Sharlene Parker skrifaði:
Read all the information, all instructions are there, you just need to read til you find it,. Whenever I got confused I went back reread instructions and tips and followed as it was written and it worked. I think because they are European patterns our western mind read things differently. But the information says what it means. After I got past my western interpretation and followed what it said it became easy to understand.
22.01.2026 - 23:16
Sharlene Parker skrifaði:
I made a sweater in this pattern, last fall, for my husband. He is very fussy about what he wears, mainly because once he likes something it stays with him for ever. So after Christmas he asked me to knit him another sweater. Lo and behold he like this pattern so much he ask me to knit it again in another color. So if you have a fussy husband this pattern should do the trick. PS; it is true to size if you use the right gage yarn.
22.01.2026 - 23:08
Myriam skrifaði:
Linkervoorpand: Meerder TEGELIJKERTIJD 1st voor de sjaalkraag ‘middenvoor’. Wat moet ik als middenvoor zien: De steek naast het voorpand of de laatste steek van de ribbels van de bies?
22.01.2026 - 09:38DROPS Design svaraði:
Dag Myriam,
Je meerdert niet letterlijk op het punt midden voor maar op het einde van de naald aan de voorkant, zoals beschreven onder 'LEES TIP VOOR HET MEERDEREN-1'.
25.01.2026 - 20:27
Lissi skrifaði:
Diagram : Hvordan skal jeg gøre dette ? : ingen m (den er taget ind), spring over denne rude = ingen maske Og er det på vrangsiden jeg strikker denne
20.01.2026 - 21:41
Lora skrifaði:
Where can I find the sizing measurements for this sweater so I can figure out the amount of balls I need?
28.12.2025 - 20:54DROPS Design svaraði:
Hi Lora, the sizing measurements are at the bottom of the pattern. How to choose the right size you will find HERE. Happy knitting!
28.12.2025 - 21:12
JK skrifaði:
I would need a precision please. When doing the shawl collar, do I do short rows all the time or just once? thank you
19.12.2025 - 18:29DROPS Design svaraði:
Hi JK, all the time.you repeat *1 ridge over all sts, 1 ridge over only the outermost 18-18-18-20-20-20 sts* until collar measures approx. 9-9-9-10-10-10 cm inside on the most narrow. Happy knitting!
25.12.2025 - 22:41
Sabine skrifaði:
Liebe Dropse :-) Ich bin über den Kragen erstaunt. Wenn ich alle 2 R 1 M zunehmen soll, ist die Zunahme sehr steil (teilweise auch auf den Fotos zu sehen). Bei eurem Modell scheinen die Zunahmen jedoch nicht alle 2 Reihen, sondern alle 4 Reihen zu erfolgen. Euer Schalkragen ist viel gerader - was mir wirklich viel besser gefällt! Funktioniert also auch eine Zunahme beim Kragen (Blendmaschen) auch mit einer Zunahme in jeder 4. Reihe 🤔?
30.11.2025 - 11:30DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, wenn Sie nur in jeder 4. Reihe zunehmen dann brauchen Sie länger bis alle Zunahmen fertig sind, dann wird der Kragen etwas anders aussehen. Hier wird es in jeder 2. Reihe zugenommen, so werden die Zunahmen nach 9 oder 10 (siehe Größe) Krausrippen fertig sein. Viel Spaß beim Stricken!
01.12.2025 - 09:22
Margareta Andersson skrifaði:
Jag stickar Jackson cardigan Drops 174-1. Har stickat resår. Är på nästa varv upprepar 17 ggr. Trodde jag skulle sticka3 rm, 2 m avigt tills, 3 am, 2 avigt tills över mitt bak. Om det är så behöver jag upprepa 21 ggr. Stämmer det? Mvh Margareta Andersson
16.11.2025 - 19:53DROPS Design svaraði:
Hej Margareta, du stickar * 3 rm, 2 am, 2 m aviga tills * 17 ggr :)
25.11.2025 - 14:46
Betty skrifaði:
What am I missing on the first row after p row the numbers are working out k3p4 to mid back k3p7 can’t get it even for 271sts
24.10.2025 - 20:23DROPS Design svaraði:
Hi Betty, 10 (band sts) + A.1.A + (*K3, P4*)x13 + 3K + 7P + (*K3, P4*)x13 + K3 + A.2A + 10 (band sts) = 10+28+91+3+7+91+3+28+10=271 sts. Happy knitting!
