Ann-Charlotte Ahlborg skrifaði:
Hur många cm rörelsevidd räknar ni med?
27.02.2025 - 16:59DROPS Design svaraði:
Hej Ann-Charlotte. Måtten på måttskissen är mått på plagget så välj den storlek som passar utifrån den rörelsevidd som önskas (mät gärna ett redan befintligt plagg). Mvh DROPS Design
28.02.2025 - 08:05
Moyra Hopkinson skrifaði:
Direction of knit arrows not shown on diagrams, is this an error?
09.02.2025 - 10:46
Marie Noëlle skrifaði:
Bonjour, Je reprends les devants arrêtés à 47 cm. J'ai vu qu'il fallait commencer les augmentations 2 rangs après la dernière boutonnière, soit à 53 cm (taille M) - Mais a quel moment dois-je commencer les diminutions ? est-ce en même temps ?
14.01.2025 - 18:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie Noëlle, vous augmentez pour le col châle au 1er rang juste après la dernière boutonnière (qui se fait à 51 cm en taille M, donc 51 cm + 2 rangs et vous commencez à diminuer pour l'encolure quand le devant mesure 53 cm, donc vous allez commencer les diminutions de l'encolure 2 cm après la dernière boutonnière. Bon tricot!
15.01.2025 - 08:33
Darla skrifaði:
Hello everybody! Thank you for the pattern for this beautiful cardigan. My question may have been asked, but there are so many different languages, (which is great!). I’m a left handed knitter. I would like to start the next row where I bind off 7 stitches for armholes. Do I put the front stitches on a stitch holder while working the back? Bind off means to slip 2nd last stitch over last stitch? Thank you,
27.12.2024 - 19:30DROPS Design svaraði:
Dear Darla, you can see this video on how to bind off stitches: https://www.garnstudio.com/video.php?id=15&lang=en. And yes, you put the front stitches on a stitch holder while you work the back and put them back on the needles when you finish the back. Happy knitting!
30.12.2024 - 00:30
Kathleen De Greef skrifaði:
Moet men bij het meerderen en minderen van de kraag steeds de dubbele rij van 10 st aan het begin herhalen? Om de naald dus, of enkel de eerste keer?
24.12.2024 - 10:37
Ann-Charlotte Ahlborg skrifaði:
På bilden ser framkanten ut som vartannat varv från rätsidan är avigt. Är det inte så?
16.12.2024 - 15:12DROPS Design svaraði:
Hej Ann-Charlotte, framkanten är rätstickat med räta på alla varv :)
17.12.2024 - 14:02
Laurie skrifaði:
Hi, I'm excited to start this beautiful cardigan for my husband. Is there any reason not to put a pair of matching cables up the back to match the ones in the front?
12.12.2024 - 16:10
Yulia skrifaði:
Hi, somehow I can't find the collar knit instructions in the pattern. Can you refer me to it? Also, is there a video tutorial for the buttonholes? Thanks
10.12.2024 - 03:44DROPS Design svaraði:
Hi Yulia, The collar instructions are incorporated into the front piece instructions. Here is a link to working buttonholes: https://www.garnstudio.com/videos.php?c=knitting-videos-tips-tricks-band-butto&lang=en Happy knitting!
10.12.2024 - 06:43
Athena skrifaði:
Hello! I am knitting the body in size XS/S. The instructions say that I decrease for the last buttonhole when the piece measures 50cm but when knitting the body, the piece must measure 46cm before casting off for the armholes. I've already knitted about 35cm of the body. What could I do?
06.12.2024 - 21:18DROPS Design svaraði:
Dear Athena, the last buttonhole is worked when you work the separate front pieces at the top, after the armholes. You can see in the picture that the last buttonhole is slightly above the armhole, which would fit the 4cm difference you stated. The actual front pieces, up to the shoulders, measures 68 cm for the smallest size (you can also find this measurement in the size chart below). Happy knitting!
08.12.2024 - 00:56
Norah Carr skrifaði:
Hi I’m at the stage to stitch the neck and collar on but it’s just not working colder is to big , I am really struck please advise me . Help .
