Lena skrifaði:
Is there a written description of the stitch charts? On A 1a, A3a, A2a, A6a & A7a it appears stitches are missing on the 4th rows of the chart. I am new to knitting by charts. What am I missing?
11.11.2024 - 21:50DROPS Design svaraði:
Dear Lena, there are only diagrams - note that in the 3rd row of -a diagrams you will see this symbol "-", ie the 10th in the diagram key which means you have to purl 2 stitches together; so that on the last row of these -a diagrams you will "miss" one stitch = the empty space between 2 stitches meaning one stitch has been decreased before. Happy knitting!
12.11.2024 - 09:08
Nikki Strassburg skrifaði:
I apologize. Row one they mention edge stitch. I wrongly took that as front edge. On row 5 I realised my mistake.
31.08.2024 - 12:43
Nikki Strassburg skrifaði:
The pattern does not match the image. The front 'lacy' borders not in the pattern. Very disappointed. Could there be other mistakes with the pattern
31.08.2024 - 11:42DROPS Design svaraði:
Dear Nikki, the lacy borders are worked according to charts A.1b and A.7b. You can see the yarn overs in the right side and left side of the charts, respectively. Happy knitting!
31.08.2024 - 19:12
Wendyy Spofford skrifaði:
I don’t see to see how you do the band for button holes on the pattern what have I missed on the Irish Winter cardigan 171-9
26.08.2024 - 13:28
Nisa Baker skrifaði:
How come the project needs 300 gram of yarn vs ONLY 150 g ? 2 strands needed together in making the whole piece !
15.12.2023 - 22:36DROPS Design svaraði:
Hi Nisa, DROPS Kid-Silk is very soft and lightweight, the ball has a 210 m gauge but weighs only 25 g (1 ball DROPS Alpaca weighs 50 g). Happy knitting!
17.12.2023 - 07:48
Diana skrifaði:
Hello again, I'm sorry, but I'm having difficulties in understanding the scarf knitting method. Can you please elaborate on it in more details? The English translation seems to be different from the Hungarian part again, but that is also not clear enough.
14.12.2023 - 20:08DROPS Design svaraði:
Dear Diana, not sure what you mean with scarf knitting method for this jacket; but feel free to ask your question in Hungarian so that our expert can help you. Thanks for your comprehension.
15.12.2023 - 08:14
Diana skrifaði:
There are multiple mistakes in the Hungarian translation which makes the work almost impossible. Don't you have anyone to check the translation before publishing?! What I noticed so far: you have two left front pieces and none right. And in the diagram explanation huge mistake in the forth one: it supposed to be two knits but you wrote 1 knit one purl. Mistake! Same with the 7th explanation: it supposed to be one purl 2 knits, you wrote them all knits. Please correct.
07.12.2023 - 09:18DROPS Design svaraði:
Dear Diana, thank you for, notifying us about the errors, which were corrected. Happy Knitting!
10.12.2023 - 20:49
Janne Buchan skrifaði:
Jeg har problemer med å forstå sjal kragen i oppskrift 171-9, der står det at man skal sette av 19 masker til sjal krage på HF og VF, det forklares hvordan man skal strikke disse, så sy sammen på midten? dette blir bare 38 masker, skal de resterende fordeles på arbeidedet så syes sammen ?? Setter pris på litt hjelp
17.10.2022 - 09:19DROPS Design svaraði:
Hei Janne. Slik står det i begynnelsen av oppskriften: Det startes med å strikke høyre forstk, videre strikkes venstre forstk før de 2 delene settes sammen og det fortsettes nedover på bakstk. Altså, når du er ferdig med sjalskragen både på HF og VF, skal det nå strikkes bakstykket og det strikkes som før over de maskene du har på pinnen (venstre forstykke), legg opp 20 masker til hals og strikke de 40-43-45-49-54-58 maskene du satte på 1 tråd fra høyre skulder inn på samme pinne = 100-106-110-118-128-136 m. Nå strikkes det fra skuldrene og nedover bakstykket. mvh DROPS Design
24.10.2022 - 13:58
DOLFIN skrifaði:
Bonjour J'ai fini mon tricot et au moment de monter les manches je me rends compte que mon emmanchure côté tricot est plus large que mes manches ? Pouvez-vous m'aider ? J'ai pourtant bien respecté les indications et le nombre de mailles . Merci pour votre réponse
15.07.2019 - 17:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dolfin, avez-vous également les bonnes mesures? Si c'est le cas, la manche doit alors passer dans l'emmanchure, épinglez-la si besoin (cf vidéo assemblage d'une manche. Bon tricot!