24.11.2025 - 10:27
Lis skrifaði:
Mit spørgsmål bedes annulleret. Har læst opskrift forkert.
22.10.2025 - 22:42
Jackson#jacksoncardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Karisma með einföldum kaðli, áferðamynstri og sjalkraga. Stærð XS - XXXL.
DROPS 174-1 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR (á við um kanta að framan): Til að koma í veg fyrir að kantar að framan dragist saman á hæðina eru prjónaðar stuttar umferðir yfir kant að framan með jöfnu millibili þannig: * Byrjið frá miðju að framan og prjónið sl yfir ystu 10 l (= kantur að framan), snúið stykkinu, takið 1. l óprjónaða, herðið á þræði og prjónið sl út umf *, endurtakið frá *-* eftir ca 10. hverja umf í stykki. ÚTAUKNING-1 (á við um sjalkraga): Aukið út um 1 l í næst ystu l við miðju að framan með því að prjóna sl fram og til baka í sömu l. ÚTAUKNING-2 (á við um miðju undir ermi): Aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í mitt undir ermi. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Útauknu l eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.3. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið l innan við 10 kantlykkjur að framan í garðaprjóni + útauknar lykkjur fyrir sjalkraga. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á undan kant að framan + kraga þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið l á eftir kraga + kant að framan þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum frá réttu á vinstri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, steypið næst ystu l á hægri prjón yfir síðustu l á hægri prjón, prjónið 1 l sl, steypið næst ystu l á hægri prjón yfir ystu l á hægri prjón (nú hafa verið felldar af 2 l), prjónið 3 síðustu l slétt. Í næstu umf eru fitjaðar upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð XS/S: 2, 12, 21, 31, 40 og 50 cm. Stærð M: 2, 12, 21, 31, 41 og 51 cm. Stærð L: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm. Stærð XL: 3, 13, 23, 33, 43 og 53 cm. Stærð XXL: 3, 13, 23, 33, 43 og 54 cm. Stærð XXXL: 3, 13, 24, 34, 45 og 55 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp, frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 243-271-299-327-355-383 l (meðtaldar 10 kantlykkjur við miðu að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með Karisma. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 10 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1A (= 28 l), * 3 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, 7 l br (= miðja að aftan), * 3 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, A.2A (= 28 l) og 10 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, br yfir br og sl yfir sl. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8 cm – munið eftir HNAPPAGAT í vinstri kant að framan – sjá útskýringu að ofan og lesið LEIÐBEININGAR! Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 10 kantlykkjur að framan eins og áður, A.1B (= 28 l sem fækkaðar voru í 25 l), * 3 l sl, 2 l br, 2 l br saman *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, 2 l br saman, 3 l br, 2 l br saman, * 3 l sl, 2 l br, 2 l br saman *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, A.2B (= 28 l sem fækkaðar voru í 25 l) og 10 kantlykkjur að framan eins og áður = 213-237-261-285-309-333 l. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, br yfir br og sl yfir sl (A.1B og A.2B er prjónað eins og útskýrt er í mynstri). Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 10 kantlykkjur að framan eins og áður, A.4 (= 25 l), prjónið A.3A yfir næstu 72-84-96-108-120-132 l (= 12-14-16-18-20-22 mynstureiningar 6 l), prjónið A.3B (= 5 l), prjónið A.3C yfir næstu 66-78-90-102-114-126 l (= 11-13-15-17-19-21 mynstureiningar 6 l), prjónið A.5 (= 25 l) og endið með 10 kantlykkjum að framan eins og áður. Setjið 1 prjónamerki í 59.-65.-71.-77.-83.