17.11.2024 - 21:44DROPS Design svaraði:
Dear Norah, take into account that this type of neck is quite big, since it's a shawl collar, where the edges are later on folded outwards, so it will look very big before folding it. If it seems too big for you you could work less increases for the neck before casting off for the shoulder. Happy knitting!
18.11.2024 - 00:13
Jackson#jacksoncardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Karisma með einföldum kaðli, áferðamynstri og sjalkraga. Stærð XS - XXXL.
DROPS 174-1 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR (á við um kanta að framan): Til að koma í veg fyrir að kantar að framan dragist saman á hæðina eru prjónaðar stuttar umferðir yfir kant að framan með jöfnu millibili þannig: * Byrjið frá miðju að framan og prjónið sl yfir ystu 10 l (= kantur að framan), snúið stykkinu, takið 1. l óprjónaða, herðið á þræði og prjónið sl út umf *, endurtakið frá *-* eftir ca 10. hverja umf í stykki. ÚTAUKNING-1 (á við um sjalkraga): Aukið út um 1 l í næst ystu l við miðju að framan með því að prjóna sl fram og til baka í sömu l. ÚTAUKNING-2 (á við um miðju undir ermi): Aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í mitt undir ermi. Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Útauknu l eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.3. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið l innan við 10 kantlykkjur að framan í garðaprjóni + útauknar lykkjur fyrir sjalkraga. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið l á undan kant að framan + kraga þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið l á eftir kraga + kant að framan þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum frá réttu á vinstri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, steypið næst ystu l á hægri prjón yfir síðustu l á hægri prjón, prjónið 1 l sl, steypið næst ystu l á hægri prjón yfir ystu l á hægri prjón (nú hafa verið felldar af 2 l), prjónið 3 síðustu l slétt. Í næstu umf eru fitjaðar upp 2 nýjar l yfir þær l sem felldar voru af. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð XS/S: 2, 12, 21, 31, 40 og 50 cm. Stærð M: 2, 12, 21, 31, 41 og 51 cm. Stærð L: 2, 12, 22, 32, 42 og 52 cm. Stærð XL: 3, 13, 23, 33, 43 og 53 cm. Stærð XXL: 3, 13, 23, 33, 43 og 54 cm. Stærð XXXL: 3, 13, 24, 34, 45 og 55 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp, frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 243-271-299-327-355-383 l (meðtaldar 10 kantlykkjur við miðu að framan í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með Karisma. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 10 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1A (= 28 l), * 3 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, 7 l br (= miðja að aftan), * 3 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, A.2A (= 28 l) og 10 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, br yfir br og sl yfir sl. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8 cm – munið eftir HNAPPAGAT í vinstri kant að framan – sjá útskýringu að ofan og lesið LEIÐBEININGAR! Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: 10 kantlykkjur að framan eins og áður, A.1B (= 28 l sem fækkaðar voru í 25 l), * 3 l sl, 2 l br, 2 l br saman *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, 2 l br saman, 3 l br, 2 l br saman, * 3 l sl, 2 l br, 2 l br saman *, endurtakið frá *-* alls 11-13-15-17-19-21 sinnum, 3 l sl, A.2B (= 28 l sem fækkaðar voru í 25 l) og 10 kantlykkjur að framan eins og áður = 213-237-261-285-309-333 l. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjón yfir garðaprjón, br yfir br og sl yfir sl (A.1B og A.2B er prjónað eins og útskýrt er í mynstri). Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: 10 kantlykkjur að framan eins og áður, A.4 (= 25 l), prjónið A.3A yfir næstu 72-84-96-108-120-132 l (= 12-14-16-18-20-22 mynstureiningar 6 l), prjónið A.3B (= 5 l), prjónið A.3C yfir næstu 66-78-90-102-114-126 l (= 11-13-15-17-19-21 mynstureiningar 6 l), prjónið A.5 (= 25 l) og endið með 10 kantlykkjum að framan eins og áður. Setjið 1 prjónamerki í 59.-65.-71.-77.-83.