16.07.2019 - 08:50
Therese skrifaði:
Ik kom niet verder dan de 1e 12nld van mijn 1e werk.Er staat dat je een patroon moet breien.Welke is dit en dat zijn maar in de 50 st.en ik heb er 76 opstaan.Wat moet ik met de rest doen.Zelfs mijn zus en moeder komen hier niet aan uit
21.03.2019 - 14:21DROPS Design svaraði:
Dag Therese
De telpatronen (A.1, A.2 etc) kun je onderaan de beschrijving van het patroon vinden. Kies het juiste telpatroon voor jouw maat. In de beschrijving staat uitgelegd welke patronen je moet breien en in welke volgorde en evt nog kantsteken e.d. je moet breien. Op die manier kom je wel op het aantal opgezette steken uit. In de FAQ kun je hierover ook informatie vinden.
21.03.2019 - 16:33
Irish Winter Cardigan#irishwintercardigan |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk með köðlum og sjalkraga. Stærð S-XXXL.
DROPS 171-9 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8 – sjá mynsturteikningu fyrir rétta stærð! Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (ermi): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið er út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. TÖLUR: Mælið frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að framan og saumið tölur í vinstri kant að framan þannig: STÆRÐ S: 30, 38 og 46 cm. STÆRÐ M: 33, 41 og 49 cm. STÆRÐ L: 35, 43 og 51 cm. STÆRÐ XL: 37, 45 og 53 cm. STÆRÐ XXL: 39, 47 og 55 cm. STÆRÐ XXXL: 42, 50 og 58 cm. AFFELLING: Til að affellingarkanturinn verði ekki stífur þá er hægt að fella af með ½ nr grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Byrjið á að prjóna hægra framstykki, síðan er vinstra framstykki prjónað áður en bæði stykkin eru sett saman og haldið er áfram niður á bakstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI OG ÖXL: Fitjið upp 68-71-76-81-86-93 l með 1 þræði Alpaca + 1 þráð Kid-Silk (= 2 þræðir) á hringprjón nr 4,5. Prjónið mynstur frá réttu þannig: Prjónið A.1a (= 23 l), A.2a (= 31 l), A.3a (= 8 l) 1-1-2-2-2-3 sinnum, prjónið A.4 (= 4-7-4-9-14-13 l), 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið 2 fyrstu umf í mynstri þar til prjónaðar hafa verið 12-8-12-8-12-8 umf, prjónið 2 umf sem eftir eru í mynstri = 59-62-65-70-75-80 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.1b (= 21 l), A.2b (= 26 l), A.3b (= 6 l) 1-1-2-2-2-3 sinnum, prjónið 4-7-4-9-14-13 l sléttprjón, 2 kantlykkju með garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 14 cm er fitjuð upp 1 ný l í lok næstu umf frá réttu (merkir klauf) = 60-63-66-71-76-81 l. Nýjar l eru prjónaðar í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 45-47-48-49-50-52 cm fellið af 2-2-3-4-4-5 l fyrir handveg í byrjun næstu umf frá röngu = 58-61-63-67-72-76 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið þar til stykkið mælist 65-68-70-72-74-77 cm – passið uppá að prjónaðar séu 6½-7-7-7½-7½-8 mynstureiningar A.2b á hæðina. Þ.e.a.s. í stærð S, XL, XXL eru prjónaðar 6-7-7 einingar á hæðina + fyrstu 10 umf í mynstri A.2b. Setjið eitt prjónamerki hér. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Haldið nú áfram yfir öxl frá réttu þannig: Prjónið sl yfir fyrstu 19 l í umf áður en þær eru settar á þráð fyrir sjalkraga, haldið áfram með mynstur yfir þær 39-42-44-48-53-57 l sem eftir eru fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 2 cm er fitjuð upp 1 ný l í lok næstu umf frá röngu = 40-43-45-49-54-58 l. Setjið l á band og prjónið vinstra framstykki og öxl. VINSTRA FRAMSTYKKI OG ÖXL: Fitjið upp 68-71-76-81-86-93 l með 1 þræði Alpaca + 1 þráð Kid-Silk (= 2 þræðir) á hringprjóna nr 4,5. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.5 (= 4-7-4-9-14-13 l), A.6a (= 8 l) 1-1-2-2-2-3 sinnum á breidd, A.2a (= 31 l), A.7a (= 23 l). Endurtakið 2 fyrstu umf í mynstri þar til prjónaðar hafa verið 12-8-12-8-12-8 umf, prjónið 2 umf sem eftir eru í mynstri = 59-62-65-70-75-80 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið 4-7-4-9-14-13 l sléttprjón, A.6b (= 6 l) 1-1-2-2-2-3 sinnum á breidd, A.2b (= 26 l), A.7b (= 21 l). Þegar stykkið mælist 14 cm er fitjuð upp 1 ný l í lok næstu umf frá röngu (merkir klauf) = 60-63-66-71-76-81 l. Nýjar l eru prjónaðar með garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 45-47-48-49-50-52 cm felið af 2-2-3-4-4-5 l fyrir handveg í byrjun næstu umf frá réttu = 58-61-63-67-72-76 l. