Louise Désilets skrifaði:
Merci beaucoup! Je suis quasiment gênée; je cherchais tellement ce qu'était cette sorte de maille que j'ai oublié que c'était la couleur de mon fil. lol
15.01.2020 - 15:12
Louise Desilets skrifaði:
Bonjour! Pouvez-vous m'expliquer ce qui est une maille en littoral? Merci à l'avance!
15.01.2020 - 05:01
Louise Désilets skrifaði:
Bonjour! Je ne comprends pas qu'est-ce qu'une maille en littoral.
15.01.2020 - 05:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Désilets, il s'agit d'une maille tricotée avec la couleur littoral de DROPS Fabel. Bon tricot!
15.01.2020 - 09:39
Coraline skrifaði:
Un grand merci pour la réponse rapide !!!!
13.06.2019 - 17:01
Coraline skrifaði:
Merci . Mais comment savoir si on fait le raglan tous les 4 rangs ou tous les 2 rangs ? On fait un rang avec diminution raglan et un rang sans diminution et on alterne ces deux rangs jusqu’au bout c’est ça ?
13.06.2019 - 16:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Coraline, on diminue 4 mailles pour le raglan d'abord 5-5-5-7-7-8 fois au total tous les 4 tours, puis 18-22-26-26-30-32 fois tous les 2 tours. Bon tricot!
13.06.2019 - 16:35
Coraline skrifaði:
Bonjour Il n’y aura pas de différence entre le dos et le devant au niveau du raglan ? Merci
03.06.2019 - 18:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Coraline, le dos et le devant sont identiques au niveau du raglan. Bon tricot!
03.06.2019 - 19:24
Coraline skrifaði:
Bonjour je ne comprends pas « Diminuer de cette façon 5-5-5-7-7-8 fois au total tous les 4 tours, et 18-22-26-26-30-32 fois tous les 2 tours = 144-152-152-168-168-172 mailles. » Tous les 2 tours on fait l’étape Raglan de 8 diminutions Mais tous les 4 tours ? On fait 2 fois l’étape du raglan ? 16 diminutions donc tous les 4 rangs ? Merci
03.06.2019 - 18:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Coraline! Si tu diminues tous les 4 tours, tu diminues toujours 8 mailles par tour (on fait l’étape Raglan, le meme que tous les 2 tours). Bon tricot!
03.06.2019 - 19:45
Anne skrifaði:
Hva er kyst?
26.02.2019 - 09:30DROPS Design svaraði:
hei Anne. Det er fargenavnet på mønsterfargen, så det forteller deg hvilken farge du skal bruke. God fornøyelse
26.02.2019 - 14:52
Dagmar Thiel skrifaði:
Liebes Drops- Team, ich verstehe nicht, das man beim Rumpfteil nach 40 cm Höhe für alle Größen die Arbeit schon teilen soll. Laut Diagramm sind es 62 cm? Über eine kurze Information würde ich ich freuen! Viele Grüße! Dagmar Thiel
25.01.2019 - 17:53DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Thiel, in jede Grösse mist das Rumpfteil 40 cm, dann stricken Sie eine unterschiedliche Höhe für die Passe, z.B. in der 1. Grösse: 40 cm Rumpfteil + 22 cm Passe vom Schulter = 62 cm Gesamthöhe vom Schulter bis unteren Rand. Viel Spaß beim stricken!
28.01.2019 - 08:47
DENIS skrifaði:
Bonjour, J'ai un problème avec l'échantillon. Comme je tricote serré j'ai utilisé les aiguilles n° 4 pour le faire. J'obtiens le bon nombre de rangs mais j'ai 2 mailles en trop. Si je prends du 4,5, j'aurai trop de rangs. Avez vous une astuce ? Merci de votre réponse. Cordialement Laurence
26.09.2017 - 13:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Laurence, vous pouvez dans un premier temps laver et faire sécher votre échantillon pour vérifier les mesures après lavage, puis ajuster la taille des aiguilles en conséquence. Si vous obtenez la bonne largeur mais pas la bonne hauteur, vous pouvez ajuster la hauteur du raglan en conséquence (par exemple s'il c'est toujours trop serré, tricotez des rangs supplémentaires à intervalles réguliers entre les rangs de diminutions du raglan), vous pourrez ainsi recalculer le nombre de rangs supplémentaire à faire pour vous permettre d'avoir les bonnes mesures. Bon tricot!
26.09.2017 - 14:59
Spring Rain#springrainsweater |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með kanti í öldumynstri, ¾ ermum, laskalínu og röndum á berustykki úr DROPS Fabel. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-25 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 12 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 20 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 20 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2: Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt út í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 144 lykkjur) og deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 8. Í þessu dæmi þá er prjónuð 7. og 8. hver lykkja saman. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo að ekki myndast göt. LASKALÍNA: Fækkið fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki eru prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið laust upp 399-420-462-483-525-567 lykkjur á hringprjón 3 með litnum natur. Prjónið A.1 hringinn (= 19-20-22-23-25-27 mynstureiningar 21 lykkja). Þegar A1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 361-380-418-437-475-513 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 hringinn (= 19-20-22-23-25-27 mynstureiningar 19 lykkjur). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.3 prjónað hringinn (= 19-20-22-23-25-27 mynstureiningar 19 lykkjur). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 323-340-374-391-425-459 lykkjur í umferð. Prjónið nú A.4 hringinn, en í síðustu umferð í A.4 er fækkað um 5-0-10-1-3-5 lykkjur jafnt yfir í viðbót við úrtöku í mynstri – LESIÐ ÚRTAKA-1. Eftir A.4 eru 280-300-320-344-372-400 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 140-150-160-172-186-200 lykkjur (= í hliðum). Prjónið síðan sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið svona með 1 cm millibili alls 20 sinnum í hvorri hlið = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 40 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 94-104-112-124-136-148 lykkjur sléttprjón (= framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið 94-104-112-124-136-148 lykkjur með sléttprjóni (= bakstykki) og fellið af þær 3-3-4-4-5-6 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 60-62-64-68-70-72 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með litnum natur. Prjónið A.6 hringinn. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= mitt undir ermi) og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 6 cm í öllum stærðum er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING. Aukið svona út í 12.-8.-5.-5.-4.-4. hverri umferð alls 8-12-16-16-18-19 sinnum = 76-86-96-100-106-110 lykkjur. Þegar stykkið mælist 36-36-34-32-31-31 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af miðju 6-6-8-8-10-12 lykkjurnar mitt undir ermi (3-3-4-4-5-6 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 70-80-88-92-96-98 lykkjur í umferð. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón 3 og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 328-368-400-432-464-492 lykkjur á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 prjónamerki. Prjónið rendur í hring eins og útskýrt er í A.5. JAFNFRAMT í 5. umferð í A.5 (þ.e.a.s. umferð með sléttum lykkjum) er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5-5-5-7-7-8 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 18-22-26-26-30-32 sinnum = 144-152-152-168-168-172 lykkjur eftir á prjóni. Á eftir síðustu úrtöku fyrir laskalínu er prjónuð 1 umferð slétt. Skiptið yfir á stutta hringprjóna 2,5 og litinn natur og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 18-26-26-32-32-36 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA-2 = 126-126-126-136-136-136 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springrainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.