftlykkjuboga = 46 stuðlar á hvoru megin við miðju loftlykkjuboga. Haldið áfram fram og til baka með A.2a til A.2d. Þegar mynsturteikningin hefur verið hekluð til loka á hæðina eru 75 stuðlar hvoru megin við miðju loftlykkjuboga. Haldið nú áfram þannig: UMFERÐ 1 (frá röngu): Heklið 7 loftlykkjur, 1 fastalykkju um fyrsta loftlykkjuboga, * heklið 5 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-* 14 sinnum til viðbótar, en síðasta fastalykkjan er hekluð um miðju loftlykkjubogann á sjalinu, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuboga, * heklið 5 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, heklið 1 fastalykkju *, endurtakið frá *-* 14 sinnum til viðbótar, heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkju um síðasta loftlykkjuboga. Nú eru 16 loftlykkjubogar hvoru megin við loftlykkjubogann mitt í sjali. UMFERÐ 2: Heklið 7 loftlykkjur, * 5 stuðlar um fyrsta/næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 15 sinnum til viðbótar, heklið (5 stuðla, 3 loftlykkjur, 5 stuðlar) um loftlykkjuboga mitt á sjali, * heklið 5 stuðla um fyrsta/næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 15 sinnum til viðbótar, heklið 5 stuðla um síðasta loftlykkjuboga, heklið 4 loftlykkjur og 1 stuðul um síðasta loftlykkjuboga í umferð. Nú eru 85 stuðlar hvoru megin við loftlykkjuboga mitt í sjali. UMFERÐ 3: Heklið 11 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrsta loftlykkjuboga, * 6 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-* 15 sinnum til viðbótar, heklið 6 loftlykkjur, A.3 um miðju loftlykkjubogann. Haldið síðan áfram með * 6 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-* 15 sinnum til viðbótar, heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um síðasta loftlykkjuboga, 8 loftlykkjur, 1 stuðull um síðasta loftlykkjuboga. Nú eru 18 loftlykkjubogar hvoru megin við A.3. UMFERÐ 4: Heklið 11 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrsta loftlykkjuboga, * 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* fram að loftlykkjuboga mitt á sjali, heklið 6 loftlykkjur, A.3 um loftlykkjubogann mitt í sjali. Heklið síðan * 6 loftlykkjur, 1 fastalykkju um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* fram að síðasta loftlykkjuboga, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um síðasta loftlykkjuboga, 8 loftlykkjur, 1 stuðull um síðasta loftlykkjuboga. Endurtakið umferð 4 7 sinnum til viðbótar, en í hveri umferð sem er endurtekin er hekluð frá *-* 1 sinni fleiri (þ.e.a.s. í hverri umferð sem er hekluð, verður 1 loftlykkjuboga fleiri hvoru megin við A.3) = alls 9 umferðir með loftlykkjuboga og 26 loftlykkjubogar hvoru megin við A.3. Heklið nú mynstur frá fyrstu umferð í mynsturteikningu A.2, alveg eins og áður í stykki, en heklaðar eru fleiri mynstureiningar á breiddina þannig: Heklið A.2a (3 loftlykkjur = stuðull og 3 loftlykkjur), heklið A.2b alls 9 mynstureiningar á breidd (þ.e.a.s. 5 stuðlar um hvern og einn af fyrstu 27 loftlykkjubogum), heklið A.2c (= 3 loftlykkjur), heklið síðan 5 fyrstu stuðlana í A.2b um sama loftlykkjuboga (þ.e.a.s. í miðju loftlykkjubogann), haldið síðan áfram með A.2b þar til heklaðar hafa verið alls 9 mynstureiningar á breidd (þ.e.a.s. 5 stuðlar um hvern af næstu 26 loftlykkjubogum), heklið A.2d um síðasta loftlykkjuboga = 136 stuðlar hvoru megin við miðju loftlykkjubogann. Haldið áfram fram og til baka með A.2a til A.2d. