DROPS / 177 / 26

Spring Rain Top by DROPS Design

Prjónaður toppur með kanti með öldumynstri, laskalínu og röndum í berustykki úr DROPS Fabel. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynsturl fa-368
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250-250-300-300-350-400 g litur 100, natur
50-50-50-100-100-100 g litur 914, strönd

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð og 24 lykkjur og 40 umferðir með áferðamynstri (A.5) verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 2,5 – fyrir kant á ermum og garðaprjón í kringum háls.
---------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

75% Ull, 25% Polyamide
frá 358.00 kr /50g
DROPS Fabel uni colour DROPS Fabel uni colour 358.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel print DROPS Fabel print 386.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Fabel long print DROPS Fabel long print 415.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2148kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5.

ÚRTAKA-1:
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt út í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 144 lykkjur) og deilið með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 8. Í þessu dæmi þá er prjónuð 7. og 8. hver lykkja saman.

ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið 12 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 20 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 20 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

LASKALÍNA:
Fækkið fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
---------------------------------------------------------

TOPPUR:
Fram- og bakstykki eru prjónuð í hring á hringprjóna neðan frá og upp. Kantur á ermum er prjónaður í hring á sokkaprjóna.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið laust upp 399-420-462-483-525-567 lykkjur á hringprjón 3 með natur. Prjónið A.1 hringinn (= 19-20-22-23-25-27 mynstureiningar 21 lykkja). Þegar A1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 361-380-418-437-475-513 lykkjur í umferð. Prjónið A.2 hringinn (= 19-20-22-23-25-27 mynstureiningar 19 lykkjur). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.3 prjónað hringinn (= 19-20-22-23-25-27 mynstureiningar 19 lykkjur). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 323-340-374-391-425-459 lykkjur í umferð. Prjónið nú A.4 hringinn, en í síðustu umferð í A.4 er fækkað um 5-0-10-1-3-5 lykkjur jafnt yfir í viðbót við úrtöku í mynstri – LESIÐ ÚRTAKA-1. Eftir A.4 eru 280-300-320-344-372-400 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 140-150-160-172-186-200 lykkjur (= í hliðum). Prjónið síðan sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið svona með 1 cm millibili alls 20 sinnum á hvorri hlið = 200-220-240-264-292-320 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 40 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 94-104-112-124-136-148 lykkjur sléttprjón (= framstykki), fellið af 6-6-8-8-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið 94-104-112-124-136-148 lykkjur með sléttprjóni (= bakstykki) og fellið af þær 3-3-4-4-5-6 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið kant fyrir ermar.

KANTUR FYRIR ERMAR:
Fitjið upp 72-82-92-96-100-104 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með natur. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-6 lykkjur, prjónið 66-76-84-88-90-92 lykkjur slétt og fellið af þær 3-3-4-4-5-6 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið annan kant fyrir ermi alveg eins.

BERUSTYKKI:
Setjið inn kant fyrir ermar á sama hringprjón 3 og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 320-360-392-424-452-480 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 prjónamerki. Prjónið rendur í hring eins og sýnt er í A.5. JAFNFRAMT í fimmtu umferð í A.5 (þ.e.a.s. umferð með sléttum lykkjum) er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá skýringu að ofan (= 8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 6-6-6-8-8-9 sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 16-20-24-24-27-29 sinnum = 144-152-152-168-172-176 lykkjur í umferð.
Á eftir síðustu úrtöku fyrir laskalínu er prjónuð 1 umferð slétt. Skiptið yfir á stutta hringprjóna 2,5 og natur og prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 18-26-26-32-36-40 lykkjur jafnt yfir = 126-126-126-136-136-136 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna, 1 umferð slétt, 1 umferð brugðna. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum.

FRÁGANGUR:
Saumið saman op undir ermum.

Mynstur

= slétt með natur
= brugðið með natur
= slétt með strönd
= brugðið með strönd
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 2 lykkjur slétt saman


Marion 10.07.2018 - 12:38:

Mir ist es leider wie Doris gegangen. Obwohl der Pulli sehr schön geworden ist, ziehe ich ihn nie an!

Monica 30.05.2018 - 19:52:

Kan jeg erstatte denne oppskriften med garnet drops ❤️You 6? Finnene ikke noe særlig oppskrift på det garnet og er litt usikker..

DROPS Design 31.05.2018 kl. 08:21:

Hej Monika, ja du kan erstatte DROPS Fabel med Drops ❤️You 6 og alle de andre garnkvaliteter som indgår i garngruppe A - husk at garnforbruget bliver noget anderledes da der ikke er så mange meter på DLY6 som der er i Fabel. God fornøjelse!

Doris 07.08.2017 - 21:53:

Hallo, ich habe diesen Pulli nachgearbeitet und festgestellt, dass die Wolle auf der Haut kratzt. Schade

Annette 28.12.2016 - 23:43:

My favorite (along with the 3/4 sleeve)!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-26

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.