-89. l inn frá hvorri hlið (prjónamerki er staðsett í hliðum á fram- og bakstykki). Haldið svona áfram og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 46-47-48-49-50-51 cm fellið af 7 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af l með prjónamerki í + 3 l hvoru megin við hana). Prjónið síðan fram- og bakstykki áfram hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 89-101-113-125-137-149 l. Haldið áfram með A.3 á bakstykki eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf i hvorri hlið þannig: Fellið af 2 l 0-0-2-5-5-7 sinnum og 1 l 2-2-4-4-4-6 sinnum = 85-97-97-97-109-109 l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Fellið nú af miðju 23-27-27-27-29-29 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsi = 29-33-33-33-38-38 l eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm og fellið laust af. Endurtakið á hinni öxlinni. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 55-61-67-73-79-85 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður og fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf frá hlið eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 2 umf eftir síðasta hnappagati á framstykki eru prjónaðar 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 10 kantlykkjur við miðju að framan (aðrar l í umf eru ekki prjónaðar). Prjónið nú yfir allar l í umf eins og áður. JAFNFRAMT er aukið út um 1 l fyrir sjalkraga við miðju að framan – LESIÐ ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umf alls 18-18-18-20-20-20 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 52-53-54-55-56-57 cm (nú hafa verið prjónaðir 2 cm eftir síðasta hnappagati), fækkið nú um 1 l við hálsmál við miðju að framan – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið nú svona í annarri hverri umf (þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu) alls 10-12-12-12-13-13 sinnum og síðan í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 4 sinnum í öllum stærðum. Eftir allar útaukningar og úrtökur eru 57-61-61-63-68-68 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-78 cm fellið af síðustu 29-33-33-33-38-38 l á öxl = 28-28-28-30-30-30 l eftir á prjóni fyrir kraga. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjón yfir þessar l þannig: * 2 umf garðaprjón yfir allar l, 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 18-18-18-20-20-20 l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 9-9-9-10-10-10 cm innst þar sem stykkið er minnst (kraginn mælist ca 18-18-18-20-20-20 cm yst þar sem stykkið er breiðast). Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og vinstra, nema spegilmynd. ATH: Ekki er fellt af fyrir hnappagötum á hægir kant að framan. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umf garðaprjón einungis yfir síðustu 10 l við miðju að framan er stillt af eftir vinstra framstykki. ERMI: Fitjið upp 56-56-63-63-63-70 l á sokkaprjóna nr 3 með Karisma. Prjónið 1 umf slétt. Næsta umf er prjónuð þannig: * 3 l sl, 4 l br *, endurtakið frá *-* umf hringinn. Þegar stykkið mælist 6 cm er næsta umf prjónuð þannig: * 3 l sl, 2 l br, 2 l br saman *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48-48-54-54-54-60 l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.3A. setjið 1 prjónamerki í síðustu l í umf (þ.e.a.s. í l í garðaprjóni = mitt undir ermi), látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 2 l mitt undir ermi – LESIÐ ÚTAUKNING-2. Aukið svona út alls 18-20-20-22-25-25 sinnum í stærð S: Í 7. hverri umf, í stærð M+L: Í 6. hverri umf, í stærð XL: Í 5. hverri umf, í stærð XXL: Til skiptis í 4. hverri og 5. hverri umf og í stærð XXXL: Í 4. hverri umf = 84-88-94-98-104-110 l. Þegar stykkið mælist 53-53-51-49-49-46 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengri handvegs og breiðari axla), fellið af miðju 7 l undir ermi (þ.e.a.s. fellið af l með prjónamerki í + 3 l hvoru megin við hana). Ermakúpan er nú prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Haldið áfram með mynstur JAFNFRAMT er fellt af í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 l 1 sinni, 2 l 1-1-2-3-3-4 sinnum og 1 l 2-2-3-3-3-6 sinnum. Fellið síðan af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 59 cm í öllum stærðum, fellið af 3 l 1 sinni í hvorri hlið og fellið af þær l sem eftir eru. Ermin mælist ca 60 cm í öllum stærðum. Prjónið aðra ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið kragann saman við miðju að aftan – passið uppá að saumurinn sjáist ekki þegar kraginn er brotinn niður. Saumið kragann við hálsmál aftan við hnakka. Saumið ermar í. Saumið tölur í hægri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #jacksoncardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 174-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.