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hlið þar til stykkið mælist 65-68-70-72-74-77 cm – passið uppá að prjónaðar séu 6½-7-7-7½-7½-8 mynstureiningar af A.2b á hæðina. Þ.e.a.s. í stærð S, XL, XXL prjónið 6-7-7 mynstureiningar á hæðina + fyrstu 10 umf í mynstri A.2b. Setjið eitt prjónamerki hér. STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! Haldið nú áfram yfir öxl frá réttu: Prjónið mynstur yfir fyrstu 39-42-44-48-53-57 l eins og áður, prjónið sl yfir þær 19 l á prjóni sem eftir eru, snúið við og prjónið sl til baka fyrir fyrstu 19 l áður en þær eru settar á þráð fyrir sjalkraga = 39-42-44-48-53-57 l fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 2 cm er fitjuð upp 1 ný l í lok næstu umf frá réttu = 40-43-45-49-54-58 l. Snúið við og prjónið til baka. BAKSTYKKI: Haldið nú áfram með mynstur frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 40-43-45-49-54-58 l eins og áður, síðan eru fitjaðar upp 20 nýjar l fyrir hálsmáli, prjónið 40-43-45-49-54-58 l frá hægri öxl á sama prjón = 100-106-110-118-128-136 l. Snúið við og prjónið mynstur til baka, en yfir 20 miðju l er prjónað sl (frá röngu) og aukið út um 4 l jafnt yfir þessar l (aukið út með því að prjóna 2 l í 1 l) = 104-110-114-122-132-140 l. Í næstu umf frá réttu er A.8 prjónað yfir miðju 30 l. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm eru fitjaðar upp 2-2-3-4-4-5 nýjar l í lok 2 næstu umf = 108-114-120-130-140-150 l. Prjónið nú mynstur þannig: 3 l garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 4-7-4-9-14-13 l, mynstur eins og áður yfir næstu 94-94-106-106-106-118 l, 4-7-4-9-14-13 l sléttprjón, 3 l garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 51-54-56-58-60-63 cm fellið af 1 l í byrjun 2 næstu umf (= merkir klauf) = 106-112-118-128-138-148 l. Þegar prjónaðar hafa verið 6½-7-7-7½-7½-8 mynstureiningar af A.2b á hæðina (= alls 13-14-14-15-15-16 mynstureiningar) er skipt yfir á hringprjóna nr 4,5 og prjónað þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.5 yfir næstu 4-7-4-9-14-13 l, sl yfir sl og br yfir br yfir næstu 94-94-106-106-106-118 l, JAFNFRAMT er aukið út um 1 l br í hverri einingu með br yfir mynstur, A.3b, A.2b og A.6b + 1 l yfir 2 l í garðaprjóni í mynstri A.3b og A.6b (= 14-14-18-18-18-22 l) – LESIÐ ÚTAUKNING-1, prjónið A.4 yfir næstu 4-7-4-9-14-13 l, 2 kantlykkjur í garðaprjóni = 120-126-136-146-156-170 l. Haldið svona áfram fram og til baka með stroffið þar til prjónaðar hafa verið 12-8-12-8-12-8 umf stroff. Fellið af með sl yfir sl og br yfir br – LESIÐ AFFELLING! SJALKRAGI: Hægri sjalkragi: Setjið til baka l af þræði á hringprjóna nr 5 = 19 l. Byrjið frá röngu og prjónið þannig: Prjónið 1 umf slétt yfir allar l, * snúið við og prjónið 10 l sl, snúið við og prjónið til baka, prjónið 2 umf slétt yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 9 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. Vinstri sjalkragi: Setjið til baka l af þræði á hringprjóna nr 5 = 19 l. Byrjið frá réttu og prjónið þannig: Prjónið * 1 umf slétt, snúið við og prjónið 10 l sl til baka, snúið við og prjónið 10 l, snúið við og prjónið sl yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 9 cm þar sem hann er stystur. Fellið af. ERMI: Ermin er prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 44-44-49-49-54-54 l (meðtalin 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið) með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) á hringprjóna nr 4,5. Prjónið 1 umf br frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, (2 l sl, 3 l br) þar til 3 l eru eftir, 2 l sl, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 5 cm er fækkað um 6-4-7-7-10-8 l jafnt yfir = 38-40-42-42-44-46 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-2! Aukið svona út í 4. hverri umf 15-14-13-10-6-4 sinnum og í annarri hverri umf 1-3-4-9-14-17 sinnum = 70-74-76-80-84-88 l. Þegar stykkið mælist 40-40-39-38-36-35 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni niður að klauf (klauf = 14 cm). Endurtakið í hinni hliðinni. Saumið saman 2 affellingakantana á kraga við miðju að aftan. Saumið kragann við kanti í hálsmáli að aftan. Saumið TÖLUR – sjá útskýringu að ofan, í vinstri kant að framan. Tölum er hneppt í gegnum göt í kanti að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #irishwintercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.