-89. l inn frá hvorri hlið (prjónamerki er staðsett í hliðum á fram- og bakstykki). Haldið svona áfram og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm fellið af 7 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af l með prjónamerki í + 3 l hvoru megin við hana). Prjónið síðan fram- og bakstykki áfram hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 89-101-113-125-137-149 l. Haldið áfram með A.3 á bakstykki eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf i hvorri hlið þannig: Fellið af 2 l 0-0-2-5-5-7 sinnum og 1 l 2-2-4-4-4-6 sinnum = 85-97-97-97-109-109 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið nú af miðju 23-27-27-27-29-29 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsi = 29-33-33-33-38-38 l eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm og fellið laust af. Endurtakið á hinni öxlinni. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 55-61-67-73-79-85 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2 umf eftir síðasta hnappagati á framstykki eru prjónaðar 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 10 kantlykkjur við miðju að framan (aðrar l í umf eru ekki prjónaðar). Prjónið nú yfir allar l í umf eins og áður. JAFNFRAMT er aukið út um 1 l fyrir sjalkraga við miðju að framan – LESIÐ ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umf alls 18-18-18-20-20-20 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm (nú hafa verið prjónaðir 2 cm eftir síðasta hnappagati), fækkið nú um 1 l við hálsmál við miðju að framan – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið nú svona í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 10-12-12-12-13-13 sinnum og síðan í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 4 sinnum í öllum stærðum. Eftir allar útaukningar og úrtökur eru 57-61-61-63-68-68 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm fellið af síðustu 29-33-33-33-38-38 l á öxl = 28-28-28-30-30-30 l eftir á prjóni fyrir kraga. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjón yfir þessar l þannig: * 2 umf garðaprjón yfir allar l, 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 18-18-18-20-20-20 l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 9-9-9-10-10-10 cm innst þar sem stykkið er minnst (kraginn mælist ca 18-18-18-20-20-20 cm yst þar sem stykkið er breiðast). Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og vinstra, nema spegilmynd. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum á hægir kant að framan. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 10 l við miðju að framan er stillt af eftir vinstra framstykki. ERMI: Fitjið upp 56-56-63-63-63-70 l á sokkaprjóna nr 3 með Karisma. Prjónið 1 umf slétt. Næsta umf er prjónuð þannig: * 3 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* umf hringinn. Þegar stykkið mælist 6 cm er næsta umf prjónuð þannig: * 3 l sl, 2 l br, 2 l br saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48-48-54-54-54-60 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.3A. setjið 1 prjónamerki í síðustu l í umf (þ.e.a.s. í l í garðaprjóni = mitt undir ermi), látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Aukið svona út alls 18-20-20-22-25-25 sinnum í stærð S: Í 7. hverri umf, í stærð M+L: Í 6. hverri umf, í stærð XL: Í 5. hverri umf, í stærð XXL: Til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umf og í stærð XXXL: Í 4. hverri umf = 84-88-94-98-104-110 l. Þegar stykkið mælist 53-53-51-49-49-46 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengri handvegs og breiðari axla), fellið af miðju 7 l undir ermi (þ.e.a.s. fellið af l með prjónamerki í + 3 l hvoru megin við hana). Ermakúpan er nú prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram með mynstur JAFNFRAMT er fellt af í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 1 sinni, 2 l 1-1-2-3-3-4 sinnum og 1 l 2-2-3-3-3-6 sinnum. Fellið síðan af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 59 cm í öllum stærðum, fellið af 3 l 1 sinni í hvorri hlið og fellið af þær l sem eftir eru. Ermin mælist ca 60 cm í öllum stærðum. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið kragann saman við miðju að aftan – passið uppá að saumurinn sjáist ekki þegar kraginn er brotinn niður. Saumið kragann við hálsmál aftan við hnakka. Saumið ermar í. Saumið tölur í hægri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #jacksoncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 174-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.