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka á hæðina eru 165 stuðlar hvoru megin við miðju loftlykkjuboga. Haldið áfram þannig: UMFERÐ 1 (frá röngu): Heklið 7 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrsta loftlykkjuboga, * heklið 5 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, 1 fastalykkja*, endurtakið frá *-* 32 sinnum til viðbótar, en síðasta fastalykkjan er hekluð um miðju loftlykkjubogann á sjali, 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um sama loftlykkjuboga, * heklið 5 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, heklið 1 fastalykkju *, endurtakið frá *-* 32 sinnum til viðbótar, heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um síðasta loftlykkjuboga. Nú eru 34 loftlykkjubogar hvoru megin við loftlykkjubogann mitt í sjali. UMFERÐ 2: Heklið 7 loftlykkjur, * 5 stuðlar um fyrsta/næsta loftlykkjuboga*, endurtakið frá *-* 33 sinnum til viðbótar, heklið (5 stuðlar, 3 loftlykkjur, 5 stuðlar) um loftlykkjubogann mitt á sjali, * heklið 5 stuðla um fyrsta/næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* 33 sinnum til viðbótar, heklið 5 stuðla um síðasta loftlykkjuboga, heklið 4 loftlykkjur og 1 stuðul um síðasta loftlykkjuboga frá umferð. Nú eru 175 stuðlar hvoru megin við útaukningu mitt á sjali. UMFERÐ 3: Heklið 11 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrsta loftlykkjuboga, * 6 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla *, endurtakið frá *-* 33 sinnum til viðbótar, heklið 6 loftlykkjur, A.3 um miðju loftlykkjubogann. Haldið síðan áfram með * 6 loftlykkjur, hoppið yfir 5 stuðla, 1 fastalykkja *, endurtakið frá *-* 33 sinnum til viðbótar, heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um síðasta loftlykkjuboga, 8 loftlykkjur, 1 stuðull um síðasta loftlykkjuboga. Nú eru 36 loftlykkjubogar hvoru megin við A.3. UMFERÐ 4: Heklið 11 loftlykkjur, 1 fastalykkja um fyrsta loftlykkjubogann, * 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* fram að loftlykkjuboga mitt á sjali, heklið 6 loftlykkjur, A.3 um loftlykkjubogann mitt á sjali. Heklið síðan * 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* fram að síðasta loftlykkjuboga, 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um síðasta loftlykkjuboga, 8 loftlykkjur, 1 stuðull um síðasta loftlykkjuboga. Endurtakið umferð 4 7 sinnum til viðbótar, en í hverri umferð sem er endurtekið er heklað frá *-* 1 sinni fleiri (þ.e.a.s. fyrir hverja umferð sem er hekluð, verður 1 loftlykkju fleiri hvoru megin við miðju loftlykkjuboga) = alls 9 umferðir með loftlykkjubogum og 44 loftlykkjubogar hvoru megin við A.3. Nú er mynstrið heklað frá fyrstu umferð í mynsturteikningu A.2, alveg eins og áður í stykkinu, en heklaðar eru fleiri mynstureiningar á breiddina þannig: Heklið A.2a (3 loftlykkjur = 1 stuðull og 3 loftlykkjur), heklið A.2b alls 15 mynstureiningar á breidd (þ.e.a.s. 5 stuðlar um hvern og einn af næstu 45 loftlykkjubogum), heklið A.2c (= 3 loftlykkjur), síðan eru 5 fyrstu stuðlarnir heklaðir í A.2b um sama loftlykkjuboga (þ.e.a.s. miðju loftlykkjuboga), haldið síðan áfram með A.2b þar til heklaðar hafa verið alls 15 mynstureiningar á breidd (þ.e.a.s. 5 stuðlar um hvern og einn af næstu 44 loftlykkjubogum), heklið A.2d um síðasta loftlykkjubogann = 226 stuðlar hvoru megin við miðju loftlykkjubogann. Haldið áfram fram og til baka með A.2a til A.2d. Endið eftir 4. umferð í mynstri. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seeyousoonshